Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018
Miklar áskoranir
blasa við Íslendingum
eins og öðrum jarð-
arbúum, mat-
vælaframleiðsla til
framtíðar er þar á
meðal. Þeim fjölgar
sem veita því athygli
að innan við 5% af
heildar matvæla- og
fóðurframleiðslu
heimsins kemur úr
höfum og vötnum, þó
svo þau þeki um 70% af yfirborði
jarðarinnar. Því er vert að horfa til
þess að nýta vatn betur til mat-
vælaframleiðslu og þar kemur
strandbúnaður sterkur inn, þannig
spilast saman sjötta heimsmark-
miðið – hreint vatn og salernis-
aðstaða – og það fjórtánda – líf í
vatni – við annað heimsmarkmiðið
– ekkert hungur. Atvinnugreinar
sem byggjast á hagnýtingu auð-
linda á og við strendur landsins
geta sannarlega liðkað til við lausn
þeirra áskorana sem við okkur
blasa. Fæðuöryggi heimsins getur
styrkst með hinni svokölluðu bláu
byltingu – fæðuframframleiðslunni
– í vatni – þ.m.t. við ströndina.
Nokkrar tilraunir hafa verið
gerðar til að færa hugtakið aqua-
culture yfir í íslenskan búning.
Fiskeldi fjallar fyrst og fremst um
ræktun fiska, eldi á skeldýrum eða
ræktun og nytjar þörunga falla þar
ekki undir. Lagareldi vísar til eldis
í vökva, það hugtak hefur ekki
leyst landfestar. Strandbúnaður er
samheiti yfir atvinnugreinar sem
tengjast nýtingu land- og/eða sjáv-
argæða í og við strandlengju lands-
ins, hvort sem um ræktun eða eldi
er að ræða, rétt eins og landbún-
aður vísar til þess að yrkja jörðina,
rækta dýrategundir og
hafa nytjar af því sem
dýrin gefa af sér.
Merkja mátti á fyrstu
ráðstefnunni, fyrir ári,
að nafnið strandbún-
aður gæti fest í sessi.
Mikilvægt er að fyr-
ir hendi sé opinn vett-
vangur fyrir faglega og
fræðandi rökræðu um
brýnustu og mikilvæg-
ustu úrlausnarefnin
fyrir atvinnugreinarnar
sem hagnýta auðlindir
og gæði á, við og fyrir
ströndum landsins. Atvinnugrein-
arnar sem umræðir eru fiskeldi,
þörungaræktun og skelræktun.
Hagaðilar hafa tækifæri til að ráða
ráðum sínum á ráðstefnunni
Strandbúnaður 2018 sem fram fer á
Grand Hótel dagana 19. og 20.
mars nk. Ráðherra sjávarútvegs-
og landbúnaðarmála mun setja ráð-
stefnuna. Strandbúnaður 2018 er
öllum opinn, þar verður rætt sér-
staklega um, á skilgreindum mál-
stofum; siðferði, velferð, möguleika
til landeldis á laxi, hvort laxalús sé
„upprennandi“ vandamál, örlög ís-
lenskrar skelræktar í ljósi sam-
keppni við lifandi innflutta skel,
nýtingu smáþörunga sem byltingu í
framleiðslu lífrænna efna og að eldi
sé meira en lax. Á meðal málstof-
anna er uppskeruhátíð rannsókna
og að lokum verður rætt um heil-
brigði í strandbúnaði með undirtitl-
inum verk og vitundarvakning.
Í öllu ræktunarstarfi þar sem
maðurinn nýtir land- eða hafsvæði
sér til hagsbóta geta vaknað spurn-
ingar um hvað sé siðferðislega rétt
að ganga langt með tilliti til um-
hverfis, siðferðis og ekki síst vel-
ferðar lífveranna sem aldar eru.
Þessar vangaveltur eiga rétt á sér í
tengslum við þær atvinnugreinar
sem falla undir strandbúnað sem
og aðrar greinar þar sem lífverur
eru ræktaðar til manneldis. Ráð-
stefnum Strandbúnaðar er ætlað að
vera vettvangur uppbyggilegra um-
ræðna um atvinnugreinarnar og í
opnunarmálstofunni gefst tækifæri
til að ræða þessi álitamál. Þar verð-
ur fjallað um efnistökin út frá sjón-
arhóli siðfræðinnar, friðunar land-
svæða, möguleg víti til varnaðar
verða skoðuð og horft til mögulegra
fyrirbyggjandi aðgerða.
Í ljósi þess að rannsóknir leggja
af mörkum þekkingu sem styður
við atvinnuuppbyggingu er sérstök
málstofa helguð afrakstri rann-
sókna og þróunar sem m.a. hefur
verið fjármögnuð af AVS Rann-
sóknasjóði í sjávarútvegi, Umhverf-
issjóði sjókvíaeldis, Tækniþróun-
arsjóði, norrænum sjóðum,
evrópskum sjóðum og hagaðilum.
Þar verða nokkur dæmi þess
hvernig ný þekking hefur verið
hagnýtt í þágu íslensks atvinnulífs
til verðmætasköpunar í strandbún-
aði reifuð og jafnframt gefin dæmi
um sóknartækifæri á því sviði. Mik-
ilvægt er að vel takist til við inn-
leiðingu nýrrar þekkingar í rekstri
fyrirtækja svo hámarka megi áhrif
fjárfestingarinnar sem lögð hefur
verið í rannsókna-, nýsköpunar- og
þróunarvinnuna.
Í málstofunni um heilbrigði
strandbúnaðar verður m.a. fjallað
um; hverjar eru stærstu áskor-
anirnar, hvar og hvað má gera bet-
ur og hvaða nýjungar má sækja í
reynslubanka nágranna okkar til
þess að nýta þær aðstæður sem eru
taldar hagfelldar til að auka fram-
leiðslu matar frá fiskeldi og öðrum
strandtengdum greinum.
Strandbúnaður 2018
Eftir Arnljót
Bjarka Bergsson
Arnljótur Bjarki
Bergsson
» Spennandi ráðstefna
um málefni þör-
ungaræktar, fiskeldis og
skelræktar fer fram
dagana 19. og 20. mars
undir yfirskriftinni
Strandbúnaður 2018.
Höfundur er stjórnarformaður
Strandbúnaðar ehf. og sviðstjóri hjá
Matís
arnljotur.b.bergsson@matis.is
Þverhausinn er
sérstök tegund af
„homo sapiens“ –
tegund, sem mikið
lætur að sér kveða á
Íslandi. Þverhausar
eru manntegund,
sem lætur sér ekkert
óviðkomandi, hefur
sterkar skoðanir á
öllu – en getur aldrei
komið sér saman um
neina niðurstöðu.
Þráast við, setur undir sig hausinn
og þráast við unz einhver annar
tekur loksins ákvörðun eftir langa
bið. Þá setur hann undir sig haus-
inn, hleypur á vegginn – og eftir
það heyrist ekkert frá honum.
Svona hefur það verið
Þetta er alþekkt. Svona var það
þegar Perlan var byggð. Allir
þverhausar uppi á háa c-inu – þar
til Davíð tók ákvörðunina og hafist
var handa. Eftir það heyrðist ekki
aukatekið orð. Eins Þegar ráð-
húsið var byggt við Tjörnina. Mót-
mælagöngur og mótmælastöður –
unz hafist var handa. Þverhausinn
hljóp þá á vegginn – og þagnaði.
Eða þegar hæstaréttarhúsið var
byggt. Þverhausar söfnuðu saman
liðsafla á Arnarhóli og höfðu hátt.
Settu svo undir sig
þverhausinn og hlupu á
vegginn. Og steinþögn-
uðu. Eða muna menn
ekki eftir látunum út
af Gálgahraunsveg-
inum. Þegar Ómar og
fleiri góðir liðsmenn
voru bornir af
lögregluliðum burtu úr
mótmælastöðunum og
vinur minn, einn af
mótmælendum, full-
yrti, að ef haldið yfir
áfram með verkið
myndi sjálfstæðismeiri-
hlutinn í Garðabæ fá heldur betur
útreiðina. Svo var hafist handa.
Þverhausarnir hlupu að sjálfsögðu
á þann vegg með sinn þverhaus á
undan. Ekkert hefur meira um
Garðahraunsveginn heyrst – nema
hvað Sjálfstæðisflokkurinn í
Garðabæ hlaut góða kosningu.
Og svona er það enn
Og mikið er eftir enn. Landspít-
alinn. Um hann hefur verið rifist í
meira en tuttugu ár. Sumir þver-
hausarnir segja, að slíkan spítala
þurfi alls ekki að byggja. Í staðinn
eigi að byggja útibú á landsbyggð-
inni. Aðrir að hann eigi að vera á
Vífilsstöðum. Enn aðrir að farsæl-
ast sé að hann verði þar sem
Björgun er nú til húsa – við
Bryggjuhverfið. Og enn aðrir að
fara eigi með hann upp á Hólms-
heiði. Og loks þeir, sem segja að
fresta eigi öllum framkvæmdum
og kalla til erlenda sérfræðinga til
þess að koma með tillögur um
framkvæmdina. Fyrir þá þver-
hausa breytir engu, þótt tveir slík-
ir ráðgjafarhópar erlendra sér-
fræðinga hafi þegar um málið
fjallað og báðir komist að sömu
niðurstöðu. Þessu mun halda
áfram þangað til loksins að því
kemur, að þverhausarnir þurfa að
setja undir sig þverhausinn – og
hlaupa á vegginn. Þá loksins linn-
ir. Mikill verður sá léttir.
Engin niðurstaða
Eða deilur þverhausanna um
Reykjavíkurflugvöll. Þeir segja
sumir, að hann eigi bara að vera
kyrr þar sem hann er. Aðrir að
sameina eigi hann Keflavíkur-
flugvelli. Svo þeir, sem vilja helst
sjá hann á Hólmsheiði – vænt-
anlega þó ekki á þeim stað, þar
sem aðrir þverhausar vilja hafa
Landspítalann. Og loks síðasta og
nýjasta útspilið – völlinn eigi að
byggja upp í Skagafirði því þar sé
svo mikið pláss. Þverhausarnir
munu aldrei geta komið sér saman
um neina lausn. Einhver eða ein-
hverjir verða bara að taka af skar-
ið og hefjast handa – svo þver-
hausarnir geti sett undir sig
þverhausinn, hlaupið á vegginn –
og þagnað.
Þverhausarnir kosta mikið fé
Vond eru þau áhrif sem þrætur
þverhausanna geta haft á mann-
lífið hér á þessu landi. Verst þó af
öllu þegar eilíft þverhausanaggið
kostar samfélagið stórfé. Svo sem
eins og þræturnar um hvort og þá
hvernig eigi að láta erlenda ferða-
menn, sem hingað sækja, taka
þátt í að kosta eigin aðbúnað og
áhrif af eigin ágangi á þau nátt-
úruvætti, sem þeir eru hingað
komnir til þess að skoða. Erlend-
um ferðamönnum hefur fjölgað um
fleiri hundruð þúsunda, ágangur
þeirra veldur stöðugt meira tjóni
og íslenski þverhausinn getur
aldrei náð samkomulagi um hvern-
ig beri að fá þá, sem þessu valda,
til þess að taka þátt í kostn-
aðinum, sem af þeim leiðir. Þar
hafa þverhausarnir þráttað og
þrætt núna allt frá því ferða-
mannastraumurinn hófst – allar
tilraunir stjórnvalda til þess að
finna ásættanlega lausn hefur allt-
af einhver þverhausahópurinn ge-
reyðilagt. Málinu þokar ekkert
áfram – jafnvel þótt vitað sé, að
hinir erlendu ferðamenn eru til
þess reiðubúnir að taka þátt í að
greiða kostnaðinn sem af heim-
sókn þeirra leiðir enda eiga þeir
því að venjast frá heimaslóðum að
svo sé gert.
Sérstakan þverhausavegg til
þess að hlaupa á
Miklar líkur eru nú taldar á því,
að allar samræmdu steinahleðsl-
urnar við Miklubrautina í Reykja-
vík verði fjarlægðar. Þar mun
mikið verk fara til spillis. Væri nú
ekki ráð að nota hluta af þessum
hleðsluvegg og reisa hann á auða
reitnum fyrir framan alþingishúsið
þar sem nú er mynd af göfugri
forystukonu. Þann vegg má
áforma að nota fyrir þverhausana
svo þeir geti athafnað sig þar án
mikillar fyrirhafnar og án margra
ára tafa. Hlaupið á hann með sinn
þverhaus á undan – og þagnað
svo. En auðvitað kæmu þeir sér
aldrei saman um það! Nema
hvað!?!
Eftir Sighvat
Björgvinsson
Sighvatur
Björgvinsson
» Vond eru þau áhrif
sem þrætur þver-
hausanna geta haft á
mannlífið hér á þessu
landi. Verst þó af öllu
þegar eilíft þverhausa-
naggið kostar sam-
félagið stórfé.
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
Hinn íslenski þverhaus
Hver þekkir ekki til-
finninguna að hafa
skoðað fasteign sem
mann langaði svo í að
maður horfði fram hjá
göllunum eða skoðaði
ekki nægilega vel og
tók bara íslensku leið-
ina á þetta og sagði
ÞETTA REDDAST?
Hver hefur ekki heyrt
af einhverjum, þekkir
til einhvers eða þekkir
það af eigin reynslu að hafa keypt
húsnæði sem reyndist gallað eða
uppfyllti ekki þær kröfur sem því var
ætlað og hvað hefði verið hægt að
spara mikla fjármuni og tíma ef bara
hefði verið látið ástandsskoða hús-
næðið áður en keypt var? Gildir þetta
bæði um einstaklinga og fyrirtæki.
Þegar við ákveðum að fjárfesta í
bíl þá finnst okkur ekkert athugavert
að fara með bílinn í ástandsskoðun,
svo við séum örugg um að kaupa ekki
köttinn í sekknum. Við ástand-
sskoðun fáum við skýrslu með at-
hugasemdum yfir þau atriði sem
koma í ljós og hægt er að taka með-
vitaða ákvörðun hvort það standi
undir sér að kaupa bílinn á uppsettu
verði, lækka verðið eða bara sleppa
kaupunum og finna nýjan og betri
bíl. Það vita það kannski ekki allir en
það er hægt að gera að sama fyrir
fasteignina sem þú vilt kaupa eða
jafnvel enn þá betra, fasteignina sem
þú ætlar að selja og vilt hafa þitt á
hreinu.
Fasteignakaup eru stærsta fjár-
festing sem við gerum um ævina og
því er mjög mikilvægt að vita hvaða
galla hún hefur að geyma ef ein-
hverjir eru svo hægt sé að taka skyn-
samlega og upplýsta ákvörðun með
kaupin. Ef við horfum inn í framtíð-
ina væri það draumur að geta sagt að
engin fasteign gengi kaupum eða söl-
um nema henni fylgdi ástandsskýrsla
þar sem það er bæði hagur kaupanda
og seljanda að hafa allt uppi á borð-
um.
Í dag er einfalt mál fyrir ein-
staklinga og fyrirtæki að fá heimilis-
eða fyrirtækjaskoðanir fyrir þá sem
vilja vera fyrirbyggjandi, hyggjast
fara í framkvæmdir og
þá sem vilja sinna eðli-
legu viðhaldi. Markmið
slíkra skoðana er að
benda á þau viðhald-
stengdu atriði sem huga
þarf sérstaklega að og
meta svæði þar sem
rakavandamál eru til
staðar eða eru líkleg til
að koma upp. Einnig er
boðið upp á ráðgjöf
varðandi hreinsun og
þrif fyrir og eftir fram-
kvæmdir en mjög mik-
ilvægt er að fylgja verkferlum varð-
andi rif og förgun á rakaskemmdu
byggingarefni til að valda ekki frek-
ara tjóni.
Öll viljum við halda heilsunni og
hugsa vel um okkur en hvar setjum
við mörkin? Að meðaltali verjum við
um 90% af tíma okkar innandyra og
því skipta loftgæði og innivist miklu
máli, á heimili okkar eða vinnustað.
Til að uppfylla það þarf að sinna
nauðsynlegu viðhaldi sem oft er
trassað vegna fjárskorts. Oft heyrir
maður að eigendur húsnæðis og fyr-
irtækja hræðist að fá skoðun á hús-
næði vegna hugsunarinnar um að
hætta geti verið á að húsnæðið eða
vinnustaðurinn sé dæmt ónýtt eða
óíbúðarhæft. Það er ekki rétt, til-
gangur skoðana er ekki að rýra verð-
mæti fasteigna eða dæma húsnæði
ónýtt, heldur að finna vandamálin ef
einhver eru og koma með tillögur að
úrbótum til að koma í veg fyrir frek-
ara tjón. Munum að reglulegt viðhald
eykur verðmæti fasteignarinnar og
sölugildi. Ekki mygla eða kaupa kött-
inn í sekknum, fáðu skoðun.
Boðun í skoðun
eða mygla?
Eftir Hilmar Frey
Gunnarsson
Hilmar Freyr
Gunnarsson
»Fasteignakaup eru
stærsta fjárfesting
sem við gerum um ævina
og því er mjög mikilvægt
að vita hvaða galla hún
hefur að geyma ef ein-
hverjir eru …
Höfundur er húsasmíðameistari á
verkfræðistofunni Eflu, fagsviði húsa
og heilsu.
Allt um sjávarútveg