Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 ✝ Örn Guð-mundsson fæddist í Reykja- vík 21. apríl 1948. Hann lést eftir erf- ið veikindi 25. mars 2018. Örn var sonur hjónanna Helgu Hermóðsdóttur, húsmóður og verkakonu, f. 1925, og Guðmundar Vals Sigurðssonar, húsasmíða- meistara, f. 1913. Þau skildu. Guðmundur lést 1981 en Helga lifir enn í hárri elli. Örn á einn bróður, sammæðra, Níels Níels- son, f. 1959. þrjú eru Jóhann Hrafn, f. 2001, Katrín María, f. 2006, og Íris María, f. 2007. Örn ólst upp og lauk grunn- skólanámi í Reykjavík og út- skrifaðist með skipstjórnarrétt- indi frá farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík 1973. Fyrri hluta starfsævinnar var Örn til sjós og fór víða bæði innan og utan landhelgi. Síðari hluta starfsævinnar fékkst hann við ýmis störf í landi en síðustu starfsárin við verslunar- og lagerstörf hjá fyrirtækjum í tengslum við sjávarútveginn, síðast hjá R. Sigmundssyni. Örn var bókhneigður náttúruunnandi, veiðimaður, handlaginn og drátthagur. Útför hans fór fram í kyrr- þey. Örn hóf sambúð árið 1973 með Jó- hönnu Hrefnu Hólmsteinsdóttur, hjúkrunarfræðingi, f. 1950. Þau slitu samvistum. Einka- dóttir þeirra er Guðný Arnardóttir, hjúkrunar- fræðingur, f. 1974. Hún var í sambúð með Jóni Andra Sigurðarsyni, tölvunarfræðingi, f. 1972, og eignuðust þau einn dreng, Elvar Örn, f. 1995. Þau slitu samvistum. Guðný er gift Ragnari Loga Magnasyni, lækni, f. 1970, og börn þeirra Það er með ólýsanlegum sökn- uði, sársauka og trega sem ég sest niður við skriftir til að minn- ast þín, elsku hjartans pabbi minn. Af mörgu er að taka og ljúfar stundirnar ófáar. Það er svo sárt að kveðja þig og svo ótímabært. Maður á besta aldri, sjötugur í dag, 21. apríl, ef örlögin hefðu ekki verið þér svo grimm. Dagurinn er og verður alltaf þinn. Stormurinn var svo sannar- lega í fangið á þér, elsku pabbi minn, síðustu árin og storminum tók skipstjórnarmaðurinn með jafnaðargeði, hugrekki og ein- stöku æðruleysi. Ljúfur og lítillátur, húmoristi með beitt skopskyn. Trúr hug- sjónum þínum og manngildum, gjafmildur og örlátur alla tíð. „Gjöf er ekki gjöf ef henni fylgir kvöð“ hljómar í huganum í þessu samhengi. Aldrei heyrði ég þig hallmæla nokkrum manni, ef þjóðfélagsmál eru þar undanskilin. Alltaf tilbúinn að gefa fólki tækifæri og settir þig aldrei í dómarasæti. Þú varst auðvitað alls ekki gallalaus fremur en neinn annar og áttir alveg til að vera erfiður en yfirleitt sanngjarn. Þú hvattir mig og studdir í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur, en skoðanir þínar og réttsýni skiptu mig miklu máli. Þú tókst ríkan þátt í gleði minni og sorgum og áttir alltaf til opinn faðminn ef á þurfti að halda. Í þér átti ég traustan bandamann. „Guðný mín, mundu bara alltaf að vera trú sjálfri þér og fylgja þinni eigin sannfæringu og ekki reyna að vera önnur en þú ert, það er svo margt gott í þér, stelpa.“ Þessi orð þín til mín varðveiti ég vel og geymi. Þér var annt um menntun mína og þekkingu, enda greindur maður, víðlesinn og miðl- aðir gjarnan öðrum af fróðleik þínum og þekkingu. Veraldlegum auði sýndir þú alla tíð lítinn áhuga, en þeim mun meiri áhuga sýndir þú lífsgæðum eins og samveru, ferðalögum og útivist með þínum nánustu. Fyrir veikindin áttirðu ófáar samveru- stundirnar með afabörnunum þín- um. Þeirra missir er mikill. Á nán- ast öllum myndum af þér með litla fólkinu þínu þá heldur þú um þau, leiðir eða heldur yfir þeim vernd- arhendi og leynist engum að þar lá stolt þitt. Þú varst með eindæmum barn- góður og með öllum ráðum skyldi barnssálina vernda. Mér er minnisstæð lýsing kærrar nágrannakonu minnar þar sem hún lýsir þér þannig: „Eft- irminnilegur maður hann pabbi þinn, ég minnist þess hversu nat- inn hann var við barnabörnin, allt- af til taks þó heilsunni hefði hrak- að og úr augum hans skein hlýja, stolt og gleði.“ Hjartans pabbi minn, nú fallið hafa lauf þín en víst mun stofn þinn standa. Við söknum þín sárt og minning þín lifir í hjörtum okkar um góðan dreng og heilsteyptan. Það er ómetanlegt að fara í gegnum lífið með svo góðan pabba sér við hlið. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað) Guð blessi pabba minn, Örn Guðmundsson. Þín elskandi dóttir, Guðný. Elsku besti afi. Ég sakna þín of- boðslega. Ég vildi að þú værir hérna hjá okkur og gætir séð okk- ur vaxa. Ég man sérstaklega þeg- ar þó sóttir okkur í skólann og sagðir nokkrum unglingum að fara niður af skólaþakinu og svo fórstu með okkur í bakaríið og keyptir handa okkur stóra snúða og kókómjólk. Á sunnudögum komstu alltaf með eitthvað gott úr bakaríinu. Þegar þú bjóst á Lang- holtsveginum þá fórstu með okkur að sjá nýfædda kettlinga. Þú varst besti afi sem hægt er að hugsa sér. Takk fyrir að vera alltaf góður. Þín afastelpa, Íris María. Elsku afi minn, þú varst örugg- lega besti afi í heiminum. Ég man þegar við fórum alltaf saman í sjoppuna þegar við komum í heim- sókn. Það voru góðir tímar. Þú komst alltaf á sunnudögum heim með bakkelsi úr bakaríinu. Ef við værum föst í eyðimörk myndir þú alltaf gefa okkur síð- asta vatnssopann þinn. Því miður þurfti þessi hræðilegi sjúkdómur að taka yfir líf þitt, og þér leið örugglega oft illa. Eftir erfiða bar- áttu við þennan hræðilega sjúk- dóm fórstu frá okkur. Þann 25. mars voru allir brotnir og leiðir. Við söknum þín svo mikið. Þegar eitt augnhár myndi detta myndi ég alltaf óska mér þess að þú yrðir frískur aftur. Ef ég sæi óskastjörnu myndi ég alltaf óska þess sama, að þú yrðir frískur aft- ur. Þann 9. apríl kvöddum við þig í síðasta sinn. Það var svo erfitt. Hafðu góða siglingu til himins og megi guð og gæfan alltaf fylgja þér. Ég elska þig, afi minn. Takk fyrir að vera alltaf svona góður við okkur. Kveðja, Katrín María. Örn Guðmundsson Við fráfall elsku Fjólu móðursystur minnar leita margar minningar á hugann, hún hefur verið stór hluti af lífi mínu alla tíð og ég á henni mikið að þakka. Við erum sprottnar úr sama jarð- vegi, áttum sameiginlegar rætur í Hjallanesi. Alltaf hefur verið náið og gott samband milli fjölskyldna mömmu og Fjólu systur hennar, strákarnir hennar voru í sveit hjá foreldrum mínum og hafa haldið tryggð við Hjallanes. Á unglings- árum dvaldi ég hjá henni þegar ég var við nám í Reykjavík. Heimili hennar stóð ávallt opið ættingjun- um úr sveitinni og var sjálfsagður viðkomustaður í borgarferðum. Við börn þeirra systra erum í raun eins og systkini og höfum átt dýr- mæta vináttu alla tíð. Alltaf var Fjóla reiðubúin að aðstoða mömmu þegar halda þurfti veislu. Allt lék í höndum hennar og gam- an var og lærdómsríkt að vinna með henni. Kristinn maður henn- ar var líka ómetanleg hjálparhella foreldra minna þegar þau voru að byggja upp húsakost í Hjallanesi. Kristinn og Fjóla byggðu hús í Smáíbúðahverfinu og unnu hörð- um höndum að því að skapa sér og sonum sínum fallegt og gott heim- ili. Þar vildi hún eiga heima ævina á enda. Eftir að Kristinn féll frá árið 1979 hélt Fjóla heimili með Halldóri syni sínum, sem hefur verið henni ómetanleg stoð alla tíð og eins synir hennar allir. Eftir að Fjóla Pálsdóttir ✝ Fjóla Pálsdóttirfæddist 25. maí 1928. Hún lést 10. apríl 2018. Útför hennar fór fram 20. apríl 2018. hún varð ekkja hóf hún störf hjá ÍSAM og vann þar í 15 ár. Hún var framúr- skarandi starfs- kraftur og vel liðin af samstarfsfólki og yfirmönnum. Fjóla var „sterk“ kona í bestu merk- ingu þess orðs og um margt góð fyr- irmynd. Hún bjó fjölskyldu sinni fallegt heimili og var myndarleg húsmóðir, einstak- lega gestrisin og fátt gladdi hana meira en þegar ættingjar og vinir komu í heimsókn. Hún var frænd- rækin og lagði mikið upp úr að stórfjölskyldan héldi góðu sam- bandi. Svo er það listakonan Fjóla, henni lét ekki vel að sitja auðum höndum. Hannyrðir lágu vel fyrir henni og mörg eru listaverkin út- saumuð, prjónuð, hekluð og máluð sem eftir hana liggja. Eftir starfs- lok byrjaði hún að sækja marg- vísleg námskeið, í glerlist, málun og fleiru, og fann í því góða dægradvöl og farveg fyrir list- ræna hæfileika. Hún hafði líka mikinn áhuga á að sjá heiminn og ferðaðist víða um lönd og álfur með góðum ferðafélögum – hún lifði lífinu lifandi. Fjóla fór ekki varhluta af áföll- um á langri ævi. Hún varð ekkja aðeins 50 ára. Sjálf fékk hún kransæðasjúkdóm sem leiddi til hjáveituaðgerðar. Líkamleg van- heilsa undanfarin ár hefur líka tekið á og erfitt var að sjá á eftir ættingjum og vinum, sem mörg féllu frá allt of ung. Mótlætinu tók hún af æðruleysi og innri styrk og viljastyrkurinn hélst óbreyttur alla tíð. Ánægjuefnin voru mörg, barna- og langömmubörnin voru ljósin í lífi hennar. Allir eru af- komendurnir og fjölskyldur þeirra yndislegar manneskjur, sem hafa látið sér annt um ömmu Fjólu. Ég minnist elsku Fjólu með væntumþykju og þakklæti fyrir allt sem við höfum átt saman að sælda. Hugheilar samúðarkveðj- ur frá okkur Halla til fjölskyld- unnar og einnig til Odds bróður hennar, sem var henni afar kær. Pálína Magnúsdóttir. Mér er ljúft að minnast kærrar föðursystur minnar Fjólu Páls- dóttur. Af sex systkinum frá Hjallanesi í Landsveit voru pabbi og Fjóla yngst. Fjóla var þó fimm árum eldri en pabbi og fékk hún fljótt það hlutverk að gæta hans á meðan aðrir sinntu heyskap og öðrum verkum býlisins. Það er óhætt að segja að hún hafi tekið barnapíustarfið alvarlega því að slíkur hefur kærleikur systkin- anna Fjólu og Odds Ármanns ver- ið í 85 ár að ég held að sé eins- dæmi og hún hefur aldrei sleppt hendinni af pabba. Fjölskyldurn- ar hafa glaðst saman og tekið höndum saman þegar erfiðleikar hafa steðjað að. Fjóla og Kristinn heitinn eiginmaður hennar byggðu sér einstaklega fallegt heimili í Heiðargerðinu í Reykja- vík. Heiðargerðið var ekki bara heimili Fjólu og Kristins með syn- ina sína fjóra, þá Pálmar, Gunnar, Halldór og Sævar, heldur rak Fjóla þar af ræktarsemi sinni við ættingja og vini félagsheimili þar sem alltaf var dásamlegt að koma, þar voru ætíð beztu veitingar í boði, gjarnan nýbakaðar pönnu- kökur um kaffileytið. Hlaðborðin svignuðu undan kræsingum og húsið var fullt af fólki, kátína og fagnaðarfundir fjölskyldna og vina. Oft hringdi hún þegar ég var ein á landinu af minni fjölskyldu. Alltaf sama fallega röddin: „Hanna mín, elsku Hanna mín, komdu nú og fáðu þér að borða með okkur.“ Alltaf voru móttök- urnar konunglegar. Líf okkar fjölskyldu er svo samofið lífi Fjólu að mér finnst um sinn eins og hluti af sjálfri mér sé horfinn. Ég mun sakna hennar. Fjóla hefur verið einstaklega ræktarsöm við öll systkinabörn sín og þeirra fjölskyldur og er það aðdáunarvert og þakkað kærlega. Fjóla var hagleikskona af guðs náð, allt lék í höndum hennar, matreiðsla, saumaskapur, prjón og hekl, glervinna, leir og listmál- un. Eftir hana liggja einstök lista- verk á öllum sviðum. Hún mennt- aði sig í áratugi í vatnslitamálun. Það var svo gott að setjast í borð- krókinn, fá rjúkandi kaffibollann og ræða um heima og geima. Fjóla ferðaðist til flestra heimshorna og naut þess í yztu æsar. Hún kom alltaf með fallegar gjafir heim og ég var aldrei undanskilin. Ég hef alla tíð leitað mikið til Fjólu og ætíð farið ríkari af fundi hennar . Við brölluðum ýmislegt saman. „Lengi man til lítilla stunda.“ Hún var síung og hélt í við okkur öll. Hún notaði spjaldtölvu til að fylgj- ast með afkomendum sínum, vin- um og vandamönnum á fésbókinni og það var gaman að fylgjast með. En eigi má sköpum renna, kallið kom fyrirvaralítið og kom okkur á óvart. Elsku Halldór, Sævar, Gunnar, Pálmar og fjölskyldur og elsku pabbi minn, Oddur Ármann, guð gefi ykkur styrk í sorg og söknuði. Fjóla skilaði ærnu dags- verki. Hafi elskuleg föðursystir mín, Fjólan mín, þökk fyrir allar fallegu gjafirnar og stærstu gjöf- ina sem gefin var af hjartahlýju og einlægni. Henni sé þökk fyrir tryggðina við okkur fjölskylduna. Megi englar guðs umvefja Fjólu og bera hana á akur eilífðarinnar þar sem sólin skín skærast. Jóhanna Halldóra Oddsdóttir. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR UNA VALDIMARSDÓTTIR frá Skagaströnd, lést á hjúkrunarheimilinu Eiri sunnudaginn 1. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jóh. Margrét Guðlaugsdóttir Hannes Hákonarson Magnús V. Guðlaugsson Margrét Bárðardóttir Smári Jón Guðlaugsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MARGRET HÁKONARDÓTTIR, Kjarrmóa 21, Njarðvík, lést á Landspítalanum við Fossvog mánudaginn 9. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jónatan Árni Aðalsteinsson Aðalsteinn H. Jónatansson Kristín Richardsdóttir Davíð Smári Jónatansson Vigdís Pétursdóttir Eygló G. Jónatansdóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR DÓRA MAGNÚSDÓTTIR, Nökkvavogi 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Fossvogi, sunnudaginn 15. apríl. Hún verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 27. apríl klukkan 15. Sigmar Steinar Ólafsson Sigríður Maggý Hansdóttir Halldór Ólafsson Líneik Jónsdóttir Ólöf Ragnheiður Ólafsdóttir Sigurður Albert Ármannsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýju og stuðning við andlát okkar ástkæra PÁLMA RAGNARSSONAR frá Garðakoti. Einnig innilegar þakkir til starfsfólks heilbrigðisstofnana sem komu að umönnun í veikindum hans. Ása Sigurrós Jakobsdóttir og fjölskylda Kærar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og útför yndislegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR NORLAND. Kristín Norland Jón Norland Sigríður L. Signarsdóttir Halla Norland barnabörn og langömmubarn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.