Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.03.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 ✝ ElsebethMargretha Ryggstein fæddist í Skopun, Færeyjum, 20. júlí 1925. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 24. febr- úar 2018. Foreldrar henn- ar voru Jógvan Martin Ferdinand Ryggstein, f. 18. apríl 1890, d. 2. maí 1972, og Kristianna Lovísa Sús- anna Ryggstein, f. 22. febrúar 1897, d. 1. október 1976. Systkini hennar voru Krist- mund, f. 1927, Ludvig, f. 1929, Bergljót, f. 1931, Arthur, f. 1933, Úlla, f. 1935, Bani, f. 1938. Þrír af bræðrunum eru látnir. Margretha giftist 26. mars 1947 Einari Ásgeiri Þórðarsyni, f. á Patreksfirði 13. október 1923, d. 29. janúar 1969. For- eldrar hans voru Þórður Guð- bjartsson, f. í Firði, Múlahreppi, 15. desember 1891, d. 12. febr- úar 1982, og Ólína Jónína Jóns- syni, f. í Tálknafirði 25. október 1928, d. 14. ágúst 2011, for- eldrar hans voru Ólafur Jósua Guðmundsson, f. 4. október 1900, d. 5. nóvember 1993, og Sesselja Ólafsdóttir, f. 13. júní 1897, d. 28. apríl 1988. Margretha, eða Margrét eins og hún var gjarnan kölluð, kom til Íslands árið 1946 ásamt nokkrum færeyskum stúlkum, þær komu til Patreksfjarðar til að vinna. Í skipinu á leiðinni til Patreksfjarðar hitti Margrét mannsefnið Einar Ásgeir. Þau byrjuðu að búa og byggðu sér svo hús á Hlíðarvegi 2. Árið 1954 seldu þau húsið og hófu bú- skap í Skápadal, innst í Patreks- firði. Árið 1967 fluttu þau svo aftur á mölina og Margrét keypti sér hús í Aðalstræti 77, Patreksfirði. Hús sem fór í krapaflóðinu 1983. Eftir að hafa verið ekkja í nokkur ár kynntist hún Sverri og flutti hann inn til hennar. Síðar byggðu þau hús í Aðalstræti 112a sem þau fluttu inn í 1978. Þar bjuggu þau alla tíð þar til þau fóru á Hrafnistu í Reykjavík þar sem þau létust bæði. Útför Margrétar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14. mars 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. dóttir, f. á Arnórs- stöðum, Barða- strandarhreppi, 2. maí 1893, d. 4. ágúst 1957. Börn Margrethu og Einars: Mar- teinn Þórður, f. 20. júlí 1967, d. 17. nóv- ember 1967, ekkja Anna Stefanía Ein- arsdóttir, Ingibjörg Árný, f. 29. júlí 1948, maki Regin Drangberg, Heiðrún, f. 22. desember 1950, maki Terje Hansen, Ásgeir, f. 23. janúar 1952, maki Bylgja Dröfn Gísladóttir, Kristrún, f. 27. mars 1956, maki Osvald Kjærbo, og Ólína, f. 2. maí 1958, maki Sigurður Páll Pálsson. Barnabörnin eru 26, lang- ömmubörnin eru 61 og langa- langömmubörnin eru fimm. Alls eignaðist Margretha því 97 af- komendur. Einar Ásgeir fórst á sjó í jan- úar 1969 og 9. nóvember 1973 giftist Margetha Sverri Ólafs- Elsku amma. Amma á björg- unum, amma í blokkinni og svo amma á Hrafnistu. Þegar ég hugsa um þig þá kemur upp fullt af minningum. Þú varst alltaf svo dugleg að fara í sund og mér er það svo minnisstætt þegar þú varst að reyna að fá mig með, það var erfitt því þú fórst alltaf eldsnemma, en ég fór þó nokkrum sinnum með þér þó að það hafi verið erfitt að vakna. Svo vildir þú endilega fá mig með þér heim og borða hafragraut með kanilsykri. Eft- ir það var lagst í sófann og horft á teiknimyndirnar. Þú elskaðir að hafa barnabörnin þín hjá þér og við fundum öll fyrir því. Þú áttir svo mörg barnabörn í Fær- eyjum sem þú varst dugleg að heimsækja og þau þig. En við sem vorum nálægt þér fengum alveg að heyra það ef það var langur tími liðinn síðan við kom- um síðast að heimsækja ykkur afa. Það var alltaf gott að koma til ykkar, alltaf til kleinur í frystinum og Sprite í ísskápn- um. Eitt sinn ákváðum við Ágústa að læra að prjóna á fær- eysku. Þá komum við til þín eft- ir skóla að prjóna og gekk það mjög vel hjá okkur. En það gekk betur hjá Ágústu að telja á færeysku en mér. Þessi þolin- mæði sem þú hafðir, þú varst alltaf svo þolinmóð við okkur og viljug til að kenna okkur. Þú varst líka svo skipulögð og alltaf allt svo hreint og fínt hjá ykkur afa. Ég tók líka nokkra daga í það að koma til þín eftir skóla og þurrka af hjá ykkur, ekki entist það nú lengi. Ég á líka góðar minningar af heimsóknunum til þín á Hrafn- istu. Þegar ég kom og sat hjá þér eitt kvöldið og þú kenndir mér að hekla. Það er svo stutt síðan. Einnig þegar ég var að gera verkefni í skólanum og tók viðtal við þig. Þá fékk ég að heyra alla ævisögu þína og það sem ég varð hissa og hvað það var mikið sem ég ekki vissi. Þú gekkst í gegnum svo margt og áttir svo áhugaverða ævi. Það var alltaf gott að spjalla við þig og á ég svo góðar minningar af spjallinu okkar á Hrafnistu. Þú varst alltaf svo glöð að fá okkur og vildir helst hafa okkur hjá þér allan daginn. Þú hafðir svo mikinn áhuga á afkomendum þínum og varst svo montin af okkur. Þegar ég kom ein þá spurðir þú alltaf um Þórð og börnin. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Takk fyrir að vera alltaf svona blíð og góð amma og takk fyrir að vera ein besta fyrir- mynd sem til er. Þín Agnes. Kynni okkar Margrétar hóf- ust árið 1967 en þá var hún ekkja eftir að Einar eiginmaður hennar hafði látist langt fyrir aldur fram frá sex börnum þeirra. Leiðir okkar lágu saman á sjúkrahúsinu á Patreksfirði en þar var hún gangastúlka. Ég starfaði við heilsugæsluna og eftir að kynni okkar hófust sóttist ég eftir að fá hana til að aðstoða mig við ýmis verkefni á heilsugæslunni. Við Margrét unnum saman óslitið frá 1967 og fram til árs- ins 1986 og þróaðist samstarf okkar í mikla vináttu enda var ætíð gaman að vera í návist við Margréti. Ekki spillti fyrir þeg- ar hún giftist Sverri bróður mínum árið 1973. Það var mikið lán fyrir bróður minn að eignast Margréti fyrir konu og njóta samvista við börn hennar, barna- og barnabörn en Sverrir hafði verið barnlaus. Sverrir lést árið 2011 en þá höfðu þau dvalið á Hrafnistu í nokkur ár. Margrét var með eindæmum jákvæð og hlý manneskja og tók þeim mörgu verkefnum sem mættu henni á lífsleiðinni á uppbyggilegan hátt. Í minningunni koma fram góðar stundir þar sem skrafað var yfir kaffibolla eða farið í göngutúra og fjallgöngur í ná- grenni Patró. Konur eins og Margrét eru vandfundnar og ég þakklát fyrir kynni okkar og minnist hennar með gleði í hjarta og hlýjum minningum. Börnum Margrétar og allri fjöl- skyldu hennar votta ég samúð mína og þakka þeim alla góð- vildina í garð Sverris bróður míns. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Með hlýjum minningum, Edda. Elsebeth Margr- etha Ryggstein ✝ Ragna Hólm-fríður Páls- dóttir fæddist á Siglufirði 16. maí 1925. Hún lést á dvalarheimili Heil- brigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki 7. mars 2018. Hún var dóttir hjónanna Elínar Sesselju Steins- dóttur, f. 25.10. 1887, d. 12.5. 1958, frá Gröf á Höfðaströnd, veitingakonu á Hótel Siglu- firði, og Páls Magnúsar Guð- mundssonar, f. 14.11. 1883, d. 23.8. 1956, frá Fyrirbarði í Fljótum, verslunar- og veit- ingamanns. Ragna var yngst þriggja systkina, hin voru Alma Tynes, f. 18.2. 1917, d. 13.9. 1998, og Ragnar Björnsson Pálsson, f. 15.4. 1920, d. 30.6. 1924. Ragna ólst upp á Siglufirði og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar 1941, hún stundaði nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur veturinn 1946-1947. Hinn 14. ágúst 1948 giftist Ragna Haraldi Guðbirni 9.12. 1979, maki Guðríður Eva Þórarinsdóttir. Sonur Bjarka er Stefán Kemp, f. 12.11. 1963, maki Gunnlaug Hartmanns- dóttir, dætur þeirra: a) El- ísabet Kemp, f. 1.2. 1988, og á hún dótturina Herborgu Helgu Davíðsdóttur, f. 10.9. 2015, b) Marín Kemp, f. 11.5. 1995, c) Katrín Kemp, f. 9.10. 1997. Þórður Gunnar býr í Cleveland í Ohio með eiginmanni sínum Joseph Piskura, f. 12.1. 1957. Ragna og Haraldur hófu bú- skap sinn á Siglufirði en fluttu árið 1950 til Ólafsfjarðar og bjuggu þau þar til ársins 1987 er þau fluttu til Sauðárkróks. Á Siglufirði starfaði Ragna hjá Landssíma Íslands, en eftir flutninginn til Ólafsfjarðar ráku þau Ragna og Haraldur félagsheimilið Tjarnarborg þangað til Ragna opnaði versl- unina Lín sem hún rak í 26 ár. Síðar starfaði Ragna á skrif- stofu Hraðfrystihúss Magnúsar Gamalíelssonar hf. á Ólafsfirði. Ragna var virk í félagsmálum; varaformaður í stjórn Spari- sjóðs Ólafsfjarðar um skeið og sat í Náttúruverndarnefnd Ólafsfjarðar, formaður Ólafs- fjarðardeildar Norræna félags- ins var hún 1982 til 1987. Á Sauðárkróki starfaði Ragna í Skagfirðingabúð til starfsloka. Útför Rögnu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 14. mars 2018, og hefst athöfnin kl. 14. Þórðarsyni vél- smíðameistara, f. í Reykjavík 16. júlí 1925, d. 14. des- ember 2011 á dvalarheimili Heilbrigðisstofn- unar Norðurlands á Sauðárkróki. Börn þeirra eru þau Elín Hólm- fríður nuddfræð- ingur, f. 26. mars 1950, og Þórður Gunnar við- skiptafræðingur, f. 28. sept- ember 1963. Elín var gift Bjarka Sigurðssyni, f. 1944, börn þeirra: 1) Haraldur Páll, f. 18.7. 1968, d. 26.1. 2016, maki Guðrún Elín Hilm- arsdóttir, þeirra börn: a) Hulda Björk, f. 1.10. 1993, og á hún soninn Baldur Inga Magn- ússon, f. 8.10. 2013, b) Hlynur Óli, f. 28.3. 1998; 2) Ragna Rós, f. 17.11. 1971, maki Gunnar Valsson, þeirra börn: a) Elín Aðalsteina, f. 21.9. 1996, b) Bjarki Þórður, f. 27.9. 1999, c) Karl Róbert, f. 5.12. 1985, d) Einar Valur, f. 27.7. 1989, og á hann dótturina Lovísu Líf, f. 24.8. 2015, e) Baldur Jónas, f. 26.6. 1994, 3) Jón William, f. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Elsku Ragna amma, nú ertu farin frá okkur og komin til afa. Það fljúga góðar minningar um þig í höfðinu á mér, svo góðar og yndislegar. Ég kallaði þig stund- um amma „Kaggi“ þú varst svo dugleg og sterk kona, mikill kar- akter og svo mikil pæja, alltaf svo fín og flott. Ég á minningarnar frá því að ég var lítil á Ólafsfirði í búð- inni þinni, uppi á Hlíðarvegi og svo á Sauðárkróki. Ég mun ylja mér við þær. Við vorum svo góðar vinkonur, þú og afi voruð svo stolt í brúðkaupinu mínu 2010, afi svo ánægður að ég skyldi hlýða hon- um og gifta mig fljótt eftir að ég næði mér í maka. Þau voru svo ánægð með Gunna minn og hann var svo mikill vinur þinn, amma, og þér þótti svo vænt um hann. Ég var hjá þér síðustu 10 dag- ana, það var erfitt en hvergi vildi ég annars staðar vera en hjá þér. Þú baðst mig um að gleyma þér aldrei og þú myndir aldrei gleyma mér, ég veit að þú elskaðir mig eins mikið og ég elska þig. Það verður skrítið að eiga þig ekki og heyra ekki í þér. Við hringdum mikið hvor í aðra, oft voru það erf- ið símtöl en svo voru mörg svo skemmtileg, ég á eftir að sakna þín svo elsku amma. Ég hitti eina góða konu daginn sem þú kvaddir, ég var að koma frá því að klæða þig í fínu fötin þín. Hún tók utan um mig og sagði við mig að ég væri búin að sigla þessu friðarskipi með þér í svo mörg ár og það væri svo stutt eftir að ég yrði að klára það þín vegna. Elsku amma, auðvitað geri ég það. Ég þakka starfsfólkinu á deild 5 fyrir að hugsa svona vel um hana ömmu mína, þið eruð svo yndis- legar allar sem ein. Sendi innilegar samúðar- kveðjur til mömmu minnar elsku- legu, Þórðar Gunnars móður- bróður míns og fjölskyldu okkar. Ragna Rós, Gunnar og fjölskylda. Kær móðursystir mín, Ragna Hólmfríður Pálsdóttir, er látin á 93. aldursári. Með henni er gengin sjálfstæð kona og sterkur per- sónuleiki sem hafði áhrif til fram- fara og bættrar menningar á fólk sitt og nánasta umhverfi. Ragna frænka var ein þeirra kvenna sem ég hef ávallt litið til sem fyrir- myndar á margan hátt í lífinu. Ég sá hana í fyrsta sinn þegar ég var á fimmta árinu og festist mér í minni; þá skrapp hún í land um kvöld að áliðnum vetri þegar strandferðaskipið Esja gerði stuttan stans á Bíldudal að norðan á leið suður til Reykjavíkur, en þangað átti Ragna erindi til að kaupa inn fyrir verslun sína Lín sem hún rak á Ólafsfirði. Þá hafði Norma, yngsta systir mín, fæðst rétt fyrir jólin og ég man að Ragna undraðist hve barnið væri stórt, en stuttu seinna flautaði skipið annað flaut og þessi glæsi- lega búna kona þurfti að hraða sér aftur til skips. Það sópaði að Rögnu frænku minni hvar sem hún kom enda fór hún hvergi með veggjum en tók sér sitt rými sem sjálfsögðum hlut, af öryggi og reisn. Hún var framsýn nútíma- kona og lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Sem ung stúlka í heima- bænum Siglufirði starfaði Ragna á Landssímanum, sat við og tengdi handvirkt símanúmer með snúru sem rata þurfti í rétta inn- stungu á skiptiborði. Oft hefur þá verið handagangur í öskjunni, símtöl pöntuð með hraði og for- gangshraði og kallað: Miðstöð – Reykja – Sigló! Síðar á ævinni átt- aði ég mig á að ef hún Ragna frænka hefði valið að fara í leik- listarskóla hefði hún áreiðanlega fengið að sleppa raddþjálfunar- og framsagnartímum, hún var full- numa í þeim greinum eftir starfið á símstöðinni. Ragna giftist Haraldi Guðbirni Þórðarsyni vélvirkjameistara árið 1948. Þau settust að á Ólafsfirði og eignuðust dótturina Elínu Hólm- fríði 1950 en hún var næst mér í aldri af mínum systkinum. Sum- arið 1964 dvaldi ég hjá þeim Rögnu og Haraldi á Ólafsfirði og við frænkur áttum margar góðar stundir við að passa bróður henn- ar, Þórð Gunnar sem var þá á fyrsta ári. Ragna var auðvitað úti- vinnandi við verslun sína Lín og ákveðin skyldustörf komu í hlut okkar Elínar. Þetta sumar bætti ég ýmsu gagnlegu í sjóð verk- kunnáttu minnar inni á heimili sem ég bý að ætíð síðan og er stolt af að hafa verið í „húsmæðra- skóla“ hjá Rögnu frænku. Eftir Rögnu liggur fínasta handavinna og listilegur saumaskapur og kunnáttu sína lagði hún sig fram um að flytja áfram til næstu kyn- slóða. Málaða postulínsmuni sendi hún okkur systrum fyrir jólin þeg- ar hún var 89 ára frá dvalarheim- ilinu á Sauðárkróki þar sem þau hjón bjuggu allnokkur síðustu ár við gott atlæti og bestu umönnun, en Haraldur lést árið 2011. Ragna var glaðsinna að eðlis- fari og félagslynd, hún lék á als oddi þegar ég heimsótti hana síð- ast fyrir nokkrum misserum þó að heilsunni hefði þá hrakað veru- lega, hún hélt ávallt reisn sinni og var sami höfðingi heim að sækja og hún var allt sitt líf. Veri Ragna frænka mín kært kvödd. Afkomendum hennar öllum bið ég guðs blessunar. Anna Sigríður Einarsdóttir. Það þóttu talsverð tíðindi þegar Ragna og Haraldur settust að í Ólafsfirði á sjötta tug síðustu aldar. Þau aðlöguðust fljótt sam- félaginu í Ólafsfirði og öllum varð ljóst að hér var atorkufólk á ferð. Ragna hóf brátt verslunarrekstur og gaf sig einnig að félagsstörfum, einkum eftir að hún tók að sér for- mennsku í deild Norræna félags- ins í Ólafsfirði sem hún gegndi lengi og farsællega. Orðsporið af krafti hennar og dugnaði fór víða, ekki síst í norrænu vinabæjunum, Hillerød, Horten, Lovisa og Karlskrona. Haraldur var málmiðnaðar- maður og starfaði sem slíkur og um langt skeið með félaga sínum, William Þorsteinssyni bátasmið, betur þekktir sem tvíeykið „Willi og Halli“, og brölluðu þeir margt saman annað en smíða hús og báta. Haraldur gaf sig að kirkju- legum málefnum, var árum saman meðhjálpari í Ólafsfjarðarkirkju. Á síldarárunum var hann starf- andi á síldarradíóinu í Ólafsfirði sem hélt uppi samskiptum við skipin okkar á síldarmiðunum og miðlaði fréttum af þeim á báta- bylgjunni. Margs er að minnast úr félags- starfi Norræna félagsins, ekki síst úr stóru ferðunum sem farnar voru á vinabæjamót í Lovisa 1982 þegar yfir 50 manns frá Ólafsfirði voru með í þriggja vikna ferð sem endaði með því að hópnum var boðið að koma til Karlskrona og Hillerød líka á heimleiðinni. Það var reisn yfir Rögnu þegar tugþúsunda tonna stórskipið sló af á Óslóarfirði, eldsnemma morg- uns rétt utan við Horten í Noregi 1984 og 25 Ólafsfirðingar stigu frá borði yfir í minni báta með Rögnu í broddi fylkingar. Við bryggju- sporðinn beið þeirra dekkað borð þar sem félagar úr norræna félag- inu á staðnum buðu Rögnu og Haraldi til morgunverðar, þeim einum til heiðurs. Aðrir fóru heim að sofa. Þegar Ragna og Haraldur fluttu í Skagafjörð kvöddum við hin þau með mikilli eftirsjá en þau voru ekki langt undan og voru boðin sérstaklega til móts og funda, ekki síst þegar norrænir gestir voru á ferðinni, akandi frá Akureyri eða via Knappstaðir eins og þeir auðkenndu vesturleiðina um Fljót. Ragna og Haraldur gáfu Ólafs- firðingum að skilnaði merki Nor- ræna félagsins sem Haraldur hannaði og smíðaði í fullri stærð og komið var varanlega fyrir í trjálundi ofan við Tjörnina í miðbæ Ólafsfjarðar nálægt þeim stað þar sem norrænir vinir gróðursettu tré á vinabæjamóti 1986. Við sendum fjölskyldu þeirra hjóna innilegar samúðarkveðjur. Þakklæti er okkur efst í huga fyrir samfylgdina. Fyrir hönd Norræna félagsins í Ólafsfirði, Óskar Þór Sigurbjörnsson. Ragna Hólmfríður Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.