Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 37
Þorbjörg Jensdóttir lagði stund á doktorsnám í Danmörku þar sem hún rannsakaði glerungs- eyðingu tanna. Þær rannsóknir leiddu af sér molana HAp+ sem eru kalkbættir og byggja á klínískum rannsóknum. Tannlæknafélag Íslands mælir með HAp+ til að við- halda heilbrigði tanna með öflugri munnvatnsframleiðslu. HAp+ er íslenskt hugvit og einkaleyfisvarið á heimsvísu. Átján ára þróun á HAp+ „HAp+ var upphaflega þróað sem lausn við vandamáli,“ segir Þor- björg Jensdóttir, framkvæmda- stjóri og stofnandi IceMedico sem framleiðir HAp+ vörulínuna. „Vandamálið var munnþurrkur sem 10-30% fólks á við að etja og lausnin varð HAp+, ferskur moli sem örvar munnvatnið tuttugufalt án þess að valda glerungseyðingu á tönnum. Þannig var HAp+ kynnt fyrst til leiks, en nú hefur HAp+ rutt sér til rúms sem lífsstílsvara,“ segir Þorbjörg, „enda bragðgóður, sykurlaus, kalkbættur, hitaeininga- lítill moli, sem viðheldur heilbrigði tanna.“ HAp+ á sér langa sögu, en rann- sókna- og viðskiptaþróunin nær yfir 18 ára tímabil. Þorbjörg segir HAp+ hafa vaxið með sér í gegnum árin en vera nú loks komið þangað sem stefnt var að og skírskotar meðal annars í útlit umbúða og hönnun á vörumerkinu. „IceMe- dico er í vexti hérna heima og næsta skref er að byggja upp erlenda markaði með markvissum hætti.“ Þorbjörg bendir á að nýsköpun taki tíma. „Það tekur bæði tíma að þróa nýja vöru en einnig að byggja upp traust meðal neytenda sem er nauðsynlegt fyrir allar nýjar vörur, ekki síst vörur með virkni. Næsta verkefni er því að stækka markað- inn okkar en meðal annars erum við að vinna að því að bæta við sölustöðum hérna heima og þann- ig bæta aðgengi að HAp+ sem við vitum að margir af okkar viðskipta- vinum hafa verið að bíða eftir.“ HAp+ í bílinn Eins og áður kom fram þá var HAp+ upphaflega þróað fyrir einstaklinga með munnþurrk en HAp+ hefur hins vegar einnig sýnt jákvæða við- bótarvirkni gegn bílveiki, sjóveiki, flugveiki, einstaka morgunógleði og ógleði af völdum lyfjameðferðar. Moli eftir máltíð – borða, drekka, sjúga HAp+ Mælt er með HAp+ mola eftir máltíð og drykk og í dagsins önn, en Þorbjörg leggur áherslu á að bursta tennur alltaf morgna og kvölds og nota tannþráð reglulega. HAp+ gegnir svipuðu hlutverki og sykurlaust tyggjó, en það er klínískt prófað að HAp+ er þrisvar sinnum virkari en að tyggja tyggjó. Bæði HAp+ og sykurlaust tyggjó aðstoða okkur við að framleiða munnvatn, en munnvatnið er ónæmiskerfi munnholsins og sér meðal annars um að fjarlægja matarleifar og bakt- eríur úr munni og viðhalda þannig heilbrigði tanna og munnhols og ferskum andardrætti. „HAp+ fram- leiðir einfaldlega þrisvar sinnum meira munnvatn,“ segir Þorbjörg og bætir við: „Einnig hafa tannlæknar sýnt fram á sjúklingatilfelli þar sem regluleg notkun HAp+ dregur úr tíðni tannholdsbólgna og myndun tannsteins og hefur hvíttunar- virkni á tennur, þó sérstaklega hjá einstaklingum sem eru með dökka bletti eftir reykingar og mikla kaffi- drykkju.“ Kólamolinn kemur á óvart HAp+ vörulínan var kynnt nú á dögunum með sex fjölbreyttum bragðtegundum, sítrónubragði, jarðarberja- og rabbarbarabragði, engifer- og limebragði, mintu- og tröllatrésbragði, kólabragði og sjötti molinn er með lakkrísbragði, allt með náttúrulegum bragðefn- um. Allar tegundir HAp+ eru með sömu virkni og viðhalda heilbrigði tanna og munnhols. „Kólamolinn kemur virkilega á óvart, en hann ásamt lakkrís, engifer- og lime- molunum er í mestu uppáhaldi hjá mér þessa dagana,“ segir Þorbjörg þegar hún er spurð út í hvaða HAp+ molar séu á milli sætanna í bílnum hjá henni. En svo bætir hún við: „Við hjónin eigum þrjú börn og ef allir eiga að vera sáttir þá erum við með að minnsta kosti fimm bragðtegundir í gangi. Blái mintu- og tröllatrésmolinn er svo alltaf til heima ef einhver kynni að finna til særinda í hálsi,“ segir Þorbjörg að lokum. Hægt er að fá nánari upplýsingar um HAp+ molana og virkni þeirra á www. happlus.is, Happlus á Facebook og á instagram hapsmartcandy. Moli eftir máltíð – má það? Dr. Þorbjörg Jensdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri IceMedico kynnti á dögunum HAp+ mol- ann sem er árangur þrotlausra rannsókna og viðskiptaþróunar í átján ár. HAp+ molarnir voru upp- haflega ætlaðir til að vinna á munnþurrki en hafa sýnt fram á ýmsa aðra heilsubætandi eiginleika. Dr. Þorbjörg Jensdóttir hefur í átján ár unnið að því að koma HAp+ molunum á markað og nú eru þeir loksins aðgengilegir neytendum. MYND/ANtoN briNK HAp+ molarnir fást í sex bragðtegundum, jarðarberja og rabbarbara, minta og tröllaré, kóla, sítrónu, engifer og lime og lakkrís, allir kalkbættir, tannvænir og með náttúrulegum bragðefnum. Engifer- og limemolarnir eru í mestu uppáhaldi hjá Þorbjörgu sjálfri þessa dagana en bragðtegund- irnar sex gera það að verkum að allir ættu að geta fundið sinn uppáhaldsmola. Lakkrísmolinn er líklegur til að verða vinsæll en HAp+ molarnir hafa sýnt virkni umfram vænt- ingar, til dæmis til að draga úr ferðaveiki og morgunógleði. KYNNiNGArbLAÐ 15 M i ÐV i KU DAG U r 4 . J ú l í 2 0 1 8 NýsKöpUN Á ÍsLANDi 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 0 -D E 3 8 2 0 5 0 -D C F C 2 0 5 0 -D B C 0 2 0 5 0 -D A 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.