Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Forðastu átök í lengstu lög en verði ekki hjá þeim komist skaltu berjast drengi- lega. Eyddu ekki óþarfa orku í að hugsa um það sem miður fór. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert eitthvað annars hugar í dag og ættir því að fara varlega í ákvarðanatöku. Margar lausnir virðast vera fyrir hendi en flýttu þér hægt því aðeins ein er rétt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hefjist nýtt tilfinningasamband í dag má búast við að það verði ástríðufullt og gæti breytt lífi þínu. Vertu óhrædd/ur við að njóta ánægju lífsins og leyfa henni að blómstra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þráir stöðugleika í samböndum þínum en stöðugleiki er ekki mögulegur eins og stendur. Reyndu að afstýra deilum og nota orkuna til að koma hlutunum í verk. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Mundu að þú uppskerð eins og þú sá- ir. Byrjaðu að íhuga möguleika þína núna því það gefst ekki vel að taka skyndiákvarð- anir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Taktu höndum saman með öðrum til þess að ljúka ótilgreindu verkefni í dag. Notaðu hugkvæmnina sem lykil að hamingj- unni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það gæti legið illa á fjölskyldu- meðlimum þínum vegna óleystra ágrein- ingsefna heima fyrir. Vertu skýr í tjáskiptum í dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú hefur þú það í hendi þinni að láta mikil umskipti yfir þig ganga. Taktu góðlátlegt grín annarra ekki nærri þér því þú veist vel að það býr ekkert að baki. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sinntu þeim erindum sem þú hefur dregið að reka. Láttu allar óþarfa áhyggjur lönd og leið og einbeittu þér að augnablikinu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er einhver ruglingur í gangi á vinnustað þínum og þú átt erfitt með að henda reiður á því sem fram fer. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er erfitt að mynda sér ein- hverja skoðun þegar aðeins liggja fyrir brot af upplýsingum. Mundu að vinir og vanda- menn eru sú stoð sem gott er að hafa. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mundu að það sem þú gerir hefur sínar afleiðingar fyrir sjálfa/n þig og aðra. Verk þín sanna sig sjálf svo þú skalt fara þér hægt en njóta árangurs erfiðis þíns. Gátan er sem endranær efir Guð-mund Arnfinnsson Fulllærður hann fráleitt er. Fljóð sá ekki barnar. Við hirðina þeir sómdu sér. Sonur Axlar-Bjarnar. Knútur H. Ólafsson svarar: Sveininum margt ólært er, ungur sveinn ei barnar. Skutulsveinn konungs sómir sér, Sveinn var bur Axlar-Bjarnar. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Hugsunin var hrein og bein, þótt heimskan ríkti í fyrstu ein, síðan loks varð laus við mein. Líklega’ er hér átt við SVEIN. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Enginn sveinn er útlærður. Aldrei sveins barn finnst í legi. Áður hirðsveinn útfærður og Sveinn skotti’ á glæpavegi. Helgi Seljan svarar: Útlærður var ekki sveinn, ekki fljóðin barna kann. Hirðmenn sýndu ei sóma neinn, Svein hans Axlar Bjarnar fann. Guðmundur skýrir gátuna þannig: Fulllærður er sveinninn síst. Sveinn ei barnar meyju hreinn. Hirðsveinar þar voru víst. Var af Birni kominn Sveinn. Þá er limra: Sveinn í Þingmúla þótti frækinn, þéttur á velli og brekkusækinn, en sumum þótti hann sóa þrótti, hann sótti vatn yfir bæjarlækinn Og síðan ný gáta eftir Guðmund: Ekki dugir droll og slór, dagur nýr í hönd nú fór, hann er gáta í sjálfu sér, sem að kveldi ráðin er: Vegarspotta víst þann tel. Veðrabálkur strangur er. Hann er rák á hörpuskel. Hluti bókar einn og sér. Þegar Jón Sigurðsson forseti var drengur veiktist hann hættulega. Þá kvað síra Sigurður Jónsson á Rafns- eyri, faðir hans: Guð hefur þig til gamans mér gefið, – það má segja. Sá, sem öllu lífið lér, láti þig ekki deyja. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sveinn skotti og aðrir sveinar Í klípu „HANN ER EKKI HÉRNA. EF ÞÚ ERT TÝND ÁN HANS GETURÐU ALLTAF DOKAÐ VIÐ OG SÉÐ HVORT HANN REYNI AÐ FINNA ÞIG.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ALDREI ÖSKRA Á PÍPARANN ÞINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar varir ykkar eru alltaf í takt. AUMINGJA GEIR ÞRÚÐUR ER AÐ SMS-A LÍSU… „HVERNIG ELSKA ÉG YÐUR? LEYFIÐ MÉR AÐ SMS-A LEIÐIRNAR“ ÚPS! ÉG SENDI ÞETTA Á GEIRÞRÚÐI Í STAÐINN AUMINGJA JÓN GEIRÞRÚÐUR VILL VITA HVAÐ ÉG SÉ AÐ GERA Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ HVAÐ SAGÐI SKILTIÐ ÞARNA? HRÁÁÁÁK „SLEIPT Í BLEYTU“ Víkverja finnst gaman að haldaupp á sumardaginn fyrsta. Það er ekki alltaf gott veður þennan dag og það má deila um hvort sumarið sé komið eða ekki en eitt er víst að fólk er komið með sumarið í hjarta. Skát- arnir hafa lengi verið áberandi í há- tíðarhöldum á þessum degi og líka eru hverfishátíðirnar fastir liðir. x x x Á hverfishátíðunum eru gjarnantónlistaratriði, einhvers konar sýning, hoppukastalar, kaffi og kleinur, grillaðar pulsur og gos. Vík- verji sá t.d. mjög flott tónlistarfólk af yngstu kynslóðinni úr sínu hverfi flytja bæði frumsamin lög og önnur þekktari eftir eigin höfði á fimmtu- daginn. Sviðsframkoma, söngur, leiklist og tónlist er eitthvað sem börn hafa gott af og þykir gaman að læra. Þetta eru hæfileikar sem eiga eftir að nýtast vel í framtíðinni. x x x Núna hefur bæst við að haldin ersérstök barnamenningarhátíð sem nær yfir sumardaginn fyrsta. Það er virkilega gaman að hafa hátíð sem er sérstaklega ætluð börnum en hún ætti ekki að vera á kostnað hefð- bundinna hátíðahalda í hverfunum. Þessar hverfishátíðir ætti heldur að efla. x x x Að því sögðu vill Víkverji hvetjafólk til að fara inn á barnamenn- ingarhatid.is og skoða þessa viða- miklu dagskrá. Á sunnudaginn er til dæmis hægt að fara í Bollywood- danstíma fyrir alla fjölskylduna eða kíkja á krakkareif í Ráðhúsinu. Á há- tíðinni er líka víða hægt að sjá lista- verk sem börnin sjálf hafa skapað og sumstaðar er hægt að mæta til að skapa eitthvað nýtt og frumlegt. Leiklist, dans og tónlist er líka gert hátt undir höfði á hátíðinni. x x x Það er um að gera að pakka ekkisumarskapinu ofan í skúffu heldur halda brosinu þó að það eigi eftir að kólna einhverja daga. Það gerir það oftast og þá er nauðsynlegt að verja sumarið í hjartanu. Sumarið er stutt á Íslandi og það þarf að njóta þess. Er á meðan er. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar, hann annast þá sem leita hælis hjá honum (Nahúm 1.7) )553 1620 Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Veisluþjónusta Lauga-ás Afmæli Árshátíð Gifting Ferming Hvataferðir Kvikmyndir Íþróttafélög Við tökum að okkur að skipuleggja smáar sem stórar veislur. Lauga-ás rekur farandeldhús í hæsta gæðaflokki og getur komið hvert sem er á landinu og sett upp gæða veislu. Er veisla framundan hjá þér? Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.