Morgunblaðið - 16.05.2018, Síða 23

Morgunblaðið - 16.05.2018, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 maður og kjörinn fulltrúi í borg- arstjórn. Fyrir mér var hún fyrst og fremst víðsýn og vandvirk í sinni nálgun á samfélagsmál, kynnti sér mál vel og tók yfirveg- aða afstöðu. Hulda Valtýsdóttir var sérlega hlý og vel gerð manneskja. Hún ræktaði sterkt samband við dæt- ur sínar og fjölskyldur þeirra. Eðli máls samkvæmt var ég í mestu návígi við samband tengdafjölskyldu minnar við Huldu. Þau voru afar náin, og meðan Hulda hafði heilsu til ferðuðust þau mikið saman. Stefán Pétur, tengdafaðir minn heitinn, sat með Huldu í stjórn Árvakurs um árabil og ríkti mikið og gagn- kvæmt traust milli þeirra. Skóg- ræktaráhugi hennar smitaði sömuleiðis yfir til þeirra, sem tóku til við gróðursetningu og ræktun lands við hús sitt í Fljóts- hlíð af miklum móð. Hulda náði einstöku sambandi við börn. Hún tók Heiðu dóttur minni opnum örmum og þegar langömmubörnin, Stefán og Steinunn Hildur komu til sög- unnar lék hún á als oddi. Við leið- arlok er þakklæti efst í huga. Guð blessi minningu Huldu Valtýsdóttur. Pétur Þ. Óskarsson. Móðir mín kallaði hana Systu og það gerðum við systkinin líka. Af ýmsum ástæðum varð líf okk- ar samofið lífi hennar. Fyrst og fremst var það vegna kærleiks- ríkrar afstöðu hennar til okkar, en einnig vegna skemmtilegrar samveru með henni, Gunnari og dætrunum. Þegar móðir okkar féll frá, ung að aldri, styrktust böndin, og við urðum heimagang- ar á heimilinu í Sólheimum 5. Hulda Valtýsdóttir ólst upp hjá foreldrum sínum, Kristínu Jónsdóttur og Valtý Stefánssyni, og alla tíð þóttist ég greina hjá henni skapgerðarþætti, sem rekja mætti til þeirra. Til dæmis einkenndi hana mildi í dómum um menn og málefni, sem mér fannst ég þekkja frá afa mínum. En jafnframt hafði hún litla þol- inmæði gagnvart falsi og undir- ferli, eins og ég minnist frá Krist- ínu. Amma gat reyndar verið svo hreinskiptin að sveið undan. En Hulda átti létt með að beina við- mælanda sínum kurteislega á rétta braut ef hann vék af leið sanngirni. Ég dáðist að þessari hæfni og reyndi að tileinka mér hana, en tókst aldrei. Það hafði að sjálfsögðu mikil áhrif á Huldu að alast upp á heimili ritstjóra Morgunblaðsins og listmálarans Kristínar. Á þessu heimili hittust listamenn og áhrifamenn í þjóðfélaginu, og þar voru rædd þjóðþrifamál. Um langt skeið var Hulda síðan ritari föður síns, og kynntist þá hinum margvíslegu viðfangsefnum, sem tilheyrðu starfi hans. Valtýr var mikill áhugamaður um skógrækt og var lengi formaður Skógrækt- arfélags Íslands. Þetta áhugamál smitaðist til Huldu og síðar næstu kynslóðar afkomenda. Má segja, að starfsferill Huldu, eftir að hafa komið þremur dætrum á legg, hafi borið merki upprunans, því hún sneri sér að blaða- mennsku og stjórnmálum, með sérstakri áherslu á listir og menningarmál. Voru henni falin mörg trúnaðarstörf á þeim vett- vangi. Hún varð virk í skógrækt- armálum, og var kosin til for- mennsku í Skógræktarfélagi Íslands. Öllum þessum verkum sínum sinnti hún af hugsjón og eldmóði, sem hún hafði alist upp við á æskuheimilinu. Munu marg- ir minnast þess nú. Eftir að ég kom heim frá námi gáfust okkur Ólöfu tækifæri til að endurnýja og styrkja tengslin við Huldu og fjölskyldu. Frá þeim tíma sem liðinn er, eigum við dýr- mætar minningar um samveru, ferðalög og skógræktarfundi þar sem slegið var á létta strengi. Gleði og hlátur einkenndi þessar samverustundir. En þegar ég hugsa til baka finnst mér að mannkostir Huldu hafi ævinlega svifið yfir vötnum; á þessum tíma hafi hún gert mig að betri manni, þótt viðfangsefnið væri ærið. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þessa móðursystur, sem nú kveður södd lífdaga. Fjölskylda hennar mun búa að minningunni um langa tíð. Kjartan Thors. Hulda Valtýsdóttir fæddist rúmu ári eftir að faðir hennar, Valtýr Stefánsson, tók við rit- stjórn Morgunblaðsins. Í því fólst, að hún ólst upp með blaðinu og hefur snemma farið að fylgjast með málefnum þess og æ meir eftir því sem árin liðu. Þær miklu sviptingar sem stóðu um föður hennar næstu áratugina á eftir í okkar litla samfélagi hafa snert tilfinningalíf hennar með ýmsum hætti og átt þátt í að móta hana. Hún var í senn hlý, hógvær en föst fyrir. Kynni okkar hófust eftir að ég var ráðinn einn af þremur rit- stjórum Morgunblaðsins. Þeim lýsti ég með eftirfarandi hætti á áttræðisafmæli hennar 29.sept- ember 2005: „Fyrsta alvöru samtal mitt við Huldu Valtýsdóttur er mér minn- isstætt. Við sátum í stóru fund- arherbergi í húsakynnum Morg- unblaðsins í Aðalstræti og þar var fleira fólk. Höfðum verið að tala saman um daginn og veginn. Allt í einu sneri hún sér að mér, tók utan um aðra höndina á mér af mikilli hlýju, horfði djúpt í aug- un á mér með þessu tindrandi augnaráði, sem einkennir hana á góðum stundum og sagði: „Styrmir minn. Mér finnst ég hafa svo sterka tilfinningu fyrir því sem þú ert að reyna að gera hérna.“ Orðin, augnaráðið, hlýj- an, dugðu mér sem hvatning frá aðaleiganda Morgunblaðsins ár- um saman.“ Á síðasta áratug síðustu aldar varð mikill titringur í samskipt- um Morgunblaðsins og Sjálf- stæðisflokksins. Fjölskylda Val- týs Stefánssonar hafði tekið fullan þátt í mótun þeirrar stefnu blaðsins að rjúfa tengslin sem verið höfðu fram eftir 20. öldinni á milli blaðs og flokks. En krafa blaðsins um upptöku gjalds vegna nýtingar á sameign þjóðarinnar varð til þess að sam- skipti ritstjórnar blaðsins og for- ystusveitar Sjálfstæðisflokksins versnuðu mjög um skeið. Niður- staðan varð þó sú, að landsfundur Sjálfstæðisflokksins gerði auð- lindagjald að stefnu sinni. Hulda hafði þungar áhyggjur af því að þessi samskipti hefðu farið úr böndum. Það varð til þess, að ég átti marga fundi með henni á heimili hennar. Þeir voru sumir hverjir mjög erfiðir og allt sagt á báða bóga sem segja þurfti en staðreynd er að þau samtöl vísuðu mér veginn í viðleitni okk- ar til þess að koma þessum sam- skiptum í eðlilegan farveg á nýj- an leik. Hulda sat á sameiginlegum fundi stjórnar Árvakurs hf., framkvæmdastjóra og okkar rit- stjóra blaðsins, þegar „drama- tísk“ þáttaskil urðu í þeim sam- skiptum til hins betra og ég hef sagt frá á öðrum vettvangi. Morgunblað þeirra ára var eiginlega sérstakt samfélag. Þar kom fólk að úr mörgum ólíkum áttum, með ólíkar skoðanir og margvíslega hæfileika. Þar ríkti jákvætt og gott andrúmsloft, sem eigendur blaðsins á þeim tíma höfðu átt mikinn þátt í að skapa. Ég hef alltaf litið á það sem gæfu að hafa ráðist til starfa á Morgunblaðið að loknu háskóla- prófi. Og var reyndar svo hepp- inn að sjá föður Huldu, Valtý Stefánsson, ganga þar um ganga fyrstu árin sem ég fór að venja komur mínar þangað í erindum ungra sjálfstæðismanna. Hulda Valtýsdóttir var eins konar klettur í daglegu lífi okkar. Mér þótti óskaplega vænt um hana. Styrmir Gunnarsson. Mig langar að rifja upp æsku- minningar lítillar stelpu frá árun- um 1963-1968. Ég bjó við Sól- heimabrekkuna skáhallt á móti Sólheimum 5, heimili Huldu Val- týsdóttur og fjölskyldu. Ég á góðar minningar um dvöl mína hjá Huldu og Hildigunni yngstu dóttur hennar, en við Hildigunn- ur urðum bestu vinkonur. Af vel- vild sinni bauð Hulda mér að vera hjá þeim mæðgum á meðan mamma og pabbi voru í vinnunni. Hulda er mér minnisstæð, lag- leg kona í fallegum fötum, oft klædd ullarpilsi og rúllukraga- peysu með breitt gullarmband á hendi, átti falleg stór veski og notaði Dior-ilmvatn. Já, merki- legt hvernig minningarnar skjóta upp kollinum á tímamótum sem þessum. Huldu man ég sem sí- vinnandi, sitjandi við skriftir uppi á Gangi. Hún var að skrifa eitt- hvað „merkilegt“, en það kom í ljós að hún var að þýða barna- leikrit og annað efni fyrir okkur börnin. Hún opnaði leikhúsheim- inn fyrir okkur með þýðingum sínum á barnaleikritum hins norska Thorbjørns Egner. Hulda var öflugur þýðandi barnaefnis. Hún þýddi t.d. Kar- íus og Baktus, Kardemommubæ- inn, Dýrin í Hálsaskógi og Sígl- aða söngvara eftir Thorbjørn Egner. Hulda og Helga systir hennar sáu um Barnatíma Helgu og Huldu í Ríkisútvarpinu í 12-13 ár eða frá árinu 1953, sem voru vinsælir þættir. Síðar gáfu þær systur út tvær barnabækur sem byggðust á efni úr barnatíman- um. Fyrri bókin hét einfaldlega Barnatími Helgu og Huldu og geymdi smásögur og leikrit, en hún kom út 1966. Ári seinna kom út barnabókin Rummungur ræn- ingi sem Hulda þýddi úr þýsku. Einnig þýddi Hulda sögurnar um Bangsímon (Winnie the Pooh) eftir A.A. Milne sem lesin var í barnatíma þeirra systra. Það er ógleymanlegt þegar hún fór með okkur Hildigunni á æfingar og síðan generalprufur í Þjóðleikhúsinu á Kardemommu- bænum og Dýrunum í Hálsa- skógi. Ég sé það enn ljóslifandi fyrir mér þegar við settumst inní R-1554 og Hulda ók af stað úr Sólheimunum, prúðbúin og með okkur Hildigunni í aftursætinu að fara á æfingar á Karde- mommubænum. Það sem við hlökkuðum til og hvað við skemmtum okkur vel þegar við horfðum á Soffíu frænku og ræn- ingjana þrjá, það gleymist aldrei. En það sem meira er, þýðingar Huldu og Kristjáns frá Djúpa- læk, þýðanda söngvanna, á barnaleikritum Thorbjørns Eg- ner eru enn ein vinsælustu barnaleikritin og vart er til það leikskólabarn sem kann ekki lög eins og Dvel ég í draumahöll og Piparkökusönginn úr Dýrunum í Hálsaskógi eða Vísur Soffíu frænku og Söng ræningjanna í Kardemommubænum. Heimili Huldu að Sólheimum 5 bar merki listfengis. Heimilisfað- irinn hafði teiknað húsið, lista- verkin á veggjunum voru eftir móður Huldu, motturnar á gólf- unum ofnar af húsmóðurinni og í geymslunni var lager bókaútgáfu Valtýsdætra hf. Fallegt skandin- avískt heimili og enn eitt af fal- legustu húsum borgarinnar. Þakka þér Hulda fyrir velvild- ina í minn garð, brúnkökuna góðu og mjólkurglösin sem við fengum í borðstofunni. Svanfríður Franklínsdóttir. Velgjörðarmaðurinn Hulda er fallin frá. Hulda og Gunnar eig- inmaður hennar reyndust börn- um og tengdabörnum Helgu systur Huldu einstaklega vel. Þeirra heimili að Sólheimum 5 var alla tíð opið fjölskyldunni og vinum. Margar ánægjustundir voru þar. Hulda var einstök manneskja, sem allir báru virðingu fyrir. Áhugasvið hennar voru fjölmörg eins og störf hennar bera merki um. En umhyggja hennar fyrir einstaklingnum var ætíð mikil og hennar nærhyggja var með þeim hætti að öllum leið vel í návist hennar. Áhugi hennar fyrir vel- gengni einstaklingsins var mikil og lagði hún sig í líma við að fylgj- ast með viðkomandi. Umfram allt var utanumhald um stórfjöl- skylduna henni ætíð fremst í huga. Henni var ekki sama um sitt fólk og það var stór hópur. Blessuð sé minning hennar. Brynjólfur Bjarnason. Hulda Valtýsdóttir var einstök manneskja, með brennandi áhuga á náttúrunni og tók virkan þátt í endurheimt skóglenda landsins. Hún vildi opna augu fólks fyrir því að hægt er að rækta skóga á Íslandi. Hulda átti ekki langt að sækja áhugann því afi hennar, Stefán Stefánsson skólameistari, var grasafræðing- ur og Valtýr faðir hennar, mennt- aður búfræðingur. Valtýr var for- maður Skógræktarfélags Íslands árin 1940-1961 og ólst Hulda upp við skógræktar- og gróðurbó- taumræðu á æskuheimilinu. Hún kynntist öndvegisfólki, þar á meðal Hákoni Bjarnasyni skóg- ræktarstjóra, sem var vinur föð- ur hennar. Hulda var kosin í varastjórn Skógræktarfélags Íslands 1972 og sat þar í átta ár. Hún kynntist hugsjónafólki sem starfaði í að- ildarfélögunum og heillaðist af því óeigingjarna starfi sem unnið var um allt land. Hún notaði þennan tíma til að læra, hlusta og kynna sér starfsemi skógræktar- hreyfingarinnar. Hulda var fyrsta konan sem gegndi starfi formanns Skóg- ræktarfélags Íslands. Hún var formaður í 18 ár, frá 1981 til 1999. Hún var jafnframt formaður Framkvæmdanefndar um land- græðsluskógaátakið og sat í stjórn Landgræðslusjóðs árin 1990-1996. Hún átti sæti í stjórn Rannsóknarstöðvarinnar á Mó- gilsá og sinnti fleiri verkefnum á þessu sviði. Hulda var gerð að heiðursfélaga Skógræktarfélags Reykjavíkur árið 1998 og varð heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands árið 2000. Skógræktarfélag Íslands var ávallt ofarlega í huga Huldu og vildi hún efla starfsemi félagsins með ráðum og dáð. Hún var ósér- hlífin og unni sér ekki hvíldar, var vakin og sofin yfir skógrækt- armálum og fylgdi málefnum fé- lagsins eftir af vaxandi krafti. Hún var traust og fylgin sér ef því var að skipta en um leið var hún varkár og vönd að virðingu sinni fyrir hönd félagsins. Tengsl hennar við öflugan fjölmiðil kom félaginu til góða og hélt hún í heiðri hefðir sem mynduðust í tíð föður hennar. Hulda minntist þess þegar hún hætti formennsku í S.Í. hvað and- staðan við skógrækt var mikil hjá fámennum en háværum hópi fólks. Þessu vildi hún breyta og þótti mjög vænt um það hvernig lands- menn tóku því þegar Skógrækt- arfélag Ísland, í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Búnaðarfélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélag ís- lands, Garðyrkjufélag Íslands og fleiri efndi til átaksins Ár trésins árið 1980 í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Hulda var fram- kvæmdastjóri þessa verkefnis sem skilaði góðum og jákvæðum árangri. Landgræðsluskógaátakið hófst 1990 og átti drjúgan þátt í að virkja sveitarfélög víðs vegar um landið og efla starfsemi skóg- ræktarfélaga, en eitt af áherslu- málum Huldu var að virkja ungt og kraftmikið hugsjónafólk til verka á sviði skógræktar. Stjórn Skógræktarfélag Ís- lands þakkar Huldu fyrir óeigin- gjarnt starf og kveður hana með virðingu. Dætrum hennar og öðr- um ástvinum eru færðar samúð- arkveðjur. F.h. stjórnar Skógræktar- félags Íslands, Jónatan Garðarsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hulda Valtýsdóttir þýddi margar barnabækur og leikrit. Mörg verkanna lifa enn með þjóðinni, svo sem Dýrin í Hálsaskógi, en myndin var tekin þegar Hulda fagnaði áttatíu ára afmæli sínu. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN EGILSDÓTTIR, Bakkastöðum 1a, lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 2. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sæmundur Pétursson Eygló Baldursdóttir Guðmundur Jóhannsson Kjartan Baldursson Edda Aradóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINN ÞORGEIR BRYNJÓLFSSON, Birkiteigi 33, Keflavík, lést á Hrafnistu, Nesvöllum, föstudaginn 4. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Alúðarþakkir til starfsfólks Nesvalla fyrir frábæra umönnun. Guðrún Helga Þorsteinsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.