Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ LögfræðingarCarles Puigde- monts, fyrrverandi forseta Katalóníu- héraðs, sendu á dögunum álitsgerð til mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna, þar sem því var haldið fram að Spánn hefði brotið á mannrétt- indum hans með því að neyða hann í útlegð. Þá var herferð spænskra stjórnvalda, þar sem leiðtogum sjálfstæðissinna hef- ur verið varpað skipulega í fangelsi, fordæmd þar sem með því hefðu Spánverjar gert póli- tíska baráttu að glæpamáli. Óvíst er hvort mannréttinda- nefndin muni gera nokkuð með umkvartanir Puigdemonts, en jafnvel þótt sú viðleitni myndi skila einhverjum árangri hefur Puigdemont að einhverju leyti þegar þurft að viðurkenna ósig- ur í einu máli, þar sem hann hef- ur ákveðið að sækjast ekki leng- ur eftir forsetaembætti Katalóníuhéraðs. Ástæðan fyrir því var einföld því ekki er fyrirséð hvenær Pu- igdemont getur stigið aftur fæti á spænska grund þar sem hans bíða ekkert annað en ákærur fyrir sjálfstæðisbaráttuna á síð- asta ári. Þess í stað hefur hann tekið upp búsetu í hinu sögu- fræga þorpi Waterloo þar sem Napóleon Frakklandskeisari beið sinn síðasta ósigur. Vilja andstæðingar hans meina að staðsetn- ingin sé í meira lagi táknræn fyrir sjálf- stæðisbaráttu Katalóníubúa. Héraðsþing Katalóníu kemur saman á mánudag og mun þar ræða skipan í forsetaembætti héraðsins. Eini frambjóðandinn til þessa, og sá sem Puigdemont styður sem arftaka sinn, er Jordi Sanchez. Alls óvíst er hvort hann getur náð kjöri þar sem hann situr nú á bak við lás og slá fyrir þátttöku sína í sjálf- stæðisbaráttu Katalóníubúa. Þá er heldur ekki víst að Sanchez myndi njóta stuðnings meiri- hluta þeirra þingmanna sem styðja sjálfstæði héraðsins, jafnvel þó að spænsk stjórnvöld myndu hleypa honum út, en þeir skiptast nú í þrjá ólíka flokka. Það gæti því reynst örðugra en talið var í upphafi fyrir þá að mynda nýja yfirstjórn héraðsins eftir að sú fyrri var leyst upp af stjórnvöldum í Madríd. Enn um sinn ríkir því algjör óvissa um það hvað muni taka við og ekki síður hvernig Katalóníudeilan muni leysast. Og enn er beðið eftir því hvort Evrópusambandið ætlar að láta óátalið að stjórnmála- barátta eins af aðildarríkjum þess sé háð með fangelsunum þeirra sem hafa rangar skoðanir að mati stjórnvalda. Puigdemont ákveður að snúa ekki aftur og forsetaefnið nýja er í fangelsi} Katalónía á krossgötum Fátt hefur veriðjafnumtalað í breskum fjöl- miðlum þessa vik- una og bana- tilræðið við fyrrverandi rússneska njósnarann Sergei Skripal og Júlíu dóttur hans, en þau fundust illa haldin á sunnu- daginn á almannafæri í smá- bænum Salisbury. Í ljós hefur komið að þau hafi orðið fyrir eitrun frá einhvers konar taugagasi, sem aftur bendir til þess að tilræðið hafi verið á vegum einhvers ríkis frekar en óbreyttra borgara. Málið hefur óneitanlega vak- ið minningar frá morðinu á Al- exander Litvinenko, sem eitrað var fyrir með Pólóníum í Lund- únum árið 2006. Við rannsókn málsins bárust böndin að tveimur útsendurum rússnesku leyniþjónustunnar og sagði í niðurstöðum dánardómstóls að morðið á Litvinenko hefði lík- lega verið framið að ósk Vladimírs Pútíns Rússlands- forseta. Ekkert er hins vegar fast í hendi að svo komnu máli með tilræðið við Skripal, annað en það sem fólk telur sig geta leitt líkum að. Reynist sú tilgáta rétt, að útsendarar rúss- neska ríkisins hafi hér verið að verki, er um að ræða háalvarlegt atvik í samskiptum Bretlands og Rússlands, sem dregið gæti dilk á eftir sér. Þá hafa sér- fræðingar í öryggismálum bent á, að slíkt tilræði af hálfu Rússa væri í raun hægt að líta á sem griðrof og brot á óskráðum reglum, þar sem Skripal var framseldur til Bretlands árið 2010 og átti samkvæmt því að vera „úr leik“ sem skotmark og þátttakandi í þeim hráskinna- leik sem njósnastarfsemi getur verið. Boris Johnson, utanríkis- ráðherra Breta, hefur þegar lofað því að Bretar myndu svara fyrir sig, án þess þó að geta í hverju slíkt svar fælist. Bresk stjórnvöld vilja ekki taka vægt á því ef erlend ríki eru að taka fólk af lífi án dóms og laga innan landamæra Bretlands. Á hinn bóginn er alls óvíst að Bretar hafi í raun einhver tök á því að fæla Rússa eða önnur ríki frá slíkum aðgerðum í framtíðinni. Bretar segjast svara, en hverju?}Óskráðu reglurnar brotnar Í slensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka þátt í næstu PIAAC-rannsókn sem hefst í ár og munu niðurstöður liggja fyrir árið 2023. PIAAC (Pro- gramme for the International Assessment of Adult Competencies) er um- fangsmikil rannsókn á vegum OECD á grunnfærni fullorðinna, þ.e. lesskilningi, tölulæsi og notkun upplýsingatækni við úr- lausn daglegra verkefna. PIAAC er ætlað að svara til um hversu vel fólk á vinnumarkaði er í stakk búið til að takast á við ný verkefni og áskoranir nútímasamfélags. PIAAC er að festa sig í sessi sem lykil- könnun sem stjórnvöld víða um heim styðj- ast við í stefnumótun. Um 40 lönd hafa tekið þátt í PIAAC og þar af öll löndin á Norður- löndum. Það er nokkuð ljóst að PIAAC mun í framtíðinni hafa sömu stöðu gagnvart vinnumarkaði og atvinnulífi og PISA gagnvart menntakerfinu. Ef PISA veitir inn- sýn í styrkleika og veikleika nemenda við lok grunn- skóla í hverju landi, þá mun PIAAC veita innsýn í styrkleika og veikleika þess mannauðs sem felst í vinnumarkaði hvers lands. Meðal þess sem PIAAC hefur nú þegar sýnt fram á er að þeir mælikvarðar sem hingað til hafa verið not- aðir til að meta hæfni vinnuafls gefa ekki endilega rétta mynd af samkeppnishæfni vinnumarkaðarins í al- þjóðlegu samhengi, né hversu vel hann er búinn undir að mæta þeim áskorunum sem felast í fjórðu iðnbyltingunni. Til gamans má geta að um 10 ríki OECD hafa unnið eða eru að vinna sérstaka hæfnistefnu. Norðmenn voru fyrsta OECD-ríkið til fara í slíka vinnu árið 2014 og á dögunum birtu þeir nýja hæfnistefnu sem unnin var í víð- tæku samráði hagsmunaaðila. Viðvarandi verkefni íslenskra stjórnvalda og atvinnulífs er að auka samkeppnishæfni Íslands. Í því felst að styðja við fjölbreytt atvinnulíf og að Ísland búi sig undir að mæta þeim áskorunum og nýta þau tæki- færi sem felast í sífellt örari tæknibreyt- ingum. Þeim munu fylgja nýjar kröfur um menntun og hæfni starfsfólks og að til stað- ar sé umhverfi sem hvetur til nýsköpunar á öllum sviðum, þ.m.t. hjá hinu opinbera og í rótgrónum greinum. Niðurstöður PIAAC munu gegna þýðingar- miklu hlutverki sem varðar stefnu og ákvarðanir stjórnvalda í menntamálum, velferðamálum og efna- hagsmálum. Þá hefur PIAAC einnig gefið vísbendingar um jafnréttismál, launamisrétti, stöðu innflytjenda og lýðræðisþátttöku. Það er því fagnaðarefni að Íslandi taki þátt í PIAAC-rannsókninni í fyrsta sinn. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill PISA vinnumarkaðarins Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. liljaalf@gmail.com STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Danski uppfinningamað-urinn Peter Madsen neit-aði því fyrir BæjarréttiKaupmannahafnar í gær að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall. Hann er ákærður fyrir að hafa ráðið henni bana um borð í heimasmíðuðum kafbáti sínum, Nautilus, í ágúst í fyrra. Réttar- höldin yfir Madsen hófust í gær og var honum lesin ákæra og lögð fram ýmis gögn sem sanna áttu sekt hans. Að sögn AFP-fréttastofunnar sagði Madsen að Kim Wall hefði dáið þegar loftþrýstingur féll skyndilega inni í kafbátnum. Hann kvaðst sjálf- ur hafa verið ofan þilja en Wall niðri þegar þetta gerðist. Vegna undir- þrýstings inni í bátnum hefði hann ekki getað opnað lúgu til að komast niður og ná blaðakonunni upp auk þess sem útblástur frá vélinni hefði sogast inn í bátinn. Anette Burkø dómari spurði Madsen hvernig hann svaraði ákær- unni. Hann neitaði að vera sekur um manndráp en viðurkenndi að hafa hlutað lík Wall í sundur. Þá neitaði hann að hafa framið kynferðisbrot og neitaði að hafa valdið öðrum hættu með siglingarlagi sínu. Jakob Buch-Jepsen saksóknari las upp ákæruna. Hann telur að morðið á Wall hafi verið skipulagt, að því er jp.dk greindi frá. Madsen hafi farið með sög, hníf, festibönd, ydduð skrúfjárn og fleira um borð í kafbátinn sem hann síðan hafi notað við ódæðið. Hann hafi bundið Wall fasta og misþyrmt henni með því að berja hana, stinga og skera. Madsen er einnig ákærður fyrir ósæmilega umgengni við lík þegar hann hlutaði það í sundur og henti í sjóinn. Auk þess er hann ákærður fyrir annað kynferðisbrot en kynmök. Hann hef- ur alltaf neitað að hafa drepið Wall en viðurkennt að hafa hlutað lík hennar í sundur. Þá sagði saksókn- arinn að ekki væri búið að úrskurða hver dánarorsök Wall var. Betina Hald Engmark, verjandi Madsens, hefur starfað m.a. sem saksóknari og er þetta fyrsta mál hennar sem verjandi í morðmáli. Hún hvatti réttinn til að líta framhjá því sem sagt hefði verið um málið í fjölmiðlum. Það eina sem skipti máli væri það sem kæmi fram í réttar- höldunum. Hún sagði að sann- anirnar gegn skjólstæðingi sínum væru veikburða og mikið væri byggt á líkum. Mikið ylti á dánarorsökinni. Vekja mikla athygli Réttarhöldin hafa vakið gríðar- mikla athygli í Danmörku og víðar. Talið er að þetta séu þau réttarhöld í Danmörku sem mesta athygli hafa vakið nokkru sinni. Blaða- og fréttamenn flykktust til Kaupmannahafnar til að fylgjast með réttarhöldunum. Stóru dönsku fjölmiðlarnir settu jafnóðum inn á vefsíður sínar það sem gerðist eftir því sem réttarhöldunum vatt fram. Í réttarsalnum eru sæti fyrir 36 áheyrendur og voru 20 þeirra tekin frá fyrir blaðamenn frá Danmörku, Svíþjóð og víðar að. Auk þess gátu blaðamenn setið í öðrum sal og fylgst með réttarhöldunum í gegn- um fjarfundabúnað. Þar voru 105 fjölmiðlamenn frá 15 löndum, að sögn fréttamanns Danmarks radio (DR). Sjö sæti voru tekin frá fyrir aðstand- endur Kim Wall í rétt- arsalnum, fimm fyrir aðstandendur Peters Madsen og þar voru einnig fjögur sæti fyrir fulltrúa almennings. Sá fyrsti þeirra mætti fyrir utan dómshúsið klukkan fjögur í gærmorgun, að sögn DR. Dánarorsök Wall liggur ekki enn fyrir AFP Kaupmannahöfn Jakob Buch-Jepsen saksóknari talaði við fjölmiðla utan við réttarsalinn. Réttarhöldin yfir Madsen hafa vakið mikla athygli. Réttarhöldin yfir Peter Madsen hófust í gær og munu taka alls tólf daga. Næst verður réttað í málinu 21. mars og þá verður Madsen yfirheyrður. Síðan verða 37 vitni kölluð fyrir réttinn og tekur það sex daga. Í hópi þeirra eru réttarmeinafræðingar, sér- fræðingar í vettvangsrann- sóknum. Einnig fólk sem bera mun vitni um orð og athafn- ir Madsens. Dómur verður kveðinn upp 25. apríl. Þrír dæma í málinu, að sögn fréttavefjar BT. Anette Burkø, löglærður dómari, og tveir með- dómendur (lægdom- mere). Venjulega hefðu sex kvið- dómendur einnig dæmt í málinu en Peter Mad- sen hafnaði því að kviðdómur yrði skipaður, eins og hann átti rétt á að gera. Tólf daga réttarhöld DÓMUR 25. APRÍL Peter Madsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.