Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 16
– Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5800 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Jón Haukur Baldvinsson vinnur að því að eignast veitingastaðinn Jamie’s Italian á Hótel Borg að fullu. Hann staðfestir það í samtali við Markaðinn. Viðræður standa yfir við eigendur félaga sem fara fyrir 60 prósenta hlut í staðnum, samkvæmt upplýsingum úr árs- reikningi. Um er að ræða Birgi Þór Bieltvedt, Sigurgísla Bjarnason og Stefán Örn Melsted. Þeir eiga saman veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll. Jón Haukur segir í samtali við Markaðinn að kaupin séu „í far- vegi“ og þeim sé ekki lokið. Veit- ingastaðirnir Kaffi París og Jamie’s Italian hafi verið opnaðir um svipað leyti og það fari mikill tími í að sinna rekstri hvors staðar fyrir sig. „Við höfum því velt fyrir okkur hvort það ætti ekki að aðskilja rekstur veitingastaðanna,“ segir Jón Haukur. Jamie’s Italian var opnaður í júlí í fyrra. Hann tapaði 85,5 milljónum króna það ár og eigið féð var nei- kvætt um 85 milljónir króna við ára- mót, samkvæmt ársreikningi Borg- arhorns. Skuldir félagsins námu 258 milljónum króna við árslok. Þar af voru skuldir við lánastofnanir 97 milljónir og viðskiptaskuldir 102 milljónir króna. Veltan var 346 milljónir króna í fyrra. Launakostn- aður er stærsti útgjaldaliðurinn, 240 milljónir króna, og stöðugildin voru 33. Allur rekstrarkostnaður var 425 milljónir króna. Innréttingar og húsbúnaður voru keypt fyrir 100 milljónir króna í fyrra og áhöld og tæki fyrir 39 milljónir króna. – hvj Vinnur að því að eignast Jamie’s Italian að fullu Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. Salan dróst saman um 31 prósent frá fyrra rekstrarári þegar hún nam um 1.247 milljónum króna, að því er fram kemur í ársreikningi Hvals. Félagið átti hvalkjötsbirgðir að virði 1.880 milljónir króna í lok september í fyrra en til saman- burðar voru birgðirnar metnar á 2.560 milljónir í lok september árið 2016. Hvalur hagnaðist um tæpa 1,5 milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2016 til 30. septem- ber 2017 og dróst hagnaðurinn saman um ríflega 515 milljónir á milli rekstrarára. Tekjur félagsins námu ríflega 2,8 milljörðum króna á tímabilinu og munaði þar mestu um tekjur af eignarhlutum þess í HB Granda, Hampiðjunni og Nýherja sem námu saman- lagt allt að 1,6 millj- örðum. R e k s t r a r g j ö l d Hvals voru tæpir 1,7 milljarðar á rekstrarárinu e n ko st n - aður vegna r e k s t u r s hvalveiði- skipa og hvalstöðv- a r i n n a r í H v a l - firði sem og útflutningstengdur kostnaður var um 640 milljónir. Hvalur átti eignir upp á 19,6 millj- arða króna í lok september 2017. Skuldirnar námu á sama tíma 2,3 milljörðum og var eigið fé félagsins 17,3 milljarðar. Fiskveiðahlutafélagið Venus, sem er í eigu Kristjáns Loftssonar, for- stjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, er stærsti hluthafi Hvals en félagið átti 39,5 prósenta hlut í lok september í fyrra. Alls eru hluthafar Hvals 113 talsins. Stjórn félagsins lagði í maí síðast- liðnum til að greiddur yrði út arður upp á einn milljarð króna til hluthafa. Hvalur gerir út tvö hvalveiðiskip í sumar en skipin hafa heimild til þess að veiða útgef- inn kvóta upp á 161 langreyði auk 20 pró- senta af ónýttum kvóta síðasta árs. Síðast voru stundaðar veiðar á langreyði sumarið 2015 en þá veiddust 155 langreyðar. – kij Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. Festa lífeyrissjóður hefur fjárfest í Kviku banka en sjóðurinn gekk nýverið frá kaupum á tæplega 1,1 prósents hlut í fjárfestingarbank- anum. Eftir kaupin er lífeyrissjóður- inn tuttugasti stærsti hluthafi Kviku. Seljandi hlutabréfanna er meðal annars Mízar, fjárfestingar- félag Guðmundar Steinars Jóns- sonar, sem er gjarnan kenndur við útgerðar félagið Sjólaskip. Hann á nú tæplega 2,9 prósenta hlut en til saman burðar nam eignarhlutur hans um 5 prósentum í byrjun sumars. Festa er þriðji lífeyrissjóðurinn sem kemst í hóp tuttugu stærstu hluthafa bankans en Lífeyrissjóður verslunarmanna er þriðji stærsti hluthafinn með 8,3 prósenta hlut og þá fer Lífsverk með 2,6 prósent. Miðað við núverandi gengi bréfa í bankanum – 7,75 krónur á hlut – er 1,08 prósenta eignarhlutur Festu í Kviku metinn á um 155 milljónir króna. Stjórn Kviku samþykkti á fundi sínum í fyrradag að stefna að skrán- ingu hlutabréfa bankans á aðal- markað Nasdaq-kauphallarinnar á næstu sex til tólf mánuðum. Hluta- bréfin voru tekin til viðskipta á First North-markaðinum um miðjan mars. VÍS er stærsti hluthafi bank- ans með 21,8 prósenta hlut. – kij Festa kaupir hlut í Kviku Norski olíusjóðurinn, sem er stærsti fjár-festingarsjóður í ríkiseigu í heimin-um, keypti í Arion banka fyrir um 500 milljónir króna í nýafstöðnu hlutafjárútboði bankans. Nemur eignarhlutur sjóðsins, samkvæmt heimildum Markaðarins, í kringum 0,3 prósentum sem er litlu minni hlutur en stærstu lífeyrissjóðir landsins fengu úthlutað í útboði bankans. Olíusjóðurinn, sem á samtals eignir að virði um 1.100 milljarða Bandaríkjadala, hefur vaxið gríðar- lega frá stofnun hans árið 1990 og á sjóðurinn í dag að meðaltali um 2,4 prósenta hlut í hverju einasta skráða fyrirtæki í Evrópu. Ekki er vitað til þess að sjóðurinn eigi eign- arhlut í öðrum skráðum félögum í Kauphöllinni á Íslandi en Arion banka. Við lokun markaða í gær nam hlutabréfaverð Arion banka 86 krónum á hlut og var um fimm- tán prósentum hærra en í útboði bankans þegar Kaupþing og vog- unarsjóðurinn Attestor seldu um 29 prósenta hlut á genginu 75 fyrir samtals um 39 milljarða. Kaupend- ur að bréfunum voru að stærstum hluta erlendir fjárfestingarsjóðir á meðan íslenskir fjárfestar – almenn- ingur, fagfjárfestar og lífeyrissjóðir – fengu aðeins að kaupa samanlagt um 9 prósenta hlut. Nöfn þeirra erlendu sjóða sem fjárfestu í Arion banka hafa enn ekki birst á hluthafalista bankans – fyrir utan sjóði í stýringu Lands- downe, Miton og Eaton Vance sem eiga samanlagt nærri sex prósenta hlut – en eignarhlutur þeirra er í dag skráður í vörslu bandarískra fjárfestingarbanka. Að sögn þeirra sem þekkja vel til nam fjöldi nýrra erlendra fjárfestingarsjóða sem bættust við hluthafahóp bankans í kjölfar útboðsins nærri tuttugu talsins, en þar er einkum um að ræða bandaríska sjóði. Í flestum tilfellum keyptu sjóð- irnir hvor um sig á bilinu um 0,5 til 1 prósents eignarhlut í bankanum en í þeim hópi var meðal annars sjóður í rekstri sænska eignastýr- ingarfyrirtækisins Lannebo Fonder, samkvæmt heimildum Markaðar- ins. Sjóður í stýringu félagsins er einnig í hópi stærstu hluthafa íslenska stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem er skráð í dönsku kauphöllina, með um 2,4 prósenta hlut. Miðað við núverandi hluta- bréfaverð Arion banka er markaðs- virði eins prósents hlutar í bank- anum um 1.700 milljónir króna. Fjárfestingarfélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármann í gegnum eignarhaldsfélagið S121, er stærsti íslenski einkafjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka með 0,6 prósenta hlut, eins og upplýst var í Markaðnum í síðustu viku. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa miðvikudaginn 20. júní átti félagið samtals 12 milljónir hluta, sem eru metnir á rúmlega milljarð króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. Þá átti félagið Vogun hf., sem seldi fyrir skemmstu þriðjungshlut sinn í HB Granda, samtals 0,4 pró- sent af heildarútgefnum bréfum bankans. Markaðsvirði hlutar Vog- unar, en stærsti hluthafi þess félags er Kristján Loftsson og fjölskylda í gegnum Fiskveiðihlutafélagið Venus, er í dag um 690 milljónir króna. Eignarhlutur annarra einka- fjárfesta í Arion banka er hverfandi. Samkvæmt hluthafalista Arion banka eiga átta af stærstu lífeyris- sjóðum landsins samtals um 3,1 prósents hlut í bankanum. Þar munar mest um 0,65 prósenta hlut Gildis, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á 0,53 prósent, Frjálsi og Stapi eiga hvor um sig 0,4 prósenta hlut, Lífeyrissjóður verslunarmanna fer með 0,38 prósent og Almenni á 0,35 prósent. Eignarhlutur annarra sjóða – Birtu og Lífsverks – er tals- vert minni. hordur@frettabladid.is Olíusjóðurinn keypti fyrir um 500 milljónir Norski olíusjóðurinn á um 0,3 prósenta hlut í Arion. Nærri 20 nýir erlendir sjóðir bættust við hluthafahópinn í nýafstöðnu útboði. Flestir keyptu á bilinu 0,5 til 1 prósents hlut, meðal annars sænska eignastýringarfyrirtækið Lannebo Fonder. Norski olíusjóðurinn er stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum. Sjóðurinn á eignir að virði um 1.100 milljarða dala. NordicpHotoS/Getty hlut á norski olíusjóðurinn að meðaltali í hverju einasta skráða fyrirtæki í heiminum. 1,4% tap á veitingastaðnum Jamie’s italian við pósthússtræti var 86 milljónir króna í fyrra. eigið fé var neikvætt um 85 milljónir króna. frÉttabLaðið/aNtoN briNK 4 . j Ú l í 2 0 1 8 M I Ð V I K u D a g u R2 markaðurinn 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 0 -A C D 8 2 0 5 0 -A B 9 C 2 0 5 0 -A A 6 0 2 0 5 0 -A 9 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.