Morgunblaðið - 16.03.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018
16. mars 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 99.3 99.78 99.54
Sterlingspund 138.62 139.3 138.96
Kanadadalur 76.63 77.07 76.85
Dönsk króna 16.478 16.574 16.526
Norsk króna 12.845 12.921 12.883
Sænsk króna 12.088 12.158 12.123
Svissn. franki 105.0 105.58 105.29
Japanskt jen 0.9316 0.937 0.9343
SDR 144.25 145.11 144.68
Evra 122.76 123.44 123.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.7851
Hrávöruverð
Gull 1323.35 ($/únsa)
Ál 2095.5 ($/tonn) LME
Hráolía 64.73 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Tekjuafkoma hins opinbera var já-
kvæð um 38,7 milljarða króna árið 2017
eða 1,5% af landsframleiðslu. Til sam-
anburðar var afkoman jákvæð um
308,4 milljarða króna árið 2016 eða
12,6% af landsframleiðslu og neikvæð
um 18,2 milljarða króna árið 2015, sam-
kvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni.
Tekjur hins opinbera námu um
1.109,6 milljörðum árið 2017 eða 43,4%
af landsframleiðslu. Drógust tekjurnar
saman um 22% milli ára, sem rekja má
til 384,2 milljarða króna stöðugleika-
framlags frá slitabúum fallinna fjár-
málafyrirtækja árið 2016.
Útgjöld hins opinbera voru 1.070,9
milljarðar króna 2017 eða sem nemur
41,9% af landsframleiðslu en til sam-
anburðar námu útgjöldin 45,2% af
landsframleiðslu árið 2016.
Heildarútgjöld til heilbrigðismála árið
2017 eru áætluð 223,7 milljarðar króna
eða 8,8% af landsframleiðslu.
Tekjuafkoma jákvæð um
39 milljarða króna
STUTT
Ætlar sér ekki hlutinn
Í samtali við Morgunblaðið í maí
2016 staðfesti Jóhann Ingólfsson,
stjórnarformaður sparisjóðsins,
sem á í dag 0,09% hlut í RB, að
ekki stæði til að sjóðurinn eignaðist
hlutinn, heldur hefði verið gert
samkomulag við utanaðkomandi að-
ila um kaup hans í beinu framhaldi.
Ekki hefur verið upplýst hver sá
aðili sé, en Síminn staðfesti á sínum
tíma áhuga á samstarfi við RB,
hvort sem fyrirtækið yrði hluthafi
eða samstarfsaðili.
Eins og fram hefur komið hefur
RB verið í eigu fjármálafyrirtækja
fram til þessa. Má það rekja til
sögulegra ástæðna þar sem í upp-
hafi þótti verulegt hagræði því
fylgjandi að kjarnakerfi væru
byggð upp og rekin sameiginlega.
Stærstu hluthafar í RB eru Lands-
bankinn með 38,57% hlut, Íslands-
banki með 30,06% hlut og Arion
banki með 20,02% hlut.
Í ljósi sáttar hluthafa RB við
Samkeppniseftirlitið frá 2012
skuldbundu bankarnir sig til að
minnka hlut sinn, eins og fjallað
hefur verið um áður í Morgun-
blaðinu. Í því samhengi hafa allir
þrír bankarnir sagst vera með
hlutabréf í RB til sölu, annaðhvort
öll sín bréf, eða hluta þeirra.
4,7 milljarða tekjur
Í ársreikningi RB kemur fram að
hagnaður af rekstri félagsins árið
2016 hafi verið 104 milljónir króna.
Rekstrartekjur námu 4,7 milljörð-
um króna, hagnaður fyrir afskriftir,
vexti og skatta var 549 milljónir
króna. Eignir RB voru í árslok
tæpir 4,5 milljarðar króna og eig-
infjárhlutfall var 37,6%. Handbært
fé frá rekstri nam 545,5 milljónum
króna samkvæmt sjóðstreymi.
Meðalfjöldi stöðugilda á árinu var
180.
Eignarréttur Mentís á hlut í
RB viðurkenndur með dómi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tækni Tekist hefur verið á um eignarhlut í Reiknistofu bankanna hf. sem þjónustar íslenskan fjármálamarkað.
Upplýsingatækni
» Verðmæti RB í heild sinni
miðað við að kaupverð 7,2%
hlutar sé 70 milljónir króna, er
972 milljónir króna.
» Reiknistofa bankanna er að
stærstum hluta í eigu stóru
bankanna þriggja.
» Hlutir bankanna í RB eru til
sölu, að hluta eða öllu leyti
» Sparisjóður Höfðhverfinga
hafði ekki í hyggju að eiga hlut-
inn til frambúðar.
30 daga forkaupsréttartímabil útrunnið Borgaði 70 milljónir fyrir hlutinn
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Héraðsdómur Reykjavíkur úr-
skurðaði nú í vikunni að eignarrétt-
ur Mentis, félags í eigu Gísla K.
Heimissonar, að 7,2% hlut í Reikni-
stofu bankanna (RB) sem félagið
keypti af Kviku banka í apríl árið
2016, væri viðurkenndur.
Tekist hefur verið á um þennan
hlut frá því kaupin voru gerð, eins
og fjallað hefur verið um í Morg-
unblaðinu, en fljótlega eftir kaupin
lýsti Sparisjóður Höfðhverfinga því
yfir að hann hygðist neyta for-
kaupsréttar samkvæmt ákvæði í
samþykktum RB.
Gísli K. Heimisson var áður
framkvæmdastjóri bankasviðs
Kviku en hluturinn sem Mentis
keypti var í eigu Kviku og nokk-
urra annarra smærri hluthafa í RB.
Forsaga málsins er sú að Spari-
sjóður Höfðhverfinga taldi sig hafa
nýtt forkaupsrétt sinn að hlutunum
rúmum hálftíma áður en frestur til
að nýta réttinn rann út.
Mentís hefur þegar greitt fyrir
hlutina, 70 milljónir króna, eins og
fram kemur í dómi Héraðsdóms, en
RB hefur ekki skráð Mentís sem
eiganda hlutanna í hlutaskrá vegna
ágreiningsins. Mentís höfðaði því
mál til viðurkenningar á því að fé-
lagið njóti eignaréttar á hinu
keypta hlutafé í samræmi við
ákvæði kaupsamningsins 7. apríl
2016, eins og það er orðað í dómn-
um.
Frestur fór að líða 11. apríl
Mentís vísar til þess að Spari-
sjóðurinn hafi ekki neytt forkaups-
réttar innan 30 daga tímafrests
samkvæmt samþykktum félagsins,
en Mentís telur að fresturinn hafi
verið liðinn 11. maí 2016 kl. 17.56. Í
dómnum segir að engin haldbær
rök séu til þess að miða upphaf 30
daga tímafrests við næsta dag á
eftir, 12. apríl 2016. Frestur Spari-
sjóðsins til að nýta sér forkaupsrétt
sinn hafi byrjað að líða 11. apríl
2016. „Af þessari ástæðu gat til-
kynning stefnda um nýtingu for-
kaupsréttar ekki haft þau áhrif að
skapa honum eignarétt að téðum
hlutum,“ segir orðrétt í dómnum.
Gerið góð kaup!
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800
NÚ TIL HÚS
A Í
LÁGMÚLA 8
ÁÐUR: 69.900,-
NÚ: 55.920,-
Veggofn – Stál
vrn. HT944 187 865
ÁÐUR: 89.900,-
NÚ: 71.920,-
HELLUBORÐ
vrn. HT949 492 128
20%
Talent Pro
Gerið góð kaup!30%
ÁÐUR: 69.900,-
NÚ: 59.415,-
HELLUBORÐ
vrn. SANZ64M3707AK/UR
15%
ÁÐUR: 69.900,-
NÚ: 59.415,-
BLÁSTURSOFN
vrn. SANV70K1340BS/EE
● Hagnaður Landsbréfa, dótturfélags
Landsbankans, jókst um 59% á milli
ára og var 1.113 milljónir árið 2017.
Aukning hagnaðar skýrist fyrst og
fremst af árangurstengdum þókn-
unum af rekstri framtakssjóða.
Í lok árs voru eignir í stýringu 162
milljarðar króna samanborið við 184
milljarða í byrjun árs. Skýrist lækkunin
af arðgreiðslum úr framtakssjóðum og
sveiflum á stærð fjárfestingarsjóðsins
Landsbréf – Veltubréf, sem fjárfestir
einkum í innlánum.
Hagnaður Landsbréfa
nam um 1,1 milljarði