Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 kvaddi okkur árið 2011, til að sameinast henni í Sumarlandinu. Þú varst engum líkur og því getur það ekki hafa verið tilviljun að þú hafir kvatt þennan heim á sjálfan afmælisdaginn þinn og brúð- kaupsdag ykkar ömmu. Ég vil byrja á því að segja að mér finnst ég óendanlega heppin með ömmur og afa, þið kennduð mér margt, þá fyrst og fremst að drekka kaffi þegar ég var enn á leikskóla. Núna, tæpum 20 árum seinna, gæti ég ekki verið ánægð- ari með þann lærdóm. Síðan ég man eftir mér hef ég verið kölluð gömul sál og tel ég tímann sem ég varði hjá ykkur ömmu Krissu og ömmu Mæju og afa Hilmari vera stóran hluta af því. Ég held að það sé óhætt að segja að þú varst óvenjulegur afi. Þegar ég var hjá ykkur ömmu drakk ég lúpínuseyði með morgunmatnum og rótaði í vít- amínskápnum þínum til þess að finna eitthvert vítamín sem ég mætti mögulega fá í eftirrétt. Ég leyfi mér að efast um að margir afar bjóði upp á þennan lúxus. Á Huldubrautinni átti ég mun meiri samskipti við ömmu, þar sem við spiluðum, hlustuðum á tónlist og spjölluðum á meðan þú ýmist sauðst lúpínuseyði eða skrifaðir þína eigin ævisögu. Þrátt fyrir það fannst mér alltaf ótrúlega skemmtilegt að tala við þig, þá sérstaklega þar sem þú hafðir bókstaflega svör við öllu og áttir ekki í erfiðleikum með að fræða mig um allt það sem mér lá á hjarta. Þín verður ávallt minnst sem Ævars Jóhannessonar sem sauð og gaf lúpínuseyði. Í minningunni var alltaf allt undirlagt á Huldu- brautinni. Þú sauðst seyðið í eld- húsinu, baðkarið var fullt af ís- köldu vatni til að halda seyðinu köldu og amma var í dyragætt- inni að taka á móti fólki sem var komið til þess að fá ábót á seyðið. Í minningunni voru líka allir sem komu til ykkar svo ánægðir og þakklátir og margir vildu borga ykkur fyrir seyðið, en alltaf neit- uðuð þið að taka við peningum. Ég skildi það aldrei en í dag veit ég að þið gerðuð það af einni ástæðu; góðmennsku. Þú varst einstaklega góður maður sem vildi öllum vel. Þú fórst þínar eig- in leiðir og lést ekki efasemda- raddir stöðva þig. Þú varst upp- finningamaður og á undan þinni samtíð en fékkst að mínu mati aldrei þá viðurkenningu sem þú áttir skilið fyrir ævistarfið. Fyrir þér, ólíkt svo mörgum, var verð- leiki starfs þíns ekki fólginn í pen- ingum og frama, heldur ánægj- unni af því að geta aðstoðað þá sem þurftu hvað mest á því að halda. Ég er glöð en á sama tíma sorgmædd að þú skulir vera far- inn. Ég er glöð að þú sért kominn til ömmu og sért búinn að finna hamingjuna á ný en ég er sorg- mædd að geta ekki hitt þig aftur. Ég er líka sorgmædd því núna er- uð þið bæði þú og amma farin frá mömmu, Jóa, Siggu og Tóta. Við munum öll minnast ykkar beggja og heiðra minningu ykkar alla daga, en þá sérstaklega á brúð- kaupsdaginn ykkar, og afmælis- daginn þinn 3. mars. Sendu kveðju til ömmu og njótið lífsins saman í Sumarlandinu. Hvíldu í friði. Þitt barnabarn, María Mjöll. Skín sem bjartur silfurhringur. Skín þér ljúfi ljósvíkingur mánans öldublik á móðu. Mjúk og lygn í draumi hljóðum, í draumsins ljóðum. Með þér skal til morguns dvelja, með þér himins stjörnur telja. Gæta þín í blundi blíðum. Barnið mitt með hljóðum þýðum, á anda hlýði. Undir stjörnum bátur bíður. Undan ströndu blítt hann líður. Horfin sorg í huldum straumi. Hlýnar sál í gullnum draumi, gullofnum draumi. (Svavar Knútur) Hvíl í friði, elsku afi. Ævar Þór Benediktsson. Elsku afi. Þegar ég minnist þín er margt sem kemur upp í hugann. Mín fyrsta minning um þig er þegar þú varst á Huldubrautinni, sjóðandi seyði sem þú gafst fólki sem þurfti á því að halda. Mér finnst það lýsa þér vel og segja til um hversu góð- ur maður þú varst, þú varst alltaf að hjálpa öðru fólki. Sterk minn- ing kemur einnig upp þegar ég hugsa um þegar þið amma bjugg- uð í Lækjasmáranum, þá sast þú gjarnan við eldhúsborðið með bækur, blöð og tímarit í kringum þig, að ég tali nú ekki um öll víta- mínsglösin sem tilheyrðu þér. Mér fannst ég stundum vera stödd í heilsuvöruverslun. Við ræddum margt í eldhúskróknum og þú sagðir mér frá ýmsu sem þú upp- lifðir á þinni tíð. Þú sagðir mér t.d. sögur frá því þegar þú varst ung- ur, það var ansi margt sem þú framkvæmdir og upplifðir. Sagan sem þú sagðir mér frá þegar þú dvaldir í Surtsey er mér minnis- stæð, en þá bráðnuðu gleraugun þín sem voru í vasanum þegar þú lagðir þig að nóttu til í hrauninu. Líf þitt var ekki alltaf auðvelt en þú gerðir margt sem var fram- úrskarandi. Ég byrjaði að taka betur og betur eftir því hversu klár maður þú varst og er því þakklát og stolt fyrir að hafa verið barnabarn þitt. Nú ertu kominn á þann góða stað sem þú talaðir um og ert loks- ins búinn að hitta ömmu og finnur ekki lengur til. Þú varst búinn að bíða svo lengi eftir því að fá að kveðja þetta líf og það gerðir þú á afmælisdaginn þinn sem var bjartur og fallegur dagur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hvíldu í friði, Kristbjörg Karen Björnsdóttir. Vinur minn Ævar Jóhannesson er látinn. Fáum mönnum hef ég kynnst á lífsleiðinni sem var jafn fjarri skapi að halla réttu máli eða að leggja illt til nokkurs manns. Ævar var þekktur fyrir velvilja sinn gagnvart fólki sem átti við heilsubrest að stríða og beitti skörpu viti sínu í leit að nýjum leiðum til að vinna bug á sjúkdóm- um. Má þar nefna lúpínuseyðið fræga, sem hann og konan hans framleiddu og gáfu fólki. Einnig má nefna Rifetækið hans góða, sem ekki var jafn vel þekkt, en Ævar var hin mesti völundur við tækjasmíði ýmiss konar. Það var bæði gefandi og fræð- andi að ræða við Ævar um margs- konar málefni líðandi stundar en einnig og ekki síður málefni lið- innar stundar. Vil ég nefna nokk- ur þeirra í von um geta varpað nokkru ljósi á hvaða manngerð Ævar Jóhannesson hafði að geyma. Honum voru t.d. einkar hugfólgin þau svið er tengdust svonefndum óhefðbundnum lækn- ingum, gætti þar margra grasa, málefna vísindalegs eðlis svo sem jarðfræði, eðlisfræði og stjörnu- fræði svo eitthvað sé nefnt, vís- indasagnfræði var okkur báðum mikið áhugaefni, saga frumbyggja í Norður- og Suður-Ameríku, Ástralíu og Kanada. Okkur varð tíðrætt um það hve áríðandi væri að hafa ávallt það sem sannara reyndist og að forðast sögu- skekkju og hve áríðandi það væri að menn, enda þótt þeir væru vel menntaðir, færu varlega í að tjá sig um málefni, sem þeir hefðu ekki rannsakað sjálfir eða hefðu kynntu sér mjög vel. Og ekki má gleyma heimspekinni, bæði forn-, miðalda- og nútíma. Við gátum al- veg gleymt okkur í vangaveltum um sköpun heimsins, hvort smíði hans hefði einhvern tilgang (eða ekki), um upphaf lífsins og hvort líf væri útbreitt í alheiminum og hvers eðlis það líf myndi vera. Loks vil ég nefna það málefni sem okkur fannst báðum vega þungt á metunum en það voru þau sem nefnd hafa verið fyrirburðafræði, en þau fræði spanna mjög vítt svið eins og t.d.: fjarhrif, skyggni, drauma o.s.frv. og ekki síst þá miklu spurningu, hvort lífi ein- staklinga sé lokið með dauðanum eða hvort um framlíf geti verið að ræða. Vorum við báðir eða réttara sagt erum báðir mjög hallir undir hið síðara, því ég lít svo á að Ævar hafi sína tilvist áfram rétt eins og við hin. Ég vil svo taka undir með Æv- ari er hann vísaði til spekingsins og skáldsins er orðaði það svo: „Ég skildi að orð er á Íslandi til yf- ir allt sem er hugsað á jörðu.“ Ís- lensk tunga geymir mörg eftir- minnileg orð og orðatiltæki og svo er einnig um dauðann. Í stað þess að tala um að menn séu dánir, dauðir, látnir eða gengnir, svo að eitthvað sé nefnt segir hún að menn séu – framliðnir –, hugboð mitt segir mér að Ævar minn sé nú liðinn fram til fjarlægra sól- landa og brosi þar í kampinn yfir þessum vangaveltum. Aðstandendum og vinum Æv- ars sendi ég samúðarhugsanir. Kjartan Norðdahl. Við Ævar vorum samstarfs- menn á Raunvísindastofnun Há- skólans í hartnær þrjá áratugi, en hann kom til starfa á jarðvísinda- stofu þeirrar stofnunar árið 1974. Ósérhlífnari, hugmyndaauðugri, kunnáttusamari og betri mann getur varla – hann var völundur á járn og tré, einn lærðasti ljós- myndari landsins og á sviði raf- magns- og rafeindafræði hafði hann snilligáfu sem jaðraði við það sem sagt hefur verið um Mozart: að því var líkast sem hann þægi sköpunarverk sín beint frá al- mættinu. Sprenglærður raftækni- fræðingur á Norrænu eldfjalla- stöðinni sem vann í mörg ár með Ævari sagðist nánast fyrirverða sig fyrir yfirburði hans því hann gat sett saman hin flóknustu raf- eindatæki af fingrum fram svo engu skeikaði – slík var tilfinning hans fyrir rafrásum og einstökum þáttum þeirra. Meðal þeirra tækja sem hann smíðaði og fann upp má nefna frumgerð íssjárinnar sem olli byltingu í þykktarmælingum jökla (þar var loftnetið, sem Ævar hannaði, alger nýung), síritandi hallamælar Eldfjallastöðvarinnar (uppfinning Ævars) sem mikið voru notaðir í Kröflueldum og voru m.a. settir upp á Asoreyjum, stýribúnaður fyrir margvísleg tæki, t.d. háhitaofna, að ógleymd- um stýribúnaði fyrir heimilisraf- stöðvar víða um land þar sem tíðni rafmagnsins er haldið stöðuglegri með frumlegum hætti. Fyrir mig smíðaði hann háhita- ofna með nákvæmri hitastýringu fyrir lágan þrýsting og háan, tæki til að stjórna samsetningu loftsins í ofnunum, tæki til að mæla leiðni sýna í ofnunum, tæki til að mæla vetni í eldfjallagufum, vindraf- stöðvar til að reka síritandi mæli- tæki á fjöllum uppi, tæki til að mæla seltu í ískristöllum. Auk alls þessa var Ævar afburðasnjall efnafræðingur, sem oft kom að góðum notum, harðsnúinn ferða- maður sem gat gert við alla hluti, jafnt bíla sem annað á fjöllum. Þá var hann forvitinn og áhugasamur eins og barn og óþreyttur að beita kunnáttu sinni og lestri fræðirita til að svara hinum ýmsu spurning- um. Sem berklasjúklingur á Krist- neshæli og síðar á Reykjalundi komst hann snemmendis að því að ýmsir læknar virtust ekki fylgjast nægilega vel með í fræðunum og fór þá að lesa tímarit á því sviði. Þetta mun hafa verið upphaf þess sem Ævar var kunnastur fyrir meðal almennings, en auk þess skrifaði hann um langt skeið merkar greinar um nýjungar í læknisfræði í tímarit Heilsu- hringsins – m.a. hóf hann baráttu gegn amalgami í tannfyllingum, mjög í óþökk margra tannlækna, sem lyktaði með því að nú eru slík- ar fyllingar útlægar orðnar að mestu. Eins og aðrir hefi ég kynnst mörgum gáfuðum og hæfileikarík- um mönnum um ævina, en ég leyfi mér að fullyrða að enginn þeirra komist í samjöfnuð við Ævar um óvenjulega mannkosti. Og því verður ekki neitað að hann beitti þeim í þágu lands og þjóðar af alefli eins og hann best kunni. Sigurður Steinþórsson. Þá hefur vinur minn og bjarg- vættur kvatt þennan heim, Ævar Jóhannesson fræðimaður og frumkvöðull. Árið 1991 greindist ég með krabbamein í ristli, eftir upp- skurðinn benti Kristín Ólafsdóttir í Keldudal mér á að mágur sinn Ævar og Kristbjörg kona hans væru að sjóða íslenskar jurtir og þessi mjöður ætti að sögn Ævars að byggja upp ónæmiskerfi líkam- ans. Uppistaðan í honum væri alaskalúpína, ætihvönn, skófir og fleiri íslenskar jurtir. Ég hafði samband við Ævar og fékk mjöðinn og byrjaði að drekka hann. Er ég kom í eftirlit þremur mánuðum eftir uppskurðinn greindist ég með þrjú illkynja meinvörp í lifur. Skurðlæknirinn minn á Borgarspítalanum, Gunn- ar Gunnlaugsson, gaf mér átta vikur til að sjá hver þróunin yrði með æxlin. Er ég kom í skoðun höfðu öll meinvörpin minnkað og var þá ákveðið að skera mig upp. Á þessum átta vikum drakk ég alla daga tvö vatnsglös af lúpínu- seyðinu en breytti engu öðru í lífs- máta mínum og tók aldrei nein krabbameinslyf. Ég var í eftirliti í átta ár eftir uppskurðinn en er ég kom í síðasta sinn í eftirlit greind- ist ég aftur með illkynja æxli í lif- ur. Ákvað Gunnar þá að skera mig aftur, til að fjarlæga meinvarpið. Það vakti athygli að meinvarpið sem var tekið var samstofna því meinvarpi sem áður hafði greinst en var í nýju lifrinni. Læknarnir sem stunduðu mig spurðu hvað ég hefði gert til að sporna við mein- varpinu, ég sagði eins og satt var, engin krabbameinslyf, en alltaf drukkið lúpínuseyðið frá Ævari. Þessi uppskurður tókst vel. Ég notaði engin lyf en drakk eitt glas af lúpínuseyði alla daga, þessi uppskurður var framkvæmdur 1999, síðan eru liðin 19 ár og hef ég ekki greinst með krabbamein síðan og er blöðruhálskirtillinn í dásamlegu lagi. Ég drakk lúpínuseyðið sem þau hjónin Kristbjörg Þórarinsdóttir og Ævar suðu meðan þeirra naut við, en við fráfall Kristbjargar 2011 hætti Ævar að sjóða mjöð- inn, sagði mér þá að einfalt væri fyrir mig að framleiða sjálfur góð- an mjöð. Ævar sagði mér, eftir að hafa rannsakað virkni íslenskra planta í mörg ár, að tvær bestu ís- lensku lækningajurtirnar til að byggja upp ónæmiskerfið væru blágresi og fræin af ætihvönn, en virku efnin úr þeim leystust að- eins upp í alkóhóli. Ég fór að gera mér þennan mjöð og síðan hef ég tekið hann. Þessi hjón fórnuðu stórum hluta ævi sinnar í að afla plantna og sjóða mjöðinn, sem þau seldu aldrei en gáfu því fólki er leitaði til þeirra er krabbamein hafði gert vart við sig. Ævar tók það alltaf fram að mjöðurinn væri ekki lyf heldur bætiefni til að styrkja ónæmiskerfið, sem síðan myndi vinna á móti myndun krabba- meinsfrumna og annarra sýkinga. Eftir að ég fór að nota þetta hef ég aldrei fengið kvef og læt ekki sprauta mig við flensunni á haust- in. Við séra Sigurður Haukur Guð- jónsson og fleiri aðdáendur Ævars unnum að því að í nokkur ár að hann fengi fálkaorðuna fyrir mannúðar- og líknarstörf en Ólaf- ur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, neitaði því alltaf en var viljugur að hengja orður á útrás- arvíkingana. Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa kynnst þessum úrvalshjón- um, það var bæðu heilsu- og mannbætandi. Ég sendi börnum þeirra og öll- um vinum og vandamönnum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Einar E. Gíslason, Syðra-Skörðugili.  Fleiri minningargreinar um Ævar Jón Forni Jóhann- esson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Okkar ástkæri ÞORSTEINN ÞÓRÐARSON Brekku, Norðurárdal, sem lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð Borgarnesi 10. mars, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 17. mars klukkan 14. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Árni Þór Sigurðsson Þórður Þorsteinsson Agnes Agnarsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Guðbjörg S. Sigurðardóttir Gunnar Þór Þorsteinsson Íris Inga Grönfeldt Þórhildur Þorsteinsdóttir Elvar Ólason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Radda, frá Vífilsstöðum, áður til heimilis í Ytri-Njarðvík, lést á Sólvangi í Hafnarfirði mánudaginn 5. mars. Útför verður frá Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 19. mars klukkan 13. Færum starfsfólki Sólvangs innilegar þakkir fyrir alúð og umönnun. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sigurður Þorleifsson Björn Vífill Þorleifsson Nanna Soffía Jónsdóttir Sigurgeir Þorleifsson Þóra Harðardóttir Guðrún Þorleifsdóttir Johan Thulin Johansen ömmu- og langömmubörn Ástkær dóttir mín, systir og mágkona, ÁSTA HLÍF ÁGÚSTSDÓTTIR, Sólheimum, Grímsnesi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, miðvikudaginn 7. mars. Jarðarförin fer fram frá Sólheimakirkju föstudaginn 16. mars klukkan 15. Sigrún Árnadóttir Bárður Vigfússon Brynja Ágústsdóttir Gestur R. Bárðarson Erna Steina Guðmundsdóttir Kristinn M. Bárðarson Gerða Arnardóttir Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, BJARNI ÞÓR PÁLMASON, lést á Landspítalanum sunnudaginn 11. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 20. mars klukkan 13. Pálmi Kristinsson Salome Tynes Hjalti Þór Pálmason Ingunn Agnes Kro Elísabet Pálmadóttir Grétar Már Pálsson Ágúst Ottó Pálmason Birna Lind Pálmadóttir Elskulegur maki, faðir, tengdafaðir og afi, MÁR MAGNÚSSON, söngvari og söngkennari, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 16. mars klukkan 13. Silke Schrom Gunnar Karel Másson Agnes Guðjónsdóttir Mímir Másson Elin Josefine Widerdal Ilmur Gunnarsdóttir Urður Gunnarsdóttir Embla Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.