Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 23
Það eru komin þrjú ár
síðan ég skrifaði grein í
Morgunblaðið og sagði
Seðlabankann rýra lífs-
kjör almennings stór-
kostlega með hávaxta-
stefnu sinni og
inngripum á gjaldeyr-
ismarkaði. Fyrir það
fyrsta myndi það valda
miklum kostnaði fyrir af-
borganir lána ein-
staklinga og fyrirtækja en inngrip
bankans á gjaldeyrismarkaði, til að
halda aftur af styrkingu gengisins,
myndi halda aftur af lífskjörum al-
mennings og valda miklum kostn-
aði við að halda úti gjaldeyrisforða.
Ég hef síðan árlega fjallað um
þetta, fyrst með grein árið 2016,
„Seðlabankinn tapar öllu sínu eigin
fé – og lætur sem ekkert sé“ og
síðan fyrir ári, „Seðlabankinn er
búinn með allt sitt eigið fé“.
Það þarf því ekki að koma á
óvart hver staðan er í dag hjá
bankanum, með neikvætt eigið fé.
Það hefur verið ljóst í mörg ár
hvert stefndi og í millitíðinni hefur
Seðlabankinn tapað hátt í 200
milljörðum á gjaldeyrisforða sín-
um. Þá er ótalið það tjón sem há-
vaxtastefnan hefur valdið almenn-
ingi.
Það hefur alltaf legið fyrir hver
lausn vandans er: Að lækka vexti
og minnka gjaldeyrisforða. Hvort
tveggja hefði sparað samfélaginu
gríðarlega fjármuni. En í stað þess
að fjalla um gjaldþrot peninga-
stefnu bankans hélt Seðlabankinn
málstofu, 6. mars; „verðbólga og
trúverðugleiki peningastefnu“. Það
er ekki Seðlabankanum að þakka
að verðbólga hefur verið hófleg
síðustu ár heldur alþjóðlegri verð-
hjöðnun (olía, aðrar hrávörur og
neysluvörur hafa
lækkað mjög mikið).
En á málstofunni
vildi bankinn meina,
þrátt fyrir að hafa
sólundað hundruðum
milljarða síðustu 3
ár, að hann hefði
„bætt kjölfestu
verðbólguvæntinga“!
Við sjáum af af-
glöpum bankans í
eignastýringu, sala á
FIH með tugmillj-
arða afslætti og skuldabréfum
Kaupþings með milljarða afslætti,
að honum er ekki treystandi til að
stýra eignum með hagkvæmum
hætti. Aðrir seðlabankar, sem þó
eru hæfir í eignastýringu, hafa
þurft að færa gjaldeyrisforða sinn
til fjármálaráðuneytisins í gegnum
tíðina enda skerpir það á rekstri
þeirra.
Það blasir því við að ríkið taki
stærstan hluta gjaldeyrisforða
Seðlabankans til sín og visti í fjár-
málaráðuneytinu, sem aftur ætti
að greiða stærstan hlut til Líf-
eyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Á
sama tíma þarf að lækka vexti í
landinu, öllum til hagsbóta. Það
breytir því hins vegar ekki að pen-
ingastefnan hefur verið rekin hér í
þrot á síðustu árum. Hvernig ætl-
ar Seðlabanki Íslands að axla
ábyrgð á því?
Eftir Heiðar
Guðjónsson
» Það hefur verið ljóst í
mörg ár hvert stefndi
og í millitíðinni hefur
Seðlabankinn tapað hátt í
200 milljörðum á gjald-
eyrisforða sínum.
Heiðar Guðjónsson
Höfundur er hagfræðingur.
Hver axlar ábyrgð á af-
glöpum Seðlabankans?
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018
Vetrarklædd Vel klædd kona á göngu á Laugavegi í marsmánuði sem hefur verið fremur kaldur en sólríkur.
Eggert
Hver stóratburð-
urinn rekur annan á
vettvangi alþjóða-
stjórnmála. Hér skulu
nefndir fimm:
Xi Jinping, forseti
Kína og leiðtogi
Kommúnistaflokks
Kína, fær ótakmarkað
umboð til að sitja sem
forseti.
Vladimír Pútín, for-
seti Rússlands, notar 40 mínútur af
90 mínútna ræðu um stöðu mála í
Rússlandi til að lýsa rússneskum
hernaðarmætti og getu rússneskra
kjarnorkuflauga til að granda skot-
mörkum hvarvetna í heiminum.
Donald Trump, forseti Bandaríkj-
anna, boðar hækkun tolla um 25% á
stáli og 10% á áli og segir auðvelt að
sigra í viðskiptastríði.
Angela Merkel verður kanslari
Þýskalands í fjórða og líklega síðasta
sinn.
Andstæðingar ESB sigra í þing-
kosningum á Ítalíu.
Kína
Forseti Kína hefur eftir daga Ma-
ós aðeins mátt sitja í tvö fimm ára
kjörtímabil. Nú ætlar þing alþýð-
unnar að afnema regluna. Gildi þess
er þó ekki mikið, segja sérfræðingar.
Forsetaembættinu fylgi aðeins
formleg völd. Þungamiðja valdsins í
Kína felist í að vera leiðtogi Komm-
únistaflokksins og æðsti yfirmaður
hersins. Þar séu engin tímamörk. Xi
Jinping gegnir einnig þessum emb-
ættum.
Sem forseti Kína kemur Xi hins
vegar fram fyrir hönd lands síns
gagnvart þjóðhöfðingjum og stjórn-
arleiðtogum annarra
landa. Að hann geti það
án tímamarka sam-
ræmist ásetningi kín-
verskra ráðamanna um
að láta meira að sér
kveða á alþjóðavett-
vangi. Efling kínverska
hersins er af sama
meiði.
Skref til baka í átt til
miðstýringar og per-
sónudýrkunar í anda
Maós leiðir þó líklega
til spennu heima fyrir
auk þess að spilla áliti Kína út á við.
Það er að minnsta kosti mat sér-
fræðinga við hugveituna The Brook-
ings Institution í Washington.
Cheng Li og Ryan McElveen segja:
„Líti alþjóðasamfélagið sífellt nei-
kvæðari augum til Kína og ef gagn-
rýni frá frjálslyndum kínverskum
menntamönnum, keppinautum inn-
an stjórnmálaelítunnar og kínversk-
um almenningi fær byr í seglin, get-
ur það leitt til klofnings innan
forystunnar og stjórnmálalegs óróa í
Kína.“
Rússland
Forsetakosningar verða í Rúss-
landi 18. mars. Ræða Vladimírs Pút-
íns fimmtudaginn 28. febrúar um
stöðu mála í Rússlandi var öðrum
þræði framboðsræða vegna kosn-
ingabaráttu hans. Á 18 ára valdaferli
hefur Pútín að vísu búið þannig um
hnúta að innan Rússlands þrífst eng-
in stjórnarandstaða, kosningabar-
áttan er því sýndarmennska.
Pútín og menn hans hafa tögl og
hagldir í rússnesku stjórnmála-, at-
vinnu- og fjármálalífi. Aðrir eru ein-
faldlega „teknir úr umferð“.
Þróun lífskjara og efnahags-
ástands í Rússlandi undanfarin er
Pútín lítt til framdráttar. Þess vegna
varð honum svona tíðrætt um víg-
búnað, nýjar kjarnaflaugar og get-
una til að ögra öllum heiminum.
Hann minnti þar á einræðisherrann í
Norður-Kóreu, Kim Jong-un.
Með innrásinni í Georgíu árið 2008
og Úkraínu árið 2014 og stuðn-
ingnum við Bashar al-Assad í borg-
arastríðinu í Sýrlandi hefur Pútín
reynt að gera sig gildandi út á við í
von um auknar vinsældir á heima-
velli. Ófriðarstefna hans ýtir þó und-
ir vígbúnaðarkapphlaup og þar með
sífellt þyngri byrðar á rússneskan
almenning. Sovétkerfið hrundi und-
an slíkum byrðum. Hve lengi þola
Rússar þær nú? Fréttaritari BBC
leitaði svara við því á ferð í afskekkt
rússneskt þorp í tilefni forsetakosn-
inganna. Það voru gerð hróp að hon-
um og gömul kona sagði: „Allt frá
því að Napóleon réðst á okkur hafið
þið reynt að sölsa Rússland undir
ykkur.“
Bandaríkin
Leiðtogar Kína og Rússlands þrá
að fylla tómarúmið sem þeir vona að
skapist vegna framgöngu Donalds
Trumps á alþjóðavettvangi.
Trump telur að stefnan um
Bandaríkin í fyrsta sæti styrkist
með heitingum í garð bandamanna
Bandaríkjamanna. Þannig lét hann
áður en hann varð forseti. Þá talaði
hann niður til NATO-þjóðanna.
Hann hefur nú kúvent í afstöðunni
til NATO. Trump vill þó enn reisa
landamæramúr gagnvart Mexíkó.
Nú ætlar hann einnig að reisa toll-
múra gagnvart Mexíkó og Kanada.
Trump lætur gjarnan eins og
verndartollar bitni verst á Kínverj-
um. Kanadamenn flytja þó fimm
sinnum meira af stáli til Bandaríkj-
anna en Kínverjar. Kínverskir ráða-
menn láta tollabrölt Trumps sér í
léttu rúmi liggja. Bandamenn
Bandaríkjanna innan ESB og í Kan-
ada rísa hins vegar upp og andmæla
auk flokksmanna hans meðal repú-
blíkana. Vinstrisinnar í hópi demó-
krata fagna – þar með Bernie Sand-
ers sem sótti gegn Hillary Clinton
frá vinstri í prófkjöri árið 2016.
Þýskaland
Það tók um fimm mánuði að end-
urnýja stjórnarsamstarf stóru flokk-
anna í Þýskalandi eftir sam-
bandsþingskosningarnar 24.
september 2017. Taka mátti ákvörð-
un um samstarf strax að kosningum
loknum en Martin Schulz, keppi-
nautur Angelu Merkel fyrir hönd
jafnaðarmanna, vildi ná sér niðri á
henni. Hann hraktist að lokum í
fangið á Merkel og þaðan úr leið-
togasætinu. Í allsherjaratkvæða-
greiðslu meðal flokksmanna var
stjórnarsamstarfið samþykkt með
66% atkvæða.
Merkel verður kanslari fjórða
kjörtímabilið í röð. Xi Jinping og
menn hans sögðu að Merkel hefði í
12 ár verið kanslari Þýskalands og
enginn setti henni tímamörk, þess
vegna ætti ekki að setja Xi skorður.
Líklegt er þó að Merkel sitji ekki
sem kanslari allt þetta kjörtímabil
heldur víki fyrir þeim sem leiðir
flokkinn í kosningum 2021.
Ítalía
Ítalir mynda þriðja öflugasta hag-
kerfið innan ESB (eftir úrsögn
Breta) á eftir Þjóðverjum og Frökk-
um. Uppgang ítalskra andstæðinga
ESB og farand- og flóttafólks má að
verulegu leyti rekja til þess að Ítalir
hafa horn í síðu evrunnar og telja
Brussel-valdið hafa haldið illa á út-
lendingamálum. Ítalir kusu gegn
ESB með því að velja flokka „gegn
kerfinu“. Matteo Salvini sem vill
verða næsti forsætisráðherra Ítalíu
segir evruna „glæp gegn mannkyni“.
Fréttaritari BBC segir að „martröð
ráðamanna ESB“ kunni að raunger-
ast í næstu ríkisstjórn Ítalíu.
Óvissutímar
Eina ályktun má draga af því sem
hér er lýst: Það ríkja óvissutímar. Í
nýbirtri varnarstefnu Bandaríkj-
anna er meginhættan ekki lengur
talin stafa af hryðjuverkum heldur
hervæðingu í Kína og Rússlandi auk
nethernaðar.
Nýlega skýrðu þýsk yfirvöld frá
því að í eitt ár hefði óvinur, líklega
frá Rússlandi, leynst í tölvum þýska
stjórnkerfisins. Netstríð er háð á
hverjum degi.
Í Sýrlandi má sjá afleiðingu þess
þegar einræðisherra snýst gegn eig-
in þjóð til varnar valdi sínu, blóðbað-
ið er ógnvænlegt. Rússar leggja
blessun sína yfir það.
Nokkuð hefur dregið úr spennu á
Kóreuskaganum. Nú vill Kim Jong-
un viðræður frekar en vopnaskak.
Staðan er þó brothætt.
Innan Evrópusambandsins verður
ástandið sífellt flóknara. Veik for-
ysta snýst til varnar. Minnsta frávik
frá regluverkinu er talið ógn við
samstarfið allt. Raddir um nauðsyn
breytinga á regluverkinu verða þó
sífellt háværari – hafa ítalskir kjós-
endur stigið fyrsta skrefið?
Eftir Björn
Bjarnason »Eina ályktun má
draga af því sem hér
er lýst: Það ríkja óvissu-
tímar.
Björn Bjarnason
Höfundur er fyrrv. ráðherra.
Óvissutímar á alþjóðavettvangi