Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 33
viðeigandi að nóttina eftir að hún dó dreymdi mig hana þar sem hún sat við borð og spurði mig á dönsku hvort við ættum nú ekki að fá okkur smávegis rauðvín. Ég sé ömmu fyrir mér sitj- andi við eldhúsborðið í Jónshús- inu að fletta uppskriftum. Núna er hún laus við þjáningar og getur notið þess að borða góðan mat með bræðrum sínum og foreldrum sem hún saknaði svo. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Hildur Georgsdóttir. amma sjóræningi leppar fyrir augum og klútar á höfðum á skenknum trónir pappafallbyssa við stöndum saman hönd í hönd tveir sjóræningjar reiðubúnir til atlögu man vart þennan dag en rúmum tveimur áratugum síðar finnst mér ekkert sjálfsagðara veit að þér fannst ekkert sjálfsagðara þú skildir nauðsyn þess fyrir unga menn að vera ávallt gráir fyrir plasti og vílaðir ekki fyrir þér að vopnast sjálf þú sem varst heiðursgestur í Amalíuborg jafnt sem Kristjaníu hélst stórveislur í húsum forseta jafnt sem fellihýsum menntaðir hundruð í Holti jafnt sem Dofraskóla hjúkraðir þúsundum sjúklingum jafnt sem sjóræningjum amma þú sigldir með mér um höfin sjö nú siglir þú öll hin höfin. Þorvaldur S. Helgason. Frú Sigurveig Georgsdóttir hjúkrunarfræðingur er látin. Systa var glöggskyggn, glað- vær og leifturfljót að hugsa. Hún bjó yfir skemmtilegri frá- sagnargáfu og þegar Systa mælti lagði fólk við hlustir. Hún var móðir, heilari, líknari og gjöf af manneskju. Systa bjó yf- ir mannelsku og visku sem hreif hvern þann sem kynntist henni. Smitandi hlátur hennar og kímnigáfa var engu lík. Systa var salt jarðar og ljós himins sem allir, sem henni kynntust, elskuðu. Kærleikur þeirra hjóna Lár- usar og Sigurveigar var með eindæmum skilyrðislaus og á ég þeim heiðurshjónum líf mitt að launa er þau, án orðtaks hvað þá meira, tóku mig að sér sem ráðvilltan ungling. Heimili þeirra, Holt í Önundarfirði, bjó yfir reisn, kærleik, hlýju, svefnró og gnægð matar. Minn- ingin er sem paradís og lífgjöfin sönn. Það var gjöfull lærdómur að kynnast fjölskyldunni í Holti. Borðbænir, messur og dagleg störf í dreifbýli. Lárus og Systa bökuðu grófkjarnabrauð af lífs- ins lyst, dældu í okkur bætiefn- um og næringarríkri fæðu og þarna lærði ég að meta líðandi stund án örvæntingar eða kvíða, sem ég er ævinlega þakklátur fyrir. Elsku Lárus minn, Georg, Ragnheiður og Özur, tengda- börn, barnabörn og barna- barnabörn. Þyngra en tárum taki þykir mér að vera í fjar- lægum heimshluta og geta ekki verið viðstaddur útförina. Votta ykkur innilega hjartans samúð vegna fráfalls Sigurveigar. Hugur minn og bænir er hjá ykkur. Árni Mar Jensson. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Brekknaás 9, Reykjavík, fnr. 205-3773, þingl. eig. Hestamanna- félagið Fákur, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Reykjavíkurborg, þriðjudaginn 13. mars nk. kl. 13:30. Háagerði 87, Reykjavík, fnr. 203-5030, þingl. eig. Marinó Ólason og Anna Kristín Gunnlaugsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Vátryggingafélag Íslands hf. og Tollstjóri, þriðjudaginn 13. mars nk. kl. 11:00. Krummahólar 8, Reykjavík, fnr. 204-9600, þingl. eig. Edda Hilmars- dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 13. mars nk. kl. 14:00. Suðurmýri 56, Seltjarnarnesbær, fnr. 224-6735, þingl. eig. Edda Margrét Jensdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 13. mars nk. kl. 11:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 8. mars 2018 Tilkynningar Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis A5 – Kringlumýri á Húsavík. Deiliskipulagstillagan sýnir þau mannvirki sem þegar hafa verið reist og skilgreinir frekari byggingarrétt og skilmála um heildarásýnd svæðisins til lengri tíma. Á svæðinu eru nú þegar tvær byggingarlóðir, og ekki gert ráð fyrir að þeim fjölgi. Skipulagið gerir ráð fyrir breyttum aðkomuleiðum að lóð Norðlenska Matborðsins ehf. Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti á blaðstærð A2 auk greinargerðar í A4 hefti. Skipulagstillagan verður til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 9. mars til 20. apríl 2018. Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillöguna á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til föstudagsins 20. apríl 2018. Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir. Húsavík 2. mars 2018 Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi Tillaga að deiliskipulagi athafnasvæðis A5 – Kringlumýri á Húsavík Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og bingóið vinsæla kl. 13.30, verið velkomin! Árskógar Smíðastofan er lokuð. Opið hús kl. 13-16, Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17, opið fyrir innipútt, hádegismatur kl. 11.40-12.45, kaffisala kl. 15-15.45, heitt á könnunni. S. 535-2700. Boðinn Vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 9.10, vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans fyrir byrjendur og og lengra komna kl. 15.15. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Heimsókn frá ung- lingum í Háteigsskóla kl. 10-11, morgunkaffi kl. 10-10.30, leikfimi kl. 12.50-13.30, opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45, kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Aðstoð við notkun á æfingatækjum kl. 9.30-10.30, föstudagshópurinn kl. 10-11.30, gönguhópur kl. 10.30, handaband, vinnustofa með leiðbeinendum kl. 13-16, bingó í sal, 250 kr. spjaldið, kl. 13.30, vöfflukaffi kl. 14.30. Verið velkomin á Vitatorg, síminn er 411-9450. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16, meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.40, göngu- hópur frá Jónshúsi kl. 10, félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13, bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Smiðjan í Kirkjuhvoli er opin kl. 13–16. Allir velkomnir. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16, glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 9-12, prjónakaffi kl. 10-12, leikfimi gönguhóps kl. 10- 10.20, gönguhópur um hverfið kl. 10.30, bókband með leiðbeinanda kl. 13-16, kóræfing kl.13-15. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 13 tréskurður, kl. 13 gönguhópur, frjáls mæting. Gullsmári Handavinna kl. 9, leikfimi kl. 10, ljósmyndaklúbbur kl. 13, bingó kl. 13.30. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. opin handavinna kl. 9–12, útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og ný- liðar velkomnir, hádegismatur kl. 11.30, bingó kl. 13.15, kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádegismatur kl. 11.30. Spilað brids kl. 13, bingó kl. 13.15, kaffisala í hléi. Fótaaðgerðir 588-2320, hársnyrting 517-3005. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi, málað á steina með Júllu kl. 9-12, leikfimi með Guðnýju kl. 10-10.45, listasmiðjan er öllum opin frá kl. 12.30, hádegis- matur kl. 11.30 (panta þarf fyrir kl. 9 samdægurs), sönghópur Hæðar- garðs kl. 13.30-14.30, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, línudans með Ingu kl. 15-16. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum. Brids kl. 12.30 í Bor- gum, hannyrðahópur kl. 12.30 í Borgum, tréútskurður kl. 13 á Korp- úlfsstöðum og vöfflukaffi í Borgum kl. 14.30 til 15.30 og sundleikfimi kl. 15 í Grafarvogssundlaug. Norðubrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, bingó kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14, upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin, ganga kl. 10, hádegisverður kl. 11.30-12.15, framhaldssaga kl. 13. Allir eru hjartanlega velkomnir. Nánari upplýsingar hjá Maríu, s. 568-2586. Seltjarnarnes Kaffispjall í krók kl. 10.30, Jóga / hláturjóga á Skóla- braut kl.11, syngjum saman á Skólabraut kl.13, spilað í króknum kl. 13.30 og brids í Eiðismýri kl.13.30, skráningarblöð liggja frammi fyrir ,,Óvissuferðina" sem farin verður nk. fimmtudag, 15. mars. Þá heim- sækjum við þyrluskýli Lnadhelgisgæslunnar, fáum þar leiðsögn og förum síðan í kaffi á Satt. Skráning og upplýsingar í síma 8939800. Stangarhylur 4, Íslendingasögu- / fornsagnanámskeiðið kl. 13, kennari Baldur Hafstað, dansleikur sunnudagskvöld kl. 20, hljómsveit hússins leikur, allir velkomnir. Vesturgata 7 Enska leiðb. frá kl. 10-12 er Peter R.K.Vosicky, sungið við flygilinn kl. 13-14, Gylfi Gunnarsson, kaffiveitingar kl. 14-14.30. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, 235x217, 217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000 kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein- angruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markaðnum. Litir: Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. www.heitirpottar.is Sími 777 2000 Haffi og 777 2001 Grétar Ýmislegt Palacký University in Olomouc í Tékklandi heldur inntökupróf í tannlækningum og læknis- fræði 23 júní nk. á Íslandi Olomouc er 110 þúsund manna háskólabær í austur hluta Tékk- lands. 20.000 nemar eru í ýmsum fögum í Palacký University. www.medicineinolomouc.com www.upol.cz http://admis- sion.upol.cz/ Uppl. í fs. 8201071 kaldasel@islandia.is Jessenius faculty of Medicine Martin, Slóvakíu Inntökupróf verða haldin í læknisfræði í Reykjavík 25. apríl og 1. júní. Á Akureyri 26 apríl. Margir íslendingar stunda nám við skólann. Uppl. Runólfur Oddsson s. 8201071 kaldasel@islandia.i Hjólbarðar Nýjar og notaðar dekkjavélar til sölu M & B dekkjavélar Ítalskar topp gæða dekkjavélar. Gott verð. Einnig notaðar Sicam vélar og lyftur. Kaldassel ehf., sími 8201070 kaldasel@islandia.is Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 með morgun- fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.