Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 41
Síðustu þrjú ár
hafa farið í að þróa
örmerkjalesarann Anitar
Bullet sem fer í fram-
leiðslu í sumar.
Margt spennandi er á döfinni hjá hugbúnaðar-fyrirtækinu Anitar en fyrir
síðustu helgi gaf það út smáforritið
LH Kappa í samstarfi við Lands-
samband hestamanna. „Þetta er
viðburðaapp fyrir öll aðildar-
félög Landssambandsins og geta
notendur þess fylgst með öllum
mótum í rauntíma, bæði séð ráslista
og niðurstöður. Við settum þetta í
gang fyrir Landsmótið sem stendur
yfir og fór notkun þess langt fram
úr okkar björtustu vonum,“ segir
Karl Már Lárusson, stofnandi
Anitar. „Þetta er því stórgóð próf-
raun á appið sem byggt er á kerfinu
Sportfeng og er í eigu Landssam-
bandsins.“
Anitar er hugbúnaðar- og tækni-
fyrirtæki sem þróar sérhæfðar
lausnir fyrir landbúnaðinn og
hefur undanfarin ár sett fókusinn
á íslenska hestinn. Stefnt er aftur
á móti að því að færa út kvíarnar
og hanna einnig ítarlegri bústjórn-
unarkerfi. „Síðustu þrjú ár hafa farið
í að þróa örmerkjalesarann Anitar
Bullet sem er að fara í framleiðslu
í sumar. Við fórum í forsölu með
Anitar Bullet haustið 2017 og söfn-
uðum einhverjum 40 þúsund doll-
urum. Hann verður svo afhentur
kaupendum í haust.“ Anitar Bullet
er tengdur beint við síma og snjall-
símaapp og veitir upplýsingar um
dýrið á einfaldan og fljótvirkan hátt.
Samhliða framleiðslu á Anitar
Bullet hyggst fyrirtækið setja í gang
nýja þjónustu sem nefnist Regis
Horse og standa prófanir á kerfinu
yfir um þessar mundir. Regis Horse
má nota samhliða Anitar Bullet
og einfaldar það nýskráningu og
örmerkingu á hrossum.
Í lok árs 2015 hlaut Anitar verk-
efnastyrk frá Tækniþróunarsjóði
RANNÍS og tryggði hann þróun
og starfsemi fyrirtækisins. Karl
Már segir að styrkurinn hafi verið
ómetanlegur fyrir Anitar enda
hafi hann meðal annars nýst til að
kynna vörur fyrirtækisins á erlendri
grundu.
Anitar Bullet hefur fengið mjög
góðar viðtökur þar sem varan hefur
verið kynnt og segir Karl Már að
lesarinn muni einfalda vinnu dýra-
lækna, hrossaeigenda og í raun allra
sem vinna með dýr. Þá hefur mikill
áhugi verið erlendis og næsta skref
hjá Anitar er að finna fjárfesta til að
vinna með að útrás fyrirtækisins.
Karl Már segir að áhugasamir
fjárfestar geti sett sig í samband
við fyrirtækið til þess að fá frekari
upplýsingar um fyrirtækið og fram-
tíðaráætlanir þess.
Nánari upplýsingar má finna á
anitar.is.
Auðvelda skráningu dýra
Hugbúnaðarfyrirtækið Anitar þróar sérhæfðar lausnir fyrir landbúnaðinn. Örmerkjalesarinn Anitar
Bullet fer í framleiðslu í sumar og hyggst fyrirtækið sækja á erlenda markaði í kjölfarið.
Karl Már Lárusson, stofnandi Anitar. MYND/ÞÓRSTEINN
„Við erum að
bregðast við
og taka þátt í
þeirri þróun
sem er alls
staðar í okkar
samfélagi, að
nota nýja tækni
við samþætt-
ingu vísinda,
listsköpunar
og menningar,“
segir Kjartan
Ólafsson,
stofnandi Erki-
Tónlistar.
MYND/ANTON
BRINK
Calmus, eða Calculated Music, er þverfaglegt rannsóknar-verkefni sem byggir á tón-
smíðum og tölvunarfræði svo úr
verður hugbúnaður sem semur
tónlist með aðstoð gervigreindar,“
útskýrir Kjartan Ólafsson, tón-
skáld og eigandi nýsköpunarfyrir-
tækisins Calmus.
„Calmus er afrakstur mikillar
vinnu og rannsókna. Þarna bland-
ast saman raunvísindi og listsköp-
un og við köllum það stundum hið
nýja renaissance þar sem listir og
tækni og ýmsir þættir mannlífsins
tengjast. Leonardo da Vinci var á
kafi í þessu á sínum tíma og fleiri
gegnum tíðina, að tengja saman
vísindi og listgreinar, menningu
og sögu með nýrri tækni.“
Kjartan segir grunnhugmyndina
hafa orðið til þegar hann stundaði
doktorsnám í tónsmíðum í Finn-
landi. Hann fékk styrk frá Tækni-
þróunarsjóði árið 2013 og þá fóru
hjólin að snúast fyrir alvöru. Nú er
hann í samstarfi við stór fyrirtæki
innan tölvuleikjageirans.
„Styrkurinn gerði okkur kleift
að ráða fólk og auka vöxt verk-
efnisins til muna. Nú liggja eftir
okkur nokkrar afurðir til dæmis
forritið Calmus Composer en
ný uppfærsla á því kemur á App
Store eftir nokkrar vikur. Þá erum
við í samstarfi við CCP um þróun
forritsins CalmusGaming þar sem
við tengjum tónsmíðakerfið við
tölvuleikjakerfið í rauntíma. Við
erum að gera tilraunir með leikinn
Eve Online. Calmus Gaming
virkar þannig að leikurinn sendir
Tónsmíðar með gervigreind
Raunvísindi og listsköpun mætast í nýsköpunarfyrirtækinu ErkiTónlist sf. með rannsóknarverkefn-
inu CALMUS, hugbúnaði sem semur tónlist með gervigreind. Tækniþróunarsjóður styrkir CALMUS.
ákveðin skilaboð inn í tónsmíða-
kerfið sem semur tónlist í sam-
ræmi við það sem er að gerast í
leiknum. Þetta gerist í rauntíma
þannig að sá sem spilar leikinn
heyrir tónlistina breytast í takt við
það sem hann er að gera, til dæmis
ef hann er í hættulegum aðstæðum
í leiknum spilast tónlist sem eykur
þá upplifun,“ útskýrir Kjartan.
„Þá erum við einnig í sam-
starfi við kanadíska fyrirtækið
Audiokinetics, eitt aðalfyrirtækið
í tölvuleikjahljóðum og -tónlist í
heiminum, en þar eru menn mjög
spenntir fyrir því að fá Calmus
Gaming inn enda hugbúnaður
sem getur sparað þeim tíma, fyrir-
höfn og peninga og eykur tón-
listarlega fjölbreytni. Við reiknum
með að prótótýpa af Calmus
Gaming verði klár í byrjun næsta
árs. Við erum að bregðast við og
taka þátt í þeirri þróun sem er alls
staðar í okkar samfélagi, að nota
nýja tækni við samþættingu vís-
inda, listsköpunar og menningar,“
segir Kjartan.
KYNNINGARBLAÐ 19 M I ÐV I KU DAG U R 4 . j ú L í 2 0 1 8 NýSKöpUN á íSLANDI
0
4
-0
7
-2
0
1
8
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
0
-F
6
E
8
2
0
5
0
-F
5
A
C
2
0
5
0
-F
4
7
0
2
0
5
0
-F
3
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
3
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K