Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 RISA LAGERSALA G L Æ S I B Æ R ALLRA SÍÐASTI SÉNS! LOKAHELGI OPIÐ LAUGARDAG & SUNNUDAG FRÁ 11-18 80% AFSLÁTTURALLT AÐ Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto „Þetta er fyrirbæri sem heitir „Með fróðleik í fararnesti“ og er samstarfs- verkefni Háskóla Íslands og Ferða- félags Íslands,“ segir Tómas Grétar Gunnarsson vistfræðingur, en í dag kl. 13 er boðið í árvissa fuglaskoðun í Grafarvogi undir leiðsögn. Rölt verður af stað frá Grafar- vogskirkju eftir stutt spjall og gera má ráð fyrir að gangan taki um tvær klukkustundir. „Við hyllum farfuglana, sem eru komnir yfir hafið. Þetta er fyrir alla, sérstaklega fjölskyldur og börn. Við röltum þarna eftir göngustígnum í Grafarvoginum, setjum upp stóra sjónauka og segjum frá og svörum spurningum,“ segir Tómas Grétar, en ásamt honum verða fuglafræðing- arnir Lilja Jóhannesdóttir og Sölvi Vignisson á staðnum. Tómas Grétar segir Grafarvog vera leiru og fólk megi eiga von á að sjá vaðfugla eins og t.d. jaðrakan, stelk, tjald, sandlóu, lóuþræl og and- fugla og máva. „Vaðfuglar verða í öndvegi því þeir tína fæðuna úr leir- unni, orma, mýlirfur og smáar skelj- ar. Leirur eru að hverfa þannig að þetta er mikilvægur staður.“ Aðspurður segir Tómas Grétar við- burðinn vera vinsælan, ekki síst hjá börnum, og yfirleitt mæti á annað hundrað manns. ernayr@mbl.is Farfuglarnir voru hylltir við komuna  Fuglaskoðun í Grafarvogi í dag Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Viðskiptavinum Vínbúðanna fjölgaði um 4% í fyrra frá árinu áður og voru alls 4,9 milljónir. Þeir keyptu tæp- lega 22 milljónir lítra af áfengi, lang- mest af bjór. Í boði voru alls 3.350 vörutegundir. Þetta kemur fram í ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2017. Þar kemur jafnframt fram að hlutur ríkisins af brúttósölu fyrirtækisins í fyrra hafi verið rúmir 25 milljarðar króna. Þar af var áfengisgjald tæp- lega 13 milljarðar. Tekjur af sölu áfengis voru 24.942 milljónir króna án vsk. og hækkuðu um 5,5% á milli ára. Sala ársins var 4,8% meiri í lítrum í samanburði við fyrra ár. Sala á sterku áfengi (>22% alk.) jókst um 6,3% en sala á léttvíni (<=22% alk.) jókst um 4,4% og á bjór um 4,8%. Hækkun neftóbaksgjalds 77% Tekjur af sölu tóbaks drógust saman um tæplega 1% á milli áranna 2016 og 2017 og voru 9.252 milljónir án vsk. Tóbakssala dróst saman í öll- um flokkum, mest í reyktóbaki 29%, vindlum um 13%, neftóbaki um 5,8% og sígarettum (vindlingum) um 9,4%. Í fyrra var gjald á neftóbak hækkað um 77,2% og á vindla og annað tóbak um 62,6%. Fram kemur í ársskýrslunni að ÁTVR hefur með markvissum hætti hvatt viðskiptavini til að draga úr notkun plastpoka með því að bjóða fjölbreytt úrval af fjölnota pokum á hagstæðu verði. Sala á fjölnota pok- um jókst um tæplega 27% í fyrra en alls voru seldir 41 þúsund pokar. ÁTVR hefur sett sér það markmið að verða plastpokalaus og er einn lið- ur í því að hækka verð á plastpokum. Pokarnir hækkuðu í verði um 10 kr. 1. september og 10. krónur 1. janúar 2018. Sala plastpoka dróst saman um 6,5% á milli ára. Engu að síður keyptu um 32% viðskiptavina plast- poka, eða tæplega 1,6 milljónir poka, segir í skýrslunni. Í áratugi hefur ÁTVR gefið við- skiptavinum brúna flöskubréfpoka. Á árinu 2017 var gefin tæplega 1,1 milljón poka og minnkaði magn í um- ferð um 41% á milli ára. Í lok ársins var ákveðið að hætta dreifingu á bréfpokunum frá og með 1. janúar sl. „Markmiðið er að draga úr umhverf- isáhrifum en gera má ráð fyrir að í flestum tilfellum endi flöskupokarnir sem rusl eða séu settir í endur- vinnslutunnu þegar heim er komið.“ Heildarfjöldi starfsmanna ÁTVR sem fengu greidd laun í fyrra var 738. Umreiknað í ársverk voru þau 334 í samanburði við 312 árið áður. Fimm milljónir viðskiptavina  Viðskiptavinum Vínbúðanna fjölgaði um 4% í fyrra  Þeir keyptu tæplega 22 milljónir lítra af áfengi  Sala plastpoka dróst saman um 6,5% á milli ára en engu að síður seldi ÁTVR 1,6 milljónir plastpoka Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vínbúð ÁTVR Alls komu tæplega fimm milljónir viðskiptavina í búðirnar í fyrra. Er það 4% fjölgun frá fyrra ári. Skilríkjaeftirlit er einn af mik- ilvægustu þáttunum í sam- félagslegri ábyrgð. Markmiðið er að tryggja að allir viðskipta- vinir hafi náð 20 ára aldri. Starfsfólk ÁTVR er þjálfað til að spyrja alla viðskiptavini sem virðast 24 ára eða yngri og ekki síst þá sem gætu verið undir 20 ára. Til að efla starfsfólk í skil- ríkjaeftirliti eru framkvæmdar hulduheimsóknir sem felast í því að 20-24 ára viðskiptavinir fara í vínbúðir til að versla og skila upplýsingum til rannsókn- araðila um hvort spurt hafi ver- ið um skilríki. Hulduheimsóknir eru framkvæmdar í öllum stærri vínbúðum þ.e. á höfuðborgar- svæðinu, Selfossi, í Reykja- nesbæ og á Akureyri. Að meðal- tali eru þrjár heimsóknir í mánuði í hverja vínbúð. Á árinu 2017 var árangurinn 85% en markmið ársins var eins og undanfarin ár – 88%. Vínbúðin í Skeifunni fékk við- urkenningu fyrir frábæran ár- angur í skilríkjaeftirliti. Árangurinn var 85% HULDUHEIMSÓKNIR Þuríður Jóhanna Kristjánsdóttir, fyrrverandi prófess- or við Kennarahá- skóla Íslands, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum síðastliðinn miðviku- dag, nærri níutíu og eins árs að aldri. Þuríður fæddist á Steinum í Stafholts- tungum í Borg- arfirði 28. apríl 1927. Foreldrar hennar voru hjónin þar, Kristján Frank- lín Björnsson, bóndi, hreppstjóri og húsasmiður, og Jónína Rann- veig Oddsdóttir húsfreyja. Þuríður stundaði nám við Hér- aðsskólann í Reykholti og tók kennarapróf frá Kennaraskóla Ís- lands árið 1948 og var síðar við nám í Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn og Cambridge háskóla í Englandi. Hún kenndi í Stykk- ishólmi, við Skóga- skóla undir Eyjafjöll- um og við Hagaskóla í Reykjavík. Árið 1967 fékk Þuríður Fulbright-- styrk til náms í Bandaríkjunum. Hún lauk BSc-prófi frá Illinois-háskóla í Ur- bana árið 1968, meistaraprófi 1969 og doktorsprófi í mennta- sálarfræði frá sama skóla árið 1971. Hún varð kennari við Kenn- araháskóla Íslands 1971 og fyrsti prófessor við skólann 1973. Hún var jafnframt konrektor í nokkur ár. Hún starfaði sem stundakenn- ari við aðra skóla, meðal annars Háskóla Íslands og Fósturskóla Sumargjafar og vann fyrir skóla- rannsóknadeild menntamálaráðu- neytisins. Þuríður lét af störfum við Kennaraháskólann árið 1989. Auk fræðistarfa í fagi sínu vann Þuríður að þýðingum og fékkst nokkuð við ljóðagerð. Eftir að hún hætti að kenna vann Þuríður ötul- lega að útgáfu Borgfirskra ævi- skráa og voru sjö síðustu bindin undir hennar ritstjórn. Í tilefni af 70 ára afmæli Þur- íðar heiðruðu vinir hennar og samstarfsfólk hana með greina- safni um helstu viðfangsefni henn- ar á sviði menntunar og skóla- mála. Bókin ber heitið Steinar í vörðu. Andlát Þuríður Jóhanna Kristjánsdóttir prófessor Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson, sem er grunaður um aðild að stóru fíkniefnamáli, Skáksambandsmál- inu svokallaða, í fjögurra vikna far- bann, eða til 18. maí. Þetta er gert að kröfu lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu. Áður hafði Héraðs- dómur Reykjavíkur hafnað kröfu embættisins um tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sigurði á grundvelli almannahags- muna, en varðhald yfir manninum rann út í gær. Sigurður var hand- tekinn í janúar og hafði því verið í haldi lögreglu í tólf vikur. Rannsókn málsins, sem er á loka- stigi og er m.a. unnin í samvinnu við spænsk yfirvöld, hefur verið tímafrek, en enn er beðið gagna að utan. Sú gagnaöflun felur þó ekki í sér brýna rannsóknarhagsmuni að sögn lögreglu. jonpetur@mbl.is Áfram í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.