Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Varastu að láta draga þig inn í deil-
ur um algjör aukaatriði. Mundu að stund-
um er sannleikurinn sár, líka þegar hann er
vel orðaður.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er ekki til of mikils mælst að fólk
standi við gefin loforð. Farðu með gát og
reyndu að ljúka öllum þeim verkefnum sem
þú hefur tekið að þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Reyndu að komast hjá því að
taka að þér of mörg verkefni, þú sérð bara
eftir því síðar. Gefðu þér tíma fyrir sjálfan
þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að ganga úr skugga um að
ekki sé verið að ganga á rétt þinn. Mis-
skilningur og blekkingar liggja í loftinu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er allt í lagi að baða sig í vel-
gengninni, en gleymdu því ekki að þú varst
ekki einn að verki. Farðu vel með það vald
sem þú hefur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er ekki ólíklegt að vandamál
komi upp í nánum samböndum þínum við
aðra. Mundu því að í upphafi skyldi endinn
skoða.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gættu þess að blanda þér ekki um of í
málefni annarra því það gæti orðið til þess
að þér verði kennt um annarra mistök.
Gerðu eins mikið og þú getur fyrri hluta
dags.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur lengi verið í vernd-
uðu umhverfi og þarft að komast út úr því.
Notaðu nú tækifærið því þér mun ekki
bjóðast annað um hríð.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þjónusta þín við óþekktan en
verðugan málstað er það besta sem þú
gerir alla vikuna. Núna er tími til að gera
breytingar til hins betra.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu ekki undan þeirri löngun
að draga þig í hlé. Þú skalt reyna að hjálpa
börnum eða ungu fólki í dag. Vertu jákvæð-
ur og hafðu trú á sjálfum þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þetta er hinn fullkomni dagur ef
þú ákveður að líta hann þeim augum frá
upphafi. Leitaðu hamningjunnar bæði í
einkalífi og í starfi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Dagurinn hentar vel til að huga að
fjáröflunarleiðum. Jákvætt hugarfar þitt er
smitandi og aðrir njóta þess að vera í ná-
vist þinni vegna þess að þú lætur þeim líða
vel.
Víkverji hefur gaman af því aðbregða sér á stærri viðburði í ís-
lensku íþróttalífi. Skemmtileg
stemning skapast jafnan þegar til
tíðinda dregur í bikarkeppnum
hvort sem um er að ræða sumar- eða
vetraríþróttir.
x x x
Á veturna fara nú þrjár greinar,blak, handbolti og körfubolti þá
leið að láta þau fjögur lið sem eftir
eru ljúka keppninni á þremur dög-
um í Laugardalshöllinni.
x x x
Fyrirkomulagið mælist vel fyrir oggetur Víkverji tekið undir að
umgjörðin utan um viðburðina er
metnaðarfull og skemmtileg.
x x x
Einhvern veginn virðist það veraþannig að mesta stemningin
skapast í kringum landsbyggð-
arliðin. Svo virðist sem ástríðan fyrir
sínu félagi sé meiri meðal fólks á
landsbyggðinni. En ekki er þó neitt
vísindalegt að baki því að Víkverji
dragi slíka ályktun.
x x x
Athygli vakti hin mikla gleði semskein af Skagfirðingum í Laug-
ardalshöllinni í janúar þegar karlalið
þeirra varð bikarmeistari í körfunni.
x x x
Í gær voru Eyjamenn mættir til aðstyðja kvennalið sitt í handbolt-
anum. ÍBV komst í undanúrslit hjá
báðum kynjum og því stórir dagar
fyrir Eyjamenn í handboltanum.
Bikarkeppni á vel við Eyjamenn en
síðasta sumar unnu bæði lið ÍBV
bikarkeppni KSÍ. Þá var stemningin
ósvikin í Laugardalnum. Eyjamenn
eru nú farnir að brugga sitt eigið öl
með góðum árangri og geta nýtt sem
söngvatn.
x x x
Eins má búast við því að Selfyss-ingar verði líflegir þegar karlalið
þeirra spilar í undanúrslitum í dag.
Lið sem komið hefur svo skemmti-
lega á óvart í vetur undir stjórn
bróður forseta landsins. Víkverji
ætlar að bregða sér á völlinn.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hef-
ur gefið okkur eilíft líf og þetta líf er í
syni hans.
(Fyrsta Jóhannesarbréf 5.11)
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Gleraugnaverslunin
Eyesland býður mikið
úrval af gæðagleraugum
á góðu verði
– og þú færð
frábæra þjónustu.
Verið velkomin!
iGreen umgjörð
kr. 11.900,-
Sigmundur Benediktsson orti„sólskinssonnettu“ í hádegi 7.
mars, birtir á Leir og kallar
„Vorþrá (ensk sonnetta)“:
Nú hækkar sólin, hugsun birtu vefur
og hokinn vetrarskuggans þáttur dvín.
Í brjósti vaknað vorsins andi hefur
og vonin aftur fundið gullin sín.
Nú góa hefur gengið sér til húðar
og gamli þorri liðinn okkur frá,
svo einmánuður arkar nú til búðar
og ýmsar nýjar myndir lætur sjá.
Þá loftsins gestir ljúfa brýna róminn
og lögin þeirra vekja streng í sál.
Í okkar vitund ástar finnum hljóminn
og af því verður lundin mild og þjál.
Því hugarflugið móti vorsins veldi
er varðað helgri þrá – og sólar eldi.
Arnþór Helgason sagði vel og
fallega ort: – „Það er eins og segir í
þjóðvísu af Seltjarnarnesi:
Sólskinið er sannarlega
silfurbjart
og reynist ekki alla vega
allt of hart.“
Páll Imsland heilsar Leirliði „í
biðinni eftir vori“:
Skarphéðinn Jensson á Skeri
skipstjóri’ í fengsælu veri
var aldrei á sjó.
Í ættinni þó,
hvorki’ er hann lúði né leri.
Kötturinn Jósefína Meulengracht
Dietrich er búin að ákveða að
hjálpa með þetta:
Stjórnmál virðast stundum eins og
stærðar hnyk-
ill.
Það flækjast oft hjá fólki böndin
í ferlegt rugl með heilu löndin
og Berlusconis býður vandi býsna mikill
svo hafa þarf í höfði sínu
heilræði frá Jósefínu.
Þetta féll í góðan jarðveg. Atli
Harðarson kvað:
Já best er að þú bjargir honum
Berlusconi
því alveg hreint ég er á nálum
að hann klúðri sínum málum.
Benedikt Jóhannsson yrkir á
Boðnarmiði:
Lífið það er lotterí
mig langar svo í „flotterí“.
Gef mér ljúffengt gotterí,
glás, en ekkert smotterí.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vorþrá, hart sólskin
og Berlusconi
Í klípu
HANN SAKNAÐI HENNAR – BARA EKKI
EINS MIKIÐ OG HANN HEFÐI VILJAÐ.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MÁ BJÓÐA ÞÉR AÐ KAUPA TANNBURSTA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... stundum eins og hún
sé greypt í stein.
FISKUR GENGUR INN Á
VEITINGASTAÐ OG GENGILBEINAN
SPYR: „HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR?“
OG FISKURINN
SEGIR: „VATN!“ Ó,
HVERSU AUMT!
FARÐU!
HALLÓ? EDDI?…
FISKUR GENGUR INN
Á VEITINGASTAÐ…
ÞETTA ER KANNSKI
EKKI RÍKASTI
KASTALINN SEM VIÐ
GETUM RÁÐIST Á.
GETTU HVER?
HVERS VEGNA
SEGIRÐU ÞAÐ?
ÉG SÉ Í GEGNUM
PUTTANA Á ÞÉR,
ÞÚ VEIST
ÞAÐ.
ÞESSI HRÚGA
AF LOTTÓMIÐUM!
HMMM
Atvinna