Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 ✝ Reynir Berg-sveinsson fæddist 30. nóv- ember 1938 í Gufu- dal í Austur-Barða- strandarsýslu. Hann lést 6. apríl 2018 á sjúkrahús- inu á Akranesi. Foreldrar hans voru Kristín Pet- rea Sveinsdóttir, f. í Hvallátrum 1894, d. 2000, og Bergsveinn Elidon Finnsson, f. í Hergilsey 1894, d. 1952. Reynir var yngstur níu systkina. Sammæðra var Ebba Aðalheiður Eyjólfsdóttir, f. 1917, d. 1921. Alsystkin Reynis eru: Finnur, f. 1920, Ebba Aðalheiður, f. 1921, d. 2006, Guðmunda Elín, f. 1923, Sveinsína Pálína, f. 1925, d. 1977, Kristinn, f. 1927, Ólafur, f. 1929, og Rebekka, f. 1934. Fyrrverandi eiginkona Reynis er Guðlaug Elísabet Guðbergsdóttir, f. í Reykjavík 18. janúar 1937. Foreldrar hennar voru Jónas Guðberg Konráðsson frá Hallbjarn- areyri á Snæfellsnesi, f. 1915, d. 1968, og Herdís Þóra Sig- urðardóttir frá Hnífsdal, f. 1916, d. 1992. nóv. 1968. Dóttir hans Eydís Örk. 7) Herdís Rósa, f. 6. ág.1970, maður hennar er Kristján Garðarsson, f. 7. jan- úar 1965. Börn þeirra eru El- ísabet Ásdís, Stefán Rafn og Árdís Lilja. Barnabarnabörnin eru 21. Reynir ólst upp í Gufudal við almenn störf eins og þá tíðkaðist. Á unglingsaldri hóf hann refa- og minkaveiðar og varð fljótlega eftirsóttur í grenjaleitir víða um sveitir. Reynir fór ungur að heiman og vann við byggingavinnu og sjómennsku. Um tvítugt hóf hann búskap í Fremri-Gufudal ásamt eiginkonu sinni, þar sem þau byggðu allan húsa- kost frá grunni og ræktuðu ný tún. Þar bjuggu þau í rúma tvo áratugi, eða þar til leiðir þeirra skildi 1981. Samhliða bústörfum gegndi Reynir trúnaðarstörfum í heimahéraði, sat meðal annars í sveitarstjórn Gufudalssveitar og í stjórn Kaupfélags Króks- fjarðar. Eftir að bústörfum lauk stundaði Reynir þang- skurð, byggingarvinnu, fiski- rækt, æðarrækt og veiðar. Hann lét til sín taka í náttúru- vernd, byggðamálum og sam- félagsmálum almennt. Ritaði fjölda blaðagreina, meðal ann- ars varðandi samgöngur, nátt- úruvernd og veiðar. Útför Reynis fer fram frá Gufudalskirkju í dag, 21. apríl 2018, klukkan 14. Börn Reynis og Guðlaugar eru sjö: 1) Þröstur Guðberg, f. 18. ág. 1957, kona hans er Arnheið- ur Jónsdóttir, f. 6. apr. 1961. Börn þeirra eru: Berg- dís, Jónas og Pat- rekur Smári. 2) Svandís Berglind, f. 13. janúar 1959, eiginmaður hennar er Einar Valgeir Hafliðason, f. 9. apríl 1955. Börn þeirra eru Reynir Elías, Jóhanna Ösp, Hafrós Huld og Sindri Víðir. 3) Erla Þórdís, f. 7. sept. 1961, maður hennar Jens Valbjörn Hans- son, f. 14. júní 1965. Börn þeirra eru Kristbjörg Sunna, Kári Geir og Þóra Mjöll. 4) Hrafnhildur Erna, f. 22. mars 1963, fyrrv. eiginmaður Ragn- ar S. Magnússon, f. 12. des. 1961. Börn þeirra eru Óðinn Snær og Júlía Valborg. 5) Bergsveinn Grétar, f. 3. júlí 1964, eiginkona hans er Signý Magnfríður Jónsdóttir, f. 19. júlí 1962, d. 10. nóv. 2017. Börn þeirra eru Jón Ingiberg og Guðlaug Guðmunda Ingi- björg. 6) Sævar Ingi, f. 10. Berðu honum/henni kveðju mína með guðs blessun og þökk fyrir allt. Þessar kveðjur höfum við systkin farið með víða og eigum eftir að bera margar enn. Við höfum alið börnin okkar upp í þeirri vissu að öðrum eins manni eigi þau aldrei eftir að kynnast því það er enginn annar svona til. Pabbi var einstakur sögu- maður og á sjúkrahúsinu gat hann ekki látið hjúkrunarfólk- inu leiðast á meðan það var að dedúa við hann svo hann sagði þeim sögu. Sem er alveg lýsandi fyrir hann, að geta gert góða sögu úr því að vera nærri drukknaður í landamerkjalækn- um milli Grímsness og Grafn- ings er náttúrlega ekki venju- legt. Takk, pabbi, fyrir allar sög- urnar og allt sem við höfum lært af þér um búskap og smíðar og svo ótalmargt annað. Þú varst líka frábær afi. Guð blessi þig með þökk fyrir allt. Ljósenglar allir í Ljósufjöllum lýsið þið veginn minn þegar ég kem að himnahöllum þið leiðið mig þangað inn. Ljárskógaheiðin líður hjá logn um allan sjó stundum er gatan slétt og breið stundum grýtt og mjó. Bröttubrekku bruna yfir ber saman himin og jörð svona er það sem sálin lifir slík er drottins gjörð. Afar lágu á Akranesi endaði ferðin mín ástkær faðir alls sem lifir kallaði mig til sín. Vita megið vinir kærir þegar ég héð- an fer við gullna hliðið Pétur bíður með plöggin eftir mér. Guðs blessunar ykkur öllum ég bið með þökk fyrir allt og allt sál mín er frjáls ég hef fundið frið þú vís þess vera skalt. Erla Þórdís Reynisdóttir. Nú hefur tíminn hlaupið frá pabba mínum. Kapphlaup við tímann einkenndi líf hans, alltaf fann hann sér eitthvað sem þurfti að klára, áður en myrkrið skylli á. Áður en færi að frjósa. Áður en … Hinstu för föður míns bar að rétt eins og hans var von og vísa, það tók hann nokkrar klukkustundir að hafa sig til ferðar, hann lagði ekki af stað fyrr en komið var fram yfir háttatíma. En það er í góðu lagi, hann kunni vel við að ferðast í friðsælli nóttinni. Atorka pabba var ótrúleg, hvort sem var í störfum úti við eða við skriftir heima. Sem um- hverfissinni og „aktívisti“ lét hann til sín taka og eru þau ótal- mörg erindin sem hann hefur ritað vegna málefna sem voru honum hugleikin. Minkaveiðar og vegagerð eru trúlega þar efst á blaði. Starfsfólki ýmissa op- inberra stofnanna til misjafnrar gleði, þá var pabbi sérlega pennaglaður maður. Umhverfis- stofnun, umboðsmaður Alþingis og Vegagerðin hafa til að mynda fengið sinn skammt af póstum frá honum. Hugsjónir pabba voru sumum ekki að skapi, en tíminn hefur leitt í ljós að hug- myndir hans áttu oft á tíðum meiri samleið með framtíðinni, t.d. varðandi vegagerð. Erindi hans voru gjarnan skreytt ljósmyndum málinu til stuðnings og átti hann gríðar- legt safn mynda, meðal annars úr veiðiferðum sínum. Hann eignaðist ljósritunarvél löngu áður en hann fékk tölvu. Klippa og líma var hans aðferð, þar sem ljósmyndum og texta var skeytt saman með skærum og lími. Ljósritunarvélin sá síðan um að föndrið yrði sendingar- hæft. Á gamalsaldri tók hann sig til og lærði að nota tölvutæknina til þessara verka. Þaðan í frá var fjöldi veiddra minka sam- viskusamlega skráður í Excel og búin til súlurit sem sýndu veiði á hverju landsvæði. Vinnugleði einkenndi pabba og oftar en ekki gekk hann raul- andi til starfa sinna. Frásagn- argleði hans var einstök þegar veiðar voru annars vegar. Á svipstundu var matarborðinu breytt í sögusvið: Matardiskur breyttist í urð- arholt, mjólkurglas varð að klettaborg og milli þess var lækjarfarvegur þar sem rakin voru spor eftir tófu. Þar sem hann lá fársjúkur í rúmi sínu á sjúkrahúsinu á Akranesi skömmu fyrir páska kom frá honum enn ein sagan um eltingaleik við tófu í Hrútey. Hann gat sig hvergi hreyft og lítið sem ekkert borðað eða drukkið, en frásagnargleðin var enn til staðar. Hann beinlínis ljómaði meðan hann sagði frá. Lífsgildi pabba voru byggð á djúpri réttlætiskennd fyrir hönd náttúru og samfélags. Ég er þakklát fyrir að hafa alist upp við þau gildi. Guð blessi minningu föður míns og afa okkar. Hrafnhildur Reynisdóttir, Óðinn Snær Ragnarsson, Júlía Valborg Ragnarsdóttir. Reynir okkar er dáinn, það var mikið áfall að frétta það. Ég talaði við hann í síma, þá leið honum ekki illa, sagði hann, ég naut þess að tala við hann kannski í síðasta sinn. Ég átti erfitt með að sætta mig við að hann væri að kveðja en hann sagði bara hressilega að vanda: „Ég kvíði því ekki að deyja, ég er búinn að lifa nógu lengi.“ Nokkrum dögum seinna var hann dáinn. Ég var 15 ára þegar hann fæddist, ljósmóðirin farin og mamma í rúminu. Það kom því í minn hlut að annast þennan litla bróður minn, hann var mér strax mjög kær og hefur verið alla tíð síðan. Reynir var alveg einstaklega hlýr, góður og hjálpsamur mað- ur bæði í minn garð og annarra. Ég á honum að þakka að nú gleðst öll fjölskyldan yfir því að geta dvalið í sumarhúsi okkar í skóginum sem við stundum köll- um paradís, svo yndislegt er að vera þar. Það var ýmislegt sem hann tók sér fyrir hendur á lífsleið- inni. Ungur að árum var hann orð- inn bóndi í Fremri-Gufudal, átti góða konu og eignuðust þau sjö mannvænleg börn. Honum var margt til lista lagt, hann var smiður, fann upp minkagildrur, refaskytta og svona mætti lengi telja. En það gera aðrir betur en ég. Elsku bróðir og frændi, með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka þér samfylgnina. Aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Hvíl í friði, vinur. Blessuð sé minning þín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Guðmunda (Munda) og fjölskylda. Reynir Bergsveinsson, góður vinur okkar árum saman, hefur kvatt. Og enn kennir dauðinn okkur sitthvað um lífið. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan við heimsóttum fyrst bændurna í Fremri-Gufu- dal á 7. áratug síðustu aldar. Hossandi og hristandi með börnin okkar í 8-9 klukkustund- ir eftir holóttum vegi og troðn- ingum komumst við loks glöð og þreytt í Gufudal og heilsuðum góðu fólki, systur og mági, svila og mágkonu og börnum þeirra. Ávallt nutum við góðrar sam- veru og nærveru, samveru sem skiptir okkur svo miklu í lífinu. Nýræktin og uppbyggingin í Fremri-Gufudal var ekki alltaf dans á rósum. En þaðan eigum við – og börnin okkar – svo hlýjar og góðar minningar sem aldrei gleymast. Það duldist engum að Reynir var orkubolti, iðinn, fjölhæfur, laghentur og ráðagóður. Við urðum margsinnis vitni að því að smiðir og iðnaðarmenn hrós- uðu verklagi hans í hástert fyrir traustleika og vandvirkni. Nátt- úruunnandinn og útivistarmað- urinn, Reynir, hafði mótaðar skoðanir í mörgum málum og fylgdi þeim eftir með góðum og gildum rökum. Og málum sínum til stuðnings sagði hann oft frá ógleymanlegum atburðum í lífi sínu af ferðum yfir fjöll og firn- indi, af einstakri og skemmti- legri frásagnargleði sem hélt manni föngnum. Á síðari árum einbeitti hann sér að minkaveiði þar sem hann sérhæfði sig og vann við hana kappsamlega svo að árangur varð mikill og eftirtektarverður. Hann eyddi miklum tíma í að fylgja þeirri vinnu eftir og var fram undir síðasta dag önnum kafinn við það. Reynir Bergsveinsson var einstakur maður og mun sann- arlega skilja eftir sig stórt skarð í mannflórunni. Við kveðjum góðan vin og ógleymanlegan persónuleika með þakklæti og virðingu og sendum börnum hans og fjöl- skyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Þórir S. Guðbergsson og Rúna Gísladóttir. Reynir Bergsveinsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Minningarathöfn um dóttur okkar og systur, ELÍNU ÖRNU BOGADÓTTUR, sem lést í Lundi föstudaginn 16. mars verður haldin í Árbæjarkirkju fimmtudaginn 26. apríl klukkan 13. Margrét, Bogi og Einar Kári FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ODDBJARGAR Á. JÓHANNSDÓTTUR NORÐMANN og heiðruðu minningu hennar. Sigríður Norðmann Óskar Norðmann Elín Norðmann Börkur Hrafnsson Snædís Barkardóttir Tinna Barkardóttir Jón Hrafn Barkarson Óskar Árni Barkarson Ástkær sonur og bróðir okkar, DRAUPNIR GESTSSON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 13. apríl. Útför fer fram í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 25. apríl klukkan 15. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Samhjálp. Við viljum þakka sérstaklega yndislegu starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans. Elísabet Hauksdóttir Sigurður Haukur Gestsson Auður Jóna Erlingsdóttir Eyrún Sigríður Gestsdóttir Gísli Arnarson Gestur Breiðfjörð Gestsson Anna María Sigurðardóttir og frændsystkini Ástkær móðir okkar, amma og langamma, SÓLVEIG HELGA STEFÁNSDÓTTIR, lengst af Drápuhlíð 26, Reykjavík, lést á Grund föstudaginn 6. apríl. Jarðarförin fór fram í kyrrþey frá Dómkirkjunni í Reykjavík 20. apríl. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Einnig þakkir til starfsfólks Grundar. Stefán Friðgeirsson Gunnar Friðgeirsson Steinar Jens Friðgeirsson Hanna Martína Friðgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, RUNÓLFUR ÞÓR JÓNSSON, búsettur í Svíþjóð, lést fimmtudaginn 5. apríl. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. apríl klukkan 13. Elísabet Bjarnadóttir Bjarni og Óskar og ástvinir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.