Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 ✝ Guðlaug Jó-hanna Jóns- dóttir, Góa, fædd- ist á Vopnafirði 26. maí 1934. Hún lést á sjúkrahús- inu á Akureyri 25. febrúar 2018. Foreldrar hennar voru Jón Guðjónsson, f. 1901, d. 1982, skósmiður, og k.h. Regína S. Gunnarsdóttir, f. 1911, d. 1976. Guðlaug var önnur í röð sex barna þeirra. Góa var flutt í Miðfjarðar- nes á Langanesströnd aðeins fárra daga gömul þar sem hún ólst upp hjá móðurfor- eldrum og frændfólki. Fjórtán ára gerðist hún vinnukona á Skeggjastöðum. Seinna vann hún sem vinnu- kona hjá frændfólki sínu suð- ur í Reykjavík, á vertíð í Keflavík og í Vestmanna- eyjum. Góa giftist árið 1954 Svein- birni K. Jóensen, f. 1932, d. 1999, þau slitu samvistir 1970. Börn þeirra eru: 1) Grétar Óli, f. 1953, maki Ragnheiður G. Þorsteins- dóttir, og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. 2) Gunnar Marinó, f. 1954, maki Lilja G. Finnbogadóttir og eiga þau einn son. 3) Margrét Selma, f. 1956, og á hún tvö börn og fjögur barna- börn. 4) Angela Rós, f. 1958, og á hún einn son og tvö barna- börn. 5) Sigríð- ur, f. 1959, maki Steinn Jó- hann Jónsson og eiga þau þrjár dætur og tvö barnabörn. 6) Friðbjörg, f. 1960, maki Björgvin Baldursson, d. 2007, og á hún einn son. 7) Regína, f. 1961, maki Tryggvi Aðal- björnsson og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn. 8) Bylgja, f. 1962, maki Sig- urgeir B. Hreinsson og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. Góa og Sveinbjörn bjuggu á Þórshöfn þar sem þau ráku útgerð auk þess sem hún sinnti ýmsum þjónustu- störfum meðfram stóru heimilinu. Eftir að þau slitu samvistir flutti Góa til Akureyrar með yngstu stelp- urnar þar sem hún bjó lengst af og starfaði til dánardags. Sambýlismaður hennar seinni árin var Rögnvaldur Egill Sigurðsson, f. 1938. Útför Góu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 9. mars 2018, klukkan 13.30. Elsku amma Góa; gullfalleg, góð, hlý, þrjósk og gestrisnin engu lík. Þegar við horfum aftur í tím- ann var alltaf svo gott að koma til ömmu. Hjallalundurinn og Snægilið geyma ótalmargar æskuminningar þar sem hún var alltaf til í að spila og snúast í kringum okkur. Og eitt var alltaf hægt að treysta á – að þaðan færi maður ekki svang- ur, og ekki breyttist það eftir því sem árin liðu og við uxum úr grasi. Það borgaði sig heldur alls ekki að kíkja í heimsókn nýbúinn að borða, því „nei takk“ var ekki tekið sem gilt svar þegar hún bauð fram veit- ingarnar. Enda hafði hún alltaf miklar áhyggjur af því að börn- in myndu nú ekkert fá að borða heima hjá sér. En allt var þetta af einskærri umhyggju fyrir fólkinu sínu sem hún var svo stolt af. Handlagnari konu er erfitt að finna, vettlingar og sokkar í bílförmum og framleiðslan hélt áfram nánast fram á síðasta dag. Og engin spurning um að þetta voru alltaf bestu vettling- arnir og oftast var maður send- ur í burtu með eitthvað nýtt og hlýtt. Allt postulínið sem hún málaði, seríurnar og dúkarnir sem hún heklaði og við eigum til minningar. Nú kveðjum við elsku ömmu með miklum söknuði, en erum um leið svo þakklát. Það hent- aði henni ekki að þurfa aðstoð við hlutina enda alla sína ævi þurft að hafa fyrir þeim sjálf. Því erum við viss um að hún sé komin á stað þar sem henni líð- ur vel. En mikið sem það verð- ur skrýtið að kíkja ekki í heim- sókn í Skessugilið, spila og borða eitthvað gott. Þín Elmar, Erna og Eydís. Elsku amma Góa. Ég trúi ekki að ég sitji hér og þurfi að skrifa minningargrein um þig. Ég trúi ekki að þú sért farin frá okkur. Þú varst heimsins besta amma. Faðmurinn þinn svo hlýr og endalaust stór. Litla barnshjartað beið alltaf með eftirvæntingu eftir að komast norður og fá knús. Þú bakaðir bestu kleinur sem ég hef smakkað, prjónaðir betur en nokkur annar og auðvitað hafð- irðu, eins og ömmum er tamt, stöðugt áhyggjur af því að mað- ur hefði ekki borðað nóg. Þær eru svo margar minn- ingarnar sem koma í hugann nú þegar þú ert farin frá okkur. Þú skipaðir svo endalaust stór- an sess í æsku minni. Ég sé þig fyrir mér nýkomna frá Kanarí, í þetta skiptið svo brún að ég þekkti þig varla, með klút um hálsinn sem þú festir með nælu. Alltaf svo ævintýralega fín. Það var ómetanlegt að eiga þig að þegar mamma og pabbi fóru til útlanda. Þá komst þú suður, leystir mömmu af í vinnunni, bjóst hjá okkur á Hofteignum og passaðir upp á mig. Eitt skiptið þegar ég var unglingur var mér boðið í partí svo ég ákvað að spyrja þig hvort það væri ekki í lagi að ég færi. Hvort það var nú, það var líka ball þetta kvöld sem þig langaði á. Við ákváðum að valda foreldrum mínum ekki óþarfa áhyggjum og héldum þessu fyrir okkur. Saman að svindla. En svona varst þú elsku amma, svo félagslynd og skemmtileg. Ef það var ekki ball þá varstu einhvers staðar að spila kana. Önnur minning frá unglingsárunum er þegar þú heyrðir af því að ég ætti kærasta, þá 15 ára gömul. Ekk- ert að skafa utan af því spurðir þú mig hvort ég væri ekki örugglega á pillunni. Þú hefur sennilega velt því fyrir þér hvort ég ætlaði mér eins geyst í barneignirnar og þú. Kjarna- kona sem þú varst, með börnin þín átta og öll undir 10 ára aldri. Þegar móðurhlutverkið hefur reynst mér erfitt hugsa ég oftar en ekki til þín. Það er sár tilhugsun að Ragnheiður Ósk skuli ekki hafa fengið tæki- færi til að kynnast þér, en ég mun svo sannarlega segja henni sögur um þig þegar hún hefur aldur til og spila við hana tveggja stokka spil í minningu langömmu hennar. Hvíldu í friði, elsku amma mín, þín er sárt saknað. Harpa Grétarsdóttir. Guðlaug Jóhanna Jónsdóttir ✝ Erla SigríðurHansdóttir fæddist á Akranesi 19. september 1938. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 23. febrúar 2018. Móðir hennar var Ingibjörg Sig- urðardóttir frá Akri á Akranesi, f. 1906, d. 1950. Systir Erlu sam- mæðra er Edda Kolbrún Klem- enzdóttir, f. 1943. Erla ólst upp hjá fósturfor- eldrum sínum, Ólafíu Guðrúnu Björnsdóttur, f. 1899, d. 1981, og Ellert Jónssyni, f. 1903, d. 1985, í Akrakoti í Innri-Akra- neshreppi. Fóstursystkini Erlu voru Guðbjörg, f. 1925, d. 1991, Sigríður, f. 1927, d. 2004, og Björn, f. 1929, d. 1984. Sævar Þór, f. 1992, maki Hild- ur Eva Ómarsdóttir og eiga þau eitt barn. f) Heiðrún Ósk, uppeldisdóttir, f. 1979, maki Kjartan Gunnsteinsson og eiga þau þrjú börn. 2) Ellert, f. 2. des. 1957, maki Gunilla Kolm. Börn hans: Johan Erik, f. 1988, maki Lisa Max, og Emil Linus, f. 1990, maki Sara Lidefjord. 3) Edda Björk, f. 12. ágúst 1959. Börn hennar: a) Erla Björk, f. 1986, á hún eitt barn. b) Róbert, f. 1992. c) María Rún, f. 1996, maki Hörður Snær Pétursson og eiga þau eitt barn. 4) Gunnar Ársæll, f. 12. feb. 1973, maki Fjóla Benný Víðisdóttir. Barn hans Björg Erla, f. 2006. Erla Sigríður gekk hefð- bundna skólagöngu, fyrst í barnaskóla í Innri-Akranes- hreppi og síðan í gagnfræða- skóla á Akranesi. Auk húsmóð- urstarfa vann Erla aðallega við fiskvinnslu í heimabyggð og í álverinu á Grundartanga meðan heilsan leyfði. Erla verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, 9. mars 2018, og hefst athöfnin kl. 13. Erla giftist 29. desember 1957 Ár- sæli Eyleifssyni sjómanni frá Akra- nesi, f. 6. mars 1929, d. 2. mars 2001. Foreldrar hans voru Sigríður Sigmundsdóttir, f. 1900, d. 1972, og Eyleifur Ísaksson, f. 1882, d. 1976. Erla og Ársæll eignuðust fjögur börn: 1) Ólafía Guðrún, f. 11. nóv. 1956, maki: Sigfús Þór Elíasson. Börn hennar: a) Ársæll Þór, f. 1973, maki Kamilla Sveins- dóttir og eiga þau þrjú börn. b) Engilbert, f. 1978, d. 2010. c) Eyþór, f. 1982, maki Lilja Erlendsdóttir og eiga þau tvö börn. d) Elías Þór, f. 1988, maki Ásdís Svava Hallgríms- dóttir og eiga þau tvö börn. e) Mín yndislega móðir, Erla Sig- ríður Hansdóttir, lést á föstudegi. Eða eins og mamma hefði kallað það: Föstudegi til fjár. Ég kýs að kalla það: Föstudagur til upprisu og frelsis. Þegar maður ætlaði að standa í stórræðum, kaupa bíl, íbúð og fleira þá voru dagar í vik- unni sem ekki mátti gera þessa hluti á; til mæðu, þrifa og það langversta var til moldar. Betri voru dagar sem voru til sigurs, frama, fjár og það besta til lukku. Þannig var mamma, hún var allt- af að hugsa það besta fyrir mann, allt niður í minnstu smáatriði. Hún vildi líka að sonurinn liti vel út. Klippingin á syninum var yf- irleitt ekki eins og hún taldi flott- ast. Mamma, sönn sjálfri sér, minnti mig á þessa skoðun sína síðustu tímana sem hún var vak- andi. Og ég svaraði eins og alltaf: „Svona finnst mér þetta flottast, mamma.“ Þegar ég sagði við hana á þriðjudagskvöldið: „Þú reynir að láta þér batna, mamma mín,“ svaraði hún í gríni: „Já já, það er alltaf svo mikið að gera hjá mér.“ Mamma alltaf sjálfri sér lík, frá- bær. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hjá þér loka- stundirnar og fengið að kveðja þig eins og þú áttir svo sannar- lega skilið. Það var ótrúlegt að fylgjast með er þú beiðst eftir að við værum öll komin til þín til að kveðja. Mamma, þú ert hörkutól. Ég er í dag karlmaðurinn sem þú gerðir mig að, mamma. Öll tungumál heimsins ná ekki að tjá hve sárt ég sakna þín, mamma. Loksins fékkstu frið fyrir verkjum og kvölum. Það gleður mig. Þú ert fyrsta manneskjan sem elskaðir mig, skilyrðislaust, alltaf. Þú ert mín fyrsta ást og munt eiga hjarta mitt að eilífu. Ég get varla ímyndað mér hvernig er að geta ekki hringt í þig eða séð þig. Stóðst með mér. Verndaðir og barðist fyrir mig. Hafðir áhyggjur af mér. Hjúkr- aðir mér og hvattir. Alltaf stutt í gleði og grín. Ó mamma hve ég elska þig. Mamma, þú veitir mér inn- blástur með hvernig þú lifðir og munt halda áfram að gera það þangað til að ljós mitt slokknar og við hittumst á ný. Gunnar Ársæll. Ég kynntist Erlu árið 1995 þegar ég og Gunnar Ársæll, son- ur hennar, hófum okkar sam- band. Erla var mjög skemmtileg kona sem sagði það sem hún hugsaði og sá hlutina öðrum aug- um en ég sjálf og var gaman að hlusta á vangaveltur hennar um lífið og tilveruna. Hún var mjög eftirtektarsöm og stundum ein- um of því hún tók alltaf eftir því þegar ég hafði bætt á mig og lét mig vita af því, á meðan hún klappaði mér góðlátlega á mag- ann. Hún hafði gaman af að spjalla og ein skemmtileg minn- ing er þegar við Gunnar fórum með henni til Svíþjóðar að heim- sækja Ella son hennar og fjöl- skyldu. Hún talaði við flesta sem hún hitti, bláókunnugt fólk úti á götu, í verslunum og víðar og það á íslensku. Það var frábært að fylgjast með svipnum á Svíunum sem skildu ekki neitt en voru samt heillaðir af henni. Erla var búin að vera veik lengi og núna er hún komin í Drauma- landið þar sem hún kvelst ekki lengur. Sorgin er samt mikil hjá okkur eftirlifendum og tárin mörg. Ég er þakklát fyrir að hafa getað verið við hlið Gunnars síð- ustu dagana í lífi hennar og sjá þessa sterku ást á milli þeirra. Hann stoppaði ekki að strjúka henni, halda í höndina á henni, greiða henni og tala við hana. Hann sagði henni aftur og aftur hversu mikið hann elskaði hana og að hún væri besta mamma í heimi. Ég verð henni ávallt þakk- lát fyrir það hversu góðan mann hún ól upp. Ég verð ávallt þakklát fyrir öll árin sem ég var henni samferða. Og ég er þakklát fyrir að við Gunnar og dóttir okkar, Björg Erla, vorum hjá henni síð- asta aðfangadagskvöldið hennar. Hún var orðin svo slöpp að hún komst ekki langt þannig að við borðuðum með henni inni á her- berginu hennar á Elskuleg tengdamóðir er látin á áttugasta aldursári með börn sín sér við hlið. Efalaust var hún hvíldinni fegin, þar sem hún var fyrir all- nokkru búin að tapa heilsunni og lífsneistinn mikið dofnað, enda verið alveg rúmliggjandi síðasta árið. Erla ólst upp hjá vandalausum, en við gott atlæti hjá hjónunum Ólafíu Guðrúnu Björnsdóttur og Ellert Jónssyni í Akrakoti. Móðir hennar var ófær um að sjá henni farborða vegna veikinda og lést tiltölulega snemma. Blóðfaðir hennar vildi ekki kannast við hana né hafa neitt með hana að gera, þótt hann viðurkenndi hana óopinberlega á gamals aldri, en allt of seint fyrir Erlu. Þetta olli henni miklum sárindum sem barn og unglingur og setti svo sann- arlega mark sitt á allt hennar lífs- hlaup. Erlu þótti mjög vænt um uppeldisforeldra sína og var í góðu sambandi við þau alla tíð og skírði börn sín eftir þeim báðum. Erla flutti ung að heiman, enda þurfti hún að vinna fyrir sér eins og þá tíðkaðist. Hún giftist Ársæli Eyleifssyni sjómanni ung að ár- um og bjó honum og börnum þeirra heimili á Akranesi, en Ár- sæll lést fyrir 17 árum. Erla lifði því hefðbundnu lífi sjómannskon- unnar, þar sem heimilisfaðirinn var oft langdvölum að heiman vegna vinnu sinnar. Auk heimilis- starfa vann Erla ýmis störf, að- allega við fiskvinnslu, en síðast á Grundartanga. Eftir andlát Ár- sæls var hún mikið í sambandi við gamlan vin, Ólaf Ágúst Jónsson, sem hafði orðið ekkill á svipuðum tíma. Var það báðum til gæfu og gleði. Fyrir rúmum áratug tók heilsu Erlu smám saman að hraka uns hún hætti að geta séð um sig sjálf. Flutti hún fyrir fjór- um árum á hjúkrunarheimilið Höfða, þar sem hún lést. Stundum gerir maður sér ekki grein fyrir verðmæti augnabliks- ins fyrr en það er orðið að gamalli minningu. Strákarnir mínir eiga sér t.d. mörg góð minningabrot frá því þegar þeir voru í pössun hjá afa og ömmu uppi á Skaga, þar sem þeir voru fordekraðir og allir dagar nammidagar. Og þeg- ar heimilishundurinn okkar hann Flóki var sendur í pössun á sama stað þegar fjölskyldan brá sér í ferðalag skildum við aldrei í því að hann leit ekki við hundamatn- um sínum í fleiri daga eftir heim- komuna. Seinna komumst við að því að það var bara lagt á eldhús- borðið fyrir einn í viðbót, þar sem hundurinn sitjandi á stól og með smekk borðaði sama mat og afi og amma! Tengdamóðir mín var kona sem tekið var eftir fyrir útlit og glæsileika. Hún var alltaf óað- finnanlega tilhöfð. Hárið, fötin, skartið og málningin, allt eins fullkomið og fínt og mögulegt var. En það gat tekið sinn tíma og hreyfði ekki við henni þótt fjöl- skyldumeðlimir væru á stundum orðnir óþolinmóðir að bíða eftir henni. Sama var upp á teningnum ef hún átti að mæta einhvers stað- ar; tíminn gat orðið svolítið af- stæður. En svo hætti maður að taka eftir þessu, þetta var bara Erla tengdamamma. Erla, góða Erla! eg á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kveldljóð, því kveldsett löngu er. (Stefán fá Hvítadal) Lífshlaup glæsilegrar konu er á enda. Hvíl í friði Erla mín. Sigfús Þór Elíasson. Dvalarheimilinu Höfða og opn- uðum jólapakkana þar. Það er dýrmæt minning. Hvíldu í friði kæra Erla. Ég elska þig. Takk fyrir að vera svona góð við mig og Björgu Erlu. Fjóla Benný. Elsku amma mín. Þú upplifðir minn fyrsta andardrátt og ég þinn síðasta, við áttum saman 31 ár og einnig sama nafn ásamt svo mörgu öðru. Þetta 31 ár skilur eftir ótal góðar minningar og marga bíltúra og Akraborgar- ferðir. Þú varst alltaf svo góð við mig og hjá þér leið mér alltaf vel enda leitaði ég mikið til þín þegar ég var lítil. Þegar ég hugsa um líf þitt frá því þú fæddist þá er pínu eins og þú hafir verið áskrifandi að hindr- unum og mótlæti en alltaf barð- istu áfram með höfuðið hátt, kvartaðir ekki, vannst fyrir öllu þínu og það var alltaf stutt í gleðina. Þú varst algjör sigurveg- ari, hæfileikarík, klár, ákveðin og einstök og ég mun stolt segja strákunum mínum sögur af þér í framtíðinni. Að vita til þess að þér líði núna loksins vel eftir áralangar þján- ingar og veikindi gerir sorgina léttari og ég sé þig fyrir mér ham- ingjusama hlæjandi þínum yndis- lega hlátri. Reynslubankinn er stór sem þú ferð með með þér yfir í næstu verkefni. Hlakka til að sjá þig hinum megin við regnbogann þegar minn tími kemur. Þín Erla. Maður veit aldrei hve mikið maður mun sakna manneskju fyrr en hún er tekin frá manni. Þannig líður mér núna um Erlu ömmu. Amma var ein af bestu manneskjum í heimi. Hún hrósaði mér alltaf fyrir hve góðar ein- kunnir ég fékk, hve góð ég væri að teikna, hve flott ég væri alltaf, hve fallegt höfuðlag ég væri með, hve falleg ég væri og fleira. Alltaf þegar við gáfum henni afmælis- gjöf eða jólagjöf eða bara eitthvað vildi hún alltaf vita verðið svo hún gæti borgað okkur til baka (auð- vitað gáfum við það aldrei upp). Amma var alltaf öðruvísi og það elskaði ég líka við hana, hún sagði bara það sem henni fannst. Amma hélt í höndina mína í 11 ár en mun alltaf halda um hjartað mitt. Þegar einhver sem þú elsk- ar deyr, þá er ekkert sem kallast að komast yfir það. Þú verður bara að halda áfram einn dag í einu og geyma þau í hjarta þínu. Núna þegar ég missti ömmu er ég þakklátari fyrir allt sem lífið gef- ur mér. Þótt ég vissi að amma gæti verið að fara var ég samt ekki tilbúin þegar hún fór. Amma, ég myndi gera allt til að geta knúsað þig aftur. Ef þú færð tækifæri til að horfa niður á mig þá vona ég að þú vitir að ég sakna þín. Ég sit hér og hvísla: „Ég sakna þín“ og trúi að þú heyrir einhvern veginn. En ég veit að ég mun hitta þig aftur amma. Það var brjálað veður rétt áðan en núna, á meðan ég skrifaði þessi orð, skein sólin inn um gluggann minn. Ég veit að þetta ert þú. Björg Erla. Mig langar með fáum orðum að minnast vinkonu minnar Erlu Sigríðar Hansdóttur sem lést 23. febrúar síðastliðinn. Við Erla ferðuðumst mikið saman innanlands og nutum þess að skoða fallega og fjölbreytta landið okkar saman. Þetta voru góðar og dýrmætar stundir. Einnig fórum við til útlanda og þótti þér það bæði spennandi og skemmtilegar ferðir. Ferðin okk- ar til Lundúna er ofarlega í huga og einnig ferðin okkar til Banda- ríkjanna og Kanada. Sú ferð var fróðleg og góð og minnist ég þess sérstaklega þegar við heimsótt- um leiði skáldsins Káins, eða Kristjáns Níelsar Jónssonar eins og hann var skírður. Þú minntist oft á þessa stund og fórst þá iðu- lega með síðasta versið úr ljóði hans „Sólskinið í Dakota“ Með þessu versi vil ég kveðja þig í hinsta sinn og þakka þér fyrir góðar stundir, Erla mín. Þegar ég er fallinn frá og fúna’ í jörðu beinin, verður fögur sjón að sjá sólina skína’ á steininn. Þinn vinur Ólafur (Óli). Erla Sigríður Hansdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.