Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Elísabet II Bretadrottning heldur upp á 92 ára afmæli sitt í dag eftir að hafa sett leiðtogafund ríkja Samveldisins í Lundúnum, hugsan- lega í síðasta skipti. Elísabet drottning hefur ríkt lengst allra þjóðhöfðingja í sögu Bretlands. Hún er jafnframt elst og hefur ríkt lengst allra núverandi þjóðhöfðingja heimsins. Ákveðið var á leiðtogafundinum í Lundúnum að Karl krónprins yrði næsti þjóðhöfðingi ríkja Samveldis- ins, að sögn breska ríkisútvarpsins. Elísabet drotting er þjóðhöfðingi þess núna en hún hafði lýst því yfir að það væri einlæg von sín að Karl tæki við af henni þegar þar að kæmi. Forystumenn aðildarríkja Sam- veldisins ræddu málið fyrir luktum dyrum í Windsorkastala og hermt er að meðal annars hafi komið fram sú tillaga að leiðtogar samveldis- landanna skiptust á um að gegna embættinu. Nýr erfingi væntanlegur Embætti þjóðhöfðingja ríkja Samveldisins, sem áður hét Breska samveldið, erfist ekki líkt og breska krúnan. Fyrir vikið var ekki sjálfgefið að Karl tæki við af móður sinni. Theresa May, forsætisráð- herra Bretlands, og Justin Trud- eau, forsætisráðherra Kanada, höfðu áður lýst opinberlega yfir stuðningi við það að Karl yrði þjóð- höfðingi ríkja Samveldisins. Karl er 69 ára að aldri og á eftir honum í erfðaröðinni eru Vil- hjálmur prins, tvö ung börn hans og síðan bróðir hans, Harry prins. Búist er við að þriðja barn Vil- hjálms og eiginkonu hans, Katr- ínar, fæðist síðar í mánuðinum. Harry færist þá úr fimmta sæti í það sjötta í erfðaröðinni. Harry prins kvænist unnustu sinni, Meghan Markle, í Windsor- kastala 19. maí. Athöfnin fer fram í Kapellu heilags Georgs. Um 600 manns hefur verið boðið í brúðkaupið og hádegisverð í kast- alanum. Um 2.640 til viðbótar, þeirra á meðal fulltrúar góðgerð- arsamtaka og fyrrverandi her- menn, fá að vera á lóð kastalans til að fylgjast með komu brúðhjón- anna og ferð þeirra þaðan með hestvagni eftir athöfnina. Um 200 manns verða síðan í veislu um kvöldið í Frogmore House, bústað konungsfjölskyld- unnar í grennd við Windsorkastala. Lögreglan gerir ráð fyrir því að um 100.000 manns verði fyrir utan Windsorkastala þegar brúðhjónin verða gefin saman. Talið er að brúðkaupið verði til þess að erlendum ferðamönnum fjölgi í Bretlandi og sala á minja- gripum í tengslum við konungsfjöl- skylduna aukist. Ráðgjafarfyrir- tækið Brand Finance telur að brúðkaupið færi alls milljarð punda, jafnvirði 140 milljarða króna, í breska hagkerfið, þar af 300 milljónir punda (42 milljarða króna) vegna fjölgunar ferða- manna. Haldið upp á 92 ára afmæli drottningar  Karl krónprins á að taka við af móður sinni sem þjóðhöfðingi ríkja Samveldisins  Spá um 140 milljarða króna innspýtingu í breska hagkerfið vegna brúðkaups Harrys prins og Meghan Markle Breska konungsfjölskyldan Vilhjálmur Meghan Markle Anna Isla LouiseJames SavannahMia BeatriceEugenie Andrés Játvarður Filippus, fæddur sem prins af Grikk- landi og Danmörku Díana Spencer fráskilin, dó 1997 Timothy Laurence Mike Tindall Mark Phillips fráskilin Sarah Ferguson fráskilin Sophie Rhys-Jones Camilla Parker Bowles Katrín Georg Karlotta Harry Ganga í hjónaband 19. maí Zara Peter Autumn Kelly Windsor- ættin Skjaldarmerki Bretlands Karl ELÍSABET II Drottning frá árinu 1952 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Ísrael hafa miklar áhyggjur af því að Íranar, erkióvinir þeirra, geti eflt herafla sinn í Sýr- landi, við landamærin að Ísrael. Þau eru jafnvel sögð vera tilbúin að hætta á stríð til að koma í veg fyrir að Ír- anar geti gert árásir á ísraelskar borgir frá herstöðvum í grannríkinu. Eitt af helstu markmiðum klerka- stjórnarinnar í Íran hefur verið að tortíma Ísraelsríki. Fjarlægðin milli landanna er um 1.790 kílómetrar og á milli þeirra eru tvö lönd, Jórdanía og Írak, en vígstaða hers klerkastjórn- arinnar hefur gerbreyst nú þegar hann hefur náð fótfestu í Sýrlandi sem er með landamæri að norð- austurhluta Ísraels. Meginmarkmið Írana og annarra bandamanna einræðisstjórnarinnar í Sýrlandi hefur verið að verja hana og koma í veg fyrir að uppreisnarmenn steypi henni af stóli. Stuðningur Ír- ana og Rússa í stríðinu hefur orðið til þess að flest bendir til þess að stjórn Bashars al-Assads haldi velli. Ísrael- ar óttast að Íranar snúi sér nú að næsta markmiði og það sé að styrkja herafla sinn í Sýrlandi með það fyrir augum að geta gert árásir á Ísrael, að sögn Yaakovs Amidrors, fyrrverandi undirhershöfðingja og þjóðar- öryggisráðgjafa Benjamins Net- anyahus, forsætisráðherra Ísraels. „Íranar hafa náð því markmiði sínu í stríðinu að sjá til þess að Assad haldi velli. Núna hefur forgangsverkefni þeirra breyst og það beinist núna að Ísrael,“ hefur The Wall Street Journ- al eftir Amidror. „Þeir vilja koma í veg fyrir að Ísrael geti brugðist við næsta skrefinu, sem er að Íran eign- ist kjarnavopn. Í augum okkar er bráðnauðsynlegt að stöðva Írana og til þess erum við tilbúin að taka þá áhættu að stríð blossi upp.“ Í sömu stöðu og S-Kóreumenn? Fréttaskýrandi The Wall Street Journal, Yaroslav Trofimov, bendir á að Ísraelar geti lent í sömu stöðu og Suður-Kóreumenn þegar einræðis- stjórnin í Norður-Kóreu hóf kjarn- orkutilraunir sínar. Suður-Kóreu- menn gátu ekki gripið til hernaðar- aðgerða til að afstýra því að Norður- Kóreumenn eignuðust kjarnavopn vegna hættunnar á því að einræðis- stjórnin svaraði með flugskeyta- og sprengjuárásum á Seoul. Ísraelar vilja ekki lenda í þeirri stöðu að þeir geti ekki afstýrt því að klerkastjórn- in í Íran eignist kjarnavopn vegna hættu á að hún svari með árásum á Ísrael frá Sýrlandi. Trofimov telur að ef Íranar halda áfram að styrkja herafla sinn í Sýr- landi, eins og flest bendi til, sé óhjá- kvæmilegt að líkurnar á átökum milli Ísraela og Írana aukist á næstu vik- um og mánuðum. Hugsanlegt er að Rússland og Bandaríkin dragist inn í þau átök. Ísraelar hafa nú þegar gert a.m.k. tvær loftárásir á skotmörk í Sýrlandi eftir að Íranar sendu þaðan dróna inn í lofthelgi Ísraels 10. febrúar. Ísr- aelar segja að dróninn hafi verið með vopn. Ísraelsher svaraði með því að gera árás á sýrlenska herstöð þar sem drónanum var stýrt. Íranska fréttastofan Fars sagði að fjórir Ír- anar hefðu beðið bana í árásinni og klerkastjórnin hét því að hefna dauða þeirra. Tengslin við Sáda batna Ísraelar telja að klerkastjórnin í Íran sé helsta ógnin við öryggi Ísr- aels vegna þess markmiðs hennar að tortíma landinu. Stjórnvöld í Ísrael hafa því miklar áhyggjur af auknum áhrifum Írana í Mið-Austurlöndum, meðal annars í Írak, Líbanon og Jemen, auk Sýrlands. Íran er helsta ríki sjía-múslíma, sem eru 10-15% allra múslíma í heim- inum en langfjölmennasta fylking ísl- ams er hins vegar súnní-múslímar sem eru í meirihluta í arabaríkjun- um. Auk þess að styðja einræðis- stjórn Assads hefur klerkastjórnin dælt vopnum í Hizbollah, samtök sjía-múslíma í Líbanon, sem hafa sent þúsundir liðsmanna sinna til Sýrlands. Íranar hafa einnig stutt Húta, vopnaða hreyfingu svonefndra zaída, sem eru allt að 40% íbúa Jem- en og tilheyra sjíum innan íslams. Meirihluti íbúanna er hins vegar úr röðum súnnímúslíma. Sádi-Arabía og fleiri arabaríki hafa stutt stjórnina í Jemen með umfangsmiklum loft- hernaði. Aukin áhrif írönsku klerkastjórn- arinnar í Mið-Austurlöndum hafa orðið til þess að tengsl Ísraela og Sádi-Arabíu virðast hafa batnað á síðustu árum, þar sem löndin líta á hana sem sameiginlegan óvin. Þau hafa ekki verið í formlegu stjórn- málasambandi og ráðamennirnir í Sádi-Arabíu hafa ekki viðurkennt Ísraelsríki. Þeir hafa sagt að fullar sættir verði ekki milli ríkjanna nema Ísraelar fari af landsvæðum sem þeir hernámu í stríðinu árið 1967. Um- mæli krónprins Sádi-Arabíu, Mo- hammeds bin Salmans, í nýlegu við- tali við bandaríska tímaritið The Atlantic þykja benda til þess að veru- leg breyting hafi orðið á afstöðu Sáda til Ísraelsríkis. Krónprinsinn var spurður hvort gyðingar hefðu „rétt til þjóðríkis í að minnsta kosti hluta af landi forfeðra sinna“ og hann svar- aði að hann teldi að hvorirtveggja, Ísraelar og Palestínumenn, hefðu rétt til eigin heimalands. Konungur Sádi-Arabíu áréttaði þó síðar að landið styddi enn rétt Palestínu- manna til að stofna eigið ríki og að Jerúsalem yrði höfuðborg þess. Tilbúnir að hætta á stríð við Írana  Ísraelar hafa miklar áhyggjur af því að erkióvinir þeirra geti eflt herafla sinn í Sýrlandi  Telja brýnt að koma í veg fyrir að hersveitir Írana geti gert árásir á borgir í Ísrael frá herstöðvum í grannríkinu AFP Drónaárás Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, heldur á stykki úr írönskum dróna sem var skotinn nið- ur yfir landinu í febrúar. Það varð til þess að Ísraelar gerðu loftárás á herstöð sem Íranar hafa notað í Sýrlandi. Hafa áhyggjur af ummælum Trumps » Ísraelar hafa áhyggjur af þeirri yfirlýsingu Donalds Trumps nýlega að hann sé að íhuga að kalla bandarísku her- mennina í Sýrlandi heim. Ólík- legt er þó að ríkisstjórn Ísraels gagnrýni afstöðu Trumps opin- berlega. » Talið er að yfirlýsing Trumps geti aukið líkurnar á því að Ísr- aelar grípi til hernaðaraðgerða gegn Írönum í Sýrlandi, þeir telji sig þurfa að gera það áður en það verði of seint þar sem þeir geti ekki reitt sig á að Bandaríkin stöðvi Írana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.