Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Eins og titillinn gefur tilkynna þá er kvikmynd-in A Quiet Place umheim án hljóðs. Þessi heimur er heimurinn okkar, það er að segja ef geimskrímsli myndu koma til jarðar og ráðast á allt sem gefur frá sér minnsta hljóð. Þetta er hin post-apocalypt- íska heimssýn sem blasir við í byrjun kvikmyndarinnar: mann- fólk sem gengur um berfætt og notar táknmál til þess að lifa af við þessar skelfilegu aðstæður. Þessi þögn er það sem gerir A Quiet Place áhugaverða þar sem hryllingsmyndir nota einmitt svo oft samspil þagnar og hávaða til að auka á spennuna. Í þessari mynd er það einmitt skortur á há- vaða sem ýfir taugar áhorfandans. Í upphafi myndar kynnumst við fjölskyldu sem er að reyna að lifa af við þessar gersamlega vonlausu aðstæður. Eiginkonu sem er leik- in af Emily Blunt, eiginmanni hennar sem er leikinn af John Krasinski (sem einnig leikstýrir myndinni), og börnum þeirra þremur, litlum dreng sem er um það bil fjögurra ára, strák sem er um það bil tólf ára og svo aðeins eldri systur sem er heyrnarlaus. Myndin hefst í raun á voveif- legu atriði og barnsmissi og það- an er áhorfandinn tekinn fram í tíma um ár, þar sem fjölskyldan hefst við á bóndabæ í fallegu um- hverfi. Við sjáum hvernig fjöl- skyldan tekst á við þennan barns- missi og glímir um leið við hina stöðugu ógn, geimskrímslin og hvernig er hægt að komast af án þess að gefa frá sér hljóð. Eiginkonan er nú kasólétt, sem er staðreynd sem er vægast sagt óhugnanleg ofan á allt annað, þar sem öllum er ljóst að konur geta væntanlega ekki fætt barn í þögn og ungbörn eiga það jú til að gráta. Leikarar standa sig með mestu prýði, það eru góðir straumar milli eiginmanns og eiginkonu, heyrnarlausa stúlkan á afburða- leik og söguþráðurinn fannst mér ansi vel skrifaður þrátt fyrir ein- hverjar B-myndalegar gloppur sem meikuðu ekki sens en skiptu ekki máli að mínu mati. Eins og gefur að skilja er varla nokkurt tal í myndinni og sögu- persónur tjá sig að mestu leyti með táknmáli eða svipbrigðum. Eftir hlé var myndin svo spenn- andi að ég var komin hálfa leið niður í bíósætið og hélt oft á tíð- um fyrir augun. Blindu geimskrímslin eru sann- arlega ógeðsleg en það er að- allega vel spunninn söguþráð- urinn, hin undarlega fagra staðsetning og ærandi þögnin sem leikstjórinn notar hér til að trylla. Mæli ekki með poppkornsáti á þessari mynd. Ærandi þögn í óvenju- legum taugatrylli Sambíóin Álfabakka, Kringlunni og Egilshöll A Quiet Place bbbbn Leikstjóri: John Krasinski. Aðalhlutverk: Emily Blunt, John Krasinski, Millicent Simmonds, Cade Woodward. Bandarík- in, 2018. 90 minútur. ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON KVIKMYNDIR Spenna Kvikmyndin A Quiet Place er svo spennandi að gagnrýnandi Morg- unblaðsins var kominn hálfa leið niður bíósætið og hélt oft fyrir augun. Sænska akademían (SA) hyggst af- henda lögregluyfirvöldum úttekt lögfræðistofunnar Hammarskiöld & Co sem Sara Danius, þáverandi ritari SA, réð til að rannsaka tengsl Jean-Claudes Arnaults við alla meðlimi SA, en Arnault er kvæntur Katarinu Frostenson sem átti sæti í SA þar til um miðjan þennan mán- uð. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu sem SA sendi frá sér í gær, daginn eftir þriggja klukku- stunda langan fund á leynilegum stað, en á sama tíma fór fram mót- mælafundur við Börshuset í Stokk- hólmi, þar sem SA fundar alltaf vikulega, til stuðnings Söru Danius. Eins og fram hefur komið í skrif- um Morgunblaðsins á síðustu vikum var það mat lögfræðistofunnar að Arnault hefði áratugum saman áreitt fjölda kvenna kynferðislega, ítrekað lekið nafni komandi nóbels- verðlaunahafa og átt óeðlileg fjár- hagsleg tengsl við SA. Á fundi SA 5. apríl reyndist ekki meirihluti fyrir því að afhenda lögreglunni skýrsl- una, eins og Danius vildi gera, né að reka Frostenson og af þeim sök- um völdu þrír meðlimir SA að hætta með þeim afleiðingum að fimm af 18 sætum voru auð. Í fram- haldinu setti meirihlutinn Danius af samtímis því sem Frostenson hætti, sem þýðir að SA getur ekki tekið neinar meiriháttar ákvarðnir því til þess þarf 12 atkvæði. Í fyrrnefndri tilkynningu kemur fram að SA eigi í alvarlegri krísu vegna djúpstæðs ágreinings milli meðlima SA í lyk- ilmálum. „Akademían mun á næstu vikum vinna að áætlun til að endur- heimta traust umheimsins og frjótt samstarf með – með tíð og tíma – fullskipaðan hóp,“ segir í tilkynn- ingunni og þar er sérstaklega tekið fram að SA fordæmi kynferðislega áreitni og ofbeldi. Samkvæmt frétt Sænska útvarps- ins mun málið rata inn á borð Jans Tibblings, yfirsaksóknara hjá efna- hagsbrotadeild, sem taka mun af- stöðu til þess hvort gefin verði út ákæra. „Það ætti ekki að taka lang- an tíma,“ segir Tibbling og telur að málið muni skýrast á næstu vikum. Kjell Espmark, einn þeirra þriggja sem sögðu sig frá SA 6. apr- íl, fagnar ákvörðun SA. „Það er frá- bært að úttektin verði afhent rétt- um yfirvöldum. Það var ósk mín allan tímann,“ segir Espmark í skriflegu svari til Aftonbladet. silja@mbl.is Akademían afhend- ir lögfræðiúttektina AFP Mótmæli Fjölmenni sýndi Danius samstöðu á mótmælafundi fyrir framan Börshuset í Stokkhólmi þar sem Sænska akademían fundar vikulega. HEILSUNUDDPOTTAR FRÁ SUNDANCE SPAS Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 HEILSUNUDDPOTTAR OG HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA ICQC 2018-20 The Man Who Killed Don Quixote, kvikmynd leikstjórans Terry Gilli- am, verður lokamynd kvik- myndahátíðarinnar í Cannes og heimsfrumsýnd þar 19. maí. Gilliam hóf að vinna að myndinni fyrir tveimur áratugum en varð að hætta tökum árið 2000. Þá mun Lars von Trier snúa aftur á Cannes eftir sjö ára fjarveru og frumsýna nýjustu kvikmynd sína en hann var gerður brottrækur frá hátíðinni árið 2011 eftir að hafa grínast með að hann væri nasisti. Riddarinn Pryce leikur Don Kíkóta. Don Kíkóti og Trier á Cannes Prince Enginn verður ákærður vegna andláts hans. Tónlistarmaðurinn Prince hélt að hann væri eingöngu að taka verkjalyfið vicodin en vissi ekki að hann væri líka á fentanýli. Prince lést fyrir tveimur árum af völd- um ofneyslu á fentanýli og hefur nú komið í ljós að vissulega tók hann vicodin en vissi ekki að búið væri að bæta við það fentanýli sem dró hann á endanum til dauða. Þessu var greint frá á blaðamannafundi í fyrradag, að því er fram kemur á vef USA Today. Enginn verður ákærður fyrir glæpsamlegt athæfi í tengslum við dauða tónlist- armannsins þar sem engar sannanir er að finna fyrir því hver útvegaði Prince töfl- urnar sem voru ólöglegar. Prince vissi ekki af fentanýlinu AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.