Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ég er móðir, leikskóla-kennari, fyrrverandi þing-maður, verkefnisstjóri ogmanneskja sem elskar að vera til og læra. Ég er stolt af því að vera innflytjandi og læt vita að ég til- heyri þeim hópi. Ég veit ekki af hverju ég geri það og sumum finnst ég gera of mikið úr því að vera inn- flytjandi,“ segir Nichole Leigh Mosty sem verið hefur áberandi í Metoo- byltingu kvenna á Íslandi sem eru af erlendu bergi brotnar. Nichole segir að fólk hafi mis- jafna þörf fyrir að skilgreina sig sem innflytjendur. Sumir vilji falla inn í samfélagið án þess og það sé ekkert að því. Nichole fæddist í Bandaríkj- unum en fluttist til Íslands árið 1999. Hún er fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og fyrsti þingmað- ur af erlendum uppruna sem sest hef- ur í stól forseta Alþingis. Í dag starf- ar Nichole sem verkefnisstjóri hjá þjónustumiðstöð Reykjavíkur í Breiðholti þar sem verkefni hennar er að efla félagsauð í hverfinu með áherslu á fjölmenningu og marg- breytileika. „Ég nýt þess að vera aftur bú- sett í Breiðholtinu og starfa þar. Ég þekki vel til og hef góða tengingu við marga foreldra. Ég þekki líka vel til innflytjendamála sem er kostur þar sem flestir innflytjendur búa í Breið- holti,“ segir Nichole. Nicole kynntist Garðari Kenn- eth Mosty Gunnarssyni í bakaríi í Boston þar sem hann lærði bakara- iðn. Nichole var á þeim tíma í kokka- Manneskja sem elskar að vera til og læra Nichole Leigh Mosty er innflytjandi frá Bandaríkjunum sem flutti til landsins með íslenskum eiginmanni sínum árið 1999. Veran á Íslandi varð lengri en til stóð í upphafi. Nichole hefur látið til sín taka í málefnum innflytjenda og hún starfar sem verkefnisstjóri hjá þjónustumiðstöð Reykjavíkur í Breiðholti. Morgunblaðið/Eggert Baráttukona Nichole Leigh Mosty, ein af forsvarsmönnum Metoo-byltingar erlendra kvenna á Íslandi, flytur ræðu af sannfæringu úr ræðustóli Alþingis. Leikskólakennarinn Nichole ræðir stafrófið við lítinn vin í leikskólanum. FÍT-verðlaunin 2018 eru veitt af Fé- lagi íslenskra teiknara og verða af- hent nk. miðvikudag, 22. mars. Verð- launin eru veitt fyrir þau verk sem sköruðu fram úr á sviði grafískrar hönnunar og myndskreytingar á liðnu ári. Í tilkynningu frá FÍT kemur fram að í keppnina sendi verk bæði auglýsingastofur og einyrkjar auk þess sem nemendur í grafískri hönn- un senda verk í nemendaflokk. Í ár voru 350 innsendingar sem er met- fjöldi og rúmlega 15% aukning frá því í fyrra. Tilnefnt er í 21 flokki og ná þeir yfir helstu undirflokka grafískrar hönnunar svo sem skjágrafík, vef- hönnun, prentverk, hönnun auglýs- inga og myndskreytingar. Að auki eru veitt aðalverðlaun fyrir það verk sem þótti skara fram úr á meðal verð- launaðra verka og er það valið af for- mönnum dómnefnda í FÍT-keppninni. Tilkynnt verður um verðlaunahafa og viðurkenningar með viðhöfn í Tjarnarbíói hinn 14. mars kl. 18.30 en að auki verður nýr verðlaunagripur kynntur og veittur en hönnuður hans er Garðar Eyjólfsson. Viðburðurinn markar upphaf hönnunarhátíðarinnar HönnunarMars sem mun setja svip á borgarlífið í Reykjavík dagana 15.-18. mars. Sýning á þeim verkum sem hljóta verðlaun og viðurkenningu verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi meðan á HönnunarMars stendur. Þeir flokkar sem tilnefnt er í eru: Auglýsingaherferðir, bókahönn- un, bókakápur, firmamerki, gagnvirk miðlun, geisladiskar og plötur, hreyfi- grafík, menningar- og viðburða- mörkun, mörkun fyrirtækja, mynd- skreytingar fyrir auglýsingar og herferðir, myndskreytingaröð, nem- endaflokkur, opinn flokkur, opinn stafrænn flokkur, stakar auglýsingar fyrir prentmiðla, stakar myndskreyt- ingar, umbúðir og pakkningar, um- hverfisgrafík, upplýsingahönnun, vef- síður og veggspjöld. Jónsson & Le’macks er með flestar tilnefningar eða 26, en næst á eftir þeim er Brandenburg með 21 tilnefningu. FÍT-verðlaunin 2018 Ljósmynd/Magnús Elvar Jónsson Frá Lava eldfjallasetri Verk eftir Gagarín fyrir LAVA eldfjallasetur, en það er tilnefnt í upplýsingahönnun og gagnvirkri miðlun. Jónsson & Le’macks á toppnum Litríkt Ein myndanna úr verkinu Parallel space, eftir Stúdíó Fræ fyrir Genki Instruments. Tilnefnt í opnum flokki og hluti af verki til- nefndu í mörkun fyrirtækja. Eftirspurn eftir víni sem framleitt er án dýraafurða hefur aukist mjög í kjölfar veganbyltingarinnar að því er fram kemur í grein sem birtist á vef- miðli The Guardian, á slóðinni www.theguardian.com. Í lok víngerðar er vínið bragðbætt og gerleifar og bakteríur fjarlægðar. Til slíkra verka eru notaðar meðal annars eggjahvítur, gelatín og efni sem fyrirfinnast í kúamjólk og fiski. Það er breska samvinnufélagið Co op sem vinnur að því í samráði við vínframleiðeindur um allan heim að auka vöruúrval veganvíns í verslunum sínum á komandi vikum og mán- uðum. Baunir og jafnvel kartöflur verða notaðar í stað dýraafurða. Það er gert til þess að koma til móts við vínkaup- endur sem neyta ekki dýraafurða í neinu formi og bragðbæta þannig vín og fjarlægja gerleifar og bakteríur. Stefnt er að því að yfir 100 vegan- víntegundir verði komnar á markað í lok þessa árs. Nýjungar í vínframleiðslu Breytingar Víngerð tekur breytingum vegna aukins áhuga á vegan lífsstíl. Baunir og kartöflur í veganvíni Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.