Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þessi maður er nú bara hálfviti, ég held að það sé eina skýringin á þessu. Ég veit ekki hvort hann var fullur en mig grunar það,“ segir Gunnlaugur Sigursveinsson, varaformaður stjórnar Knattspyrnufélags Fjallabyggðar. Skemmdir voru unnar á knattspyrnuvellinum á Ólafsfirði hinn 31. mars. Þá keyrði ökumaður jeppa inn á völlinn og spólaði hann upp. Að sögn Gunnlaugs átti atvikið sér stað síðdegis á laugardegi, eða um klukkan 18. Ökumaðurinn var erlendur ferðamaður. „Þetta var skíðamaður. Lögreglan tók af hon- um skýrslu og honum var svo sleppt,“ segir Gunnlaugur. „Þetta leit mjög illa út í fyrstu enda var mjög blautt. Nú er farið að þorna og völlurinn lítur betur út. En förin eftir þetta sjást alltaf, jafn- vel þó það verði sáð í þetta.“ Fjallað var um þetta atvik á fundi bæjar- stjórnar Fjallabyggðar í vikunni. Óskað var eftir lögregluskýrslu um málið. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur í þriðju deild karla og fyrsti leikur á vellinum er skráður í næsta mánuði. Gunnlaugur segir óvíst að völlurinn verði tilbúinn þá, bæði vegna skemmdanna og ekki síður tíðarfarsins. Hann segir að ekki liggi enn fyrir hver kostnaður vegna skemmdanna verði. „Bara fræin sem sáð er í hjólförin eru 3-400 þúsund krónur. Svo er eftir öll vinnan við þetta. Þetta getur verið dýrt fyrir lítinn klúbb og kostn- aðurinn lendir sjálfsagt á bænum fyrir rest. Nema þessi erlendi ferðamaður borgi, þeir tóku alla vega niður reikningsnúmerið hjá okk- ur.“ Skíðamaður olli skemmdum  Erlendur ferðamaður keyrði á jeppa yfir knattspyrnuvöllinn á Ólafsfirði  Tjón upp á hundruð þúsunda  Lögregla tók skýrslu en manninum var svo sleppt Morgunblaðið/Kristinn Benedikt Ólafsfjörður Knattspyrnuvöllur bæjarins var skemmdur um síðustu mánaðamót. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meirihluti hreppsnefndar Reyk- hólahrepps hefur samþykkt að láta gera „óháð mat“ á valkostum í vega- gerð í Gufudalssveit. Samþykktin er gerð að frumkvæði formanns skipu- lagsnefndar sveitarfélagsins sem greiddi atkvæði gegn því að veg- inum yrði ætlaður staður í Teigs- skógi og hefur talað fyrir jarð- gangaleið og með hliðsjón af boði viðskiptamannanna Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona um kostun á „hlutlausri rýni“ á vegkostum. Hreppsnefndin vinnur áfram að undirbúningi breytingar á skipulagi þar sem gert er ráð fyrir að veg- urinn fari um Teigsskóg. „Málið er búið að vera fast í lang- an tíma. Okkur langar til að það sé pottþétt, að Vegagerðin sé að setja hlutina rétt fram,“ segir Vilberg Þráinsson, oddviti hreppsnefndar Reykhólahrepps, um ástæðu þess að ráðist er í viðbótarmat á valkost- um. Hann segir að það hafi komið til vegna þess að menn hafi komið og boðist til að kosta slíkt mat. Töldu málinu lokið „Þetta kemur okkur bæði mikið á óvart og veldur okkur vonbrigðum. Við töldum eftir margra ára sam- vinnu að þessu verki að því hefði lokið með samþykkt sveitarfé- lagsins um lagningu vegarins um Teigsskóg. Þessi nýja úttekt kemur því í bakið á okkur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Eftir mikla vinnu við undirbúning og mat á valkostum við lagningu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit ákvað hreppsnefnd í byrjun mars, með fjórum atkvæðum gegn einu, að setja leiðina sem fer í gegnum Teigs- skóg inn á skipulag. Jarðgangaleiðin er talin hafa minni umhverfisáhrif í för með sér en er mun dýrari. Vil- berg segir að skýrt hafi komið fram að ríkið væri ekki tilbúið að kosta dýrari kostinn. Heimamenn væru ekki tilbúnir að bíða með ónýta vegi í tuttugu ár. Því hafi niðurstaðan orð- ið sú að fara að ráði Vegagerðarinn- ar og leggja veginn yfir firðina og um Teigsskóg þótt hann og fleiri hefðu viljað hlífa skóginum. Vilberg segir að Vegagerðin sé bæði hönnunar- og framkvæmda- aðili. Heimamenn velti því stundum fyrir sér hvort þeir séu að hygla ann- arri leiðinni á kostnað hinnar. Til dæmis hafi uppgefnar tölur um kostnað við jarðgangaleiðina hækk- að um tvo eða tvo og hálfan milljarð á því kjörtímabili hreppsnefndar sem nú er að ljúka. „Mér finnst allt í lagi að spyrja þessarar spurningar og fá skýr svör. Við erum þá viss um að við höfum svarað öllum spurning- um,“ segir Vilberg. Hreinn Haraldsson segir að starfsmenn Vegagerðarinnar hafi farið yfir alla þætti þessa máls, stóra sem smáa, og borið saman kosti og galla beggja leiða. Það hafi verið gert af fullum heilindum enda hafi þeir enga ástæðu til að falsa hluti eða fegra. „Við hljótum því að líta á þessa ákvörðun sveitarstjórnar sem vantraust á okkar störf.“ Vilja kanna ódýrari göng Skipulags- og hafnarnefnd Reyk- hólahrepps samþykkti tillögu frá formanninum, Karli Kristjánssyni, hinn 9. apríl um að fengin yrði óháð verkfræðistofa, helst erlend, til að meta og fara yfir valkosti í vegagerð í Gufudalssveit. Fram kemur í sam- þykktinni að ekki hafi verið fengnir óháðir fagaðilar til að meta hvort draga megi úr kostnaði og auka um- ferðaröryggi jarðgangaleiðar undir Hjallaháls, til dæmis með styttri göngum og breyttri veglínu í vestan- verðum Djúpafirði. Eingöngu hafi verið stuðst við upplýsingar frá Vegagerðinni sem vilji og ætli sér að fara aðra leið. Tveimur dögum seinna barst boð frá Sigurði Gísla og Jóni Pálmason- um, eigendum IKEA á Íslandi, inn á fund hreppsnefndar þar sem þeir bjóðast til að kosta „hlutlausa rýni“ á vegkostum og samþykkti hrepps- nefndin með þremur atkvæðum gegn tveimur að ræða við þá um það. Vilberg segir að Sigurður Gísli og Jón hafði lagt til að tiltekin norsk verkfræðistofa verði fengin í verkið en segir ekki búið að ganga frá því. Aðspurður segist hann ekki hafa velt fyrir sér siðferði þess að auðmenn reyni að hafa áhrif á umræðu í sveit- arstjórn. Bendir hann á að sömu menn hafi boðist til að kosta athug- un á þjóðgarði í Árneshreppi á Ströndum í stað Hvalárvirkjunar en það hafi gerst á síðustu stigum máls- ins. Þeir tveir hreppsnefndarmenn sem voru á móti nýja matinu létu bóka að það vekti furðu þeirra að formaður skipulagsnefndar legði fram tillögu um öflun frekari gagna á þessum tíma, eftir að hafa haft málið í nefndinni undanfarna mánuði og eftir að sveitarstjórn hafi tekið ákvörðun um að velja tiltekna leið. Skipulagið auglýst Hreppsnefndin ákvað síðan á aukafundi 17. apríl að auglýsa tillögu þá að breytingu á skipulagi sem unn- ið hefur verið að undanfarna mánuði en hún gerir ráð fyrir veginum um Teigsskóg. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Á móti var sem fyrr Karl Kristjánsson, formaður skipulagsnefndar. Nefnd hans hafði fundað hálftíma á undan hreppsnefnd og meirihluti hennar lagst gegn tillögunni sem sveitar- stjórn svo samþykkti. Um þetta segir Vilberg oddviti að skipulagsferlið hafi sinn gang. Ekki verði beðið eftir nýja matinu. Ef það komi verði það lagt inn sem athuga- semd við auglýsta tillögu. „Við von- umst til þess að það styrki mál okkar og Vegagerðarinnar um að við séum að fara bestu leiðina,“ segir hann. Kosta „óháð mat“ á kostum  Meirihluti hreppsnefndar Reykhólahrepps samþykkir að láta endurskoða mat Vegagerðarinnar á valkostum við lagningu vegar um Gufudalssveit  Vegagerðin lítur á þetta sem vantraust á störf sín Djú pif jör ðu r Þor ska fjör ður Þo rs ka fjö rð ur Skálanes- fjall Teigssk ógur Hja llah áls Reykjanes Gufudalssveit Grónes- -hyrna Vestfjarðavegur um Gufudalssveit Loftmyndir ehf. Núverandi vegur Kostur D2 Nýtt vegstæði, kostur Þ-H Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ástand göngustíga að Brúarfossi í Biskupstungum er slæmt í vor. Stíg- arnir þola ekki þá miklu umferð sem er um svæðið. Til stendur að halda áfram úrbótum í sumar. Fá ár eru síðan Brúarfoss varð þekktur meðal ferðamanna og um- ferðin þangað margfaldaðist. Landeigendur hafa unnið að lag- færingum á svæðinu og notað til þess styrki úr opinberum sjóðum og eigið fé. Á síðasta ári var efri hluti stígsins lagaður en þangað hafði fólk verið að stelast á bílum, að sögn Rúnars Gunnarssonar á Efri-Reykjum en hann er einn landeigenda. Einnig var unnið neðst á svæðinu en þar var meðal annars lagður stígur yfir mýri. Þá var gert bílastæði niður við þjóð- veg. Það er mikið notað, að sögn Rún- ars, en hann áætlar að 25-26 komist þar fyrir ef þeim er lagt vel. 600-700 metra kafli lagaður „Við fengum viðbótarstyrk núna eftir áramótin. Það er verið að bíða eftir að frost fari úr jörðu þannig að hægt sé að gera eitthvað,“ segir Rún- ar. Til stendur að laga 600-700 metra kafla á miðhluta göngustígsins, frá Hlaupatungulæk að Hlaupatungu- fossi sem er neðsti fossinn af þremur við göngustíginn að Brúarfossi. Jafn- framt er ætlunin að laga stíginn beggja vegna göngubrúarinnar við Brúarfoss og afmarka svæði við foss- inn svo fólk fari sér síður að voða. Haldið áfram við lagfæringar stíga  Gönguleiðin að Brúarfossi er eitt svað á köflum vegna mikils álags  Í sumar verður unnið að endurbótum á miðhluta stígsins og við göngubrúna við fossinn Morgunblaðið/Eyrún Magnúsdóttir Leðja og svað Ástand göngustíga að Brúarfossi í Biskupstungum er slæmt. Upptök eldsvoð- ans í Miðhrauni í Garðabæ fyrr í mánuðinum voru í tenglum neðan við rafmagns- töflu á bruna- vegg í húsnæði Icewear. Þetta kemur fram í bráðabirgðanið- urstöðu rann- sóknar lögreglu. Að sögn Skúla Jónssonar aðstoð- aryfirlögregluþjóns eiga aðrar stofnanir sem að þessu máli koma eftir að skila sínum niðurstöðum, það er Mannvirkjastofnun og slökkviliðið. Spurður út í framhald rannsókn- arinnar, til dæmis varðandi mögu- lega ábyrgð á eldsvoðanum, segir Skúli að næsta skref verði að setj- ast niður með tæknideild lögregl- unnar vegna þess. freyr@mbl.is Upptök eldsins voru í rafmagnstenglum Slökkvistarf Eld- urinn var gífurlegur. Til stendur að loka fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ í sumar þar sem ekki hefur tekist að fá fólk til afleysinga- starfa þar. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjara- málaráðs Ljósmæðrafélags Íslands. Fæðingardeildin hefur verið lokuð í fjórar til fimm vikur á hverju sumri undanfarin ár, en ætlunin var að hún yrði opin í sumar. Nú er ljóst að þær fyrirætlanir ganga ekki upp. Lokun í Keflavík hefur þá keðju- verkun að álag eykst á fæðingar- deild Landspítalans. Nú hafa alls um tuttugu ljósmæður sem þar starfa sagt upp störfum og sú þeirra sem fyrst lagði inn uppsagn- arbréf er þegar hætt. Næsti fundur samninganefnda ljósmæðra og rík- isins er fyrirhugaður á fimmtudag- inn í næstu viku. Þunglega þykir horfa um lausn á kjaradeilunni, en ljósmæður hafa lengi verið samn- ingslausar. freyr@mbl.is Fæðingardeildin verður lokuð í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.