Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Nátthagi 1-3, 245 Sandgerði Fjögur ferðaþjónustu- sumarhús við Nátthaga í Sandgerði ásamt rekstri. Góð bókun það sem af er þessu ári. Heildarstærð eigna er 169,9 m2. Gott tækifæri fyrir fjölskyldu. Verð 90.000.000,- Ásberg ehf Fasteignasala Hafnargata 27 421 1420 asberg.is Vel staðsett einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Samtals 186,8 m2. Fjögur herbergi, þrjú þeirra stór. Eign með mikla möguleika. Tilboð óskast Smáratún 2, 230 Reykjanesbæ Gott 138,1 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt 57,1 fm bílskúr samtals 195,2 m2. Húsið er mikið til upprunalegt. Góður bílskúr m/ vatni, hita og rafmagni. Verð 52.500.000,- Langholt 14, 230 Reykjanesbæ Ríkisstjórn sem vill láta taka sig alvarlega og vera sæmilega trú- verðug getur ekki leyft sér að fram- kvæma síendurtekið með óábyrgum hætti í bullandi þensluskeiði. Við slíkar aðstæður verða bygging- arframkvæmdir tug- um prósenta dýrari, sem ýtir enn frekar undir bólumyndun. Það er veruleg- ur skortur á vinnuafli og það er ábyrgðarlaust að hunsa slíkt ástand. Þó svo allir innviðir landsins séu að hrynja ber engu að síður að sýna aðhald og fyrirhyggju. Stjórnvöld eru óábyrg leyfi þau sér að hrinda af stað stærstu byggingarfram- kvæmd Íslandssögunnar, á nýju þjóðarsjúkrahúsi á þenslutímum, sem er ekkert annað en skamm- sýni. Framkvæmd af slíkri stærð- argráðu er til þess fallin að ýta und- ir óstöðugleika, svo ekki verði hægt að byggja ódýrt húsnæði fyrir þá sem minna mega sín. Nýtt sjúkrahús þarf að byggja sem fyrst, en engu að síður þarf að standa að framkvæmdum með vit- rænum hætti og af meiri áreið- anleika en stendur til að viðhafa. Það ber að endurmeta staðarval og bjóða sjúkrahúsbyggingu út í heild sinni ásamt hönnun á nýjum og betri stað til að tryggja nýtískusjúkra- hús og verkábyrgð ásamt vitrænum kostnaði og verktíma. Þjóðin þarf að fara að átta sig á að stjórn- völdum er fyrirmunað að gegna starfi sínu eins og best væri á kosið. Verði haldið áfram á sömu braut getur vart annað en farið illa. Óstöðugt verðgildi krónunnar verð- ur þess valdandi að atvinnuhjólið mun stöðvast með ógnarhraða þeg- ar verðbólga eykst og fasteign- arverð sígur. Við slíkar aðstæður munu stjórnvöld og greining- ardeildir bankasýslunnar ekki geta talað ástandið upp. Íslendinga vantar annað og meir en hálfklárað sjúkrahús og fast- eignamarkað í frjálsu falli. Stjórn- völdum ásamt borgaryfirvöldum ber að hámarka það sem fæst fyrir skattpeninginn. Það verður ekki gert í þensluástandi með því að byggja gatnakerfi borgarinnar og nágrannasveitarfélaga upp á van- hugsaðan máta og með óábyrgum hætti. Það er galið og óframkvæm- anlegt að láta í veðri vaka að byggja skuli stokk við Miklubraut, þar sem ekki hefur verið hægt að stöðva eina akrein í nokkra klukkutíma, svo ekki hljótist af umferðaöng- þveiti. Það vantar kannski ekkert annað en ókláraðan þjóðarleikvang með opnanlegu þaki til að Íslendingar geti orðið opinberlega heimsmeist- arar í eigin heimsku. Það eru innan við tíu ár síðan framkvæmdastjóri KSÍ, ásamt forsvarsmönnum aka- demíunnar, var skorinn úr snörunni af Kópavogsbæ þegar knatt- spyrnuvöllurinn var reistur. Þjóðin þarf ekki á slíkum tindátum að halda til að forgangsraða með vit- rænum hætti. Borgarlína er vanhugsuð, ekki síst vegna fjárskorts ásamt skipu- lags- og ábyrgðarleysis, slíkt hið sama á við um Sundabrú og end- urbætur á þjóðvegum í nágrenni borgarinnar. Skipulag með vitræn- um hætti getur ekki gengið lengur af óábyrgum hagsmunaröflum og stofum sem láta sig litlu skipta hvað hlutirnir kosta. Íslenskt efnahagskerfi mun hrynja enn frekar fari fram- angreind verkefni af stað van- hugsað og enginn mun axla ábyrgð. Þúsundir milljarða verða ekki aftur afskrifaðir á kostnað nágranna- þjóða og skuldugs almennings. Of- fjárfesting í hóteluppbyggingu er ávísun á lækkað verð á gistingu og hrindir af stað gjaldþrotahrinu. Stjórnsýslan er óábyrg ásamt alltof mörgum embættismönnum, sem eru búnir að hreiðra um sig eins og illskeytt krabbamein um alla stjórnsýsluna og líta svo á að um æviráðningu sé að ræða, þó svo að þeir hafi ekkert fram að færa nema vera afætur á landi og þjóð. Sala hlutabréfa í Arion banka mun ekki standa undir nema óveru- legum hluta kosningaloforða inn- viða frá því síðastliðið haust. Rekst- ur heilbrigðiskerfisins er í molum! Fjárhagsstaða Landspítalans verð- ur tæplega hunsuð mikið lengur, þar sem 56% hjartaaðgerða hefur verið ítrekað frestað undangengið ár. Geðheilbrigði þjóðarinnar er slæmt en sýnu verst er það hjá stjórnvöldum, sem virðast ekki hafa neina samvisku eða réttlætiskennd til að haga sér eins og siðaðir menn. Það ber að koma flokksforustu fjórflokksins frá völdum endalega, sem stendur að baki sérhagsmuna- klíkum, komist stjórnarandstaða til áhrifa hverfa allar hugsjónir og lof- orð eru svikin. Stjórnvöld sem skammta sér 45% launahækkun of- an á ofurlaun, og segja síðan að ekki sé innistæða fyrir frekari hækkunum þeirra sem minna hafa, gefur fyllilega til kynna siðblindu. Það er engin lýsingarorð nógu sterk til að lýsa hversu lágt for- ustusauðir ríkisstjórnarinnar hafa lagst gagnvart því að viðhalda eigin kjörum. Þessir sömu herrar mokuðu inni- stæðum út úr bönkunum eftir inn- herjaupplýsingar í aðdraganda bankahrunsins 2008. Þingmenn hafa þurft sitt og jafnvel enn meira en svívirðilegar hækkanir sem þeir skömmtuðu sér ásamt elítunni. Framangreinda stjórnsýslu ber að uppræta hið fyrsta, í það minnsta þarf þjóðin ekki á slíkum ómögum að halda. Alþingismenn ættu að fara að líta í eigin barm, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það ber að slíta Alþingi og skipa utan þings þjóðstjórn um óákveðinn tíma. Fólksflótti þeirra skuldsettari, öryrkja og ellilífeyrisþega, er haf- inn til Spánar og nágrannaland- anna vegna fátæktar, þar sem ódýr- ara er að búa og mun bara aukast á næstu árum. Ekki er boðlegt að lofa ódýru húsnæði í bullandi þenslu og skrifa undir innantómar viljayfirlýsingar Eftir Vilhelm Jónsson » Geðheilbrigði þjóð- arinnar er slæmt en sýnu verst er það hjá stjórnvöldum, sem virð- ast ekki hafa samvisku og réttlætiskennd til að haga sér eins og menn. Vilhelm Jónsson Höfundur er fjárfestir. vilhelmjons@gmail.com Í nokkur ár hefur staðið til að endur- skoða í heild lög um mat á umhverfisáhrif- um. Ráðherra setti starfshóp í málið í apríl 2016 og eins og oft á Íslandi átti það að gerast í hvelli og ljúka í desember sama ár. Þörfin var brýn, meðal annars vegna breytinga á til- skipun ESB og ábendinga Eft- irlitsstofunar EFTA (ESA) um þessi efni sem miða að því að ein- falda matsferlið og gera það skýr- ara en verið hefur. En einnig vegna þess að það er almenn skoð- un að ferlið sé flókið, taki langan tíma og um sé að ræða margskon- ar tafir, óvissu og óskilvirkni í af- greiðsluferli hins opinbera á álit- um, umsögnum og kærum. Heildarendurskoðun var því miður ekki lokið þegar ráðuneytið tók málið til sín fyrir rúmu ári. Nú fyrir páskana leggur ráðherra hins vegar fram tvö frumvörp um breytingar á lögunum sem bæði fela í sér íþyngjandi ákvæði fyrir framkvæmdaaðila og leyfisveit- endur. Sum atriði í frumvörpunum eru auk þess á skjön við tilskip- unina og ábendingar ESA, ganga lengra en tilefni er til og eru til þess fallin að flækja ferlið enn frekar. „Það má engu muna með saumaskapinn,“ sagði skraddarinn þegar hann saumaði ermina við hálsmálið. Segja má að þetta hafi einnig hent umhverfisráðherra. Hann er byrjaður á bútasaum sem erfitt er að sjá hvernig muni passa í heildarbúning málsins. Nauð- synjaverki er skipt upp í flaust- urslega áfanga sem horfa ekki til verulegra framfara. Allavega er vandséð að tilmælum ESB um af- markaðan málsmeðferðartíma og einföldun á lagaumhverfinu sé mætt á fullnægjandi hátt. Eða að dregið sé úr möguleikum til þess að halda brýnum samfélags- og sam- gönguverkefnum í gíslingu svo árum skiptir. Kerfi fyrir kerfið? Á Alþingi hafa áð- urnefnd frumvörp ekki fengið mikla um- fjöllun. Bryndís Har- aldsdóttir þingmaður lýsti þó í umræðu á Alþingi um kærurétt vegna at- hafnaleysis stjórnvalda og ein- staklinga vel þeirri tilfinningu sem margir hafa gagnvart kerfinu: „Mín kenning er sú að ferlið sé orðið það flókið að það sé meira og minna orðið svona sérfræðinga- mál þar sem fjöldi sérfræðinga úti í bæ vinnur við að gera fjölda skýrslna sem svo jafnvel stjórn- sýslan og hvað þá almenningur hefur bara ekki fullkomið færi á að setja sig inn í. Ég velti fyrir mér hvort við séum komin með svona kerfi fyrir kerfið, en ekki kerfi fyrir fólkið.“ Þetta er sann- arlega umhugsunarverð kenning. Hún styður það að nauðsynlegt sé að endurskoða ferlið í mati á um- hverfisáhrifum framkvæmda í heild. Í greinargerð með frum- varpinu sem flutt er vegna breyt- ingar á Evrópulöggjöf segir að umhverfisráðherra stefni að því að hefja slíka endurskoðun síðar á þessu ári. Er þá ekki rétt að bíða með klastrið og ljúka verkinu sem hafið var 2016 áður en farið er að tefja Alþingi frá mikilvægum verkum með bútasaumi? Það er ákveðin hætta á að breytingar sem lætt er inn nú muni vera tald- ar hafa fordæmisgildi þegar Al- þingi kemst loks í að endurskoða lögin í heild. Minna skrifræði, meiri ábyrgð Það er allra hagur að vandað sé til verka þegar fjallað er um áhrif framkvæmda á umhverfið. Ferlið þarf að vera tiltölulega einfalt og skiljanlegt. Æskilegt er að skrif- ræðið sé minna en meira og allir aðilar, hvort sem það eru stjórn- völd, framkvæmdaaðilar, leyf- isveitendur, almenningur eða um- hverfissamtök, sýni fyllstu ábyrgð. Kæruleiðir þurfa að vera afmark- aðar og tímasettar og fyrst og fremst miðaðar við fyrstu stig ferlisins þannig að raunverulegt samtal geti átt sér stað milli kær- enda og framkvæmdaaðila. Þannig væri stuðlað að sem mestum ár- angri og sem minnstum kostnaði fyrir samfélagið. Alllir hagsmuna- aðilar þurfa að eiga þess kost að fá upplýsingar og koma sínum sjónarmiðum að sem fyrst og áður en komið er á ákvörðunarstig. Nú þegar mikið er rætt um að byggja þurfi upp innviði í landinu eftir magnleysi hrunáranna er sér- staklega mikilægt að umhverf- ismat sé ekki sett í svo flókið og óskilvirkt kerfi að hægt sé að halda mikilvægum framkvæmdum í uppnámi svo árum skiptir með því að spila á kerfið. Fyrirhugaðar lagabreytingar, sem hér hefur lít- illega verið drepið á, munu hafa veruleg áhrif á starfsumhverfi þeirra tæknimanna sem koma að hönnun, umhverfismati og fram- kvæmd margskonar verkefna í uppbyggingu innviða. Verkfræð- ingafélag Íslands hefur því ákveð- ið að efna til sérstaks fundar um þessi mál á lokadegi mánaðarins. Heildarendur- skoðun í stað bútasaums Eftir Pál Gíslason »Ráðherrann er byrj- aður á bútasaum sem erfitt er að sjá hvernig muni passa í heildarbúning málsins. Páll Gíslason Formaður Verkfræðingafélags Íslands. pg@pg.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.