Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 36
Þetta byrjaði allt árið 2009,“ segir Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri eTactica ehf., spurður út í vöxt fyrirtækisins á undanförnum árum. Hann segir að þá hafi Hilmar Ingi Jónsson raf- virki setið við eldhúsborðið heima hjá sér og hugsað með sér að gott væri að geta greint orkunotkun betur en áður hafði verið gert. Hann hafi viljað mæla orkuna og skrá rafmangsnotkun fyrir hverja grein í rauntíma. Í kjölfarið þróaði hann vélbúnað sem aflaði upp- lýsinga um orkunotkun. „Og okkar verkefni fyrst og fremst í þessi níu ár hefur verið að þróa og framleiða vélbúnað sem mælir þessa notkun og hugbúnað sem tekur á móti mælingunum og vinnur úr þeim.“ Vörur eTactica gera viðskipta- vinum kleift að sundurliða rafmagnsnotkun og greina hana. Kristján segir að það séu helst þrjár ástæður fyrir því að stór fyrirtæki í Evrópu sjái sér hag í að kaupa vörur af eTactica. „Fyrsta ástæðan er orkusparnaður. Til þess að sjá hvers vegna viðskiptavinur okkar er að nota meiri orku en sam- keppnisaðilinn þarf að sundurliða notkunina og greina hana. Með þessum búnaði geta fyrirtækin sparað allt að 40% raforku sem þýðir hjá stjórum alþjóðlegum fyrirtækjum sparnað upp á tugi ef ekki hundruð þúsunda evra á árs- grundvelli.“ Önnur ástæða segir Kristján að sé rekstraröryggi. „Ef búnaðurinn má ekki fara niður, til dæmis ef standa tíu starfsmenn sitt hvorum megin við framleiðslulínu þá eru þeir aðgerðalausir ef búnaðurinn bilar. Það að geta fylgst með því að búnaðurinn vinni eðlilega kemur í veg fyrir skemmdir sem verða vegna of mikils álags. Með vörum okkar er nefnilega hægt að læra að þekkja hegðun rafmagnsnotkunar- innar, hvernig hún er í eðlilegum fasa og svo þau frávik sem verða í kerfinu. Þá er hægt að grípa inn í áður en skaðinn er skeður. Það má segja að þetta sé forvarnaviðhald því gripið er inn í þegar þess þarf, hvorki fyrr né of seint.“ Þriðji þátturinn er umhverfis- þátturinn en Kristján segir að hann verði sífellt mikilvægari, ekki síst utan landsteinanna. „Fyrir fyrir- tæki í Evrópu sérstaklega þá þurfa þau að sýna fram á hver orkunotk- unin er og hvaða aðgerða gripið hefur verið til þannig að hægt sé að minnka hana.“ Búnaður eTactica bætist við núverandi rafmagns- öryggi og því er lítill tilkostnaður fyrir fyrirtækin að notast við hann. Kristján segir að eTactica selji um 80% af vörum sínum úr landi og enn séu gríðarleg sóknarfæri. Nánar má lesa um eTactica á heimasíðu fyrirtækisins, etactica.is. Frá eldhúsborði til Evrópu eTactica hefur þróað einstakar og öflugar vörur sem gera fyrirtækjum kleift að skilja og bæta orku- notkun sína. Búnaðurinn getur sparað fyrirtækjum allt að 40% raforku og afstýrt skemmdum. Kristján Guð- mundsson, framkvæmda- stjóri eTactica ehf. Nokkrar rannsóknir, meðal annars hin margumtalaða McKinsey-skýrsla sem gefin var út 2011, gefa til kynna að án nýsköpunar er ólíklegt að Ísland geti náð viðunandi hagvexti og skapað þau atvinnutækifæri sem þörf er á, sérstaklega störf sem byggja á æðri menntun og tækniþekkingu, að því er Gunnar Óskarsson, lektor við Viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands og kennari í alþjóðamarkaðssetningu, alþjóðaviðskiptum, stjórnun nýsköpunar og markaðssetningu á netinu, greinir frá. „Meðal dæma sem allflestir þekkja eru Marel, Össur og Actavis, fyrirtæki sem eru í fararbroddi á sínu sviði á heimsmælikvarða og sækja nánast allar sínar tekjur á erlenda markaði. Nýsköpun verður hins vegar ekki til af sjálfu sér. Í fyrsta lagi þarf góða hug- mynd, síðan þarf að þróa vörur eða þjónustu til markaðshæfðrar afurðar, en slíkt þróunarstarf krefst mikillar þrautseigju og fjármagns,“ segir hann. „Aðgangur að fjármagni til nýsköpunar á Íslandi er hins vegar afar takmarkaður. Á síðastliðnum árum hefur Tækniþróunarsjóður gegnt mikilvægu hlutverki í þessu skyni, en sjóðurinn hefur veitt styrki til margra verkefna sem hafa náð eða eru u.þ.b. að ná athyglis- verðum árangri. Í nýlegri skýrslu um mat á áhrifum Tækniþróunar- sjóðs kemur fram að styrkir sjóðs- ins hafi gjarna verið forsendan fyrir því að góð nýsköpunarverk- efni nái fram að ganga. Áhrifa- matið sýnir að styrkir sjóðsins voru forsenda þess að farið var af stað með nýsköpunarfyrirtæki, sem sum hver standa framarlega á sviði viðskipta, vöruþróunar og rannsókna í íslensku atvinnulífi í dag. Styrkirnir stuðla að áþreifan- legum auði í formi aukinnar þekkingar, sjálfbærni í nýsköpun, fjölgunar starfa til skemmri og lengri tíma, aukins útflutnings, eflingar tengslanets, bæði innan- lands og erlendis auk þess sem aðgengi að fjármagni annars staðar frá, bæði innlendu og erlendu, eykst. Þessir þættir stuðla að bættri samkeppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja og rannsóknarstofnana. Styrkir Tækniþróunarsjóðs til nýsköpunar skiluðu efnahags- legum ávinningi í formi sölu afurða og hagnaðar; velta jókst hjá 75% af styrkþegum og hagnaður hjá 47% þeirra. Hjá 67% styrkþega skiluðu verkefnin auknu aðgengi að nýjum mörkuðum og aukinni markaðshlutdeild erlendis. Auk þeirra áhrifa sem tilgreind eru hér að ofan kemur fram í áhrifamatinu að styrkir sjóðsins hafa keðju- verkandi áhrif á útbreiðslu færni og þekkingar. Þannig má nefna að einstakir eiginleikar hjóla- gaffla sem Lauf Forks hafa þróað eiga rætur að rekja til þekkingar sem upprunnin er í stoðtækja- fyrirtækinu Össuri. Þá má nefna þróunarstarf á vegum Bláa lónsins varðandi einangrun smáþörunga úr náttúru Reykjaness sem leiddi til framleiðslu á húð- og heilsu- vörum sem búa yfir nýstárlegum eiginleikum. Loks má nefna Oculis, fyrirtæki sem hefur þróað einstaka augndropa sem geta haft tölu- verð áhrif á lífsgæði; þeir geta m.a. komið í stað krefjandi læknismeð- ferðar og tilheyrandi eftirmeð- höndlunar algengra sjúkdóma, eins og gláku, en verkefnið er byggt á rannsóknum sem hófust í Háskóla Íslands. Nýlega lögðu erlendir fjárfestar, sem búa yfir öflugu tengslaneti og gríðarlega mikilli þekkingu í markaðssetningu afurða í lækna- vísindum, tvo milljarða króna í fyrirtækið. Aðgangur að slíku fjármagni krefst gríðarlegrar vinnu, en einungis um eitt af hverjum 100 verkefnum sem koma til greina hjá slíkum fjárfestum verða fyrir valinu. Áhugi fjárfestanna byggir á því að þeir telja mögulegt að verðmæti fyrirtækisins muni tífaldast á næstu tveimur árum, en samkvæmt frétt sem birtist nýlega í Fréttablaðinu er fyrirtækið nú þegar metið á fimm milljarða króna. Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum áfram að styðja við nýsköpun og er framlag Fréttablaðsins með þessu sérriti áhugaverður áfangi á þeirri veg- ferð,“ segir Gunnar. Nýsköpun skapar atvinnutækifæri Nýsköpun er ein af mikilvægustu forsendum hagvaxtar. Hún skapar tækifæri til atvinnusköpunar, opnar möguleika á að umbreyta þekkingu í verðmæti og afla tekna á erlendum mörkuðum. Fjöldi fyrirtækja nær góðum árangri og aflar tekna sinna að mestum leyti erlendis, jafnvel 99% þeirra. Gunnar Óskarsson, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 14 KYNNINGARBLAÐ 4 . j ú L Í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RNýsKöpuN á ÍsLANdI 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 5 0 -C F 6 8 2 0 5 0 -C E 2 C 2 0 5 0 -C C F 0 2 0 5 0 -C B B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.