Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 29
Háskóli Íslands er uppspretta þekkingar og framfara og hefur undanfarið skorað
hátt alþjóðlega hvað snertir gæði
þeirra vísinda sem stunduð eru á
fjölmörgum sviðum,“ segir Einar.
„HÍ gegnir eðlilega mikilvægu
hlutverki fyrir íslenskt samfélag
og er ein af þeim stofnunum sem
njóta mests trausts í samfélaginu.
Háskólinn er meðal annars aðili
að Vísinda- og tækniráði sem
ásamt stjórnvöldum og fleiri aðil-
um leggur línurnar í áherslum og
stefnumálum vísinda- og tækni-
þróunar í landinu, sem hefur víð-
tæk áhrif á ný sköp unar umhverfið
og þar af leiðandi á samkeppnis-
hæfni okkar á alþjóðavísu.“
HÍ býður upp á á fjórða tug
námskeiða á grunn- og framhalds-
stigi sem tengjast með beinum
hætti nýsköpun auk allrar þeirrar
sérmenntunar sem í boði er
og gefur nýsköpun og sprota-
fyrirtækjum nauðsynlega dýpt og
færni. Ný þverfagleg námskeið í
nýsköpun eru í farvatninu í sam-
ræmi við stefnu háskólans.
Fjölbreytt verkefni
Starfsemi og rannsóknir innan
HÍ kunna að skila margháttuðum
ávinningi út í samfélagið og er
fjölbreytnin lýsandi fyrir breidd
starfsemi Háskóla Íslands. „Nefna
má matvælatengd verkefni eins
og ræktun wasabi-plöntunnar
fyrir hágæða sushi-rétti en það
eru Johan Sindri Hansen og
Ragnar Atli Tómasson sem eru að
fylgja því eftir í sínu sprotafyrir-
tæki, öryggismál sjómanna með
tengingu internets hlutanna við
fjarskiptatækni en Sæmundur
E. Þorsteinsson og Karl S. Guð-
mundsson stjórna þeirri rann-
sókn, bætta röðun skurðaðgerða
með gagnvirku upplýsingakerfi
í heilbrigðiskerfinu en það hafa
þróað þeir Rögnvaldur Sæmunds-
son og Tómas Rúnarsson, orku-
myndun úr lífrænum úrgangi með
gösun sem er á höndum Christi-
ans Petrus Richter og Rúnars
Unnþórssonar, endurnýtingu
blóðflagna í verðmæta vöru en
Sandra Jónsdóttir-Buch og Ólafur
E. Sigurjónsson þróa það áfram í
sprotafyrirtækinu Platome, og að
veita blindum sýn með hátækni-
búnaði sem er stórt verkefni
unnið af Rúnari Unnþórssyni,
Árna Kristjánssyni og Ómari I.
Jóhannessyni og alþjóðlegu sam-
starfsfólki.“
Sprotar frá HÍ
HÍ hefur ásamt Landspítala
Háskólasjúkrahúsi starfrækt
Hugverkanefnd sem sinnir hug-
verkavernd og tækniyfirfærslu frá
árinu 2003. „Út úr háskólanum
hafa komið mörg sprotafyrir-
tæki sem byggja á hugmyndum
sem verða til við vísindastarfið
innan HÍ,“ segir Einar og nefnir
sem dæmi Marel sem spratt út úr
háskólanum. „Og nú síðast Oculis
sem er bylting í augnlækningum
og er í hröðum vexti, auk fjölda
annarra sem hafa skilað samfélag-
inu störfum, tækni og virðisauka.“
Hann segir að virk hugverka-
vernd sé yfirleitt lykillinn að
aðkomu fjárfesta að krefjandi
verkefnum svo þau nái að dafna.
„Innan Háskóla Íslands er stöðugt
unnið að því að auka meðvitund
um vægi hugverkaverndar við
rannsóknastarf innan skólans en
það er í samræmi við Hugverka-
stefnu stjórnvalda sem kom út
2016 og stefnu háskólans. „Þá er
rétt að hafa í huga að grunnrann-
sóknir geta líka leitt til byltingar
í hagnýtingu síðar meir, þó svo
það hafi ekki verið fyrirsjáanlegt
í upphafi. Þannig eru GPS-tæknin
( og þar með t.d. Uber-bílaþjón-
ustan), örbylgjuofninn, geisla-
spilarinn, ljósleiðarinn og segul-
ómun á sjúkrahúsum allt afurðir
grunnrannsókna við háskóla og
rannsóknastofnanir svo eitthvað
sé nefnt.“
Brú til atvinnulífsins
Svo er það brúin! Tækniyfirfærsla
er yfirfærsla vísindalegrar þekk-
ingar til atvinnulífsins, stundum
kölluð brúin á milli akademíu og
atvinnulífs. „Á Íslandi höfum við
verið sein að sinna þessu af krafti
samanborið við aðrar þjóðir, sem
getur komið niður á samkeppnis-
hæfni okkar til lengri tíma litið.
Nú verður breyting þar á!“ segir
Einar enn fremur.
„HÍ hefur leitt starf Auðnu,
undirbúningsfélags háskóla,
rannsóknastofnana og ann-
arra ríkisaðila auk viðkomandi
ráðuneyta um stofnun tækniyfir-
færsluskrifstofu fyrir allar þessar
stofnanir í landinu. Samstarf
þessara aðila og samskiptin við
fulltrúa atvinnulífsins hafa verið
einkar ánægjuleg og árangurs-
rík, enda um þjóðþrifamál og
nauðsynlega lykilinnviði nýsköp-
unar að ræða. Stefnt er að opnun
þessarar þjónustu í haust og að
fljótlega verði brúin opin fyrir
umferð í báðar áttir.“
Nýsköpunarpöbbinn
Á síðasta ári fór af stað Nýsköp-
unarpöbb í frábærum salar-
kynnum Stúdentakjallarans þar
sem hittast reglulega áhugamenn
um nýsköpun innan HÍ til að
spjalla saman um allt milli himins
og jarðar tengt nýsköpun og hlut-
verki HÍ þar að lútandi. „Þarna
er vettvangur fyrir afslappaða
umræðu þar sem starfsmenn
og nemendur hittast til að
ræða málin. Nýsköpunarnefnd
nemenda HÍ er frábært framtak
þar sem krafturinn í nemendum
nýtist í umræðuna um hvernig við
getum gert betur í þessum efnum,“
segir Einar. „Nýsköpun snýst um
miklu meira en nýja tækni, hún
þarfnast samfélags opinna huga,
umhverfis sem veitir innblástur,
flæðandi samræðu á hugmynda
og þróunarstigi, réttu aðstöð-
unnar – og mikillar vinnu við
alla framkvæmd. Háskóli Íslands
hefur margt fram að færa í þessum
efnum.“
Uppbygging í Vatnsmýri
Háskóli Íslands kemur víðar við í
nýsköpun en bara við kennslu og
rannsóknir, hann er enn fremur
bakhjarl Icelandic Startups sem
heldur utan um og sinnir hvers
kyns frumkvöðlaþjálfun og
viðskiptahröðlum með öflugri
starfsemi sinni. „Að auki standa
Vísindagarðar Háskóla Íslands
að gríðarmikilli uppbyggingu í
Vatnsmýrinni þar sem er að rísa
hjarta nýsköpunar í landinu. Þar
er til staðar í húsnæði Vísinda-
garða HÍ Íslensk erfðagreining,
leiðandi mannerfðafræðistofnun
í heiminum, þar eru einnig höfuð-
stöðvar Alvogen og Alvotech
sem þróa þar framleiðslu sam-
heitalíftæknilyfja,“ segir Einar. „Á
svæðinu er að rísa húsið Gróska
sem mun meðal annars hýsa CCP
og margháttaða aðra nýsköpunar-
tengda starfsemi, og Félagsstofnun
stúdenta er jafnframt að reisa þar
íbúðir. Allt skipulag svæðisins,
sem unnið er í nánu samstarfi við
Reykjavíkurborg, er uppskrift að
iðandi mannlífi og nýsköpunar-
krafti þar sem saman koma allir
hagaðilar nýsköpunar, vísindin,
frumkvöðlar, nemendur, mennta-
stofnanir, sprotafyrirtæki, fjár-
festar, tengslin við atvinnulífið
og framsækin fyrirtæki sem sjá
sér hag í kraftinum og sambýlinu
við háskólaumhverfið. Háskóli
Íslands vinnur því með marg-
víslegum hætti að því að koma
bókvitinu í askana,“ segir Einar að
lokum.
Háskóli Íslands
færir bókvitið í askana
Háskóli Íslands sinnir fjölbreyttum nýsköpunaráherslum en meðal þeirra má nefna rannsóknir,
ný þverfagleg námskeið í nýsköpun og yfirfærslu vísindalegrar þekkingar til atvinnulífsins. Einar
Mäntylä er verkefnisstjóri nýsköpunar á vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands.
Einar Mäntylä er verkefnisstjóri nýsköpunar á vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands en hann segir starfsemi og
rannsóknir innan HÍ skila margháttuðum ávinningi út í samfélagið. MYND/SigtrYggUr Ari
Nýsköpun snýst
um miklu meira en
nýja tækni, hún þarfnast
samfélags opinna huga,
umhverfis sem veitir
innblástur og réttu
aðstöðunnar meðal
annars.
Nýsköpunarnefnd
nemenda HÍ er
frábært framtak þar sem
krafturinn í nemendum
nýtist í umræðuna um
hvernig við getum gert
betur í þessum efnum.
KYNNiNgArBLAÐ 7 M i ÐV i KU DAg U r 4 . j ú l Í 2 0 1 8 NýSKöpUN á ÍSLANDi
0
4
-0
7
-2
0
1
8
0
5
:1
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
0
-C
F
6
8
2
0
5
0
-C
E
2
C
2
0
5
0
-C
C
F
0
2
0
5
0
-C
B
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
3
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K