Morgunblaðið - 14.03.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 14.03.2018, Síða 19
Á tímamótum Kjánaleg umræða um landbúnað og mál- efni bænda er helst viðhöfð af þeim sem halda sig hagnast póli- tískt á frösum um úr- elta hugsun, gamal- dags vinnubrögð og risaeðlur. Hversu mikil risa- eðla er annars hægt að vera, en reyna að markaðssetja sig á nýjan leik í pólitík, í nýjum umbúð- um – með sömu gömlu tuggurnar? Að keppast við að halda því fram að ekkert hafi breyst og af ein- skærri góðmennsku fyrir hagsmuni bænda, ætli nútímalega fólkið að frelsa bændur með tímabærum breytingum. Meira að segja þeir sem fengu tækifæri til að breyta, og mistókst það hrapallega. Líklega hafa fáar atvinnugreinar gengið í gegnum annan eins breyt- ingastorm og íslenskur landbún- aður. Það sem meira er, því er hvergi nærri lokið. Frjálslyndi Hvers vegna tölum við ekki oftar og meira um þær breytingar? Að landbúnaður á Íslandi er hluti af frjálslyndri stefnu okkar í við- skiptum. Eigum við að telja saman hve fáa flokka og tollnúmer við höf- um hér á landi er kemur að land- búnaðarvörum og bera það saman við önnur lönd? Já, það hefur verið gert og niðurstaðan er einstök fyrir Ísland. Endurunnir stjórn- málamenn í nýjum umbúðum nefna slíkt aldrei. Eru þeir kannski eins og íslenski osturinn sem framleiddur er úr inn- fluttu mjólkinni? Blekking. Ekkert er eins brýnt núna og vitræn og ær- leg umræða um land- búnað. Ályktanir bún- aðarþings í síðustu viku eru hróp á hjálp, hróp á vitræna um- ræðu. Þó að margt megi um þær ályktanir segja, þá sérstaklega ályktun um tollasamn- ing. Sem er greinilega til heimabrúks innan samtaka bænda, þar sem afgreiðsla nýrra búvörusamninga var bein- tengd staðfestingu á tollasamningi. Þá er og reglulega krúttlegt að sjá enn aðra stjórnmálamenn sem stóðu sjálfir í stafni þeirrar samn- ingagerðar, og hafa nú stofnað nýj- an flokk – sem þeir telja til miðju, ekki kannast við ábyrgð sína. Það er eins og annað endurpakkað dót. Það er enn óleyst hvernig nýr tollasamningur á ekki að stórskaða íslenskan landbúnað. Það er enn ekki farið að taka föstum og mark- vissum tökum mögulega mestu byggðaröskun sem leitt getur af hruni sauðfjárræktar. Það er enn óleyst hvernig bregðast á við úr- skurði ESA um hrátt kjöt og ófros- ið. Það eru ekki smá verkefni sem bíða. Íslenskur landbúnaður hefur ekki staðið frammi fyrir meiri tíma- mótum síðan tekist var á við að hemja offramleiðsluvandann, fyrir rétt um 40 árum. Það þýðir ekki að slá ryki í augu fólks við þessar aðstæður – hér er verið að takast á um frjálslynda at- vinnustefnu. Það er frjálslynd at- vinnustefna að steypa ekki und- irstöðum undan sjálfbærum íslenskum landbúnaði og færa allt vald yfir framleiðslu hans undir hæl fákeppni. Það þýðir ekki að slá ryki í augu bænda og segja þeim að standa sig betur og fagna því að þeir geti nú tekið á móti samkeppni við aðra bændur sem ekki þurfa að und- irgangast sömu ítarkröfur og þeir. Það þýðir ekki að slá ryki í augu borgara landsins og segja að hér þurfi ekki að taka erfiðar ákvarð- anir. Að hér verði ekki að verða breytingar sem eru óþægilegar – ef á að takast að rétta við það sem er farið hallast verulega. Staða mála Landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur ekki haft marg- ar vikur til að undirbúa þessi tíma- mót. Hann tók við ráðuneyti sem hafði haft, sem dæmi, úrlausn á af- komubresti heilu byggðalaganna í marga mánuði, og engin einasta til- laga var til útfærð sem samstaða gat orðið um. Það var samt hans fyrsta verk og hann hefur sagst ætla að takast á við þessi verkefni öll. En ég tek eftir að sumir vilja ekki heyra hvað hann hefur að segja. Hann hefur ekki haft tíma eða ráðrúm til að takast á við viðbrögð við úrskurði ESA. Hvað sem gamlir landbúnaðarráðherrar og við mörg önnur viljum segja – þá er rót og rótarangar þess máls, hjá mörgum ráðherrum og fyrst af öllu er það svo að hagsmunum landbúnaðar var fórnað fyrir hagsmuni sjávarútvegs skömmu eftir árið 2000. Það er meg- in mál hér. En það þýðir ekki að fást um það nú. Málið verður líka að taka úr höndum þeirra embætta sem hafa áður forklúðrað því máli öllu. Á annan hátt fær það ekki trú- verðugleika. Hvort sem talað er um tollasamn- ing, vanda sauðfjárbænda, eða getu okkar til að takast á við breytt landslag – þá liggur lausnin ekki í öðru en að þétta og treysta þau tæki sem hægt er að nota. Hér hafa orðið þær breytingar á skömmum tíma að innflutningur hefur margfaldast á búvöru – og samt er hrópað að ekk- ert hafi breyst. Er það endilega þannig að við ætlum að láta erlendum bændum og matvælaiðnfyrirtækjum eftir að vinna meira og meira af okkar mat? Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir nokkrum árum töldu um 90% þjóð- arinnar mikilvægt að vera ekki öðr- um háð um matvæli að öllu eða verulegu leyti. Stöðugleikamörk Ég segi að sem fyrst þarf að hefja vinnu við stöðugleikamörk fyrir ís- lenskan landbúnað og neytendur. Markmið búvörusamnings eru skýr – að treysta starfsgrundvöll land- búnaðar – markmið með tollasamn- ingi eru skýr – að efla samkeppni, fjölbreytni og aðgang okkar að er- lendum markaði. Til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Enga aðra. Svo einfalt er það. Stöðugleikamörk eiga að tryggja og treysta framleiðslugetu og fram- leiðsluvilja íslenskra bænda og ís- lensks matvælaiðnaðar. Stöð- ugleikamörkin eiga að verja hagsmuni neytenda. Stöðugleika- mörkin eiga að teysta að sem hæst hlutfall í hverri búgrein verði inn- lend framleiðsla. Stöðugleikamörkin eiga að treysta að ávinningur af samkeppni verði neytenda og til efl- ingar á landbúnaði. Stöðugleikamörkin eiga að stuðla að markmiðum okkar um að heil- næmar og hreinar afurðir verði leið- arstef og standa þannig sem traust- ur bakhjarl byggðar. Vel byggðar sveitir eru eitt helsta stolt þjóðar sem nú hefur eignast risastóra nýja atvinnugrein, ferðaþjónustu. Sem er langtum stærri, mæld í öflun er- lendra tekna en sjávarútvegur og stóriðja. Það er magnað. Stöðugleikamörk fyrir landbúnað eiga sér fyrirmyndir í mörgum at- vinnugreinum, hér á landi og ekki síst í starfsumhverfi landbúnaðar hjá öðrum þjóðum. Sem fyrstu viðbrögð við úrskurði um hrátt kjöt og ófrosnar og óger- ilsneyddar afurðir, tökum við til við verja einstaka stöðu okkar og heil- brigði. Við þurfum að undirbúa öfl- ug gæða- og vottunarkerfi fyrir framleiðslu okkar. Við þurfum opna og hreinskipta umræðu um áhættu og afleiðingar. Við þurfum skilning á stöðu sérstöðu okkar. Það getur aldrei verið talin frjálslynd sam- keppni að láta keppa við framleiðslu sem getur notað sýklalyf til að sækja samkeppnisforskot. Eða fórna einstökum árangri í baráttu við sýkingar í alifuglarækt. Með til- heyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Hvaða frjálslyndi er það? Það er eins með rónann og áfeng- ið. Þeir sem það misnota koma á það óorði. Þeir sem mest skreyta sig með frjálslyndi – koma á það óorði. Eftir Harald Benediktsson »Hvers vegna tölum við ekki oftar og meira um þær breyt- ingar? Að landbúnaður á Íslandi er hluti af frjálslyndri stefnu okkar í viðskiptum. Höfundur er 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis. Haraldur Benediktsson 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 Kappsund Boðsundskeppni grunnskólanna fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði í gær. 544 nemendur frá 34 skólum tóku þátt í keppninni. Hari Líklega er það rétt að okkur Íslendingum hef- ur ekki tekist sér- staklega vel að móta heildstæða lang- tímastefnu í heilbrigð- ismálum, nema að einu leyti: Við erum sam- mála um að tryggja gott heilbrigðiskerfi fyrir alla, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu. Í umróti síðustu tíu ára hefur reynst erfitt að horfa til lengri tíma, ná yfirsýn og marka stefnu til lengri tíma í heilbrigðismálum. Hvernig má annað vera? Frá 2007 hafa sjö einstaklingar úr fjórum stjórn- málaflokkum setið í stóli heilbrigð- isráðherra. Að meðaltali hafa þeir setið rétt liðlega 18 mánuði. Lítill eða enginn árangur næst í rekstri fyrirtækja þegar stöðugt er skipt um forstjóra. Framtíðarsýnin nær litlu lengra en fram að næstu for- stjóraskiptum – þróun situr á hakanum og nýjar leiðir verða ekki farnar. Hið sama á við um heilbrigðiskerfið. Auðvitað er ekki sanngjarnt að halda því fram að stefnuleysi ríki í heil- brigðismálum en við erum a.m.k. lít- illega áttavillt. Þess vegna markast op- inber umræða fremur af því hversu miklum fjármunum er varið til heil- brigðismála, en af þeim árangri sem næst í þjónustunni. Mælikvarðinn er ömurlegur og setur vængi undir þá trú að hægt sé að leysa flest vandamál heimsins með peningum. Aukin út- gjöld til heilbrigðismála er ekki markmið í sjálfu sér. Tilgangur sameig- inlegs heilbrigðiskerfis er ekki að verja sem mestum fjármunum í reksturinn heldur að auka lífsgæði almenn- ings með góðri og öflugri heilbrigðisþjónustu. Og þá skiptir skipu- lagið – kerfið sjálft – mestu. Hugmyndafræði Sjúkratrygginga Í liðinni viku var skýrsla Ríkisend- urskoðunar um Sjúkratryggingar Ís- lands [SÍ] sem kaupanda heilbrigð- isþjónustu, rædd á Alþingi að frumkvæði Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Skýrslan er fróð- leg og ábendingar Ríkisendurskoðunar ber að taka alvarlega. En við umræðu um SÍ er nauðsynlegt að hafa í huga hvaða hugmyndafræði er að baki stofn- uninni; að tryggja að fjármagn fylgi sjúklingum og að greiðslur ríkisins til veitanda heilbrigðisþjónustu séu í sam- ræmi við þá þjónustu sem veitt er. Við ætlumst til að þarfir sjúkratryggða, – við öll – séu í forgangi. Þessi regla gild- ir og á að gilda óháð því hver veitir þjónustuna. En til að hægt sé að fylgja henni verður að skilgreina þjónustuna og réttindin með skilmerkilegum hætti. Annars er það undir hælinn lagt hvort árangur náist og engin leið að tryggja að fjármagn renni þangað sem við viljum að það fari og það nýtist með þeim hætti sem við viljum. Vert er að vekja athygli á ábend- ingum Ríkisendurskoðunar um að brýnt sé að SÍ haldi áfram að þróa samning við Landspítalann um fram- leiðslutengda fjármögnun klínískrar þjónustu. Ég hef lengi verið sann- færður um nauðsyn þess að taka upp skýrari stefnumótun og fjármögnun þegar kemur að Landspítala Íslands. Hverfa frá þeirri hugmyndafræði að vera með Landspítala Íslands á föstum fjárlögum sem meginreglu. Fremur á að semja við Landspítalann á grund- velli ferilverka, hinnar klínísku þjón- ustu. Ég hef leyft mér að kalla þetta verkefnatengda fjármögnun – að fé skuli fylgja sjúklingi og þeirri þjónustu sem þarf að veita honum. Árangur: Styttri biðtími Sú hugmyndafræði, að fé fylgi hin- um sjúkratryggða, skilar árangri. Í viðtali við Ríkisútvarpið 25. febrúar síðastliðinn benti Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á árangurinn af nýju fyrirkomulagi við fjármögnun heilsugæslustöðva. Þær fá nú greitt miðað við þann fjölda ein- staklinga sem eru skráðir á viðkom- andi heilsugæslustöð en einnig er tekið tillit til lýðfræðilegra þátta. Fjár- mögnun þjónustunnar er óháð rekstr- arformi heilsugæslustöðvanna. Þar sit- ur einkarekstur og opinber rekstur við sama borð. Árangurinn: Biðtími á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur styst úr u.þ.b. fjórum vikum í tæpa eina viku. Hægt er að ná svipuðum árangri á öðrum sviðum í heilbrigðisþjónustu ef við fylgjum þeirri forskrift sem ríkis- endurskoðandi í rauninni bendir á að brýnt sé að þróa áfram. Þar leika Sjúkratryggingar Íslands lykilhlut- verk. Stefnan í heilbrigðismálum til fram- tíðar getur ekki mótast af andúð á einkarekstri. Það er engin skynsemi í öðru en að nýta kosti einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu þar sem það er hagkvæmt og skynsamlegt til að tryggja góða þjónustu við landsmenn. Markmiðið er að nýta takmarkaða fjármuni sem best og að þeir sem þurfa á þjónustunni að halda sitji við sama borð – óháð efnahag. Fé fylgi sjúklingi Eftir Óla Björn Kárason » Stefnan í heilbrigð- ismálum til fram- tíðar getur ekki mótast af andúð á einkarekstri. Það er engin skynsemi í öðru en að nýta kosti einkarekstrar. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.