Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Með réttu hugarfari og breytingum væri hægt að skapa betra rekstr- arumhverfi á Íslandi, bæði til að halda að einhverju leyti í þau öflugu fyrirtæki sem fæðast í landinu og mögulega laða til landsins fyrirtæki utan úr heimi. Þetta segir Páll Jó- hannesson, lögmaður og einn frum- mælenda á fundi sem haldinn verður í Hörpu næstkomandi þriðjudag undir yfirskriftinni Rekstrarum- hverfið á eyríkinu Íslandi. Að viðburðinum standa SA, VÍ, Íslandsstofa, SKR Lögfræðiþjón- usta, Grant Thornton og GAMMA. „Umræðan um þessi mál vill stundum fara út í öfgar, þar sem engir aðrir möguleikar virðast í stöðunni en að gera Ísland annað- hvort að háskattalandi eða skatta- paradís, en það eru ýmsir valkostir sum rúmast þar á milli og sem hægt væri að ná sátt um til lengri tíma hvernig sem stjórn landsins er sam- ansett,“ segir Páll. Hóflegir skattar og reglur Að mati Páls þarf Ísland ekki að finna upp hjólið, og má læra af for- dæmi smærri þjóða í Evrópu, hvort sem það eru Norðurlönd, Írland, Belgía, Holland eða Lúxemborg – ellegar smærri eyríki eins og Malta og Kýpur. Öll þessi ríki eru með- vituð um að skattaumhverfið skiptir verulegu máli þegar kemur að at- vinnuuppbyggingu og hafa þessar þjóðir t.a.m. oft náð góðum árangri með því að velja skynsamlegar út- færslur á skattlagningu fyrirtækja. „Á Írlandi er skattur á hagnað fyr- irtækja 12,5% sem er með því hag- stæðasta í Vestur-Evrópu. Jafn- framt gæta Írar þess vandlega að taka ekki upp mjög íþyngjandi regl- ur nema að vandlega athuguðu máli og er sú stefna þeirra orðin rótgróin. Til samanburðar er tekjuskattur í almennu þrepi 20% á Íslandi, og hægt að taka undir það sjónarmið að íslensk stjórnvöld leiði ef til vill í lög of mikið af íþyngjandi reglum að fyr- irmynd stærri ríkja, án þess að skoða nægilega vel hvort það falli að undirliggjandi hagsmunum Ís- lands.“ Norðurlönd hafa öll lækkað skatt- þrep á fyrirtæki síðastliðin ár svo þau eru nú á bilinu 20-24% og fara enn lækkandi. „Flest ríki eru að lækka skattþrepin og reyna að gera rekstrarumhverfið meira aðlað- andi,“ segir Páll. Hleypum fjármagninu inn Ingvi Hrafn Óskarsson, fram- kvæmdastjóri sérhæfðra fjárfest- inga hjá GAMMA, mun einnig flytja erindi á fundinum þar sem hann fjallar um hvernig greiða mætti fyrir erlendri fjármögnun í íslensku at- vinnulífi, og þann ávinning sem því myndi fylgja. Hann bendir á að innflæðishöft hamli kaupum erlendra fjárfesta á íslenskum skuldabréfum, því bindi- skylduákvæði skikka þá til að leggja sem nemur 40% af andvirði fjárfest- ingarinnar inn á vaxtalítinn eða vaxtalausan reikning hjá Seðlabank- anum. „Þetta veldur því að fjárfest- ing sem þeim þætti að öðrum kosti spennandi er gerð ófýsileg, og þykir þetta fyrirkomulag mjög óvenjulegt í alþjóðlegu samhengi.“ Ingvi Hrafn bætir því við að inn- flæðishöftin brjóti líklegast reglur EES um frjálst flæði fjármagns, en jafnvel ef höftin eru fyllilega lögleg nú um stundarsakir þá gangi þau miklu lengra en nauðsynlegt er til að verja hagkerfið gegn mögulegum neikvæðum áhrifum vaxtamunar- viðskipta. „Höftin ganga svo langt að þau fæla frá fjárfesta sem myndu vilja koma hingað í þeim tilgangi að styðja við uppbyggingu íslensks at- vinnulífs með lánveitingum, og þau standa í vegi fyrir eðlilegri þróun á skuldabréfamarkaði,“ segir hann. „Útkoman er sú að erlend þátttaka á íslenskum skuldabréfamarkaði er mjög lítil í alþjóðlegu samengi, miklu minni en í nágrannaríkjum okkar og jafnvel minni en hjá mörg- um nýmarkaðsríkjum.“ Með afnámi bindiskyldunnar seg- ir Ingvi Hrafn hægt að reikna með því að fjármögnunarkjör myndu batna. „Með tilkomu erlendra fjár- festa á skuldabréfamarkaði myndi skuldabréfamarkaðurinn dýpka, vextir væntanlega lækka og fyrir- tæki hefðu stöðugra og fjölbreytt- ara aðgengi að fjármagni.“ Aðspurður hvort krónan myndi styrkjast með afnámi bindiskyldu, bendir Ingvi Hrafn á að mikilvæg- ast sé að horfa á langtímaáhrifin og hagsæld í landinu til lengri tíma. „Það verður líka að muna að íslensk- ir lífeyrissjóðir þurfa á komandi ár- um að fjárfesta mikið erlendis til að bæta hlutföllin í eignasöfnum sín- um, og það gæti stuðlað að meira jafnvægi ef innflæðishöftin eru fjar- lægð svo að erlent fjármagn geti leitað inn í landið á meðan innlenda fjármagnið leitar út,“ segir hann. „Umfram allt er þó erlend fjárfest- ing í atvinnulífi og innviðum af hinu góða fyrir hagkerfið og henni fylgir verðmæt þekking, dýrmæt tengsl- anet og mikill virðisauki fyrir hag- kerfið.“ Gætum bætt aðstæður Morgunblaðið/Hari Tækifæri Frá Alþingi. Ekki þarf að finna upp hjólið til að bæta rekstrar- umhverfið, en hætt við að Íslendingar fari að dragast aftur úr öðrum þjóðum.  Með því að fylgja fordæmi Norðurlanda og Írlands mætti renna betri stoðum undir atvinnulífið  Afnám innflæðishafta hefði margs konar jákvæð áhrif Páll Jóhannesson Ingvi Hrafn Óskarsson 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 21. apríl 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 99.95 100.43 100.19 Sterlingspund 140.67 141.35 141.01 Kanadadalur 78.91 79.37 79.14 Dönsk króna 16.498 16.594 16.546 Norsk króna 12.792 12.868 12.83 Sænsk króna 11.844 11.914 11.879 Svissn. franki 102.58 103.16 102.87 Japanskt jen 0.9279 0.9333 0.9306 SDR 144.98 145.84 145.41 Evra 122.89 123.57 123.23 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.5141 Hrávöruverð Gull 1347.9 ($/únsa) Ál 2597.5 ($/tonn) LME Hráolía 73.72 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Origo hefur keypt hugbúnaðarfyrir- tækið Benhur. Markmiðið með kaup- unum á Benhur er að breikka lausna- framboð Origo á heilbrigðissviði, svo sem með lausnum og þjónustu til rann- sóknastofa, segir í tilkynningu. Benhur hefur selt og þjónustað hug- búnað fyrir rannsóknarstofur á heil- brigðissviði frá belgíska fyrirtækinu MIPS í 14 ár. Kaupin hafa óveruleg áhrif á afkomu Origo, segir í tilkynningu. Tekjur Benhur á árunum 2016 og 2015 voru 18-19 miljónir króna, sam- kvæmt ársreikningi félagsins. Origo keypti hugbún- aðarfyrirtækið Benhur STUTT TripAdvisor, sem rekur heims- þekkta ferðasíðu, hefur keypt ís- lenska hugbúnaðarfyrirtækið Bók- un. Hugbúnaður fyrirtækisins er mest notaða sölu- og birgðakerfið í íslenskri ferðaþjónustu. Bókun hefur vaxið umtalsvert erlendis á síðustu misserum og er nú nýtt af viðskiptavinum víðsvegar um heiminn, segir í tilkynningu. Með kaupunum mun TripAdvi- sor útvíkka vöruframboð sitt, með því að þjónusta ferðaþjónustuaðila með rekstrar- og stjórnunarhug- búnaði, til viðbótar við að starf- rækja stærsta dreifingarnet í heiminum fyrir ferðir og afþrey- ingu. „Við erum að breikka okkar kjarnastarfsemi, úr því að vera stærsti dreifingaraðilinn í okkar geira ferðaiðnaðarins, yfir í að bjóða upp á tæknilausnir sem leysa dagleg vandamál okkar birgja,“ segir Dermot Halpin, framkvæmdastjóri hjá TripAdvi- sor. Höfuðstöðvar Bókunar verða áfram á Íslandi og stefnt er að umtalsverðri aukningu á starfsemi. Starfsmenn Bók- unar eru nú um 20 talsins. Hjalti Baldursson, for- stjóri Bókunar, og Ólafur Gauti Guðmundsson tæknistjóri munu áfram leiða félagið eftir kaupin. Þeir áttu félagið að fullu fyrir söluna, samkvæmt upplýsing- um frá Creditinfo. Árið 2016 voru tekjur félagsins 103 milljónir og jukust um 62% á milli ára, samkvæmt ársreikningi. Félagið tapaði fjórum milljónum það ár borið saman við sex millj- óna króna hagnað árið 2015. Eigið fé félagsins var 39 milljónir króna árið 2016 og eiginfjárhlutfallið var 39%. Samkvæmt ársreikningi 2016 fékk félagið 39,5 milljóna króna lán frá öðrum hluthafa þess. Starfsmönnum hefur fjölgað frá því að vera fjórir að meðaltali árið 2015, tólf árið 2016 og samkvæmt fréttatilkynningunni eru þeir nú um 20, eins og áður segir. TripAdvisor eflir rekstur Bókunar  Bókun verður áfram á Íslandi eftir kaupin  Frumkvöðlarnir áttu félagið Hjalti Baldursson Í viðtali við Guðmund Kristjánsson í blaðinu á föstudag, um kaup Brims hf. á þriðjungshlut í HB Granda hf., misritaðist nafn Kristjáns Lofts- sonar, stærsta hluthafa Hvals hf. og hann kallaður Jónsson. Beðist er af- sökunar mistökunum. ai@mbl.is LEIÐRÉTT Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Heilbrigð melting Innihald: • Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaskiptum - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar • Mjólkurþistil ogætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls • Túrmerik og svartan pipar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.