Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík hefst í Hörpu á föstudaginn og að þessu sinni stendur hátíðin yfir í tvo daga en ekki þrjá eins og fyrri hátíðir. Fyrsta Sónar hátíðin var haldin í Barcelona og er árið í ár það 25. sem hátíðahöld fara fram undir hennar nafni víða um heim þar sem út frá hinni upphaflegu hátíð spruttu fleiri í ólíkum löndum. Afmælisfögn- uðurinn hefst á föstudag með tveimur Sónar- hátíðum, í Reykjavík og Hong Kong. Steinþór Helgi Arnsteinsson, listrænn stjórnandi Sónar Reykjavík, segir hátíðina hafa verið stytta um einn dag m.a. vegna bókana í Hörpu en dagskráin þessa tvo daga verði lengri en á fyrri hátíðum. „Við byrjum fyrr og endum seinna þannig að þótt þetta styttist um einn dag eru slottin nánast jafnmörg,“ segir hann og á þar við fjölda atriða. „Við höfum svolítið verið að leggja áherslu á t.d. bílakjallarann og þegar við fengum það á hreint að við gætum ekki verið í honum á fimmtudeginum sóttum við svolítið fast að fá að hafa bílakjallarann opinn lengur á föstudegi og laugar- degi og það gekk í gegn. Við vild- um bara taka þetta meira með trompi þessi tvö kvöld í Hörpu,“ segir Steinþór. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafi líka viljað hafa meira rými til að gera meira í bænum þar sem þrýst hafi verið á að halda „off-venue“ tónleika og bjóða upp á hliðardagskrá. Hentar hugmyndafræðinni – Hvernig hefur miðasala gengið? „Við finnum alveg fyrir því að Ís- lendingar eru rosalega seinir að kaupa sér miða og ég veit ekki af hverju það er en þetta virðist vera svona alls staðar. En að sama skapi hafa aldrei fleiri útlendingar keypt sér miða og við erum mjög ánægð með það og lítum á það sem sókn- artækifæri til framtíðar, að stækka alltaf við okkur hvað varðar erlenda gesti enda er íslenski markaðurinn takmarkaður,“ segir Steinþór. Sónar Reykjavík hefur frá upp- hafi verið haldin í Hörpu og segir Steinþór að það sé órjúfanlegur þáttur hátíðarinnar, að mati skipu- leggjenda. Húsið henti mjög vel þeirri hugmyndafræði sem sé í kringum hátíðina þar sem mikil áhersla sé lögð á tækni og sjón- ræna hlutann. „Okkur finnst mjög skemmtilegt að geta boðið upp á að þetta sé ein tónlistarhátíð á ein- um stað, að þú þurfir ekki að fara út fyrir húsið og jafnvel þó að það sé skítakuldi og snjókoma ertu inni í hinum sérstaka heimi Hörpu, með glerhjúpinn vafinn um þig. Við viljum frekar nýta okkur Hörpu á sem fjölbreyttastan hátt, öll þessi litlu og opnu rými og fólk mun taka eftir því þegar það kem- ur í húsið um helgina að við erum að fara svolítið nýstárlegar leiðir varðandi útlit Hörpu, að reyna að prófa eitthvað nýtt,“ segir Stein- þór og nefnir til dæmis dagskrána Sónarspil. Fólk sleppi fram af sér beislinu – Þetta er danstónlistarhátíð fyrst og fremst, ekki satt? „Það sem við erum alltaf að reyna að gera, meira og meira, er að fá fólk til að koma í Hörpu og dansa, til að sleppa fram af sér beislinu,“ svarar Steinþór. Skipu- leggjendur vilji líka vanda valið og fá vandaða tónlistarmenn og hljóm- sveitir til að koma fram. „Við erum með mjög „cutting edge“ listamenn sem eru fremstir á sínu sviði hvað varðar nýjustu strauma og stefnur, nýtingu á hljóðgervlum og hljóð- myndum almennt og einnig varð- andi „visúala“ og ljós og hvernig þetta vinnur allt saman,“ segir Steinþór. Ekki bara gamlar flugur Ein þekktasta hljómsveit heims á sviði danstónlistar, Underworld, kemur fram á hátíðinni og af öðrum helstu listamönnum má nefna Danny Brown, TOKiMONSTA, Lindström, Nadiu Rose og Denis Sulta og meðal íslenskra lista- manna og hljómsveita eru Ben Frost, GusGus, Sykur, Cyber, Elli Grill og Bríet. „Underworld er eitt af stærstu elektrónísku böndum síðustu 20-30 ára og við erum ekki að fá ein- hverjar gamlar flugur bara af því þær eru einhver nöfn heldur eru þær að koma með einhver „show“ sem við trúum á,“ segir Steinþór. „Við viljum að hið sjónræna vinni með hinu hljóðræna,“ útskýrir hann og nefnir tónleika Ben Frost og Bjarka Rúnars Sigurðarsonar sem dæmi um vel heppnaðan samruna þeirra þátta. „Svo erum við með listamenn eins og TroyBoi sem er orðinn einn stærsti trap-plötusnúð- ur heimsins í dag,“ nefnir Steinþór og segir tónleika hans ekki síður fyrir augu en eyru. Í rappdeildinni megi svo nefna Danny Brown sem sé framúrstefnulegur í sinni list- sköpun og eigi því vel heima á Són- ar Reykjavík. Frekari upplýsingar um lista- menn og dagskrá hátíðarinnar má finna á sonarreykjavik.com. „Viljum að hið sjónræna vinni með hinu hljóðræna“  Sónar Reykjavík tónlistarhátíðin haldin í Hörpu 16. og 17. mars  Mikil áhersla lögð á tækni Ljósmynd/Victor Frankowski Dansveisla Hljómsveitin Underworld á tónleikum. Hún þykir með þeim fremstu í heimi í flokki danstónlistar. Framúrstefnulegur Bandaríski rapparinn Danny Brown kemur fram á Sónar Reykjavík. Fjölhæf Bandaríski framleiðandinn og plötusnúðurinn Jennifer Lee kemur fram sem TOKiMONSTA. Getur hljóð orðið að mynd? Mynd að ljósi? Ljós að hljóði? Getur for- ritun verið listiðkun? Vefsíða verið lista- verk? List verið tölvuleikur? Þessum spurningum er leit- ast við að svara á Sónar- spili, sjálfstæðri hliðardag- skrá á Sónar Reykjavík sem hefst í dag en á henni eru mörk listar og tækni í for- grunni, eins og segir í til- kynningu. Undir merkjum Sónarspils verða haldin þrjú námskeið opin almenningi. „Framtíðin verður þeirra sem nota tæknina með óvæntum og skapandi hætti. Þess vegna langaði okkur til að skapa vettvang fyrir þá sem eru að nota rafeinda- eða tölvubún- að í sinni list – eða vilja gera það í auknum mæli – til að sækja sér þekkingu og deila reynslu,“ er haft eftir Atla Bollasyni en hann er einn af skipuleggjendum dagskrárinnar. Upplýsingar um hana má finna á vefsíðu Sónar Reykjavík á eftirfar- andi slóð: sonarreykja- vik.com/en/2018/sonarspil. Fyrsta námskeiðið hefst kl. 10 í dag. Mörk listar og tækni SÓNARSPIL Á SÓNAR Atli Bollason Steinþór Helgi Arnsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.