Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Alkunna er að við beitumtungumálinu eftir að-stæðum, við skrifumekki eins í blöðin og í smáskilaboðum og ritmál er að jafnaði ólíkt talmáli, svo mjög að það kemur fólki á óvart að sjá orð- og hikréttar uppskriftir af eigin tungutaki og viðmælenda sinna. Einn mikilvægasti þátturinn í að ná tökum á tungumáli er að skilja og ráða við þau málsnið sem ólíkar aðstæður bjóða upp á. Blæbrigðin og merkingaraukinn sem hægt er að ljá tungumálinu með markvissu orðfæri og setningaskipan, að ekki sé talað um hljómfall og framburð, nýtist t.d. fólki sem vill hafa áhrif á aðra í pólitískum tilgangi, hvort sem er við að selja hugmyndir eða varn- ing. Þekkt er að fyrirtæki kaupa frægar raddir í auglýsingar – og þannig færist jákvæð ímynd hinnar frægu raddar yfir á hið aug- lýsta. Þessi áhrif valda því að fólk í opinberum áhrifastöðum misnot- ar að jafnaði ekki stöðu sína til að drýgja tekjurnar með því að lesa inn á auglýsingar; forsetinn ber ekki lof á þvottaefni í sjónvarpinu og fréttamenn eða þulir ríkisútvarpsins ljá ekki sínar ábúðarmiklu raddir í sölumennsku. Trú- verðugleikinn væri í húfi ef þessi mörk væru ekki virt. Annað mál er þegar fólk nýtir sér fyrri trúverð- ugleika úr opinberri þjón- ustu til starfsframa á nýj- um vettvangi – eins og alsiða er. Traust er aðalsmerki fjölmiðla og almenningur vill trúa því að fjölmiðlar starfi og flytji fréttir í almannaþágu, veiti valdhöfum gagnrýnið aðhald á hverjum tíma og hafi jafnframt yfirlýsta rit- stjórnarstefnu sem getur ekki annað en litað öll efnistök og frétta- mat. Trúverðugleiki frétta byggist ekki síst á því málsniði sem þær eru samdar á. Við skynjum af orðfærinu þegar um fréttir er að ræða og höfum því tilhneigingu til að trúa því sem sagt er – að því gefnu að við höfum traust á fjölmiðlinum. Nú er mikið talað um falsfréttir á falsmiðlum en minna er talað um að trúverðugir fjölmiðlar eiga það til að selja aðgang að sjálfum sér og lána blaðamenn til að skrifa keyptar „fréttir“ af ágæti ólíkra hagsmunaaðila og starfsemi þeirra. Oft getur verið um umdeild mál að ræða á borð við aðild að Evrópusambandinu, laxeldi í opnum sjókvíum, kjarasamninga eða virkjanir og náttúruvernd, en umfjöll- unin er samin á málsniði frjálsra og óháðra frétta. Þannig er keypt- ur áróður settur í fréttaform og almenningur á erfitt með að varast þær falsfréttir sem þannig eru bornar á borð. Völd og áhrif fjölmiðla byggjast á því að þeir ráða yfir málsniði fréttanna og það er alvörumál ef þeir selja hagsmunaaðilum aðgang að því valdi til að koma ranghugmyndum á flot – sem aðrir þurfa að eyða tíma í að bera til baka í þágu þess almennings sem fjölmiðlar ættu með réttu að þjóna á grunni bestu fáanlegu þekkingar. Því miður má slík þekking sín oft lítils andspænis fjárhagslegum hags- munum örfárra einstaklinga og áróðursvélum þeirra. Málsnið frétta í þágu hagsmuna Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Ífyrradag var haldin í Norræna húsinu ráðstefna ávegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, ut-anríkisráðuneytisins og verkefnisins Norðurlönd ífókus, sem er á vegum Norrænu ráðherranefnd- arinnar, sem bar heitið: Alþjóðasamvinna á krossgötum – Hvert stefnir Ísland?. Þetta var viðamikil ráðstefna sem stóð í heilan dag. Fyrir þá, sem hafa fylgzt með umræðum um utanrík- ismál Íslands í milli 60 og 70 ár, var það töluverð upplifun að fylgjast með fulltrúum nýrra kynslóða sem flestir höfðu lítil sem engin tengsl við langt tímabil kalda stríðs- ins, koma saman og ræða þessi málefni. Hér sem annars staðar í samfélaginu hafa orðið alger áhafnaskipti. Það er rétt að alþjóðasamvinna stendur á vissum kross- götum en það má líka segja um nærumhverfi okkar Ís- lendinga hér í Norður-Atlantshafi. Í kalda stríðinu nutum við – áhrifalaus örþjóð – lykilstöðu vegna legu lands okk- ar. Hún tryggði okkur m.a. sigur í þorskastríðum en það er önnur saga. Nú er kalda stríðinu lokið, bandaríska varn- arliðið horfið af landi brott og ný viðhorf ríkja í Washington sem enginn veit til hvers muni leiða. En hér erum við, fámenn þjóð á eyju í Norður- Atlantshafi, og miklar líkur á að á næstu áratugum muni fara fram mikil átök á milli stórvelda um áhrif og yfirráð á norðurslóðum, sem við erum hluti af. Rússar verða þátt- takendur í þeim leik af augljósum landfræðilegum ástæð- um en í Asíu er að rísa mikið stórveldi, sem margir spá að verði í fremstu röð, þegar líður á þessa öld. Það er Kína. Þeir fara hljóðlega um en áhugi þeirra á landakaupum á Íslandi hefur ekki farið fram hjá okkur og heldur ekki sambærilegur áhugi þeirra á Grænlandi. Sennilega höfum við ekki veitt nægilega athygli starf- semi stofnunar sem kennd er við Konfúsíus en hún er til staðar bæði á Íslandi og Grænlandi. Hvernig tryggjum við sjálfstæði okkar við þessar að- stæður? Þar gegnir Noregur lykilhlutverki en Noregur var ekki nefndur á nafn í þessu samhengi í Norræna húsinu í fyrra- dag. Á meðan á lokaorrustunni um dvöl bandaríska varnar- liðsins á Íslandi stóð 1973 og fram á árið 1974 tókst Geir Hallgrímsson, þá formaður Sjálfstæðisflokksins, ferð á hendur til Noregs í desember 1973. Markmiðið var að efla tengslin við Norðmenn í varnar- og öryggismálum á Norður-Atlantshafi og leita nýrra röksemda í baráttunni hér heima fyrir, sem var föst í gömlum farvegi. Með hon- um í för voru Matthías Á. Mathiesen, þá þingmaður Reykjaneskjördæmis og síðar ráðherra, Björn Bjarnason, sem þá var að hasla sér völl, sem helzti sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum og síðar ráðherra og greinarhöfundur fyrir hönd Morgunblaðsins. Áhrifamest var samtal okkar við Trygve Bratteli, sem þá var forsætisráðherra Noregs vegna þess að það sýndi þau djúpu áhrif, sem hernám Þjóðverja í Noregi hafði haft á elztu þálifandi kynslóð í norska Verkamannaflokknum og viðhorf þeirra til öryggismála á hafsvæðinu á milli okk- ar. Nú sem fyrr eru örlög okkar og Norðmanna sam- tvinnuð og þess vegna skiptir máli náið samráð á milli okkar og þeirra um þessi málefni. En hér koma fleiri við sögu. Það á við um Færeyinga og Grænlendinga svo og Skota en augljóst er að raddir um sjálfstæði þessara þriggja ríkja verða stöðugt háværari. Í bók minni um Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar í Sjálf- stæðisflokknum, sem út kom fyrir síð- ustu jól er að þessum málefnum vikið og þar segir m.a.: „Vel má vera að á næstu árum verði eðlilegt að efna til sameiginlegra við- ræðna þessara fimm sjálfstæðu smáríkja við Norður-Atlantshaf (innskot: hér er átt við Noreg, Ís- land, Skotland, Færeyjar og Grænland) við Bandaríkin og Kanada um aðgerðir til öryggis í þessum heimshluta. Það verður aldrei tryggt með hernaðarlegu framlagi frá Ís- landi, Grænlandi og Færeyjum en ekki er ólíklegt að þessi þrjú ríki geti lagt sitt af mörkum með margvíslegri tækni- legri þjónustu við þá aðila sem sjá um varnirnar sjálfar auk einhvers konar aðstöðu … Jafnvel þótt fimm smáríkj- um í og við Norður-Atlantshaf tækist að ná samningum um öryggismál á þessu svæði við Kanada og Bandaríkin skiptir máli að hafa sterk tengsl við ríki á meginlandi Evr- ópu. Þar hljótum við fyrst og fremst að horfa til Þýzkalands vegna náinna menningarlegra og sögulegra tengsla við Þjóðverja. Þess vegna skal hér enn ítrekuð sú skoðun, sem áður hefur verið sett fram að við eigum að leggja sér- staka rækt við pólitísk tengsl okkar við Þýzkaland.“ Sjónarmið af þessu tagi komu hvergi við sögu í Nor- ræna húsinu í fyrradag. Ekki hjá formanni utanríkismálanefndar Alþingis, Ás- laugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanni og ritara Sjálf- stæðisflokksins, ekki hjá Rósu Björk Brynjólfsdóttur, varaformanni utanríkismálanefndar og þingmanni VG, ekki hjá sendiherrunum Albert Jónssyni og Auðuni Atla- syni, og ekki hjá alþjóðastjórnmálafræðingnum Kristjáni Guy Burgess. Hins vegar ber að minna á að sá íslenzkur stjórn- málamaður, sem hefur lagt mest af mörkum til að koma til skila þýðingu norðurslóða fyrir Ísland er Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti og fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins með stórmerku alþjóðlegu ráð- stefnuhaldi. Hefur ný kynslóð ekkert fram að færa í utanríkismálum og hvernig beri að tryggja sjálfstæði Íslands til framtíðar? Eyjarnar í Norður- Atlantshafi á krossgötum Þar gegnir Noregur lykilhlutverki Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Út er komið eftir mig ritið Tota-litarianism in Europe: Three Case Studies, Alræði í Evrópu: Þrjár rannsóknir, og kynni ég það á fundi í Háskólatorgi, stofu 101 (Ingjaldsstofu), fimmtudaginn 26. apríl klukkan fimm. Fyrsta rannsóknin er á örlögum svissnesku gyðingakonunnar Elinor Lipper, en útdrættir úr metsölubók eftir hana um ellefu ára vist í þrælakistum Stalíns birtust í Vísi og Tímanum í Kalda stríðinu. Hún virtist hafa horfið eftir útkomu bók- ar sinnar, en ég gróf upp í sviss- neskum og rússneskum skjalasöfn- um, hver hún var, hvaðan hún kom og hvert hún fór, og er þar margt sögulegt. Önnur rannsóknin er á, hvernig örlög tveggja Þjóðverja, sem bjuggu á Íslandi fyrir stríð, flétt- uðust saman. Henny Goldstein var flóttamaður af gyðingaættum, Bruno Kress, nasisti og styrkþegi Ahnenerbe, „rannsóknastofnunar“ SS-sveitanna. Eftir stríð gerðist Kress kommúnisti og forstöðumað- ur Norrænu stofnunarinnar í Greifswald-háskóla. Fundum þeirra Goldsteins og Kress bar saman aft- ur á Íslandi 1958 á einkennilegan hátt. En Ahnenerbe tengdi þau líka saman, og vissi hvorugt af því. Þriðja rannsóknin er á þáttum úr ævi kunnasta stalínista Íslands Halldórs K. Laxness. Hvaðan var símskeytið sem varð til þess að honum var ekki hleypt inn í Banda- ríkin 1922? Hvers vegna forðaði hann sér frá Bandaríkjunum 1929? Eftir elskuleg samtöl 1934 við ítalska fasista, þar sem hann reyndi að stuðla að útgáfu bóka sinna á Ítalíu, skrifaði hann Erlendi í Unu- húsi: „Ýla skal hind, sem með úlf- um býr.“ Laxness kom til Berlínar 1936 með vottorð til nasistastjórn- arinnar um að hann væri ekki kommúnisti en þá var hann að reyna að liðka til um útgáfu bóka sinna í Þýskalandi. Laxness þagði í aldarfjórðung yf- ir því þegar hann varð í Moskvu 1938 vitni að handtöku saklausrar stúlku, Veru Hertzsch, barnsmóður Íslendings. Hann hafði líka að engu beinar frásagnir sjónarvotta að kúguninni í kommúnistaríkjunum, til dæmis rússneskukennara síns, Teodoras Bialiackinas frá Litáen, og tveggja tékkneskra vina. Ég rek undirmálin vegna veitingar Nób- elsverðlaunanna 1955 en leita að lokum skýringa á því hvers vegna Laxness og margir aðrir vestrænir menntamenn vörðu stalínismann gegn betri vitund. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Þrjár örlagasögur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.