Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 33
Nýsköpun snertir allt sem við gerum og þegar við horfum á hlutverk Háskól- ans í Reykjavík þá er það þríþætt,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, og tiltekur menntunarhlutverkið, sköpun nýrrar þekkingar og samstarf við samfélagið og þá sérstaklega atvinnulífið. „Það er hlutverk okkar sem háskóla að stuðla að því að samfélagið styrkist og samkeppnishæfni Íslands sömu- leiðis og það er þess vegna sem við tökum þátt í svo mörgum við- burðum og keppnum og öðrum hlutum sem hafa með nýsköpun að gera.“ Ari Kristinn segir að alveg frá því að skólinn var stofnaður hafi áhersla verið lögð á nýsköpun og frumkvöðlahugsun. „Sérstak- lega er lykilatriði hjá okkur að við viljum mennta nemendur ekki eingöngu til þess að standa fremst í samkeppni um þau störf sem þegar eru til staðar heldur einnig að þau standi mjög sterkt í því að geta skapað sér eigin tækifæri og skapað nýjar lausnir og ný störf. Það eru ýmsar leiðir sem við förum til að láta þetta gerast. Eitt af flaggskipunum okkar í því er að allir okkar grunnnemendur taka námskeið sem nefnist nýsköpun og stofnun fyrirtækja og í því námskeiði vinna nemendur saman í hópum þvert á fagsvið við að gera allt sem þarf til að koma nýju fyrirtæki á fót.“ Nemendur þurfa þá að hugsa upp nýja hugmynd, lausn, vöru eða eitthvað sem fyrirtæki gæti selt og búið til verðmæti úr. Síðan þurfa nemendur að fara í gegnum það hvernig þau ætla að láta þetta gerast, tæknilega séð, viðskiptalega séð, lagalega séð og læra í leiðinni um það hvernig nýsköpun fer fram, hvernig er staðið að stofnun fyrirtækja og hvernig frumkvöðlar þurfa að vinna til að láta hugmyndir sínar rætast í raunveruleikanum. „Hver hópur er samsettur af fólki úr ólíkum fagsviðum og það er auð- vitað þannig sem nýsköpun gerist í raunveruleikanum, þegar út í atvinnulífið er komið að það eru ólíkir hópar sem vinna saman og ólíkir hópar sem þurfa að koma að svona verkefnum til þess að vel takist til,“ segir Ari Kristinn. Hann segir að námskeiðið hafi gefist afskaplega vel og að á hverju einasta ári séu þó nokkrar hug- myndir sem hafa orðið að raun- verulegum fyrirtækjum og vörum. „Til að hvetja nemendur til að vera með frambærilegar hugmyndir höfum við valið bestu hug- myndirnar og verðlaunað þær og nýlega höfum við farið þá leið að bestu hugmyndirnar eru sendar í alþjóðlega samkeppni sem haldin er í Kaupmannahöfn og nefnist University Startup World Cup. Við fórum með lið í fyrra og svo er lið að undirbúa sig fyrir keppnina í haust. Allt miðar þetta að því að kveikja í nemendum og fá þá til að hugsa um nýsköpun og frumkvöðlahugsun í sínu námi þannig að þau séu tilbúin þegar þau koma út í atvinnulífið til að skapa nýjar lausnir, ný störf og ný fyrirtæki.“ Ari Kristinn segir að nem- endur HR séu gríðarlega öflugir frumkvöðlar og vinni heilmikið í nýsköpun, bæði í kringum þau námskeið sem haldin eru og á eigin vegum. „Þannig að það eru stöðugt að verða til ný fyrirtæki innan HR og sérstaklega meðal nemenda. Vegna þess erum við fljótlega að opna aðstöðu þar sem þessi fyrirtæki geta verið á meðan þau eru að komast á legg, í húsnæði sem við köllum Bragg- ann eða Frumkvöðlasetrið, sem er hinum megin við götuna frá skólanum. Þar verður afskaplega þægilegt aðgengi og stuðningur við fyrirtækin.“ Taka þátt í ýmsum viðburðum og keppnum Eins og áður segir tekur Háskólinn í Reykjavík þátt í ýmsum við- burðum og keppnum sem hafa með nýsköpun að gera. Má þar nefna Nýsköpunarkeppni grunn- skólanemenda, Imagine Cup – hugmyndasamkeppni Microsoft, Game Creator – keppni í gerð tölvuleikja og Startup Iceland. Skólinn er jafnframt virkur félagi í Icelandic Startups, nýsköpunar- miðstöð sem aðstoðar og virkjar frumkvæði og frumkvöðlastarf- semi ungs fólks á Íslandi. Mið- stöðin veitir aðstoð við að koma viðskiptahugmyndum í fram- kvæmd með viðburðum, ráðgjöf og annarri aðstoð. Nemendur Háskólans í Reykjavík fá endur- gjaldslausa ráðgjöf frá sérfræð- ingum fyrirtækisins í fimm ár eftir útskrift. Nemendur sem vinna að framúrskarandi viðskiptaáætl- unum geta þar að auki sótt um skrifstofurými og fengið aðgang að starfsmönnum án endurgjalds. Nánar má lesa um nýsköpun og frumkvöðlastarf í Háskólanum í Reykjavík á vefslóðinni ru.is/at- vinnulif/nyskopun/ Nemendur HR gríðarlega öflugir frumkvöðlar Háskólinn í Reykjavík leggur mikla áherslu á að kveikja áhuga nemenda á nýsköpun og frumkvöðlastarfi þannig að þeir skapi nýjar lausnir, ný fyrirtæki og þar með ný störf. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Loftmynd af Háskólanum í Reykjavík og fallegu umhverfi skólans. Háskólinn í Reykjavík er glæsileg bygging og þar fer vel um nemendur. Opnar og bjartar skólastofur. KYNNINGARBLAÐ 11 M I ÐV I KU DAG U R 4 . j ú l í 2 0 1 8 NýsKöpUN á ísLANDI 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 0 -B 6 B 8 2 0 5 0 -B 5 7 C 2 0 5 0 -B 4 4 0 2 0 5 0 -B 3 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.