Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 32
32 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur Hildur Eir Bolla- dóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jóns- son. Sunnudagaskóli í safnaðarheim- ilinu kl. 11. Umsjón Tinna Her- mannsdóttir og Hjalti Jónsson. AKURINN kristið samfélag | Sam- koma í Núpalind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts spila. Stjórnandi Snorri Heimisson. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló organista. Sunnudagaskóli á sama tíma í safn- aðarheimilinu. Molasopi og spjall eftir messu. ÁSKIRKJA | Messa og skírn kl. 11. Sigurður Jónsson sóknarprestur préd- ikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristn- ýju Rós Gústafsdóttur djákna. Karla- kórinn Esja syngur. Organisti Kári Allansson. ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Báðir kórar kirkj- unnar, barnakórinn og kirkjukórinn, syngja undir stjórn Keiths Reed tón- listarstjóra. Fræðsla í höndum Arnórs Bjarka Blomsterberg. Prestur er Kjart- an Jónsson. Hressing og samfélag á eftir. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga- skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Um- sjón hafa Sigrún Ósk Ólafsdóttir og Þórarinn K. Ólafsson. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Magnús Björn Björnsson. Félagar úr Kór Breiðholtskirkju syngja undir stjórn Arnar Magnússonar. Sunnudagaskóli kl. 11. Steinunn Þor- bergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir stjórna. Ensk messa kl. 14. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, þjónar. Bingó til styrktar hjólastólalyftu í kirkj- una á laugardag kl. 13. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11 í umsjá Hreiðars og Jónasar Þóris, góð stund fyrir alla fjölskylduna. Al- menn guðsþjónusta kl. 14, séra Arn- aldur Bárðarson þjónar, félagar úr kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jón- asar Þóris kantors. Messuþjónar taka þátt og boðið upp á molasopa eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11, prestur Bára Friðriksdóttir, organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Samkór Kópavogs syngur. Sunnudagaskóli í kapellu á neðri hæð á sama tíma. Veit- ingar í safnaðarsal að lokinni messu. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar, Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti. Þórður Hallgrímsson nem- andi í MÍT spilar í messunni. Sunnu- dagaskóli á kirkjuloftinu, Óli og Siggi taka á móti. Bílastæði við Alþingi. EGILSSTAÐAKIRKJA | Græn messa kl. 10.30. Guðrún Schmidt og Jar- þrúður Ólafsdóttir flytja örhugvekjur. Óhefðbundin altarisganga undir ber- um himni í messulok. Kór Egilsstaða- kirkju syngur og leiðir náttúru- og vor- sálma. Organisti Torvald Gjerde. Sr. Þorgeir Arason þjónar. Kaffisopi eftir messu. FELLA- og Hólakirkja | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Lokahátíð sunnudagaskólans. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar ásamt Pétri, Ástu og Kristínu. Arnhildar Valgarðsdóttur organisti spilar undir söng. Eftir stund- ina verður pylsupartí. Meðhjálpari Jó- hanna Freyja Björnsdóttir FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón- usta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jó- hannsson safnaðarprestur leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tón- listina ásamt Erni Arnarsyni gítarleik- ara. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GLERÁRKIRKJA | Laugardagur 21. apríl. Fermingarmessa kl. 13.30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Stef- anía G. Steinsdóttir þjóna. Kór Gler- árkirkju leiðir söng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Sunnudagur 22. apríl. Fermingar- messa kl. 13.30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Stefanía G. Steins- dóttir þjóna. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Kór Grafarvogs- kirkju leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Umsjón hefur Hólmfríður Frostadóttir og undir- leikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Sérstakur gestur er söngvarinn KK; Kristján Kristjánsson. Séra Arna Ýrr Sigurðar- dóttir prédikar og þjónar. Vox Populi leiðir almennan söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli, Daníel Ágúst, Ásta og Sóley taka vel á móti börnunum í messunni sem hefst kl. 11 og svo fara þau í sitt starf. Í messunni þjónar sr. María Ágústsdóttir ásamt messu- þjónum. Samskot til UNICEF. Org- anisti er Ásta Haraldsdóttir og félagar úr kirkjukór Grensáskirkju syngja. Kaffisopi á undan og eftir messu. Bænastund kl. 10.15. GRUND dvalar- og hjúkrunarheim- ili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrr- um þjónandi presta klukkan 14 í há- tíðasal Grundar. Séra Valgeir Ástráðsson þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30. Prestur Leifur Ragnar Jónsson, organ- isti Hrönn Helgadóttir og kvennakór Guðríðarkirkju syngur. Meðhjálpari Guðný Aradóttir og kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sunnu- dagaskóli og kántrýmessa með ein- földu formi kl. 11 á Björtum dögum í Hafnarfirði. Axel O, Maggi Kjartans og Sigurgeir Sigmunds spila sálma og lög í kántrýstíl. Prestar kirkjunnar þjóna. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni. Hressing eftir stundirnar. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organ- isti er Björn Steinar Sólbergsson. Um- sjón barnastarfs Inga Harðardóttir. Aðalsafnaðarfundur Hallgrímssafn- aðar að lokinni messu. Bænastund mánud. kl. 12.10. Fyrirbænaguðs- þjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdeg- ismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir préd- ikar og þjónar fyrir altari. Kór Tónlistar- deildar Listaháskóla Íslands syngur þrjú verk eftir íslensk kventónskáld, þær Báru Grímsdóttur, Svanfríði H. Gunnarsdóttur og Þóru Marteins- dóttur. Organisti er Steinar Logi Helga- son. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Krílasál- maguðsþjónusta kl. 11. Um stundina sjá Guðný Einarsdóttir organisti, Eline Elnes Rabbevag og sr. Sunna Dóra Möller. Sunnudagaskóli er á sama tíma í safnaðarheimilinu. Biblíusaga, leikrit og söngur. Um samveruna sjá Markús og Heiðbjört. HVALSNESKIRKJA | Ferming- armessa kl. 14. Hljómsveitin Sálmari annast tónlist. Prestur Sigurður Grétar Sigurðsson. Sjá mbl.is/ferming. ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Guðsþjónusta kl. 14 í Västra Frölunda kirkju í Gautaborg. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Lisu Fröberg. Tónlistarfólk frá Gautaborgar- óperunni; Elísabet Einarsdóttir syngur einsöng og Erik Mattisson leikur á trompet. Sendiherra Íslands í Svíþjóð, Estrid Brekkan, kemur í heimsókn, flytur ávarp í kirkjukaffi og svarar fyr- irspurnum. Prestur Ágúst Einarsson. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barna- kirkja kl. 13 og almenn samkoma með lofgjörð og fyrirbæn. Kristbjörg Kía Gísladóttir prédikar. Eftir stundina verður kaffi og samfélag. KÁLFATJARNARKIRKJA | Ferming- arguðsþjónusta laugardag 21. apríl kl. 14. Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Kjartans Jósefssonar Ognibene. Arnór Bjarki Blomsterberg æskulýðsfulltrúi aðstoðar og prestur er Kjartan Jónsson. KEFLAVÍKURKIRKJA | Ferming- armessa kl. 11. Sr. Erla Guðmunds- dóttir og sr. Fritz Már Jörgensson. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Messuþjónar eru Ólöf Sveinsdóttir og Kristinn Þór Jakobsson. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér- aðsprestur prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkj- unnar. Bænastund í kirkju á þriðjudög- um kl. 13.45. Mál dagsins í safn- aðarheimilinu Borgum á þriðjudögum kl. 14.30. Söngur, erindi og kaffiveit- ingar. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Org- anisti er Magnús Ragnarsson. Dömu- kórinn Graduale Nobili syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Messunni verður út- varpað á Rás 1.Hafdís og Sara taka á móti sunnudagskólabörnum á sama tíma. Molasopi og djús eftir stund- ina.Aðalsafnaðarfundur Langholts- sóknar hefst kl. 12.30. Hefðbundin aðalfundarstörf. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Elísabet Þórðardóttir organisti og Raddbandafélag Reykjavíkur sjá um tónlist. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnu- dagaskóli á meðan. Kaffi og samvera í safnaðarheimilinu á eftir. Helgistund kl. 13 Betri stofunni Hátúni 12 með Sr. Evu Björk og Elísabetu organista. Fimmtudagur 26. apríl. Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, altarisganga og fyrirbænir. Súpa í safnaðarheim- ilinu á eftir. Samvera eldri borgara kl. 13.30. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar syng- ur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista. Sr. Arndís G. Bernhar- dsdóttir Linn leiðir helgihald. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís Gylfadótt- ir þjónar. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Til- raunamessa og barnastarf kl. 14. Ný- lega stofnaður Óháði kórinn mun leiða söng og svör í messunni og flytja efni eftir Kristján Hrannar undir hans stjórn. Sr. Pétur predikar og þjónar fyr- ir altari. Messugutti er Petra Jóns- dóttir. Sem forspil og eftirspil ætlar Kristján Hrannar að spinna verk af fingrum fram á flygilinn. Þau nefnast Gráður og fjalla um loftslagsbreyt- ingar. Ólafur Kristjánsson tekur á móti öllum. Aðalfundur safnaðarins eftir messuna og maulið. SALT kristið samfélag | Sameigin- leg tónleikasamkoma Salts og SÍK í Grensáskirkju kl. 17. Kvennakór KFUK Ljósbrot syngur lög við texta eftir Lilju Kristjánsdóttur, stjórnandi Keith Reed. Barnastarf. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli og Tómas leiða samveruna. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jó- hann Borgþórsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir söng, organisti Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Erindi um friðarhugtakið og frið í heiminum. Sr. Bjarni Þór Bjarnason talar. Friðar- messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti er Glúmur Gylfason. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag eft- ir athöfn í safnaðarheimilinu. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 20. Kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir al- mennan safnaðarsöng undir stjórn Sigurbjörg Kristínardóttur organista. Ægir Örn Sveinsson, guðfræðingur og afleysing héraðsprests þjónar og pré- dikar. Sr. Sigríður Rún þjónar fyrir alt- ari og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. Kaffi í safnaðarheimili eftir messu. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Blómamessa kl. 11. Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Þórdísar. Fjölskyldustund í umsjá Maríu og Bryn- dísar. Eftir guðsþjónustu verður grill og leikir á kirkjutorginu. Ytri-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjón- usta kl. 11. Á eftir verður aðalfundur Ytri-Njarðvíkursóknar. Dagskrá: venju- leg aðalfundarstörf. Orð dagsins: Ég mun sjá yður aftur. (Jóh. 16) Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonHofskirkja í Öræfum Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin; mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku pabbi. Þinn Ólafur. Þegar ég fékk símtal frá Robba 6. febrúar um að hann kæmi sennilega ekki í vinnu í dag en líklega á morgun, þar sem hann hefði fengið tíma hjá lækni, grunaði mig ekki að það væri síðasti vinnudagur hans. Róbert hafði starfað hjá fyrir- tæki okkar SI raflögnum síðan árið 2005, en það ár hefði hann raunverulega átt að hætta að vinna vegna aldurs. En síðan þá hefur hann mætt til vinnu nán- ast upp á hvern einasta dag. Læknisskoðunin leiddi í ljós að hann var með ólæknandi sjúk- dóm sem dró hann svo til dauða tæpum tveimur mánuðum síðar. Við samstarfsfélagarnir höfðum hvatt hann til að fara til læknis í skoðun, því við höfðum tekið eft- ir breytingum í fari hans. Þá kom þetta týpíska svar frá hon- um „þetta eru bara smá stingir“, sem reyndist svo vera ólækn- anlegt krabbamein. Róbert var góður starfsmaður, duglegur og ósérhlífinn. Hann var vel liðinn af samstarfsfélögum sínum og viðskiptavinum okkar. Hann hafði sterkar skoðanir á mönn- um og málefnum. Morgunblaðið var hans málgagn og það var slæmt ef það var ekki komið fyr- ir klukkan 6.00 á morgnana. Ég kynntist Robba fyrst fyrir mörgum árum þegar við unnum saman hjá ÍAV. Kynnin urðu nánari þegar dóttir okkar Diddu, hún Jóna, varð tengda- dóttir Robba og Báru heitinnar. Það skapaðist með okkur góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Einnig deildum við saman þrem- ur barnabörnum og fjórum barnabarnabörnum sem tengdu okkur enn nánar. Ekkert breytt- ist hjá okkur þegar Guðbjörg kom inn í líf Robba og áttum við hjónin margar góðar stundir saman með þeim hjónum. Að leiðarlokum viljum við þakka Robba fyrir vel unnin störf og auðmjúka vináttu. Hvíldu í friði, kæri vinur. Sigurður Ingvarsson og Kristín Guðmundsdóttir (Siggi og Didda). Góður vinur minn og pabbi bestu vinkonu minnar, Róbert Örn Ólafsson eða Robbi, er fall- inn frá eftir stutt en erfið veik- indi. Hann var einn allra mesti töffari sem ég hef kynnst, alltaf svo flottur og fínn í tauinu og alltaf samkvæmt nýjustu tísku. Róbert Örn Ólafsson ✝ Róbert ÖrnÓlafsson fædd- ist 9. ágúst 1940. Hann lést 7. apríl 2018. Útför Róberts fór fram 20. apríl 2018. Robbi á yndis- lega og samhenta fjölskyldu sem stóð þétt við bakið á honum þegar hann veiktist. Hann var umvafinn ást og kærleika allra sem elskuðu hann þegar hann kvaddi. Við Dalla höfum verið vinkonur í mjög mörg ár og hef ég eytt ófáum stundum á heimili Robba. Hann var nú stundum áhyggjufullur yfir uppátækjunum okkar Döllu og fylgdist vel með því sem við vor- um að bralla en oftast hafði hann nú gaman af því. Hann var mikill húmoristi og það var gam- an að vera í kringum hann. Ég hef aldrei fundið fyrir öðru en að ég væri velkomin á heimili hans. Robbi var mikill snyrtipinni og átti það sammerkt með báðum konunum sínum að eiga fallegt og snyrtilegt heimili. Fyrri kona Robba var Bára Sigurðardóttir, sem lést 6. októ- ber 2000. Eftir að hún lést var Robbi einn í nokkurn tíma. Hann kynntist svo Guðbjörgu Þrúði Gísladóttur og þau gengu í hjónaband árið 2011. Það var mikið gæfuspor fyrir Robba þegar hún kom inn í líf hans og hans litlu fjölskyldu en með henni bættist einn fjölskyldu- meðlimur sem er einkadóttir hennar, Ellen Dóra Guðbjargar- dóttir. Guðbjörg og Robbi báru mikla virðingu fyrir hvort öðru, það sá maður greinilega. Þau voru samstíga í lífinu, ferðuðust til sólarlanda á hverju ári og svo ferðuðust þau líka um landið, þó aðallega norður í Skagafjörð, en þaðan er Guðbjörg ættuð. Robbi var mikill fjölskyldumaður og var ákaflega hreykinn af börn- um sínum og barnabörnum og leið best þegar hann hafði allan hópinn sinn í kringum sig. Ég kveð Robba með þakklæti í huga og finnst ég heppin að hafa haft hann í lífi mínu. Elsku Dalla vinkona mín, Guðbjörg, Óli, Jóna, Ellen, barnabörn og makar og barna- barnabörn. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Mér þykir afar leitt að geta ekki verið með ykkur í dag og fylgt Robba síðasta spölinn en ég hugsa til ykkar og sendi hlýj- ar kveðjur. Unnur Birna Þórhallsdóttir. Mig langar til þess að minn- ast fyrrverandi samstarfsfélaga míns í slökkviliðinu á Keflavík- urflugvelli. Við störfuðum saman meira og minna allan starfsferil okkar í slökkviliðinu sem varð alls rúm- lega 30 ár og þá sérstaklega síð- ustu árin sem við vorum í slökkviliðinu. Samstarf okkar þennan langa tíma var með þvílíkum ágætum að ég minnist þess ekki að nokk- urn tíma hafi borið skugga þar á. Það er örugglega ekki al- gengt, þar sem um var að ræða yfirmann og undirmann í sömu stofnun. Það er ekkert launung- armál að við fyrrverandi slökkvi- liðsmenn í slökkviliðinu á Kefla- víkurflugvelli stöndum í ævinlegri þakkarskuld við þig fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur sem slökkvilið og ekki síð- ur fyrir okkur starfsmennina til þess að létta okkur lífið á vinnu- staðnum. Þar varst þú alveg óþreytandi að bæta aðbúnaðinn og þá sérstaklega varst þú í ess- inu þínu þegar rafmagn var ann- ars vegar. Það er alltaf sagt að það komi maður í manns stað. En það get ég sagt að það á ekki við um þig, Minningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.