Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar
STÆRSTA OG AFLMESTA
AVANT VÉLIN
Avant 760i er meðal annars í notkun
hjá Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ,
Norðurþing, Borgarbyggð, Skútustaða-
hreppi og víðar.
FRÁBÆR VÉL FYRIR
BÆJARFÉLÖG
Verð miðast við gengi EUR 125
Sjá nánar á ÍSLENSKU AVANT síðunni:
www.avanttecno.com/www/is
760i
Kohler KDI 1903, 57 hö, díeselmótor
80 l/min vökvadælu, 225 bar, vatnskæld
Lyftigeta: 1400 kg
Lyftihæð: 310 cm
Þyngd: 2100 kg
Lengd: 306 cm
Breidd: 145 cm
Hæð: 211 cm
Fáanlegur með L, LX eða DLX húsi
Listasafn ASÍ kallaði nýverið eftir
tillögum frá myndlistarmönnum
vegna innkaupa og til samstarfs um
sýningahald á næstu mánuðum og
bárust 53 tillögur. Listráð safnsins
fór yfir tillögurnar 5. mars sl. og
ákvað að kaupa verk af Hildigunni
Birgisdóttur og bjóða henni jafn-
framt til samstarfs um sýningahald
á tveimur stöðum á landinu, eins og
segir í tilkynningu.
Hildigunnur vinnur jöfnum hönd-
um með skúlptúra og innsetningar
og segir í tilkynningu að hún sé
upptekin af smæð og látleysi hvers-
dagslegra hluta og notist m.a. við
fundið efni og setji þá tilbúnu hluti í
samhengi við tímaskynjun manns-
ins. Um valið segir að listráðið hafi
haft nýja innkaupastefnu safnsins
að leiðarljósi sem taki mið af því
menntunar- og miðlunarátaki sem
safnið vinni nú að með sýningahaldi
víða um land og kaupum á nýjum
verkum til safnsins þar sem við-
fangsefni og/eða miðill endurspegli
tíðarandann með afgerandi hætti.
Um verk Hildi-
gunnar segir að
þau tali til sam-
tímans, séu rann-
sakandi og leiki
með viðfangs-
efnið og kveiki
jafnframt hug-
myndir um hið
háleita í því lát-
lausa, smáa og
venjulega. Hildi-
gunnur Birgisdóttir er annar lista-
maðurinn sem safnið velur til þátt-
töku í nýrri sýningaröð sem hleypt
var af stokkunum í fyrra en fyrstur
var Sigurður Guðjónsson.
Á meðan safnið vinnur að því að
koma upp nýjum sýningarsal verða
sýningar safnsins haldnar í sam-
starfi við stofnanir og samtök víðs-
vegar um landið og eru sýningar-
staðirnir valdir í samvinnu við
listamennina, sýnendurna, hverju
sinni og verða til skiptis á höfuð-
borgarsvæðinu og í öðrum lands-
hlutum, skv. tilkynningu.
Listasafn ASÍ velur Hildigunni
Hildigunnur
Birgisdóttir
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Almennar sýningar hefjast í dag á
Andið eðlilega, fyrstu kvikmynd
Ísoldar Uggadóttur í fullri lengd, en
fyrir hana hlaut Ísold leikstjórnar-
verðlaun í flokki erlendra kvikmynda
á Sundance-kvikmyndahátíðinni 7.
janúar síðastliðinn. Í Andið eðlilega
fléttast saman sögur tveggja kvenna,
annars vegar flóttakonu og hælisleit-
anda frá Gíneu-Bissá, Ödju, sem leik-
in er af belgísku leikkonunni Babet-
idu Sadjo og hins vegar íslenskrar
konu, Láru, sem Kristín Þóra
Haraldsdóttir leikur. Leiðir þeirra
liggja saman í Leifsstöð þar sem
Lára starfar við vegabréfaeftirlit og
stöðvar Ödju þar sem henni þykir
eitthvað grunsamlegt við ferðaskil-
ríki hennar. Báðar eru mæður og
glíma við mótlæti af ólíku tagi. Kon-
urnar tengjast óvænt vinaböndum í
myndinni sem fjallar að hluta um
stöðu flóttamanna og hælisleitenda
hér á landi en auk þeirra Sadjo og
Þóru fer Patrik Nökkvi Pétursson
með eitt af aðalhlutverkum myndar-
innar en hann leikur Eldar, son Láru.
Upphafspunktur mikilvægur
Sadjo býr og starfar í Belgíu en á
ættir að rekja til Gíneu-Bissár og
segist hafa stungið upp á því við Ísold
að Adja væri þaðan en ekki frá
Úganda, eins og stóð til upphaflega.
Hún segist hafa ferðast til Gíneu-
Bissár með eiginmanni sínum og syni
nokkrum mánuðum eftir að Ísold til-
kynnti henni að hún hefði verið valin í
hlutverkið en þá voru um tíu ár liðin
frá því Sadjo heimsótti landið síðast.
Þar segist hún hafa freistað þess að
ræða við fólk um aðstæður tiltekins
minnihlutahóps sem kemur við sögu í
myndinni, til að búa sig undir hlut-
verkið.
Adja og dóttir hennar eru búnar að
flakka milli landa og á leið til Kanada
þegar þær þurfa að millilenda í
Keflavík og eru stöðvaðar í vega-
bréfaeftirliti. Sadjo er spurð hvort
hún hafi átt auðvelt með að setja sig í
spor Ödju og svarar hún því neitandi.
Erfitt sé að ímynda sér hvernig sé að
vera í þessum aðstæðum; að eiga
hvergi heima og vera á flótta. Hún
segist hafa rætt við hælisleitendur til
að undirbúa sig fyrir hlutverkið og
segir að sér þyki best að fara á slóðir
persónunnar þegar hún undirbýr sig
fyrir hlutverk.
„Það skipti mig miklu að vita hver
upphafspunkturinn væri,“ segir hún
og því hafi hún heimsótt Gíneu-Bissá,
til að fá tilfinningu fyrir landinu og
hvernig sé að búa þar. Þegar hún hafi
svo flogið til Íslands hafi henni þótt
sem hún væri að ferðast hingað sem
Adja.
Óttast afleiðingar
gjörða sinna
Sadjo segist hafa rætt við hælis-
leitendur hér um allt mögulegt;
þeirra daglega líf, veðrið og aðstæður
þeirra. „Þeir eru venjulegt fólk eins
og við en eiga sér engan stað sem
hægt er að kalla heimili,“ bendir
Sadjo á. Hælisleitendur byrgi sumir
hverjir tilfinningar sínar inni og tjái
sig lítið um sín mál enda óttist þeir
afleiðingar gjörða sinna. „Margir
hafa upplifað hörmungar stríðs og
eru að leita sér að stað til að lifa sínu
lífi en Evrópa er farin að vernda
sjálfa sig í stað þess vernda þetta
fólk,“ segir Sadjo. „Ég tel að þessi
kvikmynd komi út á hárréttum tíma
en hún fjallar líka um samband
tveggja manneskja, tveggja kvenna
sem báðar hafa ástæðu til að missa
vonina en ákveða að hjálpa hvor ann-
arri í vandræðum sínum. Kvikmynd-
in fjallar um mátt samkenndarinnar
og hjálpræðisins,“ bætir Sadjo við.
„Vindurinn, guð minn góður!“
– Voru tökur myndarinnar erfiðar?
Mér skilst að veðrið hafi verið að
stríða ykkur töluvert?
Sadjo hlær, segist hreinlega dýrka
Ísland og hefur ekkert út á veðrið að
setja, greinilega heilluð af síbreyti-
leika þess. „Ég var hissa á veðrinu,
það var kannski sólskin og allt í einu
rigning tveimur mínútum síðar. Og
vindurinn, guð minn góður!“ segir
Sadjo og hlær innilega að rokinu á
Suðurnesjum þar sem tökur kvik-
myndarinnar fóru fram.
Hún segist hafa notið þess að leika
í kvikmyndinni og nýtt hléin til að
átta sig betur á persónunni, „finna
hryggjarsúluna“ í henni og hverju
atriði fyrir sig. „Það er erfitt að halda
sig í karakter og þessi persóna, Adja,
krafðist mjög tilfinningaríkrar tján-
ingar án orða. Helsta áskorunin var
að tjá tilfinningar hennar eingöngu
með svipbrigðum og líkamstján-
ingu.“
Af líkama og sál
– Andið eðlilega hefur hlotið lof
gagnrýnenda og verðlaun á Sun-
dance, sem er mikill heiður og frá-
bær árangur. Heldurðu að myndin
muni hafa meiri áhrif fyrir vikið og
vekja frekari athygli og umræðu um
aðstæður flóttafólks?
„Ég vona það. Ég reyndi að gera
mitt allra besta, setti líkama, sál og
rödd í hlutverkið og Kristín gerði það
líka í sínu hlutverki,“ svarar Sadjo.
Að lokum berst talið aftur að
Íslandi og ber Sadjo ekki aðeins lof á
landið heldur líka þjóðina sem hún
segir afar vingjarnlega og hjálpfúsa.
„Ég fékk svipaða tilfinningu gagn-
vart Íslendingum og fólkinu í fæðing-
arbæ mínum í Afríku. Fólk er alltaf
reiðubúið að hjálpa hvað öðru og mér
fannst dvölin stórkostleg,“ segir hún.
Betri landkynningu er varla hægt að
fá.
Máttur samkenndar og hjálpræðis
Andið eðlilega komin í bíó Sögur tveggja kvenna sem glíma við mótlæti af ólíkum toga
Leikkonan Babetida Sadjo bjó sig undir hlutverk hælisleitanda með því að fara til Gíneu-Bissár
Biðstöð Babetida Sadjo og Patrik Nökkvi Pétursson í verðlaunamynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega.
Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
Í tökum Ísold leiðbeinir Sadjo við tökur á kvikmyndinni Andið eðlilega.
Ljósmynd/Þórdís Claessen
Vinkonur Ísold og Sadjo á Sun-
dance-kvikmyndahátíðinni í Utah.