Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 4
SUMARTILBOÐ Á UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI - ÞVERHOLTI 6 - 270 MOSFELLSBÆR- SÍMI: 534 4433 WWW.JEEP.IS - WWW.ISBAND.IS - ISBAND@ISBAND.IS - OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 - LAUGARDAGA 12-16 LONGITUDE TILBOÐSVERÐ 3.790.000 KR. LISTAVERÐ 4.390.000 KR. TAKMARKAÐ MAGN BÍLA Í BOÐI. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF Í viðtali við Emil Hallfreðsson í helgarblaði Fréttablaðsins kom fram að faðir hans hefði unnið hjá Alcoa. Hið rétta er að hann starfaði um árabil hjá Alcan. Leiðrétting AUStUr-KOngÓ Bæði stjórnarher- menn og uppreisnarmenn í Lýð- ræðislega lýðveldinu Kongó (LLK) voru sekir um ýmis voðaverk í átökum sem geisuðu í Kasai-héraði í landinu árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu teymis sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni er fullyrt að báðar fylkingar hafi gerst sekar um stríðs- glæpi. Þar er að finna lýsingar á brotum sem áttu sér stað. Þar á meðal er vitnisburður drengja sem voru þvingaðir til samræðis við mæður sínar, konur sem voru látnar velja annaðhvort hópnauðgun eða aftöku og börn sem voru sannfærð af hermönnum um að galdrar gerðu þeim kleift að stöðva byssukúlur. Þá eru dæmi um að hermenn hafi lagt sér mannakjöt til munns. – jóe Báðar fylkingar í Kongó frömdu stríðsglæpi VíSindi Fornleifauppgröftur á Stöð í Stöðvarfirði á Austurlandi gæti breytt hugmyndum okkar um land- nám á Íslandi, eðli þess og ástæður. Unnið hefur verið að rannsóknum á mannabústöðum á svæðinu undan- farið og verður framhaldið næsta sumar. „Það kom í ljós á síðustu dögum uppgraftrarins að þessir tveir skálar sem við erum að rannsaka á Stöð í Stöðvarfirði, sá eldri og sá yngri, eru miklu stærri en við höfðum gert okkur grein fyrir og eru með þeim stærstu á skandinavískan mælikvarða,“ segir Bjarni Einarsson fornleifafræðingur sem stýrir upp- greftrinum á Stöð. „Þann yngri túlka ég sem hið eigin lega landnámsbýli með búskap, stendur ofan í eldri skálanum sem ég áður túlkaði sem útstöð. Það kom á óvart hversu gríðarlega stór hann er,“ segir Bjarni. „Hann er að minnsta kosti fjörutíu metra langur. Útstöðvar eru vel þekkt fyrirbæri í norrænum menningarheimi en stöð sem þessi var rekin af höfð- ingja, stórbónda eða kóngi og hafði það hlutverk að framleiða vörur til sölu heima fyrir. „Við þekkjum þetta fyrirbæri sem verstöð þar sem fólk vinnur auðlindir fjarri heimabæ. Á Austurlandi hefur fiskur og fugl verið veiddur, lýsi unnið úr hval, selir veiddir og spik, kjöt og húðir unnar. Jafnframt hefur verið mögu- leiki á að vinna járn á svæðinu úr mýrarrauða,“ bætir Bjarni við. Báðir skálarnir á Stöð í Stöðvar- firði eru ævafornir. C-14 greiningar gefa til kynna að búseta kynni að hafa hafist rétt eftir 800 og verið fram yfir landnám. „Samkvæmt gjóskulögum eru þeir eldri en frá 871. Það er vísbending enn sem komið er en landnámslagið fræga er ekki í veggjum skálanna. Hins vegar finnst það yfir mannvirkinu í smiðjunni í eldri skálanum sem gefur ákveðnar vísbendingar.“ Þessi hugmynd um að hér hafi verið útstöð konungs, höfðingja eða stórbónda, gæti breytt hug- myndum okkar um af hverju menn hafi sest að hér á landi. „Útstöðvar- kenningin byggir á því að fólk hafi komið hingað til lands til að vinna auðlindir hér við land og farið af landi brott aftur á haustin. Þannig taka einstaklingar ekki bara vörur til sinna heimahaga heldur líka upplýsingar um þetta nýja land,“ segir Bjarni. „Á grundvelli þeirra upplýsinga gæti því það fólk tekið meðvitaða ákvörðun um að setjast að á Íslandi. Fólksflutningakenn- ingar byggja á því að á einhverjum tímapunkti verður þráin eftir nýjum stað meiri en viljinn til að vera um kyrrt.“ sveinn@frettabladid.is Ævaforn skáti gæti breytt hugsun okkar um landnám Ísland gæti hafa verið verstöð löngu fyrir meint landnám árið 871. Gríðarstór skáli hefur fundist á Stöð við Stöðvarfjörð. Fornleifauppgröftur gæti breytt hugmyndum okkar um ástæður landnáms. Frá Stöð við Stöðvarfjörð þar sem Bjarni Einarsson og fleiri standa í meiriháttar fornleifauppgreftri. Það kom á óvart hversu gríðarlega stór skálinn er, hann er að minnsta kosti 40 metra langur. Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur SAMKePPni Síminn hf. braut fjöl- miðlalög með því að beina við- skiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Þetta er niðurstaða Póst- og fjarskipta- stofnunar (PFS) en Símanum var gerð níu milljóna króna sekt vegna brots síns. Málið er til komið vegna þess að haustið 2015 stöðvaði Síminn dreifingu á ólínulegu efni Sjón- varps símans yfir kerfi Vodafone, nú Sýnar, en það hafði í för með sér að myndlykill Símans var nauðsynlegur til að ná sjónvarpi frá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu frá Símanum lýsir fyrirtækið yfir vonbrigðum með ákvörðunina og telur hana skað- lega fyrir samkeppni á markaði. „Markaðsráðandi efnisdreif- ingarfyrirtæki á Íslandi, [þ.e. Vodafone], og opinbert innviða- fyrirtæki [Gagnaveita Reykjavíkur] hafa með málinu reynt að fá að taka upp og miðla í hagnaðar- skyni en án áhættu sjónvarpsefni sem Síminn hefur fjárfest í og framleitt. Hafa félögin einatt átt stuðning PFS vísan í þeirri við- leitni sinni, sem aftur hamlar gerð innlends sjónvarpsefnis,“ segir í yfirlýsingunni. Í tilkynningu frá Sýn um málið segir að Sýn fagni niðurstöðu PFS og að fyrirtækið sé að kanna rétt- arstöðu sína með tilliti til mögu- legra skaðabóta. Ákvörðunin bendir til þess að Síminn hafi mis- notað markaðsráðandi stöðu sína og mögulega brotið samkeppnis- lög einnig. – jóe Síminn lýsir yfir vonbrigðum vegna ákvörðunar PFS PÓLLAnd Forseti hæstaréttar Pól- lands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. Hún lýsir nýju lögunum sem „hreins- un ríkisstjórnarinnar á réttinum“. Samkvæmt nýju lögunum lækkar eftirlaunaaldur dómara úr 70 árum niður í 65 ár en breytingin tók gildi á miðnætti í gær. Breytingarnar fela í sér að nærri 40 prósent dómara við réttinn þurfa að hætta störfum. Breytingin er afar umdeild en margir telja að með henni sé vegið að sjálfstæði dómstóla og reynt að gera þá hliðhollari stjórnvöldum. Evr- ópusambandið hefur meðal annars barist gegn henni. Ríkisstjórn lands- ins segir hins vegar að breytingin sé til þess fallin að berjast gegn spillingu og auka skilvirkni dómstólsins. Prof Gersdorf, forseti hæstaréttar, er í hópi dómara sem munu þurfa að láta af störfum vegna laganna. Dóm- arar eldri en 65 ára geta enn starfað við réttinn en þurfa til þess sérstakt leyfi stjórnvalda. Hún óskaði eftir slíku en fékk ekki. „Plön Gersdorf hafa ekkert breyst. Hún hefur í hyggju að mæta áfram til vinnu,“ sagði talsmaður hæstaréttar við blaðamenn í gær. – jóe Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Síminn hefur lýst vonbrigðum með ákvörðunina og telur hana skaðlega. 4 . j ú L í 2 0 1 8 M i ð V i K U d A g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 0 -C 5 8 8 2 0 5 0 -C 4 4 C 2 0 5 0 -C 3 1 0 2 0 5 0 -C 1 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.