Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 Kona þerraði tárin þar sem hún gekk í mótmæla- göngu í Manila á Filippseyjum á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í gær. Á meðal kvenna í göngunni voru konur sem átt höfðu ástvini sem teknir höfðu verið af lífi án dóms og laga. Konur efndu víða til mótmælaaðgerða. Á Spáni blésu konur til eins dags verkfalls til að krefjast aukinna réttinda. Meira en 300 lestar- ferðum var aflýst og vinna lá víða niðri. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í gær AFP Konur mótmæltu misrétti víða um heim Árás á fyrrverandi rússneskan njósnara með taugaeitri nýlega hef- ur beint athyglinni að samfélagi Rússa í London. Það hefur oft og tíð- um þótt bera vott um glæsibrag en minna um leið á grugguga fortíð og leynimakk, að því er fram kemur í frétt AFP-fréttastofunnar. Njósnarinn fyrrverandi, Sergei Skripal sem áður lék tveim skjöldum og Júlía dóttir hans liggja meðvit- undarlaus á sjúkrahúsi eftir að ráðist var á þau í heimabæ þeirra Salisbury á sunnudaginn var. Skripal er 66 ára og tilheyrir allstórum hópi Rússa sem búa í Bretlandi. Flestir eru í London þar sem 100 þúsund Rússar búa, fleiri en í nokkurri annarri höf- uðborg Evrópu, utan Rússlands. Tungumálið er talið eiga sinn þátt en enska er vinsælasta erlenda tungu- málið í Rússlandi. Auk þess er auð- velt að stunda viðskipti og fjár- magnsflutninga í Bretlandi. „Bandaríkin eru langt í burtu, ef þú heldur áfram einhverjum umsvif- um sem tengjast Rússlandi þá er betra að vera í Bretlandi,“ sagði Júrí Felshtinskí, sagnfræðingur og vinur Alexanders Litvinenko, fyrrverandi útsendara rússnesku öryggislög- reglunnar FSB, sem eitrað var fyrir í London með geislavirku eitri 2006. „Það er auðveldara að byggja upp rekstur í Bretlandi og það er auð- veldara að vera ríkur í London … í Frakklandi þætti þér líklega óþægi- legra að keyra á rosalega dýrum bíl,“ sagði hann í samtali við AFP. Því fer fjarri að allir Rússar í London séu auðugir. Í rússneskum útvarpsþætti árið 2015, þar sem hug- takið „Londongrad“ var notað, var reynt að gera grein fyrir fjölbreytni rússneska samfélagsins í borginni. Þeir ríku berast gjarnan mikið á og lifa glæsilífi sem vekur athygli. Þáttaröð BBC „McMafia“ sem send var út fyrr á árinu hefur dregið upp dekkri mynd í huga margra Breta. Þar er fylgst með tungulipr- um bankamanni, menntuðum í Bret- landi, sem dregst inn í erjur fjöl- skyldu sinnar í Rússlandi. Þannig leiðist hann inn í heim skipulagðrar glæpastarfsemi og peningaþvættis. Það orð hefur löngum farið af Lond- on að það sé rétti staðurinn til að þvætta óhreina peninga, þótt reynt sé að sporna við því. gudni@mbl.is Athygli beinist að Rússum í London  Um 100.000 Rússar búa í London  Sumir þeirra eru auðugir og berast mikið á  Enskan laðar Rússa til að flytja til Bretlands  Auðvelt er að stunda viðskipti og fjármagnsflutninga í Bretlandi AFP London Það er auðvelt að eyða pen- ingunum í Harrods-versluninni. Mateusz Morawiecki, forsætisráð- herra Póllands, afhenti í Brussel í gær ítarlega málsvörn pólskra stjórn- valda fyrir umdeildum breytingum á dómskerfinu og varaði við því að refsiaðgerðir af hálfu Evrópusam- bandsins gætu leitt til aukinnar and- úðar í garð þess meðal Pólverja og uppgangs lýðskrumshreyfinga sem vildu afnema eða veikja ESB. ESB hóf í desember undirbúning að því að refsa Pólverjum vegna breytinganna þar sem af þeim stafaði ógn við sjálfstæði dómstóla landsins. Fengu pólsk stjórnvöld frest til 20. mars til að draga í land. „Við gerum ráð fyrir því að rækileg greining verði gerð á þessu skjali,“ sagði Morawiecki á blaðamannafundi eftir að hann afhenti Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórn- ar ESB, málsvörnina. Pólverjar eiga yfir höfði sér að verða sviptir atkvæðisrétti í sam- bandinu. Í grein sjö í Lissabon-sátt- málanum er kveðið á um að grípa megi til slíkra aðgerða sé réttarkerfi aðildarríkis í hættu. Greininni hefur aldrei verið beitt. Ungverjar, sem einnig hafa átt í deilum við ESB út af lýðræði, hafa sagst munu beita neit- unarvaldi til að koma í veg fyrir slíkt. Í málsvörninni segir að umbóta sé þörf til að berjast gegn spillingu og losna við eftirlegukindur frá tímum kommúnista. Umdeildasta breytingin er að þing og ráðherrar skipi dómara í hæstarétt og nefnd, sem gefur álit um framgang dómara. Hingað til hafa dómarar séð um þessar skipanir. Einnig segir að eftir breytingarnar njóti dómstólar sama sjálfstæðis og breskir, danskir, franskir, hollenskir, spænskir og þýskir dómstólar. Pólverjar grípa til varna í Brussel  Morawiecki varar ESB við að grípa til refsinga AFP Faðmlag Mateusz Morawiecki og Jean-Claude Juncker í Brussel. Stjórnvöld í Suður-Kóreu greindu frá því í gær að nöfn þriggja lands- þekktra lista- manna, sem sak- aðir hafa verið um kynferðis- brot, yrðu fjar- lægð úr kennslu- bókum. Églíka-hreyfingunni hefur vaxið fiskur um hrygg í Suður-Kóreu undanfarið og fjöldi kvenna hefur kvatt sér hljóðs til að lýsa ofbeldi, sem þær hafa orðið fyrir af hendi valdamikilla manna á ýmsum stig- um þjóðlífsins. Meðal þeirra, sem sakaðir eru um kynferðislega áreitni, eru ljóð- skáldið Ko Un, sem reglulega hefur verið veðjað á að muni hljóta Nób- elsverðlaunin í bókmenntum. Skáldkonan Choi Young-Mi lýsti reynslu sinni í ljóðinu „Skrímsli“ þannig að ljóst mátti vera að átt var við Ko og sakaði hann síðar um brot gagnvart fjölda kvenna. Hinir eru leikstjórinn Lee Yoon- taek og leikskáldið Oh Tae-seok. Þeirra og verka þeirra verður ekki getið í kennslubókum héðan í frá. Þurrkaðir út úr kennslubókum Ljóðskáldið Ko Un. SUÐUR-KÓREA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.