Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 ✝ Ævar Jón ForniJóhannesson fæddist 3. mars 1931 á Fagranesi í Öxnadal, Eyjafjarð- arsveit. Hann lést á Dvalarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 3. mars 2018. Foreldrar Ævars voru Sigríður Ágústsdóttir, hús- freyja frá Kjós í Reykjarfirði á Ströndum, og Jó- hannes Örn Jónsson, skáld og fræðimaður frá Árnesi í Tungu- sveit í Skagafirði. Ævar var elstur fjögurra systkina og eru þau í aldursröð: Reginn Öxar iðnverkamaður, f. 1932, d. 1998, Sigrún Æsa Ögn húsfreyja, f. 1934, og Guð- mundur Haki verkamaður, f. 1947. Eiginkona Ævars var Krist- björg Þórarinsdóttir húsfreyja og afgreiðslukona, f. 24. ágúst 1934, d. 23. febrúar 2011, frá Ríp í Hegranesi, Skagafirði. Hinn 3. mars árið 1961 opinberuðu þau trúlofun sína og ári síðar gengu þau í það heilaga þann sama dag. Börn Ævars og Kristbjargar eru fjögur: Elstur er Jóhannes Ævar stundaði barna- skólanám við farskóla eins og þá tíðkaðist, lauk fullnaðarprófi en ekki varð af fyrirhuguðu menntaskólanámi sökum þess að hann veiktist af berklum 17- 18 ára gamall. Hann dvaldi um árabil á Kristneshæli og Reykjalundi, meðan hann náði heilsu og stundaði þar sjálfs- nám, auk þess að ljúka prófi í trésmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Starfaði hann í framhaldi af því á trésmíða- verkstæði Reykjalundar í nokk- ur ár en stofnaði svo ljósmynda- fyrirtækið Geisla sf. árið 1961. Það fyrirtæki varð síðar ljós- myndastofan Myndiðn og starf- aði hann þar um árabil. Árið 1974 hóf Ævar störf hjá Raun- vísindastofnun Háskóla Íslands og vann þar við rann- sóknarstörf, tækjasmíði o.fl. þar til starfslokaaldri var náð. Í um aldarfjórðung og fram á áttræðisaldur framleiddu Ævar og kona hans Kristbjörg lúpínu- seyði til heilsubótar fyrir veikt fólk, t.d. krabbameinssjúklinga. Auk þess var hann meðlimur í ýmsum félagsskap svo sem Sálarrannsóknarfélagi Íslands, Guðspekifélaginu o.fl. og hann var ritstjóri tímaritsins Heilsu- hringsins og skrifaði greinar fyrir tímaritið meðan heilsa leyfði. Útför Ævars fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 14. mars 2018, klukkan 13. Örn húsasmiður, f. 18.12. 1961. Kona hans er Sif Garð- arsdóttir kennari. Þau eiga þrjár dæt- ur. Næst í röðinni er Sigríður hómópati og bóndi, f. 18.6. 1963. Hún er gift Benedikt Líndal tamningameistara. Börn þeirra eru fjögur. Þriðji í röð- inni er Þórarinn Hjörtur fram- kvæmdastjóri, f. 9.2. 1965. Kona hans er Barbara Ösp Ómars- dóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjú börn. Fyrir á Þór- arinn eina dóttur og eitt barna- barn. Síðust er Ólöf, sjúkraliði, f. 14.2. 1967. Eiginmaður hennar er Björn Bögeskov Hilmarsson skrúðgarðyrkjumeistari. Þau eiga þrjár dætur. Kristbjörg og Ævar áttu alla tíð heimili í Kópavogi – fyrst í Vallargerði, síðan í Hófgerði en lengst af við Kársnesbraut, síðar nefnt Huldubraut. Síðustu bú- skaparár sín bjuggu þau í Læk- jasmára og hélt Ævar þar heimili áfram eftir að Kristbjörg lést þar til hann fluttist á Dvalarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Elsku pabbi. Þá er komið að kveðjustund. Síðustu daganna hafa minningar um þig og mömmu flogið í gegnum huga mér. Mín fyrsta minning um þig er þegar þú söngst Guttavísur fyrir mig með miklum tilþrifum og ég man hvað ég hræddist þennan óþekka strák og flata nefið hans. Ég horfi á gamla muni frá ykkur mömmu sem nú prýða heimili mitt. Þarna er gömul myndavél frá þér, en þú varst afkastamikill ljósmyndari og tókst margar fal- legar og frægar myndir. Ég minn- ist þín aftan við linsuna í öllum stórviðburðum í fjölskyldunni í gegnum tíðina. Við hlið myndavél- arinnar stendur slitið vasaljós sem þjónað hefur sínum tilgangi og fal- legt antíkútvarp sem var í þinni eigu. Þú varst sérstaklega lag- hentur og alltaf að gera við tól og tæki af öllum stærðum og gerðum enda titlaður sem tækjafræðing- ur. Handbragð þitt einkenndist af vandvirkni og þú gerðir allt óað- finnanlega, hvort sem var að líma saman brotnar styttur, veggfóðra fyrir mig eða bólstra stóla; allt lék í höndum þér. Þú varst mannvinur mikill og hafðir gaman af dýrum, sérstaklega köttum. Elsku pabbi, það er hægt að lýsa þér á svo margan hátt, þú varst öðruvísi en flestir aðrir, fórst óhefðbundnar leiðir en varst umfram allt virki- lega góð manneskja. Eftir að mamma lést tóku við erfiðir tímar því þú saknaðir henn- ar svo sárt. Þegar heilsu þinni fór að hraka fluttir þú á hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð, þar sem þú kynntist góðu fólki bæði starfs- fólki og vistmönnum. Þar áttum við margar ljúfar stundir saman þar sem spjallað var um allt milli himins og jarðar, ekki síst sólkerf- ið, sem þú þekkir eins og lófann á þér. Stundirnar á Sunnuhlíð voru líka erfiðar, sérstaklega síðustu misserin þegar líkamlegri og and- legri heilsu þinni hrakaði og þú varst oft sárþjáður. Við töluðum opinskátt um dauðann enda varst þú mjög andlega sinnaður og viss- um við öll hvers þú óskaðir þér. Þú þráðir ekkert jafnt heitt og að kveðja þessa jarðvist. Aldrei er dauðinn neinn aufúsugestur en einstaka sinnum kærkominn þó, þegar að hugur og þrekið allt brestur þráum við hvíld, sem ætluð var oss. Þá horfum við flestöll himinsins til, hér verða oftast á lífinu skil, þú fleyinu stýrir á frelsarans fund, þar fagna þér vinir á eilífðarstund. (Höfundur ókunnur) Elsku pabbi, takk fyrir sam- veruna og góða ferð í draumaland- ið. Þín dóttir Ólöf. Í dag er til moldu borinn elsku- legur faðir minn, Ævar Jón Forni Jóhannesson frá Steðja á Þela- mörk, sem lést á Dvalarheimilinu Sunnuhlíð 3. mars. Pabbi var einstakur maður; séní, kannski ofviti, hugvitsmaður og hugsuður, uppfinningamaður, mannvinur, fræðimaður, frum- kvöðull, listamaður – þúsund- þjalasmiður. Hann veiktist ungur af berklum og dvaldi um langa hríð á berkla- hælum landsins í framhaldinu. Sakir heilsuleysis varð lítið úr langskólagöngu en meðan hann lá veikur las hann allt sem hann komst yfir og menntaði sig sjálfur í tungumálum og tæknimálum. Áhugi hans á heilsutengdum mál- um kviknaði einnig á berklaárun- um hvar hann mátti horfa á eftir mörgum góðum vininum áður en lækning fannst. Pabbi var forvitinn um lífið og tilveruna, hugsaði út fyrir kassann og var opinn fyrir hugmyndum sem aðrir ýmist sáu ekki eða þótti of fjarstæðukenndar til að skoða nánar. Hann var áhugamaður um hvers konar vísindi og þá krafta, sem búa til og stjórna lífinu á litlu kúlunni okkar dýrmætu – hvort sem það sneri að eldgosum, efna- fræði eða alheimsvitundinni. Hann gerði hluti sem ekki átti að vera hægt að gera samkvæmt fræðunum – en hann bara vissi það ekki, fann leiðir og gerði þá samt. Eitt af því sem hann hafði mik- inn áhuga á var andleg málefni; hann var spíritisti, meðlimur í Sál- arrannsóknarfélagi Íslands, Guð- spekifélaginu, félagi Nýaldsinna o.fl. Eftir dulrænum leiðum barst honum uppskrift að jurtaseyði sem þau móðir mín suðu á eldavél- inni heima í um aldarfjórðung og gáfu alvarlega veiku fólki, t.d. krabbameinssjúkum. Pabbi var allgóður penni og um fjölmargra ára skeið var hann ein aðaldriffjöður og ritstjóri Heilsu- hringsins, sem var tímarit um óhefðbundnar lækningar. Hélt þar m.a. úti greinaflokki sem kall- aðist Nýjar leiðir í krabbameins- lækningum og enn er aðgengileg- ur á netinu. Árið 2007 komu út æviminningar hans er bera nafnið Sótt á brattann, þar sem hann rekur viðburðaríkt lífshlaup sitt. Foreldrar mínir sóttust ekki eftir veraldlegum auðæfum. Áhugi beggja lá í að gera heiminn betri og miðla þekkingu til hags- bóta fyrir aðra. Pabbi var maður jöfnuðar og sanngirni, ljúfur mað- ur sem aldrei traðkaði á öðru fólki til að komast þangað sem hann fór og stóð með sannfæringu sinni, óhemju afkastamikill og duglegur til allra verka. Pabbi og Kristbjörg Þórarins- dóttir mamma mín hófu búskap árið 1961. Stóð sú sambúð þar til mamma lést árið 2011. Ávöxtur hjónabands þeirra er við systkinin fjögur, börn okkar og barnabörn, hópur ákaflega vel gerðra og vandaðra einstaklinga sem öll bera í sér neista afa síns og ömmu með einum eða öðrum hætti. Eftir að mamma kvaddi var pabbi ekki samur, hann var búinn að gera allt sem hann ætlaði sér og beið þess og vonaði dag hvern að kæmi að honum að kveðja. Og honum varð að ósk sinni og dag- urinn var táknrænn – brúðkaups- daginn þeirra mömmu og afmæl- isdaginn hans sjálfs. Ólíklegt samkvæmt fræðunum en gerðist samt. Hvíl í friði, kæri pabbi. Knús- aðu mömmu og alla hina. Takk fyrir allt og allt. Sigríður Ævarsdóttir. Kæri Ævar. Ævar er fallinn frá eins og hann var búinn að þrá svo lengi og núna er hann loksins í faðmi Kristbjarg- ar sem hefur örugglega tekið vel á móti honum. Þegar ég kom fyrst inn í þessa yndislegu fjölskyldu fyrir rúmum 30 árum kynntist ég þeim hjónum vel, þó sérstaklega Kristbjörgu. Ævar var alltaf í góðu sagt á annarri bylgjulengd, fræði og hugsjónir hans voru ofar mínum skilningi enda ég bara fá- fróður garðyrkjumaður. Það var e.t.v. einn hlutur sem Ævar spáði ekkert í sem allir aðrir spá í dag- lega en það eru fjármunir, þessir peningar sem allt snýst um hjá svo mörgum. Peningar voru bara ein- hver pappír í hans augum og skiptu hann litlu máli. Mér var tjáð að þegar hann fékk útborgað í seðlum hérna fyrr á tímum var það oft bara heppni að Kristbjörg þvoði ekki bara launin hans með buxunum því þar var pappírinn bara geymdur þótt það vantaði salt í grautinn fyrir fjölskyldu- meðlimi. Hann starfaði lengi hjá Háskólanum sem tækjafræðingur þótt ólærður væri, ég veit svei mér þá ekki hvar hann hefði endað ef honum hefði gefist færi á að mennta sig en berklarnir fóru ansi illa með hann og Ævar missti dýr- mæt ár úr lífi sínu sökum þeirra. Þó má segja að ekki er svo allt slæmt að ekki boði eitthvað gott því á Kristneshæli hitti hann sína ástkæru eiginkonu sem var hans stoð og stytta alla tíð. Eftir að hún féll frá dofnaði einhvern veginn lífsneistinn og slökknaði að lokum. Hann átti nú aldrei nýleg ökutæki enda þurfti hann þess ekki, hann gat bara lagað þau gömlu. Ólöf mín yndislega eiginkona sagði mér frá því að ferðirnar á Norður- landið til að heimsækja ættingja hefðu oft verið ansi skrautlegar. Börnunum var þá komið fyrir í aftursætinu og síðan var ekið af stað á malarvegum landsins sem oft voru holóttir. Oft voru göt í gólfi bílsins og systkinin blotnuðu í fæturna á norðurleiðinni en alltaf skrölti bílinn á sinn stað fyrir rest. Ég varð þess aðnjótandi að geta aðstoðað þau hjón aðeins með lúp- ínuseyðið, eftir á að hyggja hefði maður getað hjálpað þeim hjónum enn meira. Það var ótrúleg þraut- seigja, fórnfýsi, hugsjón, góðvild og hjálpsemi til náungans að standa í þessu. Eldavélin var und- irlögð í litla eldhúsinu og Krist- björg var stundum pirruð yfir þessu þegar átti að fara að elda kvöldmatinn en Ævar lét sér fátt um finnast, seyðið átti að sjóða, sigta og hella í flöskur í baðkarinu, það hafði forgang. Þúsundir manna drukku lúpínuseyðið og allt var skráð í gormastílabók á borðinu við símann. Án alls vafa hefur þetta seyði hjálpað mörgum í veikindum þeirra og það var al- gjört prinsipp að taka ekkert fyrir þessa miklu vinnu. Kannski var það tilviljun eða ekki að síðustu ár Ævars á Sunnuhlíð var honum oft umtalað um afmælisdaginn sinn. Þennan dag fyrir nákvæmlega sjö árum var Kristbjörg jarðsett á 80 ára afmæli hans og einnig áttu þau brúðkaupsafmæli þennan dag. Blessuð sé minning Ævars og megir þú vera sáttur við ævistarf þitt og það mikla sem þú áorkaðir. Sérstakar samúðarkveðjur til Jóa, Siggu, Tóta og Ólafar. Þinn tengdasonur, Björn Bögeskov Hilmarsson. Elsku besti afi minn. Þá er komið að kveðjustund. Eftir sit ég og hugsa um allar minningar mínar um þig. Allar þær yndislegu stundir sem við átt- um saman. Að sitja með þér og horfa á þig búa til seyði á Huldu- brautinni. Að tala um allt á milli himins og jarðar. Að liggja saman og lesa. Eða að dást að þér þegar þú varst á fullu við ýmis skrif. Allt- af hefur mér fundist þú vera svo óendanlega klár. Á seinni árum upplifði ég þá gleði að fá að sjá þig með langafabarninu þínu, henni Júlíu Björg, og sjá ástina skína svo skýrt í gegn. Það sitja hugsanir eftir hjá mér sem fylla mig af stolti yfir því að þú hafir verið afi minn. Að það sé til fólk í þessum heimi jafn góð- hjartað og klárt eins og þú finnst mér magnað. Ég vona að þú vitir hversu stóran hluta þú átt í hjarta mínu og ég vona innilega að þú hafir fengið þá ró sem þú þráðir svo heitt. Ég veit að amma tók á móti þér með bros á vör, eins og hún hafði lofað þér. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Takk kærlega fyrir allar sól- skinsstundirnar sem þú hefur veit mér. Þín er sárt saknað, elsku afi minn. Hvíldu í friði. Þitt barnabarn Unnur Björk. Elsku afi Ævar. Mikið sem það eru blendnar til- finningar að komið sé að leiðar- lokum. Þú hefur beðið eftir því að fá að kveðja síðan amma Krissa Ævar Jón Forni Jóhannesson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Móðir okkar, RAGNHEIÐUR ESTER GUÐMUNDSDÓTTIR, Þröm, Laugarvatni, sem lést aðfaranótt miðvikudagsins 28. febrúar, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugardaginn 17. mars klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Lundar, banki 0308-13-300709, kt. 440375-0149. Börnin Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN STEFÁN GUÐMUNDSSON ljóðskáld og kennari, Sunnubraut 15, Búðardal, lést á sjúkrahúsinu Akranesi 7. mars. Útförin fer fram frá Hjarðarholtskirkju í Dölum laugardaginn 17. mars klukkan 14. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal njóta þess. Helgi G. Björnsson Kristín Emilsdóttir Guðbjörg Björnsdóttir Elísabet Björg Björnsdóttir Jón E. Sigurðsson afa- og langafabörn Okkar ástkæri AÐALSTEINN JÓHANNSSON, Vestursíðu 9, Akureyri, lést á öldrunarheimilinu Lögmannshlíð 9. mars. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðbjörg Stefánsdóttir Guðrún Jóhannsdóttir Freygerður Geirsdóttir og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI STEINAR JÓHANNESSON, skipstjóri frá Gaukstöðum í Garði, lést 11. mars. Sigríður Skúladóttir Helga Gísladóttir Eiríkur Sigurðsson Gísli Steinar Gíslason Inga Rós Aðalheiðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, sonur og bróðir, ÞÓRÐUR HREINN KRISTJÁNSSON, Árósum, Danmörku, verður jarðsunginn í Langholtskirkju fimmtudaginn 15. mars klukkan 14. Egill Örn Þórðarson Ásta Þ. Fjeldsted Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.