Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hvað semöllu líðurþá er óneitanlega alltaf dálítið fjör í kring- um forseta Banda- ríkjanna. Nú lét hann utanríkisráðherra sinn, Rex Tillerson, fá reisupass- ann. Og sé mönnum óhætt að treysta fréttum, sem Trump varar iðulega við, þá sá Till- erson það fyrst á „tísti“ forset- ans að hann væri á förum úr sínu risastóra ráðuneyti. Sá sem Trump ætlast til að taki við embætti utanríkis- ráðherra er Mike Pompeo, yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Og Trump lætur ekki staðar numið þar, því að hann tilkynnti að Gina Haspel verði æðsti njósna- foringi Bandaríkjanna. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna því embætti. Haspel er þó enginn nýgræðingur á þeim slóðum því hún hefur starfað í 32 ár við verkefni af þessum toga. Hefur það þegar verið dregið fram í dagsljósið að hún hafi meðal annars verið í for- svari fyrir þá deild leyniþjón- ustunnar sem hafði það verk- efni að rekja garnirnar úr meintum óvinum Bandaríkj- anna, þar með töldum hermd- arverkamönnum sem geymdir voru, utan við lög og rétt, í her- stöð Bandaríkjanna á Kúbu. Er nú á það bent í fréttum að þar hafi verið beitt aðferðum sem nú eru flokkaðar undir pyntingar allt þar til Obama forseti hafi fellt heimildir til slíks úr gildi árið 2009. Hinn væntanlegi leyni- lögregluforingi hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar gegnum tíðina og trúnaðarmenn Obama hafa þegar stigið fram og borið henni vel söguna. Trump hefur fært fram til skýringar á ákvörðun sinni um brottrekstur Tillersons að þótt sá hafi margt sér til ágætis þá hefðu þeir ekki náð fyllilega saman og greint á um hvernig meta skyldi og meðhöndla stórmál, sem forsetinn á loka- orðið um. Var í því sambandi nefnt að Tillerson hefur ekki farið leynt með að hann sé ágætlega sáttur við samning Obama við Íran um kjarn- orkuvopn, sem Trump hefur, bæði í kosningabarátu sinni og oft síðar, sagt vera einhvern versta samning sem Bandarík- in hafi átt aðild að. Það var til þess tekið að þeg- ar Trump forseti tilkynnti fyr- ir skömmu að hann hefði ákveðið að samþykkja beiðni Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, um leiðtoga- fund landanna, þá hafi utanrík- isráðherra Bandaríkjanna frétt af þeirri ákvörðun þegar hún birtist á sjónvarpsskerm- um heimsbyggðarinnar. Að því leyti til var enginn munur á stöðu hans og okkar Jóns og Gunnu hér og þar. Hefur verið haft á orði að Trump hafi tek- ist í einu og sama skeytinu að senda mjög skýr skilaboð til þeirra beggja, Rex Tillerson og Kim Jong-un. Þess vegna hafi tístið í gær ekki þurft að koma Tillerson algjörlega á óvart. Það er nýlunda að valdamestu menn veraldar skuli missa starfa sinn með tísti} Tillerson tíst út Staðan í verka-lýðshreyfing- unni er umhugs- unarverð. Þar hafa að undanförnu orð- ið veruleg um- skipti á forystu í stórum fé- lögum og nýrri forystu hafa fylgt háværar yfirlýsingar um stefnubreytingu. Þessi þróun virðist þó ekki vera nein ein- stefna því að í gær var greint frá niðurstöðu í stjórnarkjöri hjá VR og þá kom í ljós að for- manninum varð ekki að ósk sinni um að sópa þeim sem ekki styðja hann út úr stjórn- inni. Þetta stjórnarkjör er ef til vill til marks um að efasemdir séu uppi innan VR og mögu- lega fleiri félaga um fram- göngu nýrra formanna. Sé svo þurfa slíkar efasemdir ekki að koma á óvart, því að eins og bent hefur verið á eru for- mennirnir kosnir af litlum minnihluta félags- manna. Í þessu ljósi er líka umhugsunar- vert að ný forysta verkalýðsfélag- anna virðist telja að hún eigi ekki síður að beita afli félag- anna til að knýja fram hinar ýmsu breytingar á þjóðfélag- inu, sem almennt eru taldar á verksviði stjórnmálanna, en til þess að semja um kaup og kjör. Í lýðræðisþjóðfélagi á að gera út um slík mál í almennum kosningum en ekki með hót- unum um verkföll eða aðra valdbeitingu. Verkföll eru tæki sem launa- menn hafa til að knýja á um betri kjör og eiga aðeins að notast ef engin önnur úrræði duga. Þau má hins vegar ekki nota til að knýja fram ein- hverjar þjóðfélagsbreytingar eftir geðþótta forystu verka- lýðshreyfingar hverju sinni. Ekki virðist ríkja ein- stefna innan verka- lýðshreyfingarinnar} Umhugsunarverð staða M ig langar að tala um mennt- un. Nú vil ég taka fram að ég er enginn sérfræðingur, starfa hvorki í skóla né er kennaramenntuð. En ég ætla samt að leyfa mér að tala um menntun út frá mínum forsendum, út frá forsendum nemandans og foreldris fjögurra barna sem lokið hafa mismörgum skólastigum. Ég vona að sérfræðingarnir virði það við mig. Staðan í háskólum er sú að við fjár- festum langt undir meðaltali OECD-ríkja í háskólamenntun og rétt rúmlega þriðj- ungur innskráðra háskólanema eru ungir karlar. Framhaldsskólum var gert að stytta nám til stúdentsprófs. Hefðbundnir menntaskólar grátbáðu um að fá að við- halda fjögurra ára námi en stjórnvöld gátu ekki fallist á það og gerðu öllum að starfa eftir nýrri námssýn sinni. Eftir styttingu er nú komið í ljós að framhaldsskólar virðast mun slakari á kröfum um þriggja ára nám til stúdentsprófs og ráðleggja margir nemendum sínum að taka stúdentspróf á lengri tíma. Í grunnskólum berast þær fregnir helst að kennarar séu langþreyttir, álag sé mikið og starfið ómanneskju- legt. Þessar raddir hafa borist mér til eyrna frá því ég var sjálf í grunnskóla og hafa börnin mín öll fengið þessi skilaboð frá sínum kennurum. Kennaranámið var lengt í fimm ár en nú heyrist að líklega sé námið of akademískt til að virka sem skyldi þegar á reynir í skólunum. Ég ítreka, ég er ekki sérfræðingur, bara áhugakona um betra skólakerfi sem stöðugt efni til samtals hvar sem tækifæri gefst til. Þriðjungur drengja getur varla lesið sér til gagns eftir tíu ára viðveru í grunnskólum land- ins og eru í mestri hættu á að falla út úr námi. Stúlkum líður þó enn verr í grunnskólum ef marka má rannsóknir. Menntamálastofnun boðar lestrarátak á sama tíma og námsmati í grunnskólum er gjörbreytt á einu augabragði, nemendum og kennurum að óvörum ef marka má viðbrögðin. Kennarar upplýstu börn og foreldra um óvissu með framkvæmd einkunna- gjafar á sama tíma og börnin völdu framhalds- skóla eftir einkunnum. Tilkynnt var að börn í 9. bekk skyldu taka samræmd próf í stað 10. bekkjar en, „engar áhyggjur kæru börn, þetta eru í raun bara könnunarpróf“ þótt stað- reyndin sé sú að framhaldsskólarnir nota út- komuna við val á nemendum sínum. Nei, gott fólk. Bilað erlent tölvukerfi er ekki endilega stærsta vandamálið í íslensku skólakerfi. Sú uppákoma sem í tvígang átti sér stað í síðustu viku í samræmdum prófum ársins 2018 er miklu frekar afleiðing af mennta- stefnu sem við neyðumst til að ræða. Ég vil leggja til að við höldum þjóðfund um menntun á Íslandi. Þar ætti að leiða saman sérfræðinga, skólafólk, foreldra, ungt fólk og gamalt. Það verður að eiga sér stað raunverulegt samtal í stað vikulegs óveðurs í kjölfar uppákomu. Þetta varðar framtíðina okkar. Ég er til í slíkt samtal. Helga Vala Helgadóttir Pistill Þjóðfundur um menntun Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen lega sé um skyldu að ræða, en hann líti svo á að slík próf hafi verið lögð fyrir í síðustu viku þótt þau hafi mis- heppnast. Þar með sé prófunum lok- ið. „Það þarf ekkert að ræða það frekar,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Mistök rakin til skjámyndar Í tilkynningu frá Menntamála- stofnun á mánudaginn kom fram að bandaríska fyrirtækið Assessment Systems, þjónustuaðili prófakerfis Menntamálastofnunar, hefði við- urkennt að villa, sem kom upp í evr- ópskum gagnagrunni stofnunar- innar, hefði leitt til þess að ekki var unnt að ljúka prófunum í íslensku og ensku í síðustu viku. Fyrirtækið seg- ir í yfirlýsingu að vandann megi rekja til skjámyndar sem notuð er til auðkennisstaðfestingar og var tekin upp á þessu ári. Þá kom fram að gengið hefði verið frá ráðningu óháðs aðila til að fara yfir ferlið í heild og leiða í ljós hvort eitthvað í undirbúningi stofnunar- innar hefði mátt betur fara. Ekki var greint frá því um hvaða aðila væri að ræða. Þorsteinn Sæberg sagði að hann teldi eðlilegast að rannsókn á því sem fór úrskeiðis væri í höndum menntamálaráðuneytisins en ekki stofnunarinnar. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort greiðslur til Assessment Systems verða felldar niður vegna mistakanna. Ákvörðun um sam- ræmdu prófin í dag Ljósmynd/Af vef Stjórnarráðs Mennta- og menningarmálaráðuneytið Á fundi í ráðuneytinu í dag verður tekin ákvörðun um framhald samræmdra könnunarprófa grunnskólanna. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ég lít svo á að þessum próf-um sé lokið. Þau voru lögðfyrir í síðustu viku,“ segirÞorsteinn Sæberg, for- maður Skólastjórafélags Íslands, um framhald mála hvað varðar rafrænu samræmdu grunnskólaprófin í ensku og íslensku sem misheppnuðust í síð- ustu viku. Þorsteinn mun sækja fund í menntamálaráðuneytinu í dag þar sem tekin verður endanleg ákvörðun um það hvernig brugðist verður við þeirri stöðu sem upp er komin. Það er Lilja Alfreðsdóttir menntamála- ráðherra sem boðar til fundarins, en auk fulltrúa Skólastjórafélagsins sitja hann fulltrúar frá Félagi grunnskóla- kennara, samtökunum Heimili og skóla, forystufólk frá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, umboðsmaður barna auk fulltrúa nemenda, Mennta- málastofnunar og mennta- og menn- ingarmálaráðuneytis. Í yfirlýsingu ráðherra um fundinn segir að við ákvörðunina í dag verði horft til ýmissa þátta, ekki síst sjón- armiða nemenda og kennara, og hvernig jafnræði milli nemenda verði best tryggt. Flestir skilja þessi orð svo að prófin tvö verði ekki endur- tekin. Í því sambandi er bent á að skólastarfið sé skipulagt með löngum fyrirvara og breytingar á dagskrá skólanna geti leitt af sér röskun sem hefði keðjuverkandi neikvæð áhrif. Skylt að leggja próf fyrir Fram kom í Morgunblaðinu í gær að skólastjóri Garðaskóla í Garðabæ hefur þegar tekið ákvörðun um að prófin tvö verði ekki endurtekin hjá nemendum sem þreyttu þau í síðustu viku. Þorsteinn kannast ekki við að fleiri grunnskólar hafi tekið slíkar ákvarðanir óháð niðurstöðu fundarins í menntamálaráðuneytinu í dag. Samkvæmt reglugerð sem menntamálaráðuneytið hefur sett um samræmd könnunarpróf í grunnskóla er skólunum skylt að leggja próf Menntamálastofnunar fyrir nem- endur í 4., 7. og 9. bekk og fylgja fyr- irmælum reglugerðarinnar um fram- kvæmd þeirra. Þorsteinn Sæberg segir að vissu- Frá 1977 hafa samræmd próf verið lögð fyrir í grunnskólum á Íslandi. Lengi vel voru þau not- uð sem lokapróf í grunnskólum og lögð til grundvallar frekara námi. Það hefur breyst. Nú eru samræmd próf í íslensku og stærðfræði lögð fyrir nemendur í 4. og 7. bekk grunnskóla að hausti, en í mars þreyta nem- endur í 9. bekk próf í íslensku, ensku og stærðfræði. Það voru tvö prófanna í 9. bekk sem mis- heppnuðust í síðustu viku. Framhaldsskólum er ekki heimilt að krefjast þess af nemendum sem sækja um inn- töku að fá niðurstöður þeirra úr samræmdum könnunarprófum, þeir geta ekki krafist þess af grunnskólunum að fá þær og Menntamálastofnun afhendir þær ekki framhaldsskólum. Nemendum er hins vegar sjálf- um heimilt að framvísa þeim telji þeir það umsókn sinni til framdráttar. Ekki skylt að framvísa SAMRÆMDU PRÓFIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.