Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 ✝ Alda Mark-úsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 1. júlí 1920. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 3. mars 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Markús Sigurðsson frá Fagurhóli í Landeyjum, f. 4.11. 1878, d. 30.10. 1957, og Sigríður Helgadóttir frá Helgastöðum á Stokkseyri, f. 18.12. 1879, d. 11.5. 1968. Systkini Öldu voru: 1) Hermannía Sigríður Anna, f. 1901, d. 1995, 2) Markúsína Sig- ríður, f. 1904, d. 1996, 3) Helga, f. 1906, d. 2003, 4) Kristín, f. 1914, d. 1998, 5) Gunnþórunn, f. 1915, d. 2001, 6) Árni Byron, f. 1918, d. 1921. Alda giftist árið 1964 Eggerti Theodórssyni, f. 31.5. 1920, eignaðist sitt fyrsta barn, Ás- geir. Eftir það fór hún ásamt vinkonum sínum til Noregs og stundaði nám við kristilega lýð- háskólann Hurdal. Hún vann lengi í Félagsprentsmiðjunni en þegar hún giftist Eggerti var hún heimavinnandi húsmóðir um árabil. Fór svo aftur út á vinnumarkaðinn og vann mörg ár í Iðnskólabúðinni þar sem Kristín systir hennar var versl- unarstjóri. Kristín bjó alla tíð á heimili Öldu og Eggerts og þeg- ar hann lést bjuggu þær systur áfram saman í Tjarnarmýri 37. Síðasta æviárið bjó Alda á Dval- ar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Alda gekk ung í KFUK og tók virkan þátt í starfi fé- lagsins sem leiðtogi í yngri deild og í sumarbúðunum í Vindáshlíð og Kaldárseli og sat í stjórn Vindáshlíðar. Hún var einnig félagi í Kristniboðsflokki KFUK og starfaði með kvenna- deild Gídeonfélagsins. Útför Öldu fer fram frá Nes- kirkju í dag, 14. mars 2018, og hefst athöfnin kl. 13. netagerðarmanni og húsasmíðameist- ara, d. 16.9. 1994. Dóttir þeirra er Margrét, f. 25.11. 1960, rannsókn- arprófessor, gift Guðbirni Sig- urmundssyni fram- haldsskólakennara. Börn þeirra eru: 1) Hildur, f. 1986, unnusti hennar er Michael Walker, 2) Árni, f. 1993, og 3) Alda Kristín, f. 1994. Alda ólst upp í Hafnarfirði til fimm ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Hún lauk skyldunámi frá Mið- bæjarbarnaskólanum og stund- aði síðar nám í Kvöldskóla KFUM. Hún bjó um tíma hjá Gunnþórunni systur sinni í Raf- stöðinni við Elliðaár og var henni til aðstoðar þegar hún Móðuramma okkar, Alda Markúsdóttir, kvaddi okkur 3. mars síðastliðinn, 97 ára að aldri. Við erum óendanlega þakklát fyr- ir að hafa fengið að eiga hana að. Amma vildi allt fyrir okkur gera og vildi okkur allt það besta. Hún bað fyrir okkur á hverjum degi. Hún var skilningsrík og traust. Amma var eldklár og gífurlega námfús. Þrátt fyrir það fékk hún ekki tækifæri til að stunda nám á sínum yngri árum, meðal annars vegna viðhorfa þess tíma til menntunar kvenna. Hún lét það þó ekki stöðva sig, heldur nýtti hvert tækifæri í lífinu til að læra. Hún var dugleg, þrautseig, sjálf- stæð og hélt alltaf ótrauð áfram sama hvaða verkefni voru lögð fyrir hana. Kristin trú var henni ákaflega mikilvæg og hún hafði ávallt kristileg gildi til hliðsjónar í sínu lífi. Við systkinin vorum oft í pöss- un hjá ömmu sem börn. Hún dekraði við okkur og passaði sér- staklega að eiga til það sem okkur barnabörnunum fannst gott. Amma var einstaklega heilsu- hraust fram eftir aldri og hélt áfram að búa í sinni eigin íbúð til 96 ára aldurs, en þá flutti hún á dvalarheimilið Grund. Fyrir nokkrum mánuðum dreymdi hana að faðir hennar kæmi til hennar og segði henni að nú væri bráðum kominn tími til að hún kæmi til þeirra. Hún minntist oft á þetta við okkur. Rétt áður en hún dó heyrðist hún endurtaka ofurhljótt: „Pabbi, pabbi,“ eins og hann væri kominn að sækja hana. Elsku amma, við vonum að þú sért komin til himna á fund for- eldra þinna, systra, annarra fjöl- skyldumeðlima, vinafólks og síð- ast en ekki síst afa Eggerts og Stínu frænku. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við sjáumst vonandi aftur einn dag- inn. Hildur Guðbjörnsdóttir, Árni Guðbjörnsson, Alda Kristín Guðbjörnsdóttir. Okkur langar að minnast ömmusystur okkar, Öldu Mark- úsdóttur, sem við fengum að kynnast vel og umgangast reglu- lega frá því við munum eftir okk- ur, enda voru náin tengsl á milli hennar og mömmu okkar – Alda var meira en frænka. Amma Tóta, systir Öldu, glímdi við erfið veik- indi á æskuárum mömmu og þá kom Alda inn á heimilið og tók virkan þátt í að aðstoða og styðja móðurfjölskyldu okkar. Þannig hefur hennar hlutverk í okkar lífi verið mun stærra en hægt er að koma að í stuttum minningarorð- um. Við höfum svo sjálfir í gegn- um okkar líf fengið að kynnast þessu trygglyndi og kærleika sem Alda frænka átti og var óspör á. Sama gilti þegar við eignuðumst eiginkonur og svo börn, sem öll nú minnast Öldu með hlýhug. Það er vart hægt að minnast Öldu frænku nema í sömu andrá rifja líka upp ljúfar minningar af heimili hennar og Eggerts, sem og Stínu frænku, systur hennar sem bjó hjá þeim. Meðan þau lifðu fengum við að kynnast staðfastri trúariðkun þar sem við vorum hluti af miklu stærri bænalista. Alda frænka var trúföst, kristinn einstaklingur, og góð fyrirmynd í hógværð og kærleika og gott var að vita að hún bæði fyrir okkur og fjölskyldum okkar á hverjum degi. Það var okkar ánægja að fá að heimsækja Öldu reglulega fram undir það síðasta, tengja við fortíðina og nútíðina, sérstaklega með fréttum af því hvernig Möggu, Guðbirni, Hildi, Árna og Öldu Stínu vegnaði, en af þeim var Alda réttilega svo stolt. Í síðustu heimsóknunum talaði Alda um að hún væri sátt við lífið og tilbúin að fara heim, en jafn- framt að nú reyndi hún að lesa daglega sálminn góða „Dag í senn“ – sem nú situr eftir hjá okk- ur sem góður boðskapur, sem hittir í mark, en það var nú kannski líka tilgangurinn, á sinn hógværa hátt. Biðjum góðan Guð um að styrkja ykkur, kæra Magga, Guð- björn og börn og eftir lifir minn- ingin um okkar kærleiksríku frænku sem var mikilvægur hluti af okkar fjölskyldu. Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut. Hann, sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg, að Drottinn segir mér; Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér. Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum frið og styrk, sem ekkert buga má. Auk mér trú og haltu huga mínum helgum lífsins vegi þínum á, svo að ég af hjartaþeli hreinu, hvað sem mætir, geti átt með þér daginn hvern, eitt andartak í einu, uns til þín í ljóssins heim ég fer. (Sandell-Berg – Sigurbjörn Einarsson.) Sigurður, Gunnar Þór og Hannes Péturssynir og fjölskyldur. Það er með hlýju og þakklæti í huga sem ég kveð Öldu móður- systur mína í dag. Hún var yngst sjö barna afa og ömmu og sú síð- asta sem kveður úr þeim hópi. Alda og Stína systir hennar héldu alla tíð heimili ásamt ömmu og afa meðan þeirra naut við og var sam- gangur æskuheimilis míns við þau ætíð náinn enda aldursmunur lítill milli systranna Öldu, Stínu og móður minnar, Gunnþórunnar. Þau tóku virkan þátt í uppeldi okkar systkinanna og sýndu okk- ur alla tíða mikla væntumþykju. Ég minnist þess hve Stína og Alda önnuðust ömmu vel síðustu dagana hennar og eins hve Alda hlúði vel að Stínu systur sinni þegar kom að leiðarlokum hjá henni, en hún lést 1998. Þegar Alda giftist Eggerti þá kom hann inn á heimilið en flutt var í stærra húsnæði, fyrst á Hjarðarhaga og síðar í raðhús á Selbrautinni. Þau bjuggu sér fal- legt heimili sem var gestkvæmt og fjölmennar afmælisveislur og glæsileg jólaboð haldin. Alda eignaðist Möggu árið 1960 og var ég full tilhlökkunar. Ég var þá 10 ára gömul og hafði alla tíð þráð að eignast yngra systkini, en sú ósk rættist ekki. Það má því segja að Magga hafi fyllt það skarð og urðu ferðir mínar til þeirra enn tíðari eftir fæðingu hennar. Ég naut þess að fá að keyra hana í barnavagninum og fylgjast með henni vaxa og dafna. En mér var sérstaklega uppálagt að fara var- lega og alls ekki með barnavagn- inn yfir götu. Magga var svo sann- arlega augasteinn allra sem varð að gæta vel. Eftir að Eggert lést 1994 og síðan Stína, þá bjó Alda ein og gat lengst af séð um sig sjálf. Hún var alltaf dugleg að fara út að ganga og hafði gaman af að fara í fjall- göngur og þá gjarnan á skíðum á sínum yngri árum. Síðustu árin naut hún dyggilegrar aðstoðar Möggu og hennar fjölskyldu. Það var svo í maí á síðasta ári sem hún fluttist á Grund. Ég er þakklát fyrir góða stund sem ég átti með henni þremur dögum fyrir andlátið. Hún ræddi ýmislegt við mig þennan dag og var skýr og áttuð og alltaf fann ég þessa umlykjandi væntumþykju hennar í minn garð. En nú hefur hún fengið hvíldina sem hún var farin að þrá, enda löng ævi að baki. Elsku Magga, Guðbjörn, Hild- ur, Alda Kristín og Árni, Guð blessi ykkur góðar minningar um yndislega móður, tengdamóður og ömmu. Megi hún hvíla í friði. Rúna. Ég er á fallegum stað við ísilagt vatn með fjallahring í kringum mig. Sólin er að koma upp og him- inninn er heiðskír. Þegar myrkrið tók að víkja fyrir birtunni og birt- an náði yfirhöndinni þá leið Öldu vel. Þessi tími ársins var í uppá- haldi hjá elsku Öldu minni, Öldu Markúsdóttur sem ég minnist með þakklæti virðingu og mikilli eftirsjá og við kveðjum í dag. Ég kynntist Öldu minni vorið 1986. Þá höfðum við systursonur hennar, Ásgeir Markús Jónsson, fellt hugi saman. Samband þeirra var mjög náið, kærleiksríkt og fal- legt alla tíð. Hann var henni sem sonur og hún honum sem móðir. Ég var lánsöm að eignast Öldu og var hún mér sem besta tengda- móðir. Það var henni mjög þung byrði að þurfa að sjá á eftir Ás- geiri sínum þegar hann dó í jan- úar 2015. Frá fyrsta degi tók Alda mér afar vel. Hún umvafði mig kær- leika sínum elsku og velvild. Margar voru samverustundirnar og símtölin og hafði hún alltaf mikinn áhuga á velgengni okkar og fylgdist vel með börnunum okkar allt til enda. Við áttum margar góðar stund- ir við eldhúsborðið á Selbrautinni, síðar í Tjarnarmýrinni og loks á Elliheimilinu Grund þar sem hún dvaldist síðustu 10 mánuðina. Við vorum trúnaðarvinkonur og gát- um talað saman um allt. Hún miðl- aði mér af þekkingu sinni og reynslu í svo mörgu. Alda var mjög trúuð og mikil bænakona. Hún bað fyrir landi sínu, þjóð og samferðafólki sínu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi og fjölskylda mín að vera á hennar bænalista. Á hverju kvöldi settist hún niður fyrir svefninn, las í Biblíunni sinni og bað fyrir okkur hverju og einu með nafni. Öldu var margt til lista lagt. Hún var vandvirk, hreinleg og mjög dugleg til allra verka. Bak- ari var hún einnig góður, eftir- minnilegar eru smákökurnar hennar sem allar voru góðar og eins að lit og lögun. Marengstert- an hennar með sítrónukreminu, rjómanum og jarðarberjunum mun alltaf vera í 1. sæti hjá mér. Hún hafði gaman af að eiga með kaffinu þegar gesti bar að garði. Alda hafði mjög gaman af blómum, sérstaklega blómstrandi plöntum. Santa Paula var í uppá- haldi hjá henni og átti hún þær oft nokkrar í eldhúsglugganum sín- um. Garðurinn á Selbrautinni veitti henni mikla gleði og voru ófáar klukkustundirnar sem hún naut sín þar. Gaman fannst henni að fá sumarblómin á svalirnar sín- ar og þegar ég kom með afskorin blóm, rósir eða túlípana, gladdist hún mikið. Til fjölda ára var Alda mjög slæm í baki og fékk hún marg- sinnis samfall í hrygginn. Dugn- aður hennar, þolinmæði og úthald í þessum aðstæðum var aðdáun- arvert. Hún reyndi að gera allt sem hún gat til að vinna á móti þessu. Hún var dugleg að fara í göngutúra en þegar heilsan gaf sig stytti hún þá og fór þá í kring- um blokkina sína eða upp og niður stigana. Í lokin þegar hún gat ekki farið nema út á svalir naut hún þess að anda að sér fersku lofti þar. Elsku Alda á alla tíð eftir að eiga stórt rúm í hjarta mínu. Eftir góða og langa ævi var hún södd lífdaga, tilbúin að fara heim til Drottins eins og hún þráði og sagði svo oft við mig. Myndin af henni á svölunum sínum í Tjarn- armýrinni veifandi til mín, í hvert skipti sem ég fór frá henni, mun ætíð vera mér ljóslifandi. Guð blessi minningu þessarar dýrmætu konu, og bið ég Guð að blessa Margréti, Guðbjörn og börnin þeirra og votta þeim mína dýpstu samúð. María Marta Sigurðardóttir. Mig langar að minnast góðar vinkonu minnar, Öldu Markús- dóttur. Ég kynntist Öldu þegar hún og systir hennar, Kristín, fluttu í sama stigagang og ég. Kynni okk- ar þriggja voru alltaf ljúf. Þegar Kristín féll frá þá var það Öldu mikill missir. Alda var mér alltaf hjálpleg þegar hún sótti annað- hvort blaðið eða póstinn sinn, þá kom hún alltaf við hjá mér og spurði hvort hún gæti eitthvað gert fyrir mig , hún var alltaf tilbúin að létta undir með mér ef á þurfti að halda, sem var ómetan- legt. Ég lánaði henni myndbands- spólur því ég tók upp bíómyndir eða þætti, sem hún bað mig að taka upp, því ég var með fleiri sjónvarpsstöðvar en hún. Ég fór oft í heimsókn til hennar og þá vildi hún endilega bjóða mér ein- hverjar veitingar. Við spjölluðum saman og oft töluðumst við í síma. Stundum hringdi Alda í mig og spurði hvort ég gæti komið við í bakaríinu á leiðinni í vinnuna dag- inn eftir og keypt kanilskonskur og múslíbrauð og komið með sendinguna þegar ég kæmi heim því Öldu fannst það svo gott og það gerði ég með glöðu geði. En þegar heilsu hennar hrakaði hitt- umst við sjaldnar en hringdum hvor í aðra. Ég kynntist dóttur hennar Margréti og fjölskyldu hennar, sem eru öll yndisleg. Stundum fór ég til Öldu í afmæl- iskaffi og hitti þá hennar fjöl- skyldu. Þegar heilsu minnar góðu vinkonu hrakaði enn frekar flutti hún á Grund. Þangað heimsótti ég hana nokkrum sinnum og allt- af fannst henni gaman að hitta mig og áttum við alltaf gott spjall. Hinn 3. mars á sólríkum morgni hringdi Margrét dóttir hennar og tilkynnti mér að Alda hefði kvatt um morguninn. Ég votta Margréti og fjöl- skyldu hennar mína dýpstu sam- úð. Megi Guð vera með þér, Alda mín. Sigrún Péturs. Í virðingu og þökk kveð ég kæra vinkonu, Öldu Markúsdótt- ur. Alda þekkti mig frá blautu barnsbeini því mikil og góð vin- átta er milli fjölskyldna okkar. Fyrsta minning mín sem tengist henni var þegar ég var beðin um af foreldrum mínum að skjótast með brúðkaupsgjöf heim til henn- ar og Eggerts sem mér fannst á þeim tíma ótrúlega merkilegt. Leiðir okkar Öldu hafa víða legið saman og alltaf sýndi hún mér og fjölskyldu minni einstaka umhyggju og kærleika og það kom sérstaklega vel í ljós í veik- indum mannsins míns, Gunnars Bjarnasonar. Alda tók þátt í starfi KFUM og KFUK frá unga aldri á margvís- legan hátt, sótti samkomur og Alda Markúsdóttir Elskuleg móðir mín, SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 22. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigurður Ingi Hermannsson Ástkær móðir okkar, GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR, til heimilis á Sléttuvegi 19, Reykjavík, lést á líknardeild Grundar 11. mars. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. mars klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Vísindasjóð Krabba- meinsfélags Íslands, Arion bankareikn. 0301-22-005887. Kt. 6203161800. Færum við starfsfólki Grundar og líknardeildar LHS alúðarþakkir fyrir góða umönnun undanfarna mánuði. Árni Þór Árnason Guðbjörg Jónsdóttir Þórhildur Árnadóttir Valdemar Olsen Guðjón Ingi Árnason Sigríður Dögg Geirsdóttir barnabörn og systur hinnar látnu Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR GESTSDÓTTIR, Hraunbraut 32, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 16. mars klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð öldrunardeildar Landspítala. Kristrún Tómasdóttir Pétur Oddgeirsson Jóhanna Tómasdóttir Guðlaug Tómasdóttir Steingrímur Sigurðsson Tómas Þórarinn, Arnar Oddgeir, Marta, Sindri Þór, Steinar Páll, Sara Ósk og Tómas Breki Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS HAGALÍN GÍSLASON skipstjóri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 4. mars, verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstudaginn 16. mars klukkan 15. Jón Hjörtur Magnússon Steinunn María Jónsdóttir Ingólfur Már Magnússon Sigrún Agnes Njálsdóttir Rúnar Þröstur Magnússon Herdís Hafsteinsdóttir Sigrún Magnúsdóttir Jóhann Hauksson Edda Magnúsdóttir Arnar Sverrisson Magnea Helga Magnúsdóttir Sigurður Hjaltason Hrafn Magnússon Hildur Þorkelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.