Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 2
Veður Austlæg átt í dag og dálítil væta í flestum landshlutum en styttir upp á vestanverðu landinu með deg- inum. Milt í veðri. sjá síðu 18 Leiða saman hesta sína Landsmót hestamanna í Víðidal hófst með pompi og prakt, brokki og tölti 1. júlí og nær hápunkti á sunnudaginn. Þúsundir fylgjast með glæsilegustu hrossum landsins næstu daga og þátttakendurnir koma hvaðanæva. Hér sjáum við knapa á vegum Léttis frá Akureyri. Fréttablaðið/anton brink ATVINNA Ungt par sem á von á sínu fyrsta barni leitar að ljósmóður til þess að aðstoða við að tryggja öryggi og heilsu barns og móður í fæðingu og sængurlegu vegna fyrirséðs álags og manneklu á fæðingardeildum sjúkrahúsa. Móðirin er 26 ára frumbyrja í eðlilegri meðgöngu. Áætlaður fæðingarstaður er Landspítali eða HVE Akranesi. Áætlaður fæðingardagur er 7. júlí. Verktakavinna. Tímakaup er 10.556 kr./klst. + kvöld/helgarálag auk bakvakta- og akstursgreiðslna. Umsóknir berist á orvaenting@gmail.com samgöngur „Starfið leggst mjög vel í mig. Þetta er viðamikið og spenn- andi verkefni. Ég fer með auðmýkt í farteskinu og byrja að læra, eins og maður gerir á nýjum stað,“ segir Berg- þóra Þorkelsdóttir sem hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði Bergþóru en Sigurður Ingi Jóhanns- son samgönguráðherra vék sæti vegna tengsla sinna við Bergþóru. „Ég sótti um starfið vegna þess að mér fannst það áhugavert og taldi mig geta uppfyllt þær kröfur sem gerðar voru. Ég hef mikla og langa stjórnunarreynslu og finnst áhuga- vert að koma inn í stofnun sem hefur svona víðtækt og vaxandi hlutverk í íslensku samfélagi. Þetta er verkefni sem er áhugavert fyrir manneskju á mínum stað í lífinu.“ Bergþóra segir að hennar næsta verkefni sé að kynnast stofnuninni og umhverfi hennar betur. Umsækjendur um starfið voru metnir út frá níu hæfnisþáttum sem sérstök hæfnisnefnd skilgreindi út frá þeim kröfum sem fram komu í starfsauglýsingunni. Mest vægi hafði stjórnunarreynsla, eða 25 prósent, reynsla af rekstri og áætlanagerð vó 20 prósent og þekking á samgöngum eða atvinnulífi 15 prósent. – sar Með auðmýkt í farteskinu bergþóra Þorkelsdóttir tekur við starfi forstjóra Vegagerðarinnar 1. ágúst næstkomandi. Fréttablaðið/GVa LögregLumáL Svo virðist sem ekk- ert sé hægt að segja til um hvers vegna bandarískur karlmaður, fæddur 1992, lést í miðbæ Reykja- víkur aðfaranótt laugardags. Þrátt fyrir fjölda nýrra eftirlitsmynda- véla segir yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að líkast til verði ekki hægt að upplýsa um hvað nákvæmlega gerðist. Ekkert er vitað um ferðir mannsins í mið- bænum fyrir slysið. Maðurinn féll af þaki hússins sem stendur við Lækjargötu 6a. Aðkoman að slysstað var afar ljót þar sem mikið hafði blætt úr manninum. Hann var sendur með flýti á Landspítala til aðhlynn- ingar en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hófst strax handa við að rannsaka málið og telur Jóhann Karl Þórisson aðstoðar- yfirlögregluþjónn að líkast til verði ekki hægt að segja til um hvers vegna maðurinn féll fram af hús- þakinu. „Karlmaðurinn var einsamall á ferðalagi um landið og hafði farið þarna upp á þak, mögulega prílað þarna baka til, það eru stigar þar. Að öðru leyti vitum við ekki hvernig hann kom sér upp á þakið og höfum ekki hugmynd um það,“ segir Jóhann Karl. „Þetta er rannsakað sem slys og við getum ábyggilega aldrei upplýst hvað gerðist. Það eru engin vitni að þessu og enginn með honum. Það var bara komið að honum þarna liggjandi,“ bætir hann við. Jóhann Karl segir ekki búið að kryfja manninn og því er ekki hægt að segja til um hvert líkamlegt ásig- komulag hans var. „Krufningin mun fara fram síðar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu setti upp 25 nýjar eftirlits- myndavélar í miðborginni eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur. Er nú svo komið að eftirlitsmyndavélar í Reykjavík á almannafæri eru 36 talsins og eru þær langflestar í miðbænum. Að auki eru eftirlits- myndavélar sem fyrirtæki og ein- staklingar hafa sett upp á svæðinu. sveinn@frettabladid.is Vita ekkert um ferðir manns sem féll af þaki Lögreglan setti upp fjölda eftirlitsmyndavéla eftir að kona hvarf sporlaust úr miðbæ Reykjavíkur í janúar í fyrra. Þær virðast ekki geta gefið neinar vísbend- ingar um hvernig dauða bandarísks manns í miðbænum um liðna helgi bar að. lögreglan er engu nær um ferðir mannsins og rannsakar dauðsfallið sem slys. Fréttablaðið/GVa 36 myndavélar eru til taks fyrir lög- regluna á höfuðborgarsvæðinu eina. DÓmsmáL Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði dæmt til að greiða manni rúmlega 2,2 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar handtöku. Maðurinn lá undir grun um að hafa smyglað fíkniefnum til lands- ins. Lögreglan hafði fengið heimild til húsleitar hjá honum en áður en til hennar kom fór maðurinn af heimili sínu. Upp hófst eltingaleikur sem endaði með handtöku hans þar sem lögregla beitti meðal annars kylfum. Að mati dómsins þótti ekki sýnt fram á að lögmætum aðferðum hefði verið beitt við handtökuna. Voru manninum dæmdar 300.000 krónur í miskabætur vegna þessa. Þá var einnig fallist á að greiða manninum tæpar tvær milljónir króna í skaðabætur vegna líkams- tjóns sem hann hlaut við handtök- una. – jóe Tvær milljónir vegna handtöku 4 . j ú L í 2 0 1 8 m I ð V I K u D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B L a ð I ð 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 0 -B 1 C 8 2 0 5 0 -B 0 8 C 2 0 5 0 -A F 5 0 2 0 5 0 -A E 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.