Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018
Danskur lakkrís
með súkkulaði
og lakkrískurli
9. mars 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 99.37 99.85 99.61
Sterlingspund 137.98 138.66 138.32
Kanadadalur 76.84 77.3 77.07
Dönsk króna 16.582 16.68 16.631
Norsk króna 12.751 12.827 12.789
Sænsk króna 12.089 12.159 12.124
Svissn. franki 105.89 106.49 106.19
Japanskt jen 0.9407 0.9463 0.9435
SDR 144.66 145.52 145.09
Evra 123.55 124.25 123.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.67
Hrávöruverð
Gull 1325.4 ($/únsa)
Ál 2112.0 ($/tonn) LME
Hráolía 65.23 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hagnaður Orku-
veitu Reykjavíkur
jókst um 22% á
milli ára og nam
16,3 milljörðum
króna árið 2017.
Um helmingur
hagnaðarins er
vegna reiknaðra
framtíðartekna af
rafmagnssölu sem
tengd er álverði, en
álverð hækkaði á síðasta ári, segir í til-
kynningu.
Tekjurnar jukust um 6% á milli ára og
voru 44 milljarðar króna. Aukin umsvif
í samfélaginu kölluðu á meiri veituþjón-
ustu og álverð hækkaði.
Arðsemi eigin fjár var 12% á árinu.
Eiginfjárhlutfallið jókst um 6 prósentu-
stig í 46%.
Í tilkynningu segir að hagnaður fyrir-
tækisins verði meðal annars nýttur til
að lækka gjaldskrár, þ.m.t. gjaldskrá
vatnsveitu.
Orkuveitan hagnaðist
um 16,3 milljarða
OR Tekjur jukust
um 6% í fyrra.
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Að mati Sigríðar Snævarr, fyrsta
kvensendiherra Íslands, er fyrsta
forsendan fyrir því að draumurinn
um að völd og áhrif í atvinnulífinu
verði að raunveruleika fyrir bæði
kynin sú, að viðskiptalífið dragi til
sín metnaðargjarnar konur. Önnur
forsendan er að hennar sögn sú að
öflugir aðilar velji að eiga viðskipti
eingöngu við þau fyrirtæki þar
sem hlutfallið milli karla og
kvenna í samsetningu stjórna og
lykilstjórnenda er þeim að skapi.
Þetta kom fram í máli Sigríðar á
athöfn sem haldin var í Kauphöll
Íslands í gærmorgun, þegar
alþjóðadegi kvenna var fagnað með
bjölluhringingu við opnun mark-
aða. Sigríður var sérstakur gestur
Nasdaq við þetta tilefni, og hringdi
hún Nasdaq-bjöllunni kröftuglega
eftir að hafa lokið máli sínu.
Sigríður benti á í þessu sam-
hengi að við opnun viðskiptadags í
kauphöllinni í London fyrir mánuði
hefðu 27 alþjóðleg fjárfestingar-
fyrirtæki komið saman undir yfir-
skriftinni 30% klúbburinn sem vísi
í hlutfall kvenna í stjórnum þeirra
fyrirtækja sem þau munu eiga í
viðskiptum við. „Mun þetta duga,
eða þurfum við nýjan arkitektúr,
að stilla áttavitann upp á nýtt,“
spurði Sigríður.
Óbreytt staða í Noregi
Í máli Sigríðar kom einnig fram
að Norðmenn hafi fyrstir allra fyr-
ir 10 árum sett reglur um hlutfall
kvenna í stjórnum fyrirtækja. Vís-
aði hún í grein The Economist þar
sem fram kom að þrátt fyrir þetta
hefði konum í lykilstöðum í norsku
atvinnulífi ekki fjölgað á þessum
10 árum. Norskar konur væru nú
7% forstjóra þar í landi, á Íslandi
sé sama hlutfall 8% og í Bandaríkj-
unum, þar sem engar sambæri-
legar reglur séu í gildi, sé hlut-
fallið 5%. „Þessi grein vekur
áleitnar spurningar um það hvaða
hnífar bíta.“
Benti Sigríður einnig á þær
vörður sem varðaðar hefðu verið
hér á landi, og nefndi þar meðal
annars 19. júní, kvennafrídaginn,
kvennasögusafnið, kjör Vigdísar,
Kvennalistann, fléttulistana, feðra-
orlofið, jafnlaunavottunina, Press
for progress og He for She.
Páll Harðarson, forstjóri Kaup-
hallarinnar, sté einnig í pontu við
þetta tilefni og sagði að þó að
Íslendingar væru iðulega mjög
framarlega í öllum könnunum þeg-
ar kæmi að mælingum á jafnrétti
og stöðu kvenna, sýndi tölfræði
atvinnulífsins svo ekki væri um
villst að enn væri nokkuð í land.
„Þannig að baráttan heldur
áfram,“ sagði Páll og bætti við:
„Það er óneitanlega umhugsunar-
vert, að þó að það sé á fimmta ár
síðan kynjakvótar voru innleiddir
séum við ennþá að sjá ójafnvægi í
valdastöðum. Hlutfall kvenna er
skelfilega lágt á mörgum sviðum.“
Öflugir aðilar skipti bara
við jafnréttisfyrirtæki
Morgunblaðið/Eggert
Bjalla Nasdaq á Íslandi fagnaði alþjóðadegi kvenna í samstarfi við m.a. UN Global Compact og UN Women.
Jafnrétti
» Bjöllu var einnig hringt í
móðurkauphöll Nasdaq í New
York og hjá Nasdaq í Stokk-
hólmi, Kaupmannahöfn, Hels-
inki og í Eystrasaltsríkjunum.
» Deginum er auk þess fagnað
í yfir 50 öðrum kauphöllum.
» Adena Friedman, forstjóri
Nasdaq, hefur skrifað undir
yfirlýsingu Sameinuðu þjóð-
anna um þau grunngildi sem
snúa að valdeflingu kvenna.
Fimm ár síðan kynjakvótar voru innleiddir 8% íslenskra forstjóra konur
Flugfélagið WOW air hefur sótt
verulega að Icelandair, einkum utan
háannatíma. Nú er svo komið að
undanfarna tvo mánuði flutti flug-
félagið fleiri farþega en helsti keppi-
nauturinn. Í janúar og febrúar flutti
WOW 4% fleiri farþega en Iceland-
air eða 416 þúsund. WOW air nýtti
tilefnið til þess að vekja athygli á
áfanganum í fréttatilkynningu.
Samt sem áður má sjá á meðfylgj-
andi línurit að síðustu tvö sumur hef-
ur Icelandair flutt mun fleiri far-
þega. Sumarið 2016 flaug WOW air
með 30% af samanlögðum fjölda far-
þega flugfélaganna og Icelandair
70%. Ári síðar jókst hlutfallið í 37%
hjá WOW air á móti 63% hjá Ice-
landair.
Vöxtur WOW air hefur verið
ævintýralegur. Skúli Mogensen
stofnaði flugfélagið í lok árs 2011 og
það fór í jómfrúarflug sitt 31. maí
2012. Á síðasta ári fjölgaði farþegum
um 70% samanborið við 10% vöxt hjá
Icelandair. Frá febrúar 2016 til febr-
úar 2018 fjölgaði farþegum um
216%, eða úr 63 þúsund í 199 þúsund.
Á sama tíma fjölgaði farþegum Ice-
landair um 6%. helgivifill@mbl.is
WOW flutti 4% fleiri
farþega en Icelandair
Farþegafjöldi Icelandair og WOW
600
500
400
300
200
100
0
j f m a m j j á s o n d j f m a m j j á s o n d j f
2016 2017 ’18
Icelandair WOW
þúsund
Icelandair er umsvifameiri á sumrin