Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt St. XS-XL Verð 8.995,- Loksins ný sending Miley frá Þessir einu sönnu gæða hitablásarar. Bjóðum úrval alvöru hitablásara bæði fyrir gas og diesel/steinolíu. Eigum líka hitastilla fyrir MASTER hitablásara. Viðurkennd viðgerða- og varahlutaþjónusta. HITABLÁSARAR ÞÓR FH Akureyri: Baldursnesi 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Rannsóknarblaðakonan Vanessa Beeley heldur klukkan tólf á hádegi á morgun, laugardag, fyrirlestur í Safna- húsinu við Hverfisgötu um átökin í Sýrlandi en fyrst og fremst um fréttaflutning af stríðinu og hennar eigin reynslu af vettvangi. Vanessa heldur því fram að fréttaflutningur frá Sýr- landi sé mjög tengdur hagsmunum stórveldanna og er hún þá sérstaklega gagnrýnin á Vesturveldin, Sádi- Arabíu og bandalagsríki þeirra í Mið-Austurlöndum, ekki síst Ísrael. Segir hún þessi ríki einskis hafa svifist til að koma á stjórnarskiptum í Sýrlandi og hafi öfga- hópum og leppherjum verið beitt í því skyni. Færir hún fyrir þessu rök og tilgreinir dæmi. Vanessa hefur á undanförnum þremur árum ferðast um Sýrland og kynnt sér ástandið á vettvangi atburða. Talar hún því af eigin reynslu. Fundurinn mun ekki standa lengur en í rúma klukkustund en hann fer að mestu leyti fram á ensku. Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson. Er okkur sagt satt um stríðið í Sýrlandi? Vanessa Beeley Viðskiptavinur Costco í New York hefur höfðað mál á hendur verslanakeðjunni vegna óánægju með lýsispillur sem hann keypti í einni versluninni. Um er að ræða lýs- ispillur sem seldar eru undir merkinu Kirkland Signat- ure Wild Alaskan Fish Oil. Heldur maðurinn því fram að lýsið innihaldi minna en helming af Omega-fitusýrum sem fullyrt er á pakkningunni að þær geri. Maðurinn og lögfræðingar hans létu gera tvær rann- sóknir á innihaldi lýsispillanna. Sú fyrri leiddi í ljós að 48% uppgefinna Omega 5, 6, 7, 9 og 11 fitusýra var þar að finna. Í þeirri síðari kom fram að einungis 40% upp- gefinn Omega 3-fitusýra var á sínum stað. Frá þessu er í greint í Seattle Times. Segir blaðið að hvorki Costco né framleiðandinn Trident Seafoods hafi svarað óskum um viðbrögð við fréttinni. Morgunblaðið hafði samband við verslun Costco í Garðabæ og þar fékkst uppgefið að umrædd vara væri ekki til sölu í versl- uninni. Segir lýsispillur Costco innihalda minna en helming uppgefinna Omega-fitusýra Costco-lýsi Tilefni málsóknar vestanhafs. „Ég á von á því að margt áhugavert um rannsóknir og meðferð komi fram á þessari ráðstefnu,“ segir Anna Margrét Bjarnadóttir sem skipulagt hefur alþjóðlega ráðstefnu um svonefndar BRCA- stökkbreytingar í genum. Ráð- stefnan verður í Veröld – Húsi Vigdísar á laug- ardaginn og er búist við um 100 þátttakendum. BRCA- stökkbreytingar auka áhættu kvenna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka. Það eru Brakkasamtökin – BRCA Iceland – sem standa fyrir ráðstefn- unni. Samtökin hafa það að mark- miði að efla fræðslu og rannsóknir á BRCA1 og BRCA2 og veita arfber- um og fjölskyldum þeirra nauðsyn- lega fræðslu og stuðning. Aðalfyr- irlesari verður Sue Friedman, framkvæmdastjóri bandarísku krabbameinssamtakanna FORCE. Hún greindist með arfgengt brjósta- krabbamein 33 ára gömul. Henni fannst skorta upplýsingar og úrræði til þeirra sem greinast með arfgengt krabbamein í brjóstum og eggja- stokkum, til að geta tekið ákvarðanir varðandi áframhaldandi meðferð. Því stofnaði hún samtökin Facing Our Risk of Cancer Empowered – FORCE – í þeim tilgangi að veita upplýsingar og ráðgjöf til þeirra sem eru með arfgeng krabbamein. Í fyr- irlestri sínum á morgun mun Sue greina frá því hvernig samtökin standa að því að miðla upplýsingum um rannsóknir og meðferð á netinu. Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni eru læknarnir Kristján Skúli Ás- geirsson, Kári Stefánsson og Óskar Þór Jóhannesson og Vigdís Stef- ánsdóttir erfðaráðgjafi á Landspít- alanum. Þá ræða Anna Margrét, Kristín Hannesdóttir og Karen Mal- kin Lazarovitz um reynslu sína af BRCA2-stökkbreytingu í geni. Mel- korka María Brynjarsdóttir, dóttir Kristínar, talar um áhrif þess á mæðgnasambandið. Fyrirlestrarnir verða fyrir hádegi, en eftir hádeg- ishlé kl. 13.30 verður sýnd heimild- armyndin Pink & Blue – Colors of Hereditary Cancer. Klukkan 15 hefjast pallborðsumræður sem standa í klukkutíma. Allir fyrirles- arar taka þátt í umræðunum ásamt Jóni Jóhannesi Jónssyni, yfirlækni erfða- og sameindalæknisfræðideild- ar Landspítalans. Hulda Bjarna- dóttir, fjölmiðlakona og for- stöðumaður viðskiptaþróunar Árvakurs, leiðir umræðurnar. Tæplega eitt prósent íslensku þjóðarinnar er arfberar með mein- valdandi stökkbreytingu í öðru hvoru BRCA-genanna. Af þessum hópi er talið að um 2.400 manns, þar af 1.200 konur (um 600 á skimunar- aldri sem er 25-70 ára) séu með meinvaldandi breytingu í BRCA2- geni. Stökkbreytingin eykur m.a. líkur á brjósta- og eggjastokka- krabbameini. En það eru einnig auknar líkur á öðrum meinum, t.d. krabbameini í blöðruhálskirtli, bris- krabbameini, húð- og skjaldkirt- ilskrabbameini. Áhætta á þessum meinum er aukin hjá öllum arfber- um en mismikið eftir fjölskyldum. gudmundur@mbl.is Um tólf hundruð konur með mein- valdandi breytingu  Ráðstefna um BRCA-stökkbreytingar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon BRCA-stökkbreytingar Ráðstefnan verður í Veröld – Húsi Vigdísar. Anna Margrét Bjarnadóttir Styrkur svifryks var mikill í borginni í gær, skv. mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Ei- ríksgötu að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Klukkan tíu í gærmorgun var hálftímagildi svifryks við Grens- ásveg 235 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöð við Hringbraut var hálf- tímagildið á sama tíma 260 míkróg- römm á rúmmetra og við Eiríksgötu 124 míkrógrömm á rúmmetra. Skv. rauntíma loftgæðamælingum sem vefsíðan waqi.info birtir af ýms- um þéttbýlisstöðum um heim allan kemur fram að mælingin frá því í gærmorgun við Hringbraut og Grensásveg flokkist sem „afar óholl“ (e. Very Unhealthy) sem eru svip- aðar merkingar og iðnaðarborgir á Indlandi og Kína fá. Mælingin við Eiríksgötu sleppur sem aðeins „óholl“ (e. Unhealthy). Síðan sýnir loftgæði við Grensásveg sem „í með- allagi“ (e. Moderate) um kl. 21 í gær- kvöldi. ernayr@mbl.is Svifryksstyrkur mikill í gær  Mældist mestur við Hringbraut Svifryksstyrkur á Hringbraut í gær 300 250 200 150 100 50 0 μg/m2 PM10 Heimild: testapi.rvk.is 00 03 06 09 12 15 18kl.0 06 12 18 00 06 12 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.