Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining á sótthitabreytist eftir aldri? Thermoscaneyrnahita- mælirinnminnveit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 Ástríður Guðrún Eggertsdóttir, arkitekt hja DAP arkitektum, á50 ára afmæli í dag. „Við erum fimm á stofunni, öll arkitektar,fjórar konur og einn maður, sem gerir vinnustaðinn mjög líf- legan,“ en Ástríður hóf störf þar fyrir fjórum árum. „Við erum með fjölbreytt verkefni á stofunni, allt frá fjölbýlis- húsum og yfir í vöruhús og allt þar á milli.“ Meðal verkefna sem DAP arkitektar vinna að eru fjölbýishús við Vefarastræti í Mosfellsbæ. „Svo sáum við m.a. um hönnun verslanahúsnæðis að Flatahrauni í Hafnarfirði.“ „Það er mest vinnan,“ segir Ástríður um áhugamál sín. „Og núna þegar það er byrjað að vora þá er að finna hlaupaskóna og fara út í náttúruna eins og hægt er. Ég hef verið löt undanfarið að hlaupa en hef enga afsökun lengur. Ég hleyp aðallega til að halda mér í formi, en er ekki að hlaupa maraþon eða slíkt. Maður á að hlaupa til að njóta. Einnig er óhemju gaman að koma til nýrra borga, upplifa ólíka menn- ingu og njóta náttúru annarra landa.“ Í tilefni afmælisins hélt Ástríður konupartý þar sem konurnar í lífi hennar komu saman og fögnuðu 5tugs-áfanganum. „Í dag fer ég út að borða í hádeginu með fjölskyldunni og ætli ég kaupi ekki köku handa fólkinu mínu í vinnunni.“ Eiginmaður Ástríðar er Skúli Þórðarson, verkfræðingur hjá Vega- gerðinni, og börn þeirra eru Ragnheiður 22 ára, nemi í viðskiptafræði í HÍ og Þórður 17 ára, nemi við Kvennaskólann í Reykjavík. Fjölskyldan Ástríður og Skúli ásamt börnum í Perth í Ástralíu á aðfangadag í fyrra þar sem þau dvöldu um síðustu jól og áramót. Fer að draga fram hlaupaskóna Ástríður Eggertsdóttir er fimmtug í dag S veinn Margeirsson fædd- ist á Blönduósi 14.3. 1978 en ólst upp á Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hann gekk í Steinsstaðaskóla þar til hann varð 12 ára og fór þá í heimavistarskóla í Varmahlíð: „Þrátt fyrir mikinn áhuga á kvennavistinni, agabrot og brottrekstur úr Varmahlíðarskóla tókst mér að ljúka skyldunáminu.“ Sveinn æfði og keppti í frjálsum íþróttum frá því á unglingsárunum, og þá fyrst og fremst í millivega- lengda- og langhlaupum: „Ég hef ávallt verið félagi í Ungmenna- sambandi Skagafjarðar (Tindastóli) þótt hið sögufræga frjálsíþrótta- stórveldi KR hafi á síðastliðnum ár- um eignast sess í hjartanu í kjölfar endurreisnar frjálsíþróttadeildar KR árið 2013.“ Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís – 40 ára Hressir krakkar - stoltur faðir Sveinn með börnunum, Gunnari Jarli, Kára Eldjárn og Iðunni Fjalldísi. Vill ræktun lands og lýðs í sátt við náttúruna Hjónin Sveinn og eiginkonan, sem einnig hefur verið hlaupaþjálfari hans. Reykjavík Sóldís Freyja Mathiesen fæddist 13. júní 2017 kl. 2.38. Hún vó 4.190 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Þórdís Stella Erlingsdóttir og Tryggvi E. Mat- hiesen. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.