Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 6
Samfélag Google bárust 1.376 beiðnir frá Íslandi um að tilteknar vefslóðir birtist ekki í leitarvélum fyrirtækisins, frá því það hóf að taka við beiðnum í kjölfar dóms Evrópu- dómstólsins í apríl 2014 til ársloka 2017. Þetta kemur fram í skýrslu sem internetrisinn birti nýlega um meðferð beiðna á grundvelli rétt- arins til að gleymast. Skýrslan var unnin í tilefni þess að þrjú ár eru liðin frá því að dómur Evrópudóm- stólsins féll vorið 2014, þar sem tilvist réttarins til að gleymast var fyrst staðfest. Á upplýsingasvæði Google kemur einnig fram að fjórar beiðnir hafi borist frá íslenskum yfirvöldum um að efni verði fjarlægt af vefsvæðum Google og hefur Google orðið við þeim beiðnum í öllum tilvikum. Ekki kemur fram um hvaða efni er að ræða að öðru leyti en því að efnið er flokkað á grundvelli höfunda- réttar í þremur tilvikum og í einu til- viki á grundvelli einkalífs og öryggis. Í fyrrgreindri skýrslu, sem fjallar um beiðnir frá öllum ríkjum ESB og EFTA-ríkjunum, kemur fram að 75 prósent allra sem senda fyrirtækinu beiðnir óska eftir afskráningu fimm eða færri vefslóða og í 35 prósentum tilvika óskar beiðandi einungis eftir afskráningu einnar vefslóðar. Nokkuð stór hluti umbeðinna afskráninga komi hins vegar frá tiltölulega fáum beiðendum. Þótt óskað hafi verið afskráningar á tæp- lega tveimur og hálfum milljónum vefslóða komi tæp 15 prósent þeirra frá einungis þúsund beiðendum. Sá sem atkvæðamestur hefur verið í beiðnum óskaði eftir afskráningu 5.768 vefslóða. Í skýrslunni eru tekin nokkur dæmi um þau sjónarmið sem Google beitir við meðferð beiðna. Tekið er dæmi af beiðni athafna- manns í viðskiptum sem laut að frétt um sakfellingu sem hann hlaut fyrir tilraun til fjársvika. Google hafnaði beiðninni vegna alvarleika brotsins og tengsla þess við atvinnu mannsins. Í öðru tilviki laut beiðni ein- staklings að viðtali sem tekið var við hann í kjölfar hryðjuverka- árásar sem hann lifði af. Þrátt fyrir að hann hafi sjálfviljugur stuðlað að birtingu efnisins féllst Google á beiðnina vegna þess hve viðkvæmt efni var um að ræða og þess að við- komandi var á unglingsaldri þegar viðtalið var tekið. Um meðferð beiðna sem lúta að samfélagsmiðlum fer eftir því hvort viðkomandi hefur sjálfur einhver ráð með að takmarka aðgang að svæði sínu á viðkomandi miðli. Hafi hann ekki raunhæfan kost á því er líklegra að Google verði við beiðni um afskráningu slóðarinnar í leitar- vélinni. adalheidur@frettabladid.is Um 500 afskráningar á Íslandi vegna réttarins til að gleymast Netrisanum Google bárust 1.376 beiðnir frá Íslandi frá miðju ári 2014 til ársloka 2017 um að tilteknar vef- slóðir birtust ekki í leit á leitarvélum þess. Þær voru samþykktar af Google í 35 prósentum tilvika. Google hefur orðið við fjórum beiðnum íslenskra stjórnvalda um að efni verði fjarlægt af vefsvæðum fyrirtækisins. Nýr dómur frá Mannréttindadómstól Evrópu um réttinn til að gleymast Í síðustu viku féll dómur hjá Mann- réttindadómstól Evrópu í máli bræðra sem óskað höfðu eftir því, að nöfn þeirra yrðu fjarlægð úr fréttum í fréttasöfnum tiltekinna þýskra fjölmiðla, af morði sem þeir voru dæmdir fyrir árið 1993. Í dómnum segir að finna þurfi jafnvægi milli réttar einstaklinga til friðhelgi einkalífs, frelsis fjölmiðla og réttar almennra borgara til aðgangs að upplýsingum. Þannig þurfi að vega rétt einstaklings sem fjallað væri um í netútgáfu fjöl- miðils gagnvart rétti almennings til að vera upplýstur, ekki eingöngu um málefni líðandi stundar heldur einnig um atburði fortíðar og sögulegt samhengi. Í því tilviki sem dæmt var um vó tjáningarfrelsið og réttur almennra borgara til upplýsinga þyngra en réttur kærenda til friðhelgi einka- lífs. 399.779 voru beiðendur afskráninga 2.367.380 vefslóðir sem beiðnir lutu að Afskráning samþykkt í 43% tilvika 1.376 vefslóðir sem beiðnir frá Íslandi lutu að Afskráning samþykkt í 35% tilvika 4 beiðnir frá íslenskum stjórnvöldum Samþykktar í öllum tilvikum ✿ Beiðendur afskráninga árin 2016 og 2017 ✿ Tegundir beiðna og samþykki google 2016 og 2017 Einstaklingar Ungmenni Opinberar persónur Stjórnmála- og embættismenn Fyrirtæki Látnir Upplýsingasíður Fréttasíður Samfélagsmiðlar Vefsíður opinberra aðila Aðrar vefsíður 84,5% 18 ,8% 13,9% 17,5% 2,5% 47,3 % 44,7% 78% 35,5% 27,2% 51% 35,2% 53,6% 19,5% 44,9% 11,7% 0% 5,4% 4,1% 3,3% 2,2% 0,4% hluTfall ólíkra Beiðenda Samþykki google efTir Beiðendum Tegundir vefSíðna hluTfall SamþykkTra Beiðna ✿ Beiðnir í tölum frá apríl 2014 til ársloka 2017 SvíþJóð Meirihluti sænskra kjós- enda er mótfallinn því að grunn- skólanemendum verði gefnar ein- kunnir þegar í fjórða bekk. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var fyrir sænska ríkissjónvarp- ið. Einkunnir hafa nú verið gefnar í sjötta bekk frá og með 2011. Jan Björklund, fyrrverandi menntamálaráðherra og formaður Frjálslynda flokksins, segir að marg- ir hafi þá verið efins en nú þyki flest- um það hafa gefist vel. Björklund bendir á að einkunnagjöf á miðstigi hafi verið felld niður á níunda ára- tug síðustu aldar. Árangur nemenda hafi þá farið að versna. – ibs Vilja ekki gefa einkunn í 4. bekk Skólabörn í Svíþjóð fá ekki einkunnir fyrr en í 6. bekk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Beiðnir til Google frá því dómur Evrópudómstólsins féll 2014 til ársloka 2017 skipta milljónum. NoRdIcpHoToS/GETTy SeyðiSfJÖrður Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari hefur sótt um stöðu bæjarstjóra Seyðisfjarðar- kaupstaðar. Á lista umsækjenda eru fjórar konur og átta karlar en í auglýsingu fyrir starfið er farið fram á leiðtoga- hæfni, hæfni í mannlegum sam- skiptum, jákvæðni, skipulagshæfni, auk reynslu af stjórnun, stefnumót- un og rekstri. Nýr meirihluti Seyðisfjarðar ákvað að auglýsa eftir nýjum bæjar- stjóra en Vilhjálmur Jónsson hefur gegnt starfinu frá 2011. Vilhjálmur hefur jafnframt verið oddviti Fram- sóknarflokksins í bæjarstjórn en flokkurinn tapaði fylgi í liðnum kosningum og féll meirihlutinn. Mun Vilhjálmur gegna starfinu þar til arftaki hefur verið ráðinn. Þorvaldur Davíð hefur frá barns- aldri stundað leiklist en hann útskrifaðist frá hinum virta Juilli- ard-listaháskóla í New York árið 2011. Hefur hann meðal annars leikið í kvikmyndunum Vonarstræti (2014), Ég man þig (2017) og Svartur á leik (2012). Auk þess brá hann sér í aukahlutverk í myndinni Dracula Untold árið 2014. – dfb Þorvaldur vill verða bæjarstjóri Þorvaldur davíð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANToN flóTTafólk Það sem af er ári hafa rúmlega eitt þúsund manns á flótta frá heimkynnum sínum drukknað á leið sinni yfir Miðjarðarhaf. Þar af drukknuðu rúmlega 200 á síðustu þremur dögum. Óttast er að smyglarar freisti þess nú að fara háskalegri leið yfir hafið þar sem yfirvöld á Ítalíu og í Líbíu hafa ákveðið að stórefla strand- gæslu sína. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í gær að 276 flóttamenn hefðu komið til Trípólí í Líbíu í byrjun vikunnar. Þar af voru 16 manns sem komust lífs af þegar bátur þeirra sökk með 130 manns um borð. Þetta er fjórða árið í röð sem fleiri en eitt þúsund manns drukkna á leið sinni yfir Miðjarðarhaf. Othman Belbeisi, fulltrúi Alþjóð- legu fólksflutningastofnunarinnar, sagði í gær að skyndileg  fjölgun dauðsfalla flóttafólks væri ógnvæn- leg þróun. „Smyglarar hagnýta sér neyð flóttafólks og þörf þess til að halda yfir Miðjarðarhafið áður en yfirvöld á svæðinu herða landamæraeftirlit sitt,“ sagði Belbeisi. Talið er að aðeins helmingur þeirra sem flúið hafa Líbíu í ár hafi komist til Evrópu. Hlutfallið var 86 prósent á síðasta ári. – khn Rúmlega 200 drukknuðu á þremur dögum á Miðjarðarhafi Flóttafólki hefur verið vísað frá Ítalíu í stórum stíl. NoRdIcpHoToS/AFp Vel yfir eitt þúsund flóttamenn hafa drukknað það sem af er ári. 4 . J ú l í 2 0 1 8 m i ð v i k u d a g u r6 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 0 -D 9 4 8 2 0 5 0 -D 8 0 C 2 0 5 0 -D 6 D 0 2 0 5 0 -D 5 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.