Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 ✝ Fjóla Ólafs-dóttir fæddist að Kleifum í Skötu- firði í Ísafjarðar- djúpi 10. júní 1922. Hún lést 10. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ólaf- ur Hálfdánarson, f. 4.8. 1891, d. 1973, og María Rögnvaldsdóttir, f. 13.1. 1891, d. 1989. Fjóla átti 14 systkini: Ósk, f. 1916, d. 2010, Guðrún, f. 1917, d. 2009, tvíbur- arnir Karítas, f. 1919, d. 1919, og Einar, f. 1919, d. 2010, tví- burarnir Kristín, f. 1920, d. 2009, og Rögnvaldur, f. 1920, d. 1964, Lilja tvíburasystir Fjólu, f. 1922, d. 2009, Jónatan, f. 1925, Hlíð, svo í Bolungarvík og að lokum til Þorlákshafnar. Fjóla og Pétur eignuðust börnin: 1) Friðgerði, f. 1943, maki Magnús Þ. Snorrason, þau eiga fimm börn, 14 barnabörn og sex barnabarnabörn, 2) Jón Guðna, f. 1947, maki Ester Hall- grímsdóttir, þau eiga fjögur börn, 13 barnabörn og níu barnabarnabörn, 3) Ólaf, f. 1947, maki Kristrún Ástvalds- dóttir, þau eiga þrjá syni, 4) Sig- urð, f. 1948, sambýliskona Anna Manikutdlak, hann á fimm börn og fjögur barnabörn, 5) Elísa- betu Maríu, f. 1949, maki Jakob H.S. Ragnarsson, þau eiga fjög- ur börn og sjö barnabörn, 6) Fjólu, f. 1957, maki Arnulf Er- iksen, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. Fjóla verður jarðsungin frá Þorlákskirkju í dag, 21. apríl 2018, klukkan 14. Meira: mbl.is/minningar tvíburarnir Helga Svana, f. 1926, og Hálfdán, f. 1926, d. 1999, tvíburarnir Halldóra, f. 1928, d. 2013, og Haukur, f. 1928, d. 2014, tví- burarnir Ólafur Daði, f. 1932, d. 1992, og María, f. 1932, d. 2018, fóst- urbróðir þeirra var Ármann Leifsson, f. 1937, d. 2006. Fjóla og Pétur Jónsson, f. 1921, d. 1995, sonur Elísabetar Bjarnadóttur og Jóns Guðna Jónssonar, gengu í hjónaband á jóladag 1943 og hófu búskap í Bolungarvík. Þaðan lá leið þeirra að Breiðabóli í Skálavík, svo í Þjóðólfstungu, þá Meiri- Þá er komið að leiðarlokum hjá tengdamóður minni henni Fjólu. Því miður á ég þess ekki kost að fylgja henni síðasta spölinn þar sem ég er stödd á sjúkrahúsi vest- ur á Ísafirði og því langar mig að senda frá mér nokkrar línur til þess að minnast hennar. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég læt hugann reika til fjöl- margra samverustunda með tengdamóður minni á yfir fimm áratugum. Sérstaklega hugsa ég til ljúfra samverustunda á Upp- salaeyri en hún Fjóla undi sér óvíða betur. Fjóla var börnum mínum, barnabörnum og barnabarna- börnum ávallt hlý og góð og met ég það mikils. Eins fann ég það alla tíð vel sjálf að henni þótti vænt um mig. Við vorum nú kannski ekki alltaf mikið fyrir að skiptast á blíðuhótum en gagn- kvæm væntumþykja og vinátta leyndi sér aldrei og þá sérstak- lega ekki þegar við vorum bara tvær saman. Ég mun alltaf minnast Fjólu í sumarblíðunni fyrir vestan og þykir mér því vel við hæfi að kveðja með orðum Steins Stein- arr: Það vex eitt blóm fyrir vestan, og vornóttin mild og góð kemur á ljósum klæðum og kveður því vögguljóð. (Steinn Steinarr) Kæra tengdamamma, megir þú hvíla í friði og hafðu þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Ester Hallgrímsdóttir. Ég hélt að Fjóla amma yrði ei- líf. Hún var bóndakona sem veigr- aði sér aldrei við neinu. Hún fór í öll störf með sínum manni. Hún vaknaði alltaf fyrir allar aldir og útbjó morgunmat fyrir sitt fólk og ræsti svo liðið sitt. Hún var á fullu fram á kvöld og amma fór svo síð- ust að sofa eftir að hún hafði klár- að öll húsverkin. Sjálf sagði hún að fjölskyldan hefði alltaf verið dugleg að hjálpa til. Það verður að segjast eins og er að hún og henn- ar fólk var og er allt harðduglegt fólk. Amma og afi áttu sex börn. Hún sagði að strákarnir hefðu stundum verið fjörugir og miklir grallarar en þeir áttu nú ekki langt að sækja það þar sem Pétur afi var þekktur grallari og dugn- aðarforkur. Hún sagði að stelp- urnar hefðu verið duglegri heima fyrir og hún kannski stundum verið tilætlunarsamari við þær. Þegar bóndaferlinum lauk fluttu þau niður í bæ og fóru bæði að vinna hjá Íshúsinu. Fljótlega eftir það fæddist augasteinninn hennar ömmu sinnar, sem vildi al- laf fá fyrst fransbrauð svo smjör og svo sultu. Svona vildum við Fjóla amma hafa það. Reyndar átti Fjóla amma þegar orðið nokkra augasteina og nokkrir komu svo á eftir. Ég fór oft til þeirra ömmu og afa og var alltaf vel tekið. Ég hjálpaði ömmu oft við að þurrka rykið af bókunum í bókahillunni með því að henda bókunum á gólfið og fékk svo ömmu eða mömmu til að skila þeim til baka. Við afi ræddum svo heimsmálin og hvað væri í frétt- unum. Mér er minnisstætt þegar þau fengu fyrsta litsjónvarpið sem auðvitað kom á fimmtudegi og biðin eftir að nota það var löng. Maurapúkaveislurnar á jóladag eru mínar bestu minningar enda finnst mér maurapúkarnir hennar Fjólu ömmu hressasta fólk sem til er. Þegar ég fór svo að fela mig í eldhúsinu hjá ömmu þá frétti maður nú ýmislegt og ekki var málfarið alltaf vandað þegar það fauk í þá gömlu. Amma og afi fengu sér tjaldvagn og höfðu hann í Hestfirði en þar var ævintýra- landið okkar. Þau byggðu svo sumarbústað í Seyðisfirði. Þar stendur upp úr hafnargerðin með þeim gömlu og maurapúkunum þeirra. Volvóinn var þar í stóru hlutverki. Fyrir ömmu var þetta paradís á jörð en satt best að segja þá dó Djúpið fyrir mér með Pétri afa. Þau fluttu til Þorlákshafnar 1987. Eftir þetta var ég mest í símasambandi við þau þangað til að afi dó en þá fór ég að koma oft- ar til ömmu. Ég náði mér í konu sem sá ekki sólina fyrir gömlu guddu eins og hún kallaði sjálfa sig svo oft. Við Salbjörg fórum oft til hennar. Enda einstakleg skemmtileg kona þarna á ferð. Við Fjóla amma sáum Gullna hlið- ið opnast þegar við vorum að keyra úr Hestfirði og yfir í Seyð- isfjörð á leiðinni vestur. Þetta var virkilega fallegur gylltur bogi yfir fjallinu hinumegin í firðinum. Þetta var falleg stund hjá okkur Fjólu ömmu. Ég sagði við hana: þeir verða að bíða lengur eftir þér, amma mín, en núna er sú stund komin og margir vinir hennar sem fagna henni hinumegin. Ég er þakklátur fyrir þær stundir sem við Salbjörg mín, Elísabet María og Matthildur Bylgja höfum átt með þér, elsku Fjóla amma. Hvíldu í friði, elsku Fjóla amma. Magnús Már Jakobsson. „Ertu nokkuð á leið vestur?“ Oft kom þessi spurning frá ömmu er ég kom til hennar. Elsku amma, nú spyr ég: „Ertu kannski komin vestur núna?“ Það er eitt- hvað sem mér finnst líklegt, að þú og afi hafið farið þangað saman þegar þú hittir hann. Það voru forréttindi að fá að hafa ömmu hjá okkur svona lengi, það eru ekki allir svo heppnir. En nú er amma farin úr þessari jarðvist, löngu tilbúin í þá ferð. Eins og hún sagði einhvern tím- ann við mig og örugglega oftar en einu sinni „það fá allir að deyja nema ég“. Ég og fjölskylda mín fluttum hingað til Þorlákshafnar árið 1995, þá höfðu amma og afi búið hér í nokkur ár. Ekki fengum við að hafa afa eins lengi með okk- ur en hann lést árið 1995, 74 ára að aldri. Amma var mjög heilsu- hraust í gegnum allt sitt líf, og var enn hálf-hlaupandi um gólf fram á síðasta dag. Aldrei var „volvoinn“ hennar langt undan, en það kall- aði hún göngugrindina sína. Ég fer þetta ekki labbandi, en get far- ið á volvonum. Þessi setning hljómaði oft hjá henni, og hélt hún að það væri ekki svo langt og erf- itt hjá henni að fara á volvonum úr Hveragerði og niður í Þorláks- höfn að heimsækja stelpurnar sín- ar þar. Elsku amma, endalaust gæti ég skrifað um þig og rifjað upp mörg okkar samtöl og þakkað þér sam- veru í gegnum tíðina. Elsku amma, takk fyrir allt, og ég er viss um að þið afi eruð búin að kíkja vestur í „fjörðinn okkar fagra“. Minning þín lifir með okkur öll- um. Þín Fjóla Halldóra. Fyrir 23 árum þá hitti ég þig fyrst, elsku Fjóla (amma). Maggi hafði varað mig við því að þú létir ekki þitt eftir liggja í skoðunum og þú myndir segja það hreint út hvort þér líkaði við mig eða ekki. Ég verð að viðurkenna að ég var með nettan hnút í maganum yfir því að hitta þig, en það losnaði fljótlega um hnútinn og upp frá þessu urðum við strax góðar vin- konur. Það var alltaf stutt í hlát- urinn nálægt þér, elsku Fjóla. Það sem ég kunni vel að meta hjá þér er að þú varst laus við alla tilgerð og komst til dyranna eins og þú varst klædd. Þú varst dugleg að tjá skoðanir þínar á öllu. Þú varst beinskeytt og tilfinningarík og fann ég alltaf svo mikla ást og hlýju frá þér. Margar yndislegar stundir höf- um við átt saman um allt land, má þar nefna nokkur jól, rúntana, ferðirnar vestur og fyrir vestan, veislur, afmæli, ættarmót o.fl. Ég gleymi því ekki þegar við vorum að fara heim frá Noregi þegar Belli og Irene giftu sig. Þið Elsa (amma) voruð samferða okkur á heimleiðinni. Á flugvellinum í Noregi var Elsa (amma) stoppuð í hliðinu og ég grét úr hlátri og átti erfitt með að hætta að hlæja. Þið voruð svo skemmtilegar og ólíkar, frábærar báðar tvær. Jólin sem við vorum í íbúðinni fyrir vestan þegar við fengum okkur drykk og spjall fyrir svefninn á kvöldin. Ég á svo margar dýrmætar minningar um þig, elsku Fjóla mín. Þú varst svo dugleg að hrósa honum Magga okkar fyrir dugnað og fegurð. Ég er svo þakklát fyrir að dætur mínar fengu að kynnast þér og eiga fullt af gæðastundum með þér. Bið að heilsa í sumar- landið, ég veit að Pétur tekur á móti þér opnum örmum. Takk fyrir allt sem þú varst mér og fjölskyldu minni. Öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Salbjörg Júlía Þorsteinsdóttir. Elsku Fjóla amma. Takk fyrir að vera amma okkar. Þú varst okkur alltaf svo góð og studdir okkur í einu og öllu. Mikið hvað við vorum heppin að hafa þig í okkar lífi, þú tókst alltaf virkan þátt í öllu því sem við vorum að gera. Það var oft mikið glens og gaman í kringum þig, þú varst alltaf til í að spjalla um alla heima og geima og komst þú þá helst á flug ef minnst var á Vestfirðina og ekki þá síst um Seyðisfjörðinn þinn sem var himnaríki á jörð. Öll- um stórum sem smáum þótti gott að koma til þín í djúpið fagra. Jólin okkar verða núna öðru- vísi, þar sem þú hefur oftast verið hjá okkur um hátíðarnar. Við munum minnast allra okkar góðu stunda saman. Enn og aftur takk fyrir allt, elsku Fjóla amma, þú varst okkur mjög dýrmæt. Þín fjölskylda, Þorbjörg (Bogga), Valdimar (Valli), Bjarni Már, Bryndís Ósk og Magnús (Maggi) Þór. Jæja, elsku Fjóla amma, þá er hún bara komin, kveðjustundin. Nú leggur þú í hann og framund- an er, að mig grunar, mikil æv- intýraferð hjá þér og á ég von á því að það verði nú ansi glatt á hjalla þegar þú nærð áfangastað, eða að þá verði nú aldeilis fjör í Beggabæ eins og hann Pétur afi var vanur að segja. Nú er hann afi búinn að bíða þolinmóður eftir þér í tæp 23 ár, blessaður karlinn, á meðan þú hefur verið hér og litið eftir hinum sífellt stækkandi hóp fjörugra maurapúka ykkar hjóna og hefur það nú verið ærinn starfi því við erum nú ekki beinlínis hljóðlátasti eða feimnasti hópurinn og alveg ótrúlegt stundum hverju við get- um tekið upp á. Nú er víst komið að því að við spjörum okkur án ættmóðurinnar sem fyrir bara örfáum árum hætti að prjóna í jólapakkana fyrir öll börnin í afkomendahópnum. Húmorinn þinn var alltaf á sínum stað og eru þær ófáar sögurnar sem þú sagðir okkur í gegnum tíð- ina en oft hefur maður legið í hlát- urskasti yfir frásagnarstílnum þínum. Ég hugsa oft um kvöldið góða á Svalbarðseyri á afmælis- degi þínum 2006, en þá áttum við „unga fólkið“, sem sagt amma tán- ingur og við hin góða stund og sát- um langt fram á nótt við spjall og hlátrarsköll eftir að mamma og pabbi og börnin voru farin að sofa. Mamma útskrifaðist frá Háskól- anum á Akureyri þennan dag og það kom nú ekki til greina annað hjá þér en að koma með norður, þú ætlaðir nú ekki að fara að missa af því þegar dóttir þín útskrifaðist úr háskólanámi. Ég verð að segja að ég skil ekki enn þann dag í dag að nokkrum manni hafi orðið svefn- samt í Eyjafirðinum þá nóttina fyrir látunum í okkur. Það sem við veinuðum úr hlátri. Ég gleymi því líka seint þegar þú, 89 eða 90 ára gömul, ákvaðst að kíkja eftir því hvernig útlitið væri fyrir berja- sprettuna í Seyðisfirðinum og raukst af stað upp fjallið og stakkst ekki bara langömmubörn- in þín af, heldur hundinn minn líka. Þau höfðu ekki roð við þér, en þú blést varla úr nös. Þú varst nú aldrei há í loftinu, en lítil varstu aldrei, þú varst stór og mikill kar- akter, dugnaðarforkur, hreinskil- in, samkvæm sjálfri þér, gast vel látið heyra í þér ef svo bar undir og það leyndi sér sko ekki ef þú varst ósátt við menn eða málefni. Við fjölskyldan erum afar þakklát fyrir samfylgdina við þig, elsku Fjóla amma, og okkur finnst við vera afar rík að hafa átt þig að. Við óskum þér góðrar ferðar og kveðj- um þig með söknuði. Elísa Rakel Jakobsdóttir og fjölskylda. Fjóla Ólafsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Akranesi, lést mánudagin 16. apríl á dvalaheimilinu Höfða, Akranesi, í faðmi fjölskyldu sinnar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 25. apríl klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð dvalarheimilisins Höfða. Valur Sólberg Gunnarsson Jóhanna M. Steindórsdóttir Björn Hilmarsson Guðríður Þórðardóttir Auðunn Sólberg Valsson Brynja Guðnadóttir Saga Valsdóttir Sigurður Arnfjörð Hekla Valsdóttir Guðmundur Björnsson Valur Ásberg Valsson Friðmey Baldursdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR BJÖRGVINSSON, Hringbraut 65, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum mánudaginn 16. apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 7. maí klukkan 13. Fanney Óskarsdóttir Einar P. Guðmundsson Lára Halldórsdóttir Óskar H. Guðmundsson Berglind Hallmarsdóttir Björgvin S. Guðmundsson Þóra Hallgrímsdóttir Sigrún B. Guðmundsdóttir Elín Þ. Guðmundsdóttir Guðmundur F. Guðmundss. Kolbrún Magnúsdóttir Klara G. Guðmundsdóttir Miles Boarder Sigurður P. Sigmundsson Valgerður Heimisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, systir, tengdamóðir og amma, ÓLÖF MAGNÚSDÓTTIR, húkrunarheimilinu Eir, áður Bogatúni 6, Hellu, andaðist miðvikudaginn 11. apríl. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 25. apríl klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Hilmar E. Guðjónsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JENNI RAGNAR ÓLASON, Böðvarsgötu 8, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju, þriðjudaginn 24. apríl klukkan 14. Þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Björgunarsveitina Brák, Borgarnesi, njóta þess. Aðalbjörg Stella Ólafsdóttir Áslaug Þorvaldsdóttir Rósa Jennadóttir Guðmundur F. Guðmundss. Birna Guðrún Jennadóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.