Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 Aðalfundur og spennandi málþing Aðalfundur landssamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn fimmtudaginn 15. mars 2018 kl. 16.00 á Icelandair Hótel Natura, Víkingasal. Dagskrá aðalfundar 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga 7. Önnur mál. Málþing hefst kl. 16.45 að loknum aðalfundi Dagskrá málþings. Hönnun sjúkrahúss 21. aldarinnar Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt hjá hönnunarteyminu Corpus3 Hvers vegna notendastudd hönnun sjúkrahúss? Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri á Landspítala Hringbrautarverkefnið – staðan í dag. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH Lokaorð flytur Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Stjórnin. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Við fórum yfir málið með aðstand- endum Hauks Hilmarssonar. Mér fannst þetta góður fundur og upp- byggilegur. Málið hefur verið í for- gangi hjá okkur frá því að við frétt- um af því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem átti fund með aðstandendum Hauks í gær, en hann er týndur og talinn af á átakasvæði í Sýrlandi. „Við höfðum strax samband við tyrknesk stjórnvöld og höfum notað allar mögulegar diplómatískar leiðir líka til að ýta frekar á eftir því. Sendiráð Íslands sem gætu mögu- lega haft eitthvað um málið að segja voru virkjuð, við höfum verið í sam- skiptum við nágrannaríkin, nýtt fastanefndir og ég hef átt samtal við tyrkneska utanríkisráðherrann,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að svæðið í Sýrlandi sé átakasvæði, sem flæki hlutina mikið. Hann segir borgaraþjónustu utanríkisráðuneyt- isins fá um 30 þúsund mál á ári og al- menna reglan sé að aðstoða fólk eftir fremsta megni, við allar aðstæður. „Tyrkneski utanríkisráðherrann þekkti til málsins því við höfðum leit- að aðstoðar tyrkneskra stjórnvalda eftir hefðbundnum leiðum. Þetta mál er óvenjulegt og hefur utanríkis- þjónustan ekki þurft að fást við svona mál í mjög langan tíma, en hefðbundnar diplómatískar leiðir eru líklegastar til að bera árangur.“ Samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu var leitað til ræð- ismanna Íslands í Tyrklandi strax 6. mars sl. en sendiráðið í Kaupmanna- höfn er sendiráð Íslands gagnvart Tyrklandi og ræðismenn Íslands fulltrúar landsins þar. Þá hafi verið haft samband við stjórnvöld vina- þjóða sem hafa reynslu af svipuðum málum. Utanríkisþjónustan sé í sam- starfi við aðila á svæðinu og hafi unn- ið málið í góðu samstarfi við lögregl- una. Auk allra formlegra leiða séu óformleg tengsl nýtt. Þegar fréttir bárust af því að Tyrkir kynnu að vera með Hauk hafi verið haft sam- band við sendiráð Tyrklands gagn- vart Íslandi í Ósló sem hafi strax far- ið að vinna í málinu. Varðandi hvort haft hafi verið samband við herinn í Tyrklandi, þá lúti hann borgaralegri stjórn og diplómatískar leiðir, eins og farnar hafi verið, séu líklegastar til árangurs í samskiptum. Morgunblaðið/Eggert Fundur um mál Hauks Utanríkisráðherra hitti aðstandendur í gær þar sem upplýst var um framgang málsins. Ísland ekki fengist við svona mál mjög lengi  Utanríkisráðherra átti fund með aðstandendum Hauks Karlmaður fannst meðvitundarlaus á horni Kirkjuvegar og Vestmanna- brautar í Vestmannaeyjum aðfara- nótt mánudags. Að sögn Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Eyjum, var maðurinn fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úr- skurðaður látinn eftir lífgunar- tilraunir. Ekki er talið að neitt sak- næmt hafi átt sér stað, en hinn látni var á fertugsaldri. Karlmaður fannst án meðvitundar í Eyjum Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég fékk alveg ágætis kosningu og er ánægð með það. Það er ekkert leyndarmál og Ragnar hefur sagt það margoft sjálfur að hann ætlaði sér að hreinsa út úr stjórninni. Hon- um tókst það ekki og því má velta því fyrir sér hvort hann sé kominn í minnihluta í eigin stjórn,“ segir Ingi- björg Ósk Birgisdóttir, 2. varaforseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið, en Ingibjörg var í gær endurkjörin í stjórn VR. Kosningum til sjö sæta í stjórn VR lauk í gær. Alls greiddu 3.345 at- kvæði en á kjörskrá voru 34.980 fé- lagsmenn. Kosningaþátttaka var því 9,56% en kosið var til næstu tveggja ára. Auk Ingibjargar voru kjörin í stjórn þau Sigríður Lovísa Jónsdótt- ir, Bjarni Þór Sigurðsson, Dóra Magnúsdóttir, Arnþór Sigurðsson, Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir og Friðrik Boði Ólafsson. Talsverð spenna var fyrir þessar kosningar enda hefur mikil ólga ver- ið innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Eftir sigur Sólveigar Önnu Jónsdóttur í formannskjöri Eflingar bjuggust margir við því að Ragnar Þór Ingólfsson formaður myndi „herða tök sín“ á VR í þessum kosningum, eins og einn viðmælandi Morgunblaðsins orðaði það. Fimm þeirra sem voru í framboði höfðu lýst yfir stuðningi við Ragnar og aug- lýstu framboð sín saman undir yfir- skriftinni Saman til verka í VR. Þá lagði Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness, lóð sín á vogarskálarnar í byrjun vikunnar og hvatti til að fólk myndi kjósa áð- urnefnda stuðningsmenn Ragnars og þrjá til viðbótar. Ingibjörg telur að Ragnari hafi mistekist ætlunarverk sitt: „Hann ætlaði sér að koma inn fimm eða jafnvel átta mönnum. Hann náði inn tveimur og tveimur í varastjórn en hann missti líka einn á móti. Það hlýtur að teljast áfall fyrir hann og það sést reyndar á því hvernig hann hefur talað eftir þessar kosningar.“ Hún bendir á að fleiri stjórnar- menn hafi gefið kost á sér til endur- kjörs og fengið góða kosningu. „Sú niðurstaða segir auðvitað mikið um þann árangur sem við höfum náð.“ „Höfum unnið vel saman“ Sjálfur bar Ragnar Þór Ingólfsson sig vel í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöld. „Ég er nokkuð sáttur við þetta. Þetta er öflugt fólk, ég hef unnið með því öllu áður,“ segir hann um niðurstöður kosninganna. Ragnar segist sjálfur ekki hafa tekið opinbera afstöðu gagnvart ein- staka framboðum í stjórnarkjörinu. Hann kannast þó vel við hóp fimm- menninganna sem lýst höfðu yfir stuðningi við hann. „Þarna var hópur sem setti fram stuðningsyfirlýsingu við mig. Ég var auðvitað ánægður með það. En ég var líka ánægður með þann áhuga og þátttöku sem félagsmenn sýndu í þessum kosningum.“ Hann segir að gott samstarf hafi verið innan stjórnar síðan hann tók við formennsku í félaginu. „Það er eins og fólk haldi að það séu einhver átök innan stjórnarinnar. Við höfum unnið gríðarlega vel saman. Þetta er ekki eins og í Eflingu að formaður komi með meirihluta stjórnar með sér, þannig að það var mikil áskorun þegar ég náði kjöri í fyrra. En við náðum að púsla okkur saman. Þótt við séum með ólíkar skoðanir höfum við unnið saman og unnið að góðum málum,“ segir hann. Segir úrslitin áfall fyrir Ragnar Þór  Ingibjörg Ósk Birgisdóttir segir að Ragnari Þór Ingólfssyni hafi mistekist að hreinsa út úr stjórn VR  Tveir stuðningsmanna hans náðu kjöri  Sjálfur segist Ragnar Þór nokkuð sáttur við niðurstöðuna Morgunblaðið/Golli Kosningar Tveir stuðningsmenn formannsins Ragnars Þórs Ingólfssonar náðu kjöri í stjórn VR en fimm vildu inn. Myndin er frá fjölskyldudegi VR. Ragnar Þór Ingólfsson Ingibjörg Ósk Birgisdóttir Tveir voru fluttir slasaðir á Land- spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslu Íslands eftir bíl- veltu skammt vestan við Lómagnúp síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Suðurlandi voru báðir hinna slösuðu með meðvitund, en annar þeirra er sagður nokkuð slasaður á höfði eftir veltuna. Ekki fengust nánari upplýsingar um líð- an þeirra í gærkvöldi, en þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við sjúkrahúsið um klukkan 19. Ekki þurfti að grípa til þess að loka fyrir bílaumferð um veginn. Tildrög slyssins voru í gær óljós. Stutt er síðan alvarlegt bílslys varð í umdæmi lögreglunnar á Suð- urlandi, en sl. sunnudag slösuðust þrír í hörðum árekstri við Kirkju- bæjarklaustur. Tveir voru fluttir slasaðir eftir bílveltu Morgunblaðið/Árni Sæberg Landspítali Þrír voru fluttir slasaðir með þyrlu eftir harðan árekstur á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.