Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Til sölu: Hótelíbúðir við miðbæ Akureyrar. Í dag eru sex íbúðir í húsinu, ásamt geymslum og þvottahúsi. Auðvelt er að gera fleiri íbúðir. Hótelíbúðir eru með 9.2 í einkunn á booking.com og er bókunarstaða góð fyrir sumarið. Einnig geta íbúðirnar verið kjörnar fyrir félagasamtök eða verkalýðsfélög. Nánari upplýsingar gefur Gellir fasteignasala á Akureyri í 461-2012 eða 696-1006 Strandgötu 31 2h 600 Akureyri www.gellir.is Enn sé ég mig til knúinn að skrifa um líf- eyrismál, en ég hef skrifað a.m.k. sjö grein- ar í Morgunblaðið á ár- unum 2006 til 2016. Þær fjalla um lífeyrissjóðinn minn, hlutfallsdeild Líf- eyrissjóðs bankamanna og hvernig aðildarfyr- irtækin hafa misnotað og hlunnfarið sjóðinn allt frá árinu 1997. Það byrjaði þegar Ríkisstjórn Íslands þröngvaði í gegn breytingum á reglum sjóðsins við einkavæðingu Landsbankans. Þessi greinaskrif eru varla merki um að hafa sýnt tómlæti. Já, ég er byrjaður einu sinni enn að tala um svipuð mál, enda lítið gerst til framfara fyrir sjóðinn á þessu tíma- bili. Það nýjasta, sem er að frétta í sambandi við þessi mál, er að fjár- málaráðuneytið hefur hafnað (eins og Landsbankinn og önnur aðildarfyr- irtæki) sanngjörnum kröfum um að semja um leiðréttingu. Þetta gerist þrátt fyrir að dómkvaddur óháður matsmaður hafi sýnt fram á for- sendubrest, sem orðið hefur. Það vantar 3 til 5,5 milljarða inn í sjóðinn til að leiðrétta hann. Hægt er að kynna sér niðurstöðu matsmannsins á t.d. á vefnum hjá Lífeyrissjóði banka- manna http://lifbank.is/sjodurinn/ frettasida/nr/215/. En sem sagt, ríkið sagði nei, vill ekki semja um neitt, ekki frekar en Landsbankinn ofl. Ríkið er aðili að málinu bæði sem forsvarsmaður Seðlabankans og sem eigandi Lands- bankans, sem er núna aftur í eigu þjóðarinnar, eins og var þegar fyrstu mistökin voru gerð við útreikning forsendanna, sem fram- tíð hlutfallsdeildar sjóðs- ins skyldi byggð á. Hlut- fallsdeildin var til skamms tíma sambæri- leg við B-deild LSR og oft talað um að þær væru eins. En hjá eftirlauna- þegum í B-deild LSR hafa mál þróast á allt annan hátt en hjá mínum sjóði á síðustu árum. Til að sýna hvernig þetta hefur þróast þeim, sem fá eft- irlaun í mínum sjóði í óhag, miðað við þá sem fá greitt úr B-deild LSR þá vil ég benda á eftirfarandi dæmi. Sam- starfsmaður minn hjá RB, fór á eft- irlaun 2010 og hafði þá greitt í Lífeyr- issjóð bankamanna í 25 ár. Hann hafði áður unnið hjá ríkinu í 15 ár og greitt í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Árið 2011, sem var fyrsta heila árið sem hann fékk greidd eftirlaun, þá skiptust eftirlaunagreiðslur þannig að hann fékk u.þ.b. 1/3 eftirlauna sinna frá rík- inu, en 2/3 komu úr hlutfallsdeild Líf- eyrissjóðs bankamanna, sem er í ágætu samræmi við hlutfall starfstím- ans. Hins vegar eru eftirlaunin, sem hann fékk árið 2017 þannig, að þau skiptast nánast jafnt, þ.e. helming- urinn kemur frá LSR en helmingurinn frá Lífeyrissjóði bankamanna. Lífeyr- irinn frá ríkinu hefur haldist stöðugur og jafnvel eflst, en sá frá Lífeyrissjóði bankamanna rýrnað. Þar hefur tæp- lega 10% skerðingin að sjálfsögðu mik- ið að segja, en henni urðum við fyrir í desember 2014, þegar lífeyrisréttindin og þar með eftirlaunin voru skert vegna bágrar stöðu hlutfallsdeildar. Sú skerðing er ein af afleiðingum for- sendubrestsins, sem óháði matsmað- urinn staðfesti og er enn fyrir hendi, þrátt fyrir ofangreinda skerðingu. Nú er væntanlega það næsta í stöð- unni að fara í málrekstur fyrir dóm- stólum, en það er ekki það ákjósan- legasta sem maður gerir, þ.e. að standa í málrekstri gagnvart launa- greiðanda sínum. Það er líka frekar óheppilegt að því leyti, að stjórn sjóðsins er skipuð til jafns fulltrúum sjóðsfélaga og fulltrúum aðildarfyr- irtækjanna, sem bera til jafns ábyrgð á heilbrigði og rekstri sjóðsins. Þau væru eiginlega að fara í mál við sjálf sig. Aðalfundur Lífeyrissjóðs banka- manna fer fram 25. apríl nk. Þar verða þessi mál öll rædd og skýrð og nýir stjórnarmenn væntanlega kosn- ir. Ég vil hvetja sjóðsfélaga til að mæta á aðalfundinn og sýna þannig að þeir láta þessi mál sig varða. Ann- ars er eins víst að aðildarfyrirtækin beri áfram fyrir sig að við sýnum tóm- læti og noti sem afsökun fyrir að verða ekki við sjálfsögðum kröfum okkar um leiðréttingar. Enn aðalfundur í skugga málshöfðunar Eftir Kjartan Jóhannesson » Fjármálaráðuneytið hefur hafnað kröfum um að semja um leið- réttingu, þrátt fyrir að dómkvaddur óháður matsmaður hafi sýnt fram á forsendubrest. Kjartan Jóhannesson Höfundur er starfsmaður RB og hef- ur nýlega áunnið sér hámarksréttindi í hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs banka- manna. Í nýlegum Talna- brunni landlæknis kemur fram að stærra hlutfall eldra fólks býr á hjúkrunarheimilum og dvalarheimilum hér á landi en á hinum löndunum á Norð- urlöndum. Fyrir marga er nauðsynlegt að komast inn á hjúkr- unarheimili en biðin er of löng fyrir stóran hóp fólks og erfið fyrir þá sem standa viðkomandi nærri. Marg- sinnis hafa birst fréttir af yfirfullum Landspítala, af fólki sem hefur feng- ið samþykki fyrir dvöl á hjúkr- unarheimili og getur ekki farið heim til sín á meðan beðið er eftir plássi. Þau mál þarf að leysa og því ætti að skoða betur hvort einhverjir ein- staklingar gætu dvalið heima ef heimahjúkrun og heimaþjónusta væri aukin og efld ásamt því að leita nýrra leiða til að draga úr vandanum. Annars staðar á Norðurlöndunum hefur verið áhersla á aukið valfrelsi og það er eitthvað sem þyrfti að standa eldri borgurum til boða hér á landi. Aldraðir ættu að hafa val um hvort auka eigi heimaþjónustu og heimahjúkrun eða að þiggja hjúkr- unarrými, að minnsta kosti á meðan sú þjónusta er ekki kostnaðarsamari en hjúkrunarrýmið. Fyrir marga skiptir það miklu máli og hefur mikið með lífsgæði fólks að gera að geta búið sem lengst á eigin heimili og með sínum maka. Það er opinber stefna að fólk búi sem lengst heima en forsendan fyrir því að fólk sem er farið að tapa heilsunni geti það er að efla þjónustu í heimahúsum. Þjón- ustan þarf að vera í takt við ólíkar þarfir fólks og fjölskyldna þeirra því hópur aldraðra sem þarf heimaþjón- ustu er síður en svo einsleitur og að- stæður þeirra misjafnar. Þá væri það framfaraskref ef fólk hefði eitthvert val um það hver það er sem kemur heim og veitir þjónustu þar sem þetta er afar persónuleg þjónusta. Það er staðreynd að fjölskyldu- meðlimir sinna stórum hluta umönn- unar og því er kominn tími til að við- urkenna það og veita umönnunar- aðilum meiri stuðning og byggja þjónustuna upp í samráði við þá. Margir aðstandendur vilja sinna sínu fólki vel og myndu án efa fagna því ef samráð við fagfólk væri meira og þjónusta inn á heimilið sveigjanlegri. Ef fjölskyldumeðlimur ætlar í frí þá væri hentugast að þjónustuaðilarnir sem þekkja vel til taki að sér meiri umönnun og viðveru á meðan. Það þurfa allir frí og það er mjög mik- ilvægt að passa upp á að aldraðir ein- staklingar sem sinna umönnun veikra maka sinna fái tíma til að sinna eigin heilsu og félagslífi. Að öðrum kosti brennur umönnunar- aðilinn fljótt út og þjónustuþörf þeirra beggja eykst, fyrst inni á heimilinu en þörf fyrir hjúkrunar- rými mun einnig verða nauðsynlegri fyrr. Íslenska þjóðin er að eldast og á næstu árum mun fjölga hratt í þeim aldurshópi sem þarf aðstoð við at- hafnir í daglegu lífi. Það er því kom- inn tími til að skoða hvað aðrar þjóðir í kringum okkur hafa verið að gera og finna nýjar leiðir til að bregðast við þessari fjölgun í aldurshópnum með velferðartækni og nýrri nálgun sem felst í því að draga úr eftirspurn- inni eftir þjónustu. DigiRehab er vel- ferðartækni frá Danmörku sem hef- ur reynst mjög vel í dönskum sveitarfélögum en það er styrkt- arþjálfunarkerfi sem er hannað af sjúkraþjálfurum en veitt af heima- þjónustustarfsfólki. Þetta eru ein- faldar styrktar- og jafnvægisæfingar sem stuðla að bættri sjálfsbjarg- argetu og draga úr byltuhættu og þörf á hjálpartækjum á einungis þremur mánuðum. Með því að inn- leiða slíkt í heimaþjónustu hér má bæði stuðla að meiri lífsgæðum fyrir þá sem fá þjálfun og lægri kostnaði fyrir ríki og sveitarfélög sem standa straum af honum að miklu leyti. Það er vel hægt að efla eldra fólk og virkja betur þann auð sem elstu þegnar landsins búa yfir. Við höfum trú á því að mörgum þyki eftirsókn- arvert að búa yfir því sjálfstæði sem búseta á eigin heimili getur veitt. Við mælum með því að við drögum úr forræðishyggju í málefnum aldraðra, veitum þeim aukið val og leggjum áherslu á að styrkja og efla fólk. Þannig drögum við úr þörf á hjúkr- unarrýmum, heimaþjónustu og heimahjúkrun og stuðlum enn- fremur að áhyggjulausu ævikvöldi á eigin heimili. Bætum þjónustu við aldraða Eftir Ingu Láru Karlsdóttur og Ás- dísi Halldórsdóttur »Eflum og styrkjum aldraða sem búa heima hjá sér með sveigjanlegri heima- þjónustu og notum nýj- ar forvarnarleiðir með velferðartækni að leið- arljósi. Inga Lára Karlsdóttir Inga Lára er hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarstjóri heimaþjónustufyr- irtækisins Sóltúns heima og Ásdís er íþróttafræðingur og forstöðumaður Heilsu & Vellíðan hjá Sóltúni Heima . Ásdís Halldórsdóttir Ýmislegt horfir til betri vegar í kvenna- baráttunni þó að enn eigum við töluvert langt í land og meg- um hvergi láta deig- an síga. Ekki er van- þörf á stöðugri baráttu fyrir launum til jafns við karla, baráttu fyrir að njóta sömu virðingar og velgengni á vinnumarkaði og í stjórnunarstöðum og þeir, og bar- áttu gegn kynbundnu ofbeldi. Það er barist á mörgum vígstöðvum með sýnilegum árangri, konum fjölgar á þingi og sveitarstjórnum og Meeto-byltingin er að gera kraftaverk. Fagna ber hverju marki sem næst eða nálgast. Eitt er þó það í baráttunni sem mörgum þykir vafasamt, en það er að breyta málfari, að kvengera áður við- teknar málvenjur. Er ekki hrein- lega háskalegt að róta á þennan hátt í okkar viðkvæma málkerfi og hefur þetta eitthvað með jafn- rétti að gera? Í gegnum aldirnar hefur íslenskt málfar byggst á þeirri staðreynd að konur eru menn og óþarft hefur þótt að kvengera málið sérstaklega nema í stöku tilfellum þegar rætt er eingöngu um konur eða kvenna- stéttir. Svo er aftur spurning hvort við konur höfum verið sjálfum okkur samkvæmar í gegnum tíðina hvað þetta varðar. Konur hafa gengið inn í áður viðteknar karlastéttir og verða læknar, kennarar, ráð- herrar, lögreglustjórar og sýslu- menn en þegar karlar sækja inn í kvennastéttir er þessu öfugt far- ið. Nauðsynlegt þótti að breyta hinu fallega orði fóstra í leikskóla- kennari, hjúkr- unarkona varð hjúkr- unarfræðingur, flugfreyja flugþjónn og fleira mætti telja. Ekki þótti við hæfi að karlar bæru kvenkyns starfsheiti. Man ég ekki betur en konur teldu á sínum tíma að þetta væri innlegg í jafnréttisbaráttuna. Nú hefur Stúd- entaráð með lagabreytingu ákveð- ið að afneita heitinu maður, til að „leysa af hólmi kynjaða orðræðu innan stofnana og fyrirtækja“. Starfsheiti sem enda á maður skulu breytast í meðlim, forseta, fulltrúa, aðila – allt karlkynsorð, misfalleg og misjafnlega aðlög- unarhæf. Erum við ekki hér á hálum ís? Höfum við konur ekki annað þarfara að gera en umbylta íslensku máli og afneita tegund- arheiti okkar? Ég veit ekki betur en flestar konur og önnur skil- greind kyn hafi hingað til litið á sig sem menn og þótt eðlilegt að láta tala um sig sem menn nema gild ástæða sé til aðgreiningar. Er fallin úr gildi setningin góða í textanum Þori ég, vil ég, get ég?: „Hvenær verða allir menn taldir menn?“ Konur eru menn Eftir Hildi Hermóðsdóttur Hildur Hermóðsdóttir »Er ekki hreinlega háskalegt að róta á þennan hátt í okkar við- kvæma málkerfi og hef- ur þetta eitthvað með jafnrétti að gera? Höfundur er ritstjóri og fv. útgefandi. Atvinnublað alla laugardaga mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.