Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018
Aðalfundur
Símans hf.
Vakin er athygli á fundarboðun sem birt var í fréttakerfi Kauphallar
þann 22. febrúar 2018 vegna aðalfundar Símans hf. sem haldinn
verður á Nauthól við Nauthólsvík kl. 10 fimmtudaginn 15. mars 2018.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda,
lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins, þ.m.t. greiðslu arðs.
4. Kosning stjórnar félagsins.
5. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu.
6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir störf þeirra.
7. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins.
8. Tillaga um lækkun á hlutafé og breytingu á samþykktum félagsins.
9. Tillaga um að heimila félaginu kaup á eigin hlutabréfum skv. 55. gr. hlutafélagalaga
og framkvæmd endurkaupaáætlunar.
Verði tillagan samþykkt felur það í sér að heimildarinnar verður getið í sérstökum viðauka við
samþykktir félagsins og skal viðaukinn vera hluti af samþykktunum þann tíma sem heimildin
er í gildi, sbr. grein 8.1 samþykkta félagsins.
10. Tillögur frá hluthöfum sem ber að taka á dagskrá.
Tillaga Eaton Vance Management fyrir hönd sjóða í þeirra stýringu þess efnis að aðalfundur Símans
2018 feli stjórn félagsins að setja á laggirnar og skipa tilnefningarnefnd í samræmi við leiðbeiningar
Viðskiptaráðs Íslands um stjórnarhætti fyrirtækja.
11. Önnur mál.
Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða afhent á fundarstað frá kl. 9:30.
Fundurinn fer fram á íslensku.
Reykjavík, 14. mars 2018
Stjórn Símans hf.
„Við erum að gera okkur klára fyrir
þjónustu við kísilver PCC. Með
þessum farmi erum við búnir að fá
nánast öll tæki og tól sem til þarf,“
segir Vilhjálmur Sigmundsson,
rekstrarstjóri Eimskips á Húsavík, í
samtali við Morgunblaðið.
Sérhæfðir dráttarbílar
PCC BakkiSilicon hf. hefur samið
við Eimskip um að annast upp-
skipun á hráefnum, útskipun á af-
urðum og flutninga á hráefni og af-
urðum á milli Húsavíkurhafnar og
kísilversins á Bakka. Hefur Eimskip
verið að afla sér tækja í þetta sér-
hæfða verkefni.
Flutningaskipið Western Rock
kom til Húsavíkur um helgina með
meginhluta tækjanna. Fyrstan ber
að nefna gröfukrana sem notaður er
til að skipa upp hráefnum sem öll
koma í lausu. Kraninn getur einnig
tekið tóma 20 feta gáma. Þá hafa
verið keyptir nokkrir sérhæfðir
dráttarbílar sem eingöngu eru not-
aðir á vinnusvæðinu á höfninni, um
jarðgöngin og á athafnasvæði PCC.
Þeir draga sérsmíðaða vagna. Hrá-
efnin renna niður um botnloka vagn-
anna inn í móttöku og birgða-
geymslu PCC.
Vilhjálmur segir að við þjónustu
við PCC muni vinna 6-7 menn, bæði
starfsmenn fyrirtækisins og undir-
verktaka. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Bökugarður Dráttarbílum Eimskips skipað upp í Húsavíkurhöfn. Bílarnir aka með hráefni og afurðir kísilversins.
Bílar og vagnar til PCC
Eimskip kaupir tæki vegna kísilversins á Bakka
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Sýningarbás Reykjavíkurborgar á
sýningunni Verk og vit, sem haldin
var í fjórða skipti í Laugardalshöll
8.-11. mars sl., kostaði 12,8 millj-
ónir króna, samkvæmt upplýs-
ingum Hrólfs Jónssonar, skrif-
stofustjóra skrifstofu eigna og
atvinnuþróunar borgarinnar.
Sýningarbás borgarinnar var
verðlaunaður sem athyglisverðasti
básinn á sýningunni. Alls sóttu um
25 þúsund manns sýninguna, sem
er fjölgun frá síðustu sýningu 2016
um tvö þúsund manns.
Reykjavíkurborg var eina sveit-
arfélagið sem tók þátt í sýningunni.
Hrólfur segir að borgin hafi alltaf
tekið þátt í sýningunni, en hún er
haldin annað hvert ár. „Við teljum
gríðarlega mikilvægt að koma upp-
lýsingum á framfæri til almenn-
ings, fyrirtækja, banka og fjárfesta
um þær áætlanir sem Reykjavík-
urborg er með á prjónunum og það
er hlutverk þeirrar skrifstofu sem
ég stýri, að gera það, því við erum í
rauninni markaðsskrifstofa fyrir
borgina, þegar kemur að at-
vinnuþróun og viðskiptum. við telj-
um gríðarlega mikilvægt að koma á
framfæri þeirri stefnu sem borgin
hefur t.d. varðandi aðalskipulag,“
sagði Hrólfur.
Hann segir að mest áhersla hafi
verið lögð á það í sýningarbás borg-
arinnar að þessu sinni, að sýna og
segja frá hvernig borgarlínan er
hugsuð, en ýmislegt annað hafi
einnig verið sýnt og kynnt.
Ljósmynd/Verk og vit
Sýning Bás Reykjavíkurborgar vakti mikla athygli á sýningunni Verk og
vit. Var básinn kjörinn sá athyglisverðasti af sýningarhöldurum.
Básinn á Verk og vit
kostaði 12,8 milljónir
Borgin hefur tekið þátt frá upphafi
Björn Hermannsson,
fyrrverandi tollstjóri,
lést að morgni þriðju-
dagsins 13. mars síð-
astliðinn, á nítugasta
aldursári.
Björn fæddist á
Ysta-Móa í Fljótum í
Skagafirði 16. júní
1928, sonur Hermanns
Jónssonar, bónda og
hreppstjóra, og Elínar
Lárusdóttur hús-
freyju.
Björn lauk stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri
1949 og embættisprófi í lögfræði
frá Háskóla Íslands 1955. Hann tók
virkan þátt í félagsmálum og var á
háskólaárum m.a. formaður Stúd-
entaráðs. Árið 1957
hóf hann störf í fjár-
málaráðuneytinu,
fyrst sem fulltrúi og
síðar skrifstofustjóri,
þar til hann var skip-
aður tollstjóri í
Reykjavík frá 1. jan-
úar 1973. Því embætti
gegndi hann til starfs-
loka 1998.
Eiginkona Björns
er Ragna Þorleifs-
dóttir hjúkrunarkona,
fædd í Hrísey 1929.
Þau eignuðust fimm
börn, Þorleif látinn,
Þóru, Gústaf Adolf, Hermann og
Jónas. Fyrir átti Björn, Lárus Má,
nú látinn. Barnabörn eru 16 talsins
og barnabarnabörn eru 11.
Andlát
Björn Hermannsson
Á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun
var meðal annars rædd tillaga Katr-
ínar Jakobsdóttur forsætisráðherra
til forseta Íslands
þess efnis að
Svandís Svav-
arsdóttir heil-
brigðisráðherra
verði sett til þess
að fara með mál
sem heyra undir
Guðmund Inga
Guðbrandsson
umhverfis-
ráðherra og varða
tillögu um friðlýsingu hluta jarð-
arinnar Hóla í Öxnadal.
Jörðin sem um ræðir er í eigu
Sifjar Konráðsdóttur lögmanns og
eiginmanns hennar sem óskuðu eftir
friðlýsingunni til þess að koma í veg
fyrir lagningu Blöndulínu 3 um
svæðið. Sif var til skamms tíma að-
stoðarmaður Guðmundar Inga en í
því starfi lét hún hafa eftir sér að
eignarhald hennar ylli vanhæfi hans
til þess að taka ákvörðun í málinu.
Guðmundur sagði Sif upp störfum
um miðjan síðasta mánuð í kjölfar
fjölmiðlaumfjöllunar um að hún hefði
verið kærð til Lögmannafélagsins
árið 2008 fyrir að greiða barni, sem
hún starfaði sem réttargæslumaður
fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu
verið í Hæstarétti. Sif bað skjólstæð-
inga sína afsökunar í kjölfar starfs-
lokanna.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Svandís hleypur í skarðið fyrir Guð-
mund en henni hefur einnig verið
falið að taka ákvarðanir varðandi
fjögur önnur mál sem tengjast
Landvernd en Guðmundur var fram-
kvæmdastjóri samtakanna áður en
hann varð ráðherra í ríkisstjórn
Katrínar Jakobsdóttur.
Svandís leysir Guðmund
af vegna Hóla í Öxnadal
Svandís
Svavarsdóttir