Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Á páskadag árið 1963 fórst Hrímfaxi, flugvél Flugfélags Íslands, í aðflugi að Fornebu-flugvelli við Ósló og með henni 12 manns, þar á meðal Þor- björn Áskelsson, einn af aðaleig- endum Gjögurs hf., faðir Guð- mundar sem kvaddur er í dag. Þar sem Guðmundur hafði verið að stússast í kringum útgerðina með föður sínum lá beinast við að hann tæki við rekstrinum. Við tóku erfið ár, fyrst og fremst vegna ófyrirséðra afleiðinga við- skipta sem átt höfðu sér stað skömmu fyrir andlát Þorbjarnar, lítið mátti út af bregða svo allt færi ekki á verri veginn. Hér komu mannkostir Guðmundar glöggt í ljós sem fólust fyrst og síðast í yfirvegun, orðheldni og heiðarleika í samskiptum við aðra. Guðmundur stýrði útgerðinni með hjálp margra góðra manna í gegnum þetta erfiðleika tímabil með þeim árangri að í dag er Gjögur með stöndugri útgerðum landsins. Ég átti því láni að fagna að starfa hjá Gjögri, nánast alla mína sjómannstíð, eða í um 15 ár. Byrj- aði sem kokkur en varð síðan vél- stjóri hjá útgerðinni til skiptist á þeim skipum sem höfðu verið í eigu hennar þegar ég hætti þar störfum. Rekstur útgerðar er nú einu sinni því marki brenndur að þar skiptast á skin og skúrir, einn daginn aflast vel til viðbótar fæst kannski gott verð fyrir afurðirn- ar. Næsta dag getur verið ör- deyða, enginn afli og til viðbótar lágt verð fyrir sjávarafurðir á er- lendum mörkuðum. Þriðja daginn getur útgerðin orðið fyrir ómældu Guðmundur Þorbjörnsson ✝ GuðmundurÞorbjörnsson fæddist 2. júní 1934. Hann lést 5. apríl 2018. Útför Guð- mundar fór fram 20. apríl 2018. tjóni í formi vélabil- ana eða bilana á öðr- um búnaði um borð eða að síldar- og/eða loðnunótin hefur stórskemmst við veiðar í of grunnum sjó. Þannig má áfram telja allar brekkurnar sem verða gjarnan á vegi þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Á meðan ég starfaði hjá útgerð- inni kynntist ég Guðmundi mjög vel, taldi hann raunar til minna betri vina. Aldrei man ég eftir því að Guðmundur skipti skapi eða að hægt væri að lesa það úr svip hans hvort hlutirnir gengju vel eða illa. Hann lét einfaldlega ekki óumflýj- anlegar hæðir og lægðir í rekstr- inum stjórna lund sinni og fram- komu við annað fólk, var alltaf eins og kom fram við alla eins og jafn- ingja. Síðustu 25 árin mín á vinnu- markaði starfaði ég hjá VSFÍ m.a. við samningagerð við samtök út- gerðarmanna. Á þessum árum var hið svokallaða kvótabrask í al- gleymingi, mörg mál sem tengd- ust kaupi og kjörum tengdust því. Í öll þessi ár sem ég starfaði fyrir VSFÍ man ég ekki eftir einu ein- asta klögumáli sem tengdist Gjögri, hvorki að reynt væri að láta sjómanninn taka þátt í kaup- um á kvóta eða að á einhvern ann- an hátt væri verið að fara á svig við gerða samninga. Guðmundur var einn af heið- ursmönnum gamla tímans sem var alltaf maður orða sinna, töluð orð af hans vörum höfðu merkingu og handsalað samkomulag var engu síðra en skriflegt. Með Guðmundi er genginn mikill heiðursmaður af gamla skólanum sem hafði einkar góða nærveru, kom fram við alla af sama látleysinu. Við leiðarlok færi ég eftirlifandi eignkonu hans, börnum og öðrum nákomnum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Helgi Laxdal. Í dag verður Guðmundur Þor- bjarnarson til moldar borinn. Guð- mundur hafði mikla hæfileika og var gull af manni. Þá hæfileika fékk hann í vöggugjöf en hann var sonur hjónanna Þorbjarnar, út- gerðarmanns á Grenivík, og Önnu ljósmóður sem tók á móti mörgum einstaklingum í okkar sveitarfé- lagi, m.a. okkur sem þetta rita. Margar sögur hafa verið sagðar af ljósmóðurstörfum Önnu ljósu eins og hún var kölluð. Allar eru þær á einn veg, natni, blíða og fag- mennska í fyrirrúmi. Við kynntumst Guðmundi mest í gegnum Útgerðarfélagið Gjögur sem hann veitti forstöðu og voru þau kynni öll á sama veg, mann- gæska og þjónustulund. Þegar skipverjarnir fóru að skemmta sér í borginni og höfðu klárað alla hýr- una, var bankað á Tómasarhagan- um til að fá smá skotsilfur. Eftir á að hyggja hlýtur það að hafa verið hvimleitt fyrir fjölskylduna, en Guðmundur lét á engu bera og við gengum auðvitað á lagið. Yfirleitt var hluturinn góður á vertíðinni en á þeim árum virtust vasarnir eitt- hvað lekir. Því var það í lok síðustu vertíðarinnar sem erfitt var fyrir Guðmund að skilja hvað mikið var eftir af vetrarhýrunni en þá höfðu aðstæður breyst, kona var komin í spilið og vasarnir héldu betur. Um tíma skildi leiðir en þegar Gjögur hóf rekstur aftur á Greni- vík endurnýjuðust kynnin. Guð- mundur hafði lítið breyst, orð skulu standa og aldrei vék hann frá því, þótt á þessum tíma hafi hann að mestu verið búinn að draga sig í hlé og Ingi og Anna, börn Guðmundar, tekin við stjórn- inni. Það er minnisstætt þegar skrif- stofa Gjögurs í Reykjavík var heimsótt. Var það eins og að koma á gott sveitaheimili. Sest var með kaffibolla og sögur sagðar úr sveitinni. Hann vildi vita hvernig mannlífið var í hans gömlu heima- byggð. Ástæða er líka til að þakka fyrir hvað hann reyndist strákunum okkar vel, en um langt skeið hafa þeir báðir starfað hjá Gjögri. Þegar þau hjón dvöldu hjá okk- ur síðastliðið sumar áttuðum við okkur ekki á hversu stutt Guð- mundur átti eftir, ef til vill vissi hann betur. Hann minntist þá á hvað allir sem urðu á vegi hans á Grenivík sýndu honum mikinn hlýhug. Vonandi var það gott veganesti fyrir það sem koma skyldi. Kæra Auðbjörg, Ingi, Anna og fjölskyldur. Við og synir okkar vottum ykkur hina dýpstu samúð. Megi minning um góðan dreng lifa. Guðný Sverrisdóttir Jóhann Ingólfsson. Samskipti okkar Guðmundar hófust í Vesturbæjarlauginni um og fyrir 1980. Hann átti rætur að rekja í Kelduhverfi og afabróðir hans bjó á Melrakkasléttunni þannig að tengingarnar voru auð- veldar. Auk þess átti útgerðin þeirra hlut í síldarsöltunarstöð á Rauf- arhöfn þar sem faðir minn sinnti verkstjórn síðustu síldarárin. Og að sjálfsögðu lönduðu Gjögursbát- arnir Oddgeir og Vörður sinni síld þar. Það er síðan snemmsumars 1982. Ég var fluttur til Hull og hafði umsjón með löndun og sölu á afla þeirra íslensku skipa sem það kusu. Í einni heimferðinni til þess að afla viðskipta hitti ég Guðmund í Vesturbæjarlauginni. Við tókum tal saman sem endaði á þann hátt að hann hét á mig ef Vörður myndi ná að fiska í siglingu yrði ég umboðsmaður skipsins. Þetta gekk allt eftir. Vörður aflaði vel og fékk gott verð. Þetta var á loðnu- leysisárunum þannig að Hákon fór líka á fiskitroll og landaði hjá mér og síðan fylgdi Oddgeir ein- hverjum misserum síðar. Þetta var upphaf að vinskap sem aldrei bar skugga á. Traust- ari mann í samskiptum er erfitt að finna og ekki þurftu menn skrif- lega samninga við Guðmund. Hann hafði nokkrum árum seinna mikil áhrif á þá ákvörðun mína að setja á stofn sjálfstæðan rekstur í Hull. Ég bauð honum þátttöku í þeim rekstri en hann ráðlagði mér ein- dregið að vera ekki með marga eigendur, það myndi flækja fleiri mál en leysa. Við Margrét vottum Auðbjörgu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Genginn er góður drengur. Pétur Björnsson. Elsku amma. Ein af mínum fyrstu minningum um þig var þegar þú spurðir mig hvort ég vildi að þú kenndir mér frönsku, ég hef lík- lega verið svona fimm ára og var alveg til í það. Þá sagðir þú með frönskum hreim –allabaddarí fransí, koppur undir rúmi til að pissa í – þarna hélt ég í nokkur ár að ég kynni smá í frönsku. Ég hugsa núna á hverjum degi um allar ótrúlegu sögurnar um líf þitt og hversu þakklát ég er fyrir allar góðu minningarnar sem við eigum saman. Mikið sem ég á eft- ir að sakna þess að sitja við eld- húsborðið þitt með kaffibolla og spjalla við þig um heima og geima. Amma var ekki bara amma, við vorum líka bestu vinkonur hún hjálpaði mér t.d mikið í hárgreiðslunáminu með því að leyfa mér að leggja á sér hárið og prófa liti og hvað annað, og í mörg ár borðuðum við saman einu sinni í viku sem mér þykir svo vænt um. Anna Sigurlína Steingrímsdóttir ✝ Anna Sig-urlína Stein- grímsdóttir fædd- ist 28. júní 1933. Hún lést 26. mars 2018. Útför Önnu fór fram 6. apríl 2018. Hún amma var svo ótrúlega mikil fyrirmynd, svo sterkur karakter (þarna myndi hún leiðrétta mig og segja persónuleiki) og dugleg koma sem hélt ótrauð áfram sama hvað bjátaði á. Ég mun ávallt líta upp til þín, amma, segja börnunum mínum og öllum þeim sem vilja heyra sögur af þér, þú ótrúlega flotta kona sem varst alltaf svo vel til höfð, með fallegt heimili og dýrindis mat í ofninum. Takk fyrir að vera amma mín, ég elska þig endalaust. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín Ásta Jóna. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR OLIVER KARVELSSON frá Ísafirði/Þingeyri, lést þriðjudaginn 10. apríl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 23. apríl klukkan 13. Kritsana Jaitieng Kristján Sigurður Sverrisson Nutcharee Pairueang Jakob Arnar Sverrisson Sólveig A. Hilmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Bróðir minn og föðurbróðir okkar, PERCY B. STEFÁNSSON ráðgjafi, lést að morgni laugardagsins 14. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 24. apríl klukkan 15. Stefán B. Sigtryggsson Arnar Dúsa Alex Björn Sigtryggur B. Hildur María Ylfa Guðný Hákon Ævar Stefanía Rós Maj-Britt Anna Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Elsku pabbi okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐBJÖRN GUNNLAUGSSON skólastjóri verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 27. apríl klukkan 13. Sveinbjörg Friðbjarnardóttir Garðar Sigurvaldason Gunnlaugur Friðbjarnarson Freyja Friðbjarnardóttir Friðrik Jósafatsson Ása Fönn Friðbjarnardóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN T. JÓNSDÓTTIR lyfjafræðingur, Bjarmalandi 21, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 10. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 26. apríl klukkan 13. Ingólfur Lilliendahl Kristján Lilliendahl Guðrún Marinósdóttir Guðný Lilliendahl Kjartan Lilliendahl Sigríður Bragadóttir Hörður Lilliendahl Elva Bredahl Brynjarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS ÞÓRHALLSSON frá Botni í Fjörðum, til heimilis að Sléttuvegi 23, Reykjavík, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 11. apríl, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 24. apríl klukkan 13. Ragnhildur Pála Tómasdóttir Sveinn Áki Sverrisson Guðni Þórhallur Tómasson Þórdís Þórðardóttir Guðlaugur Ómar Tómasson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÚLÍA W. KRISTINSDÓTTIR, Stelkshólum 12, Reykjavík, lést á kvennadeild Landspítalans sunnudaginn 1. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks kvennadeildar Landspítalans fyrir góða umönnun. Aðstandendur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG EIÐSDÓTTIR, Árskógum 2, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 1. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Ólafía Magnúsdóttir Jóhann Geirharðsson Eiður Magnússon Kristín Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.