Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 35
múrverk en síðustu rúm 20 starfs- árin vann hann hjá Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað. Þorgeir hefur lengi verið áhugamaður um hestamennsku, átti hross um áratuga skeið, reið oft út og hefur farið á hestum um stóran hluta landsins. Hann hefur unnið ötult starf að æðarvarpi og með prýðilegum árangri, fyrst í Viðfirði og síðar í Borgum í Norð- firði: „Ég byrjaði að dútla við þetta árið 1968. Þá var töluverður reki í Viðfjörð og ég var að þvæl- ast þarna suður eftir á hestum. Síðan sá ég um þetta og var þarna með dúntekju til 2004, er Þórarinn, bróðir minn, tók við. Ég fékk svo leyfi til að koma upp æðarvarpi í Borgum í Norð- firði árið 1987 og hef annast það þar til í fyrra, er ég hætti. Það er gaman að eiga við þetta en eins og öll önnur hlunnindi er þetta mikið háð duttlungum náttúrunnar á hverjum tíma.“ Þorgeir er prýðilegur hagyrð- ingur þó að hann vilji sem minnst úr því gera. Hann hefur oft látið vísur flakka af ýmsu tilefni sem síðan hafa orðið fleygar fyrir aust- an. Auk þess hefur hann að sjálf- sögðu áhuga á góðum kveðskap og dýrum ljóðum. Þorgeir dvelur mikið í Viðfirði en þar hefur hann, ásamt bræðr- um sínum, byggt upp íbúðarhúsið þar, sem komið var í niðurníðslu. Uppbyggingin hófst 1989. Þar dvelur stórfjölskyldan mikið yfir sumartímann. Þorgeir hefur sinnt ýmsum fé- lagsstörfum, s.s. í Hestamanna- félaginu Blæ, Æðarræktarfélagi Íslands, Kiwanis og öðrum fé- lögum. Fjölskylda Þorgeir kvæntist 26.12. 1984, Svanbjörgu Gísladóttur, f. 10.2. 1939, d. 30.6. 2017, frá Brún í Mjóafirði. Þau slitu samvistum. Á seinni árum kynntist Þorgeir Þóru Ólöfu Guðnadóttur, f. 20.2. 1930, d. 10.5. 2016. Þau bjuggu saman á Eskifirði þar til Þóra lést. Systkini Þorgeirs eru Sveinn, f. 12.8.1930, húsgagna- og húsasmið- ur, búsettur í Neskaupstað, Ólöf Erla, f. 8.9. 1934, húsfreyja, búsett í Hafnafirði; Freysteinn, f. 26.12. 1935, vélstjóri og sjómaður og síð- ar hjá Síldarbræðslunni í Nes- kaupstað. Hálfbróðir Þorgeirs, sammæðra, er Þórarinn Viðfjörð, f. 3.6. 1949, vélstjóri, búsettur í Neskaupstað. Foreldrar Þorgeirs voru Þór- arinn Viðfjörð Sveinsson, f. 8.7. 1902, d. 1.10. 1936, bóndi og sjó- maður í Viðfirði, og k.h., Guðríður Friðrikka Þorleifsdóttir, f. 4.11. 1908, d. 14.10. 2000, húsfreyja og bóndi í Viðfirði og síðar húsfreyja í Neskaupstað. Þórarinn og Guðríkur Friðrikka bjuggu í Viðfirði en Þórarinn fórst í sjóslysi 1936, ásamt bræðrum sínum, Sófusi Lynge og Frímanni. Guðríður bjó áfram í Viðfirði ásamt börnum sínum og giftist síð- ar Guðna Þorleifssyni sem gekk börnum hennar í föður stað. Þorgeir V. Þórarinsson Guðný Ólafsdóttir húsfr. á Tandrastöðum, systurdóttir Einars, langafa Jakobs, föður rithöfundanna Svövu og Jökuls, föður rithöfundanna Unnar, Illuga, Hrafns og Elísabetar, af Hellisfjarðarætt Guðmundur Magnússon b. á Tandrastöðum í Norðfirði Guðfinna Guðmundsdóttir húsfr. á Hofi Þorleifur Torfason b. á Hofi í Norðfirði Guðríður Friðrikka Þorleifsdóttir b. og húsfr. í Viðfirði Valgerður Stefánsdóttir húsfr. í Skuggahlíð í Norðfirði Torfi Jónsson b. í Skuggahlíð Dr. Björn Bjarnason málfræðingur og kennari Dr. Halldór Halldórsson prófessor í íslenskum fræðum við HÍ Halldór Halldórsson blaðamaður og ritstj. Halldór Bjarnason búfræðingur og kaupm. á Ísafirði orsteinn frá Hamri skáld Guðný Þorleifsdóttir húsfr. á Hamri í Þverárhlíð Þ Þórir Jökull Þorsteinsson fyrrv. sóknarpr. á Selfossi og sendiráðspr. í Kaupmannahöfn Soffía Friðriksdóttir húsfr. á Randversstöðum Ólöf Þórarinsdóttir húsfr. í Viðfirði Sveinn Bjarnaon b. og smiður í Viðfirði Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Viðfirði, af Pamfílsætt lafur Jóhann Sigurðsson rithöfundur í Rvík ÓÓlafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og forstjóri Sigurður Jónsson kennari og hreppstj. á Torfastöðum í Grafningi Þrúður Sveinsdóttir húsfr. á Núpi á Berufjarðarströnd Bjarni Sveinsson b. í Viðfirði Úr frændgarði Þorgeirs V. Þórarinssonar Þórarinn Viðfjörð Sveinsson b. og sjóm. í Viðfirði Þórarinn Sveinsson b. á Randversstöðum í Breiðdal Þorgeir Hann er a.m.k. hestamaður, hagyrðingur, vélstjóri og múrari. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 Sigurjón Pétursson fæddist íSkildinganesi við Reykjavík9.3. 1888. Hann var sonur Pét- urs Þórarins Hanssonar, sjómanns og síðan næturvarðar í Skildinganesi, og k.h., Vilborgar Jónsdóttur hús- freyju. Pétur Þórarinn var sonur Hans Hanssonar, tómthúsmanns á Litlu- Bergsstöðum í Reykjavík, og Ólafar Jónsdóttur húsfreyju, en Vilborg var dóttir Jóns Einarssona, bónda og sjó- manns í Skildinganesi, og Ástu Sig- urðardóttur húsfreyju. Kona Sigurjóns var Sigurbjörg Ás- björnsdóttir Stephensen og eign- uðust þau þrjú börn, Pétur, verk- fræðing og forstjóra Rannsóknarstofnunar byggingariðn- aðarins, Sigríði húsfreyju og Ásbjörn. Sigurjón stundaði verslunarstörf hjá ýmsum í Reykjavík á árunum 1902-15 og var síðan kaupmaður þar frá 1915. Hann festi kaup á klæða- verksmiðjunni Álafossi í Mosfells- sveit 1919 og starfrækti hana síðan. Sigurjón var þekktur glímukappi og glímukóngur á sínum yngri árum. Hann var einn af glímuköppunum sem glímdu á Þingvöllum við kon- ungskomuna 1907, meðal ólympíu- faranna til London 1908 og til Stokk- hólms 1912 og var glímukappi Íslands 1910-1919. Þá var hann skautameist- ari Íslands 1910 og 1911 og var sæmdur fjölda verðlauna fyrir ýmis íþróttaafrek, s.s. á íþróttamótinu sem haldið var í Reykjavík á hundrað ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar. Sigurjón var á ýmsan hátt dæmi- gerður fulltrúi aldamótakynslóð- arinnar sem trúði á land og þjóð og heilbrigða sál í hraustum líkama. Hann var íþróttafrömuður, einn af stofnendum Glímufélagsins Ármanns 1906 og sat í stjórn þess í mörg ár, einn af stofnendum ÍSÍ 1912 og heið- ursfélagi þess, rak frægan íþrótta- skóla að Álafossi, var meðal stofn- enda Sálarrannsóknarfélags Íslands, Náttúrulækningafélags Íslands og Félags íslenskra iðnrekenda og for- maður þess. Sigurjón lést 3.5. 1955. Merkir Íslendingar Sigurjón Pétursson 101 árs Björgvin Árni Ólafsson 95 ára Margrét Björnsdóttir 90 ára Sigurður Zophonias Skúlason 85 ára Elín H. Guðmundsdóttir Gunnhildur Guðmundsdóttir Magnús Hjálmarsson Þorgeir Þórarinsson 75 ára Agnar Olsen Guðrún Friðriksdóttir Harrý Ágúst Herlufsen Steinar Jóhannsson 70 ára Auður Gústafsdóttir Guðjón Ómar Hauksson Gunnar H. Loftsson Kristín Bjarnadóttir Margrét Kolbeinsdóttir Ólafur Rúnar Árnason Sigríður Jónína Garðarsdóttir Soffía Svava Daníelsdóttir 60 ára Alda Gunnarsdóttir Bragi Egilsson Edda Björk Ragnarsdóttir Edda Gíslrún Kjartansdóttir Elín Reynisdóttir Friðrik Sigurjónsson Guðbjörg Jónsdóttir Guðjón Gíslason Hildur Símonardóttir Hulda Skúladóttir Jón Birgir Ármannsson Magnús Ingi Kristmannsson Páll Kolka Ísberg Sigríður Högnadóttir Sigurður Jónsson Sigurður Thorarensen 50 ára Friðrik Guðmundsson Ingólfur Ásmundsson Ísak Winther Kristinn Axel Ólafsson Margrét Sif Hákonardóttir Oddný Halldórsdóttir Ólafur Már Ólafsson Pétur Magnússon Svavar Guðmundsson Sveinn Hjartarson 40 ára Adam Szuba Arnar Steinn Þorsteinsson Gísli G. Bjarnason Hlynur Rafn Guðjónsson Hrönn Sigurðardóttir Marife Legaspe Cagay Ronald Rafn Quitoras Obas Si Hai Nguyen Susana Rosa Da Silva Nunes Vaka Sigmarsdóttir 30 ára Aðalheiður Björk S. Pedersen Ana Margarida Pinto e. Costa Árni Freyr Sigurjónsson Ástþór Valur Árnason Bjarki Rúnar Guttormsson Davíð Páll Ingimarsson Hinrik Þór Guðbjartsson Katarzyna Honorata Kosecka Ósk Kristinsdóttir Sveinbjörn Árni Lund Unnur Thelma Gestsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Unnur ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk sjúkraliðaprófi, er sjúkra- liði við bráðamótöku og verslunarmaður í Iceland. Maki: Sindri Dalsgaard, f. 1993, verslunarstjóri. Sonur: Óðinn Dreki Dalsgaard, f. 2016. Foreldrar: Kristín Grét- arsdóttir, f. 1963, skrif- stofumaður hjá Sýslu- manni, og Gestur Jón Gestsson, f. 1963, sölu- maður. Unnur Thelma Gestsdóttir 30 ára Sveinbjörn ólst upp á Húsavík, býr þar, lauk sveinsprófi í húsa- smíði og starfar hjá Curio. Maki: Tinna Ósk Ósk- arsdóttir, f. 1990, uppeld- is- og menntunarfræð- ingur. Synir: Gabríel, f. 2015, og Eiður, f. 2017. Foreldrar: Sveinbjörn Lund, f. 1955, vélfræð- ingur, og Jóhanna Halls- dóttir, f. 1958, húsfreyja. Þau búa á Húsavík. Sveinbjörn Árni Lund 30 ára Ástþór ólst upp í Keflavík, býr í Reykja- nesbæ, lauk flugvirkja- prófi og er flugvirki hjá Icelandair. Maki: Guðrún Aradóttir, f. 1989, fótaaðgerðarfræð- ingur. Foreldrar: Árni Þór Árna- son, f. 1959, flugvirki hjá Atlanta, og Ásta Þórarins- dóttir, f. 1961, stuðnings- fulltrúi við Myllubakka- skóla. Þau eru búsett í Reykjanesbæ. Ástþór Valur Árnason Vertu velkomin! ...til dæmis eldhúsinu, með litlum tilkostnaði. Eina sem þarf eru efni og ráðleggingar frá Slippfélaginu. Það er auðvelt að breyta... Borgartúni 22 og Dugguvogi 4, Reykjavík, sími 588 8000 • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði, sími 565 0385 Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, sími 421 2720 • Gleráreyrum 2, Akureyri, sími 461 2760 Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 alla laugardaga Hér má sjá eldhús sem gert var upp af Söru Dögg innanhússarkitekt, (femme.is), lakkað matt svart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.