Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 21
Fimmtán sveitarfélög eru á Suð- urlandi. Langur vegur er á milli vestasta hluta Suðurlands og þess austasta. Til að mynda eru 429 kílómetrar á milli Þorlákshafnar og Hafnar í Hornafirði. Árborg er langfjölmennasta sveitarfélagið með 8.995 íbúa en það fámennesta er Ásahreppur með 247 íbúa. Alls eru 19.283 á kjörskrá á Suðurlandi. Fulltrúar í sveitar- stjórnum eru samtals 93 á svæð- inu. Árborg sker sig úr með níu sveitarstjórnarfulltrúa en sjö sveitarfélög hafa fimm fulltrúa í sveitarstjórn og önnur sjö sveitarfélög hafa sjö fulltrúa hvert. Tuttugu ár eru nú liðin síðan sveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps. Afmæli sveitarfélagsins er fagnað á bæj- arhátíðinni Vor í Árborg sem stendur fram á sunnudag. Suðurlandið í tölum Morgunblaðið/Hari Suðurland Hrafnarnir voru á sveimi við Eyrarbakka. 20 ára afmæli Árborgar fagnað í ár  Næst verður komið við á Vest- fjörðum og fjallað um það sem þar er efst á baugi fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar í maí. Á fimmtudaginn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Selfoss Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, leggur áherslu á verknám og kennir pólsku. hefðu verið á Tenerife? Hvernig ætla menn að bregðast við í svona brothættu umhverfi? Í Reykjavík er verið að byggja nýjar slökkvistöðvar af því útkalls- tíminn má ekki vera lengri en 14 mínútur á sjúkrabílnum. Svo kemur þetta sama fólk hingað og þá er ekki talað um neinar 14 mínútur, þá geta þetta verið 40-50 mínútur. Ef menn eru að búa til einhverjar leikreglur þá hljóta þær að gilda um allt land- ið. Annars þarf að segja að á ákveðnum svæðum landsins er B- þjónusta og þá vita menn það þegar þeir flytja þangað.“ Ferðamenn reyna á þolmörk heimamanna Flaumur ferðamanna um Suðurland hefur skapað álag á stofnanir og innviði á svæðinu. „Umræðan er alltaf eins og ferða- þjónustan sé að hrynja af því fjölg- unin sé ekki nema 7% milli ára. Sú fjölgun skilar 170-180 þúsund fleiri túristum heldur en komu í fyrra og hvernig leið okkur þá? Við vorum al- veg að kafna,“ segir Gunnar. Undir þetta tekur Georg Ottós- son, eigandi Flúðasveppa. Hann segir næg verkefni nú þegar og erf- itt væri ef hraðar fjölgaði. „Þessi fjölgun ferðamanna er að bjarga landsbyggðinni alveg heil- mikið, sama hvað menn segja. Við kvörtum kannski undan því að veg- irnir séu orðnir smá ónýtir en þetta eru engar smá tekjur. Þetta er orð- inn stærsti atvinnuvegur landsins, stærri en sjávarútvegurinn og margfalt stærri en landbúnaðurinn. Við þurfum því að sinna þessu vel og fjárfesta,“ segir Georg. Gunnar segir að núverandi fjöldi sé farinn að reyna á þolmörk íbúa gagnvart ferðaþjónustunni. „Ég held að íbúar hér séu að verða pirraðir yfir því að hafa ekki aðgang að því sem þeir höfðu áður. Við sjáum það hér að ef við þurfum að skreppa í verslun á Selfossi á föstu- degi þá þurfum við kannski að bíða í klukkutíma eftir að komast af Bisk- upstungnabrautinni inn á Suður- landsveg. Röðin nær langleiðina upp að Tannastöðum og það er apríl – þetta er ekki einu sinni byrjað!“ Kenna Pólverjum pólsku Olga Lísa Garðarsdóttir, skóla- meistari FSU, segir að gríðarleg fólksfjölgun í Árborg reyni á innvið- ina í sveitarfélaginu. „Fjölgunin var 6% í fyrra og það sér ekki fyrir endann á henni. Það er höfuðverkur að byggja grunnskóla og leikskóla nógu hratt þegar staðan er þessi. Báðir skól- arnir í Árborg eru komnir að þol- mörkum í stærð. Það má segja að þetta sé ánægjuleg þróun í sjálfu sér en það eru fæðingarhríðir sem fylgja,“ segir Olga. Sjálf hefur hún þurft að glíma við fækkun nemenda en það verður tímabundið ástand. „Það hefur fækkað hjá okkur eins og í öðrum framhaldsskólum vegna styttingar náms. Á sama tíma voru árgangarnir líka minni. En upp úr 2020 má búast við heldur stærri árgöngum.“ Tíminn fram að því nýtist til að laga námið að breyttri samsetn- ingu nemenda. „Nú fáum við líka fleiri nýbúa sem eru að flytja hing- að í tengslum við þessa miklu sprengju í ferðaþjónustu. Við þurf- um að geta boðið þessum hópi nám við hæfi og þess vegna ætlum við að bjóða upp á kennslu í pólsku fyr- ir Pólverja á næsta hausti. Við vit- um að við erum að fá mikið af pólskumælandi krökkum í skólann í haust og hingað til höfum við sett þessa krakka í íslensku fyrir út- lendinga. En það er ekki það sama og móðurmálskennsla,“ segir Olga Lísa og tekur fram að að um til- raunaverkefni sé að ræða. Hún veit ekki til þess að boðið hafi verið upp á samskonar kennslu í framhalds- skólum. „Við rennum blint í sjóinn en vitum að við eigum von á mörgum krökkum. Þau eru mörg búin að dvelja stutt hér landi og vantar móðurmálskennslu. Við erum bara að pæla í þörfinni – við viljum gera nemendur betur hæfa til þess að aðlagast samfélaginu hér.“ Verknám á uppleið Aukin áhersla hefur verið lögð á verknám í FSu í vetur í kjölfar þess að nýtt verknámshús var tekið í notkun. Segir Olga Lísa að kennslubúnaður hafi tekið stakka- skiptum og nú sé hægt að ljúka námi í greinum sem áður var ekki hægt. Þá hafi kennsla í háriðn bæst við í haust og í kjölfarið hafi stelp- um á verknámsbraut fjölgað. „Það fjölgaði í öllum greinum í haust og vonandi heldur það áfram næsta vetur. Við höfum verið að kynna verknámið fyrir elstu nem- endum í grunnskólunum í vetur og erum bjartsýn á að það muni skila fleirum. Það er mikilvægt því síð- ustu ár hefur verið dregið úr verk- námi í grunnskólum. Margir fá ekki að snerta á þeim þáttum sem skipta máli til að þú vitir hvað þér finnst gaman. Þessir krakkar hafa kannski aldrei prófað að halda á hamri eða skrúfa skrúfu. Það er slæmt ef þau fá ekki að komast í tæri við hluti sem gætu opnað augu þeirra.“ Sameiningar í kortunum Gunnar spáir breytingum á næsta kjörtímabili. „Ég sé alveg fyrir mér að á næsta kjörtímabili verði umræða um sameiningu sveitarfé- laga miklu þyngri. Eftir þessa þreng- ingu lagarammans um persónuvernd bætist við mikil vinna hjá sveitar- félögum og það verður þessum litlu samfélögum nánast ofviða nema að bæta við starfsfólki. Núna eru kannski 2-3 ársverk á hverri skrif- stofu og að eiga að bæta við heilum starfsmanni bara út af persónuvernd- arlögum skapar gríðarlegan vanda. Við höfum rætt um hvort við eigum að sameinast um persónu- verndarfulltrúa á svæðinu og að vinna að þessum hlutum saman. Þetta mun nefnilega kosta mikið af peningum og mannafla og stofnanir eru misvel í sveit settar með að ráða við verkefnin. Þetta er svaka mál fyr- ir svona lítil samfélög.“ Morgunblaðið/Hari Ártangi Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS, spáir því sveitarfélög verði sameinuð á næstunni. Morgunblaðið/Hari Flúðir Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa, er ánægður með fjölgun ferðamanna á Íslandi. Íbúar í sveitarfélögunum á Suðurlandi eru samtals 28.812. Stærsta sveitarfélagið er Árborg en íbúar þar eru 8.995. Fæstir íbúar eru í Ásahreppi, 247 talsins. Í kosningunum 26. maí munu 93 frambjóðendur taka sæti í 15 sveitarstjórnum á Suðurlandi. það að púsla þessu saman við allt hitt. Svo á ég góða að, Ómar er góð- ur pabbi og tengdamamma er í næsta húsi. Þetta föndrast einhvern veginn saman,“ segir Margrét sem situr í sveitarstjórn fyrir Á-lista, sem hún segir skipaðan áhugafólki um sveitarstjórnarmál, fólki úr öll- um flokkum. Á-listinn hefur þrjá fulltrúa í sveitarstjórn í Rangár- þingi ytra en meirihluti D-lista hef- ur fjóra. Margrét hefur hug á því að sitja áfram á næsta kjörtímabili. „Já, ef ég næ kjöri. Ég tel að það sé einskonar samfélagsverk- efni að vera í sveitarstjórn í svona litlum sveitarfélögum. Í litlu sam- félagi þekkirðu marga og heyrir fljótt ef eitthvað bjátar á. Þá von- andi getur maður brugðist við því fljótt. Hér eru stuttar boðleiðir.“ Þegar Margrét er spurð hvaða mál brenni á fólki í sveitinni nefnir hún að orkumál og tilraunir með vindmyllur hafi farið hátt í vissum hluta sveitarfélagsins. „Svo eru það þessi klassísku mál – fólk vill góða þjónustu. Við erum mjög stolt af skólamálum hér, við rekum leik- og grunnskóla bæði á Laugalandi og á Hellu. Ég tel það vera mikinn styrk að vera með fjóra öfluga skóla. Skólar eru hjartað í samfélaginu og það styrkir byggðina að vera með skóla í dreifbýlinu.“ Hún segir að íbúum í sveitarfé- laginu hafi fjölgað nokkuð að und- anförnu samfara aukinni ferða- þjónustu og uppbyggingu henni tengdri. „Við erum skriðin yfir 1.600. Síðasta árið hafa um hundr- að manns flutt hingað hugsa ég. Það eina sem vantar hér er hús- næði, leiguhúsnæði og minni íbúðir. Ég er að bíða eftir að einhver einkaaðili fari í gang. Maður vill síður að sveitarfélagið þurfi að standa í því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.