Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 31
Halla Eysteinsdóttir hjúkr-unarfræðingur fékk þá hugmynd að framleiða léttar sjúkrabörur til notkunar á hálendi og víðar. Hún segir að það hafi verið kominn tími á léttari lausnir því búnaðurinn sem hefur verið í notkun er þungur. „Megin- tilgangurinn var að draga úr álagi í burði. Það er hins vegar langur vegur að fullbúinni vöru á markað og leita þarf á marga staði eftir ráð- gjöf áður lagt er af stað,“ segir hún. „Frumkvöðullinn var svo heppinn að fá þróunarstyrk frá Nýsköp- unarmiðstöð Íslands svo hægt væri að byrja verkefnið. Eftir alls kyns kostnaðarsamar prófanir með efni, tækni og fleira tóku við útgjöld vegna skráninga, vottana og leyfa vegna vörumerkis eða hönnunar. Þar sem sjúkrabörur falla undir lækningabúnað eru gerðar meiri kröfur. Leyfi þarf frá Lyfjastofnun og varan þarf að fara í gegnum strangt vottunarferli British Stand- ard Institution til að fá CE-vottun eftir alþjóðlegum ISO-stöðlun. Það tímabil tekur marga mánuði og kostar tæpa milljón. Þolinmæði og seigla borgar sig. Þegar vottanir lágu fyrir var Hallas ehf. stofnað og skráð vorið 2016. Lagt var upp úr því að hafa sjúkra- börurnar með hærri köntum en gengur og gerist til að vernda ein- staklinginn gegn vindi á köldum svæðum í flutningi. Um leið og líkaminn dregur úr hreyfingu eftir slys eða veikindi fellur líkamshiti um nokkrar gráður. Þegar vind- kæling á hálendi eða bersvæði bætist við eykst hættan töluvert. Þess vegna var notast við einangr- andi plötu í botni til að draga úr frekara hitatapi og pakka þeim sem liggur inn í segldúkinn. Til frekari verndar var fest vatnsheld yfirbreiðsla til fóta sem jafnframt einangrar líkamann fyrir frekara hitatapi í flutningi. Sjúkrabörurnar koma sem „einar með öllu“ og í bakpoka. Það sem gerir vöruna frábrugðna öðrum sjúkrabörum á markaði er að þær hafa 260 kg burðarþol en vega aðeins 4,9 kg,“ útskýrir Halla. „Þegar varan er tilbúin er ekki þar með sagt að hún selji sig sjálf. Byrjað var að auglýsa með dreifi- pósti, í fjölmiðlum og með net- póstum. Leitað var eftir stuðningi og styrkjum víða en varan passar ekki vel í einhvern hraðal eða rafræna þróun sem gefur öðrum tækifæri á að auðgast. Þetta er svo- lítil barátta og á köflum mjög erfið. Svo erfið oft á tíðum að maður efast um ákvörðunina og finnur til uppgjafar þegar ekkert gengur. Grunnvinnan kostar margar millj- ónir. Allt var handgert hér heima en öll vinnan fer fram úr innfluttu efni. Birgðir nægja til að anna inn- lendum markaði en varan er enn á því stigi að vera seld á kostnaðar- verði. Þrátt fyrir það er hún jafnvel ódýrari en verksmiðjuframleiddar steyptar börur keyptar að utan. Þegar horft er raunhæft á stöðuna er kostnaður við innflutning á efni og útflutning á vöru til sölu frá Íslandi engan veginn að ganga upp nema með stuðningi. Til allra lukku veitti Nýsköp- unarmiðstöð Íslands styrkloforð til markaðssetningar og blés lífi í glæðurnar. Hallas ehf. bauð öllum sem að björgun standa hérlendis til kynningarfundar í Reykjavík í mars. Þar á eftir var boðið upp á kynningarfundi í öðrum fjórðung- um landsins í apríl. Markhópurinn er afmarkaður hópur samtaka og félaga sem standa að björgun á hálendi eða þeirra sem huga að öryggi farþega um hálendið. Það eru ferðafélög, skálaverðir, björg- unarsveitarfólk, landverðir, aðilar í bráðaflutningum, Slysavarna- félagið Landsbjörg, skíðaskálar og snjósleðafélög. Við tökum ekkert fyrir að mæta því mikilvægt er að allir hafi tækifæri til að æfa sig í notkun þeirra, þar sem þær eru þegar komnar í ferðafélagsskála á hálendinu. Markaðsherferð okkar náði til Evrópu og var okkur boðið að koma til Bolzano á Ítalíu 10. til 12. apríl sl. Við fórum með sjúkra- börurnar á Prowinter sýningu á Ítalíu meðal 10 sprotafyrirtækja víða frá Evrópu. Þar var verið er að kynna allan búnað fyrir vetrar- íþróttir sem og björgunarbúnað á fjöllum. Aðalmarkmið okkar var að komast í kynni við framleið- endur sem og að kynna vöruna á alþjóðlegum markaði. Sjá hvernig hún hentar á markaðnum og kom- ast í kynni við ferðaþjónustuaðila sem og björgunarsveitir á Alpa- svæðinu. Við fengum aðeins 3 mín- útur til að kynna okkur á sýning- unni og fengum viðurkenninguna „First Price Start-up winner“. Tekin voru viðtöl og myndband gert út frá því: https://www.facebook. com/FieraBolzanoMesseBozen/ videos/vl.1711302265623544/ 1816360641753900/?type=1 Við vorum að vonum ánægð með þessa viðurkenningu. Nú þarf ég bara að finna góðan og vand- aðan framleiðanda að vörunni svo að hún geti orðið ódýrari í fram- leiðslu og því hægt að senda hana um allan heim. Nú þegar hafa fjöl- margir sýnt Hallas sjúkrabörunum áhuga sem þýðir að þær eiga að geta gert björgun léttari hvar sem er í heiminum,“ segir Halla en hún starfar sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu, með reynslu af sjúkra- flutningum og björgun fyrr á árum. Fjallamennska er hennar helsta áhugamál og hún þekkir því vel til þeirrar hættu sem getur skapast ef einhver slasast á hálendinu og hvað mikilvægt er að geta einangr- að og skýlt gegn vindi og draga úr vindkælingu, með sem skjótustum hætti. Nánari upplýsingar má finna á www.hallas.is eða hafa samband við info@hallas.is Léttar íslenskar sjúkrabörur Árið 2015 var farið af stað með þróun á sjúkrabörum sem hægt væri að brjóta saman og bera á bakinu. Hvort heldur væri farið gangandi, á hestbaki, á fjórhjóli eða snjósleða. Hugmyndin að hönnun á léttari sjúkraflutningabúnaði fyrir björgunaraðila á hálendi þróaðist með árunum. Dómnefndin á Prowinter 2018 ásamt Lailu Sæunni Pétursdóttur sem annast markaðsmál Hallas og Höllu Eysteinsdóttur, eiganda Hallas (til hægri). Verðlaunin sem Hallas fékk á Prowinter 2018. Halla og Laila með verðlaunin. Íslensku sjúkrabörurnar. KYNNINGARBLAÐ 9 M I ÐV I KU DAG U R 4 . j ú l í 2 0 1 8 NýSKöPUN á ÍSLANDI 0 4 -0 7 -2 0 1 8 0 5 :1 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 5 0 -B B A 8 2 0 5 0 -B A 6 C 2 0 5 0 -B 9 3 0 2 0 5 0 -B 7 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.