Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 46
Tónlistarhátíðin Heima fór fram í ýmsum heimahúsum í Hafnarfirði nú á miðvikudaginn, síðasta vetrardag. Pistilritari rölti um götu bæjarins og þáði góðgjörðir úr höndum tónlistargyðjunnar. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Tónlistarhátíðin Heima eðaHEIMA fór nú fram ífimmta sinn í Hafnarfirð- inum. Hátíðin er haldin að fær- eyskri fyrirmynd og gengur út á að tónleikar eru haldnir í heima- húsum. Þrettán listamenn og hljómsveitir af alls kyns toga komu fram á jafn mörgum heimilum tvisvar um kvöldið og eins og nærri má geta var nándin mikil. Gest- gjafar buðu gjarnan upp á léttar veitingar og þar sem maður gæddi sér á saltstöng í stofunni stóð Króli í 20 sentimetra fjarlægð frá mér á meðan húsbóndi og -freyja sátu uppi í sófa með barnaskaranum og kunnugir sem ókunnugir röðuðu sér víðs vegar um heimilið; ýmist skrafandi, hlustandi eða hlæjandi. Fríkirkjan í Hafnarfirði og Bæjar- bíó luku einnig upp dyrum sínum. Rás 2 var þá á staðnum og útvarp- aði hluta dagskrárinnar. Nú er heima! Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Húsfyllir Félagarnir í Dr. Spock léku fyrir troðfullu húsi hjá Hebu og Ægi. Ég renndi í hlaðið hjá þeim Gunnþóru og Michael á Vestur- götunni um áttaleytið þar sem Between Mountains, sigurvegarar Músíktilrauna frá því í fyrra, léku í stofunni. Stemningin var u.þ.b. eins og ég lýsti hér að framan, með ein- dæmum hugguleg og hlýleg og ég 46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Söngsveitin Ægisif mun á tón- leikum í Langholtskirkju í dag, laugardag, kl. 17, flytja kórverkið Bjöllurnar eftir Sergej Rach- maninov, auk valdra kafla úr Nátt- söngvum tónskáldsins. Kórsinfóníuna Bjöllurnar samdi Rachmaninov árið 1913 við texta Edgars Allan Poe The Bells. Upp- haflega var verkið samið fyrir stóra sinfóníuhljómsveit, auk kórs og ein- söngvara, en verður nú flutt í nýrri undirleiksumritun fyrir píanó. Verkið er í fjórum köflum sem hver um sig túlkar ákveðið æviskeið mannsins, og er kórinn ýmist í for- grunni eða sem undirspil við ein- söngvarana. Er þetta frumflutn- ingur á Íslandi. Náttsöngvar voru fyrst fluttir í mars 1915 en ekki endurfluttir fyrr en hálfri öld síðar. Ægisif var stofnuð 2016 af Hreiðari Inga Þorsteinssyni, kór- stjóra og tónskáldi. Einsöngvarar eru Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Eyj- ólfur Eyjólfsson, Hrafnhildur Árna- dóttir og Fjölnir Ólafsson. Píanó- leikari er Anna Guðný Guðmunds- dóttir. Ægisif Söngsveitin flytur rómuð kórverk eftir Sergej Rachmaninov. Flytja Bjöllurnar og úr Náttsöngvum Hrafnhildur Arnarsdóttir myndlist- arkona, sem þekkt er undir lista- mannsnafninu Shoplifter, segir að þegar henni hafi verið boðið að setja upp sýningu í samtali við verk Ás- mundar Sveinssonar í Ásmundar- safni, hafi hún ákveðið að vinna ekki með hár, eins og hún er þekktust fyrir – vera ekki fyrirsjáanleg. Af- raksturinn má sjá á sýningunni Inn- rás II sem verður opnuð í safninu í dag, laugardag, klukkan 16. „Mér fannst ekki nóg með að setja mín verk hér inn með hans, ég fann ekki snertiflöt þar,“ segir Hrafnhild- ur. „Ég kaus því að lýsa verkin með litum og fá mína litadýrð hingað inn – baða verk Ásmundar dýrðarljóma, en það er einmitt heiti verksins. Þetta eru partíljós sem mynda geislabauga á verkunum,“ segir hún og leiðir blaðamann í fyrsta salinn þar sem skær kastljós á lágum stöpl- um vissulega breyta upplifuninni á verkum Ásmundar. „Ég vildi nýta verk Ásmundar beint í minni innrás hér í safnið,“ bætir hún við og bendir upp á pall þar sem eru minni verk og stúdíur eftir Ásmund. „Inn á milli þeirra set ég verk sem ég kalla Boðflennur, fígúrur sem ég raða upp þannig að þær dást að skúlptúrum hans. Þetta er fundið efni sem kann að koma fólki á óvart; þær eru eins og boð- flennur í partíi sem hafa klætt sig upp til að falla í hópinn.“ Við göngum svo í innsta salinn þar sem sjá má hvernig Hrafnhildur hef- ur í öðrum endanum hjúpað brons- mynd Ásmundar Helreiðina, í verki sem hún kallar Hjúpur, með krump- uðu plastefni sem minnir á hraun og er með áprentaðri mynd af hári. Í hinum endanum eru stál- og víraverk Ásmundar og þar hefur Hrafnhildur bætt allrahanda málm- hlutum inn í verkin, hlutum sem hún hefur fundið á nytjamörkuðum, til að mynda kertastjökum, sem renna saman við verk meistarans á athygl- isverðan og oft launfyndinn hátt, og kallar hún þau verk sín Hermikrák- ur. „Þetta verk Ásmundar hér Þjóð- lag og ég hef bætt við það kerta- stjaka og hljómplötu,“ segir hún og bendir á svarta plötuna. „Þetta eru allrahanda æfingar í komposisjón, gert með virðingu og af alúð.“ Og nafn plötunnar er vel við hæfi, „Myndræn áhrif“. „Ég valdi þessa plötu því heitið passar svo vel við það sem ég er að gera.“ efi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Dýrðarljómi „Nú fellur hér dýrðarljómi á verk Ásmundar,“ segir Hrafnhildur Arnardóttir um innrás sína í Ás- mundarsafn. Annars staðar fellir hún hluti af nytjamörkuðuðum saman við skúlptúra Ásmundar Sveinssonar. Með virðingu og af alúð  Í Innrás II í Ásmundarsafni breytir Hrafnhildur Arnar- dóttir upplifun gesta á verkum Ásmundar Sveinssonar Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Barnasáttmálinn rokkar, já hann er okkar! Sýning á Barnamenningarhátíð 2018 Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sunnudagur 22. apríl kl. 14 Leiðsögn Markúsar Þórs Andréssonar um Sjónarhorn Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Barnamenningarhátíð í Listasafni Íslands 21. apríl kl. 13 og aftur kl. 14:30. Sögustund inni í mögnuðu andrúmslofti sýningarinnar Korriró og Dillidó – þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. ELINA BROTHERUS – LEIKREGLUR – 16.2. - 24.6.2018 KORRIRÓ OG DILLIDÓ – Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar – 2.2. - 29.4.2018 FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR – Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019 SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Sunnudagsleiðsögn 22. apríl kl. 15 í umsjá nemenda um sýninguna Við mið / At present VIÐ MIÐ / AT PRESENT – Samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Listaháskóla Íslands og listfræði í Háskóla Íslands. – 13.04. – 22.02. 2018. TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 13.5.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA – 2.10.2016 - 29.04.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.